Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. 23 ttir íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir • Johan Boskamp. Allirá hálfan samning Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manni DV í Belgiu: Forráðamenn belgiska at- vinnumannaliðsins Lierse hafa ákveðið aö setja alla leikmenn liðsins á hálfan atvinnumanna- samning á nœsta keppnistíma- bili. Aðalástæðan fyrir þessu neyð- arúrræði er þröngur f járhagur og lítil aðsókn á leiki liðsins. Þjálf- ari þess, Boskamp, frægur hol- lenskur landsliösmaður, er liins vegar mjög traustur í sessi hjá félaginu og hafa forráðamenn félagsins sagt aö þeir.munigera allt sem hægt sé til að halda í hann. •SK. Meiðsli „Kannski fæ ég að slá grasið á Highbury” — segir Pat Jennings, hinn frægi markvöiður Arsenal og Norður-írlands • Pat Jennings hefur misst stöðu sina i aðalliði Arsenal og hefur áhyggjur af framtiðinni. „Ég verð að viðurkenna að þetta er verra núna en nokkru sbmi fyrr og ekki bætir veðrið úr. Fram eftir janúar var ekkert hægt að æfa nema innanhúss, — varalið Arsenal lék ekkert. Ég verð ekki betri af því að fá enga leiki og litla æfingu,” sagði Pat Jennings, hinn frægl markvörður Arsenal og Norður- írlands, nýlega í Lundúnum. Margir eru á því að dagar þessa 39 ára snill- ings milli stanganna séu nú taldir. Hann hefur misst stöðu sina í marki Arsenal til John Luxic og möguleikarn- ir að ná henni aftur virðast ekki miklir. Þó er kannski of fljótt að afskrifa írann alveg. Maðurinn með stóru hendurnar — stærstu hendur markvarðar í heimi að talið er — hefur áður verið afskrifaður sem markvörður. Þó alitaf komist í f remstu röð á ný. ,jUlt mitt líf hefur snúist í kringum knattspymu, — ég hef aldrei fengið tækifæri við annað starf. Aldrei undir- búiö mig fyrir annað starf. Eg hef ekki að neinu fyrirtæki að hverfa, — á engan hlut í slíku. Það er meira en að segja það aö stofna eitthvað slíkt. Kannski fæ ég í framtíöinni að slá grasiö á leikvellinum á Highbury,” segir hann og reynir aö brosa. Tekst þó ekki að fela bitran tón í máli sínu. Á löngum ferli sem spannar á þriðja áratug hefur Pat Jennings verið fyrir- mynd í flestu — til fyrirmyndar á leik- velli sem utan hans. Það er meira en sagt verður um marga leikmenn Arsenal nú. Þeir hafa verið í sviðsljós- inu — ekki aðeins Kampavíns-Kalli — og á neikvæðan hátt vikið af baksíðum ensku blaðanna á forsíðurnar. Þrír hafa verið sviptir ökuleyfi í vetur, auk Charlie Nicholas þeir Tony Woodcock og Raphael Meade. Hvað segir Jenn- ings um það? „Leikmennirnir hafa verið ákærðir fyrir að taka starf sitt ekki alvarlega, m.a. hefur Terry Neil, fyrrum stjóri Arsenal, ásakað þá í viötali. Ég hef ekki lesið það viðtal. Hins vegar verið sagt frá ýmsu í því. Leikmenn hafi jafnvel smakkað vín sex klukkustund- um fyrir leik. Ég skil ekki hvemig á því stendur að Neil lætur slíkt frá sér fara. Það virkar á mann aö hann sé bitur yfir að hafa verið látinn hætta hjá Arsenal. Hann hefur þó komið nokkrum sinnum hingað á Highbury eftir „sparkið” og ég gat ekki merkt hjá honum aö hann væri bitur,” en greinilegt er að Jennings vill víkjatal- inu frá þessu. Hann sagði í lokin. , J5g hef enn trú á að ég hafi ekki leikið minn síðasta leik í aöalliði Arsenal. Það fer í taugarnar á mér að allir eru aðtala um aldur minn. Hann skiptir ekki máli. Það sem mestu máli skiptir er hvernig ég ver markið”. hsím. Tölvunámskeid og veikmdi Frá Kristjáni Beraburg, frétta- ritara DV í Belgíu: Ovenju mikið er nú um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum í 1. deild belgísku knattspyraunnar. Um síðustu helgi voru hvorki fleiri né færri en 34 leikmenn fjar- verandi vegna meiðsla og veik- inda. -SK. Þak yfir allan völlinn Frá Kristjáni Beraburg, frétta- manni DVíBeigíu: Forráðamenn hollenska liðs- ins MVV hafa ákveðið að byggja nýjan leikvöll í stað þess sem nú er notaður. Ekkert verður til sparaö og mun völlurinn frágenginn veröa sá glæsilegasti í HoUandi. Þak verður byggt yfir aUan völlinn sem veröur lagður gervigrasi. BögguU fylgir þó skammrifi eins og oft áður. HoUenska knatt- spymusambandiö á eftir að leggja blessun sína yfir gervi- grasið. Ef leyfi fæst munu for- ráðamenn félagsins leggja land undir fót til Englands á Loftus Road heimavöU QPR tU að sjá hvemig ekki á að leggja gervi- gras. -SK. Iþróttir í NÆSTU VIKU TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA Fjölbreytt byrjendanámskeið fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost að læra um tölvur I skóia. Kennd eru undirstöðuatriði í tölvunotkun, forritun í BASIC, ritvinnslu með tölvu og notkun töflureikna. Tfmi: 12.,14., 19. og 21. febrúar kl. 18.00-21.00. UNGLINGA- ^ NAMSKEIÐ SINCLAIR SPECTRUM Dagskrá: Undirstöðuatriði í notkun tölva. Forritunarmálið BASIC. Æfingarí BASIC. Notendaforrit á Sinclair Spectrum. Ritvinnsla og töflureiknar. Tími: 11., 13., 18., 20. og 22. febrúar kl. 18.00—20.00. HEIMILISTÖLVUR NÁMSKEIÐ I NOTKUN Commodore, BBC, Sinclair Spectrum, Oroc, Spectravideo, Amstrad og fieiri heimilistölva. Þátttakendur mæti með sína eigin tölvu. Tölvufræðsl- an útvegar sjónvörp. Notið þetta einstaka tækifœri. Tími 12., 14., 19. og 21. febrúar kl. 20.15-22.15. APPLE-WORKS Fjölbreytt og vandað námskeið 1 notkun APPLE-WORKS fjölnotakerfisins. Námsefni: Grundvallaratriði við notkun tölva. Helstu eiginleikar ritvinnslukerfa. Stýrikerfi tölva. Æfingar í notkun Apple-Works. Innritun í símum 687590 og 686790. © 'i •• TOLVUFRÆÐSLANs/f ÁRMÚLA 36 - REYKJAVlK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.