Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Urvinnsla úr skoðanakönnun DV: Fjórðungur sjálfstæð- ismanna vill kosningar Fjóröungur stuöningsmanna Sjálf- stæöisflokksins er því fylgjandi aö efnt verði til þingkosninga í vor eða sumar. Meirihluti sjálfstæöismanna er því andvígur. Þá er um fimmtung- ur framsóknarmanna fylgjandi því að kosið verði í vor eða sumar. Meiri- hluti framsóknarmanna er því and- vígur að brátt verði fariö í kosning- ar. Þetta sýnir skoöanakönnunin sem DV gerði fyrir hálfri annarri viku. Sama fólkið var spurt hvaða lista það kysi ef nú yrði kosið og hvort þaö væri fylgjandi eða andvígt því að efnt yröi til þingkosninga í vor eða sumar. Af stuðningsmönnum Sjálfstæöis- flokksins vildu 26,1% kosningar. 58% voru því andvíg. 14,3% voru óákveð- in í afstöðu til kosninga og 1,7% vildu ekki svara þeirri spumingu. I röðum stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins reyndust 19 prósent vilja kosningar í vor eða sumar. 61,9% voru því andvíg. 16,7% voru óákveðin um kosningaspurninguna og 2,4% vildu ekki svara henni. Af stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins voru 76,6% fylgjandi kosn- ingum í vor eöa sumar, 15,6% andvíg og 7,8% óákveðin. Af alþýöubandalagsfólki vildu 83,7% kosningar, en 11,6% voru and- vig. Af stuöningsfólki Samtaka um kvennalista voru 65,6% fylgjandi kosningum en 28,1% andvíg. 73,7% stuðningsfólks Bandalags jafnaðar- manna vildu fara í kosningar í vor eða sumar, en 21,1% voru andvig því. Af hinum mörgu sem voru óákveönir þegar spurt var um lista eða svöruðu ekki þeirri spurningu reyndust flestir fylgjandi kosning- um. Af þessum hópi voru 36,7% fylgj- andi kosningum en 31% andvíg. Af- gangurinn var menn sem enn reynd- ust óákveðnir eða svöruöu ekki. Sjá nánar um þessar niöurstöður á með- fylgjandi töflum. -HH Fjórðungur sjálfstæðismanna vill kosningar nú og fimmtungur framsókn- armanna. Uppsagnir kennara 1. mars nk.: Menn harðir í afstöðu sinni — segir Krist ján Thorlacius, formaður HÍK Þessa dagana erum viö í stjórn HtK aö kynna félögum okkar nýja kröfu- gerð BHM. Jafnframt erum við að þreifa á afstöðu þeirra til aðgerðanna 1. mars. Við heyrum ekki annaö en aö menn séu harðir í afstöðu sinni til þeirra, að öllu óbreyttu.” Þetta sagði Kristján Thorlacius, for- maðui- Hins íslenska kennarafélags, er DV ræddi viö hann. Stærstur hiuti kennara í framhaldsskólum á landinu hefur sem kunnugt er sagt upp störfum frá og með 1. mars næstkomandi. Ur- skurður Kjaradóms verður kveðinn upp 22. febrúar nk. en fyrir dómnuin liggur nú kröfugerð BHM. Nokkur umræða hefur orðið um ákvæði í kröfugerðinni sem fjallar um starfsaldur réttindalausra kennara. Kristján sagöi að miðaö væri við próf- aldur, þ.e. tímann frá því að viðkom- andi lyki viðurkenndu háskólaprófi. Vitaskuld þýddi þetta að sumir kenn- ara gætu misst áunninn starfsaldur, þ.e. þeir sem kennt hefðu áður en þeir tóku prófið. Aftur á móti skipti þaö ekki máli hvort menn hefðu lokið prófi í uppeldis- og kennslufræði, aöeins að þeir heföu lokið tilskildu háskólaprófi. Þetta snerti því aðeins þá sem alls ekk- ert háskólapróf hefðu. A þeirra málum yrðiaðtaka sérstaklega þegarþarað kæmi. Kvaðst Kristján ekki kannast við að kennarar hefðu dregið uppsagn- ir sínar til baka vegna þessa ákvæðis í kröfugerðinni, utan einn sem hefði hættviðaðsegjaupp. Sagði Kristján að menntamálaráð- herra hefði lýst því yfir að beðiö yrði með frekari ákvarðanatöku varðandi málefni kennara þar til úrskuröur Kjaradóms lægi fyrir. „Og við erum sammála því,” sagðiKristján. -JSS Afstaða til kosninga Afstaða sjálfstæðismanna til spurning- arinnar um kosningar í vor eða sumar var þessi: Fylgjandi kosningum 31 eða 26,1% Andvígir 69 eða 58% Óákveðnir 17 eða 14,3% Svara ekki 2 eða 1,7% Afstaða framsóknarmanna var þessi: Fylgjandi kosningum 8 eða 19% Andvígir 26 eða 61,9% Óákveðnir 7 eða 16,7% Svara ekki 1 eða 2,4% Afstaða alþýðuflokksmanna var þessi: Fylgjandi kosningum 49 eða 76,6% Andvígir 10 eða 15,6% Óákveðnir 5 eða 7,8% Afstaða alþýðubandalagsmanna var þessi: Fylgjandi kosningum 36 eða 83,7% Andvígir 5 eða 11,6% Óákveðnir 2 eða 4,7% Afstaða stuðningsfólks Samtaka um kvennalista var þessi: Fylgjandi kosningum 21 eða 65,6% Andvígir 9 eða 28,1% Óákveðnir 2 eða 6,3% Afstaða stuðningsfólks Bandalags jafnaðarmanna var þessi: Fylgjandi kosningum 14 eða 73,7% Andvígir 4 eða 21,1% Öákveðnir 1 eða 5,3% Afstaða þeirra sem eru óákveðnir um hvaða lista þeir kysu og þeirra sem svara ekki spurningunni um lista er þessi: Fyljgandi kosninguni 103 eða 36,7% Andvígir 87 eða 31,0% Óákveðnir 33 eða 11,7% Svara ekki 58 eða 20,6% í dag mælir Dagfari______________| dag mælir Pagfari í dag mælir Dagfari Skál fyrir Steingrími Þá er loks fundin lausn á efnahags-, málum þjóöarinnar. Forsætisráö- herra ætlar að leyfa áfengan bjór í landinu og græða á því 900 milljónir króna. Það gerir meira en að fylla upp í götin. Það fyllir þjóðina. Tvter flöskur á dag kippa heilsunni í lag. Steingrímur er búinn að reikna þetta út. Hann telur varlegt að áætla að ís- lendlngar drekki 40 lítra á ári og vis- ar þá til þess að Svíar þamba 45 lítra af bjór og Danir hvorki meira né minna en 150 lítra á ári hverju. ís- landsmaðurinn fer því létt með 40 litra og gott betur. Kæmi manni ekki á óvart þótt danska metið yröi slegið léttilega, enda verður hátíð í bæ og öl á hverju heimili ef að líkum lætur. Það er heldur ekki dónaleg tilhugsun að drekka bjór út frá þjóðhagslegu sjónarmiði og vita til þess að eftir þvi sem fylliriið stendur lengur því betur stendur ríkiskassinn og efnahagur- inn. Mörg ráð hafa verið reynd til að rétta við bágan hag og slæma stöðu rikissjóðs. Þar hafa menn baslað viö skattheimtu, sparnað, endalaus f jár- lagagöt, viðskiptahalla og óvinsælar aðgerðir hvers konar. Margar góðar rikisstjórnir hafa þurft að gefast upp i þessari endalausu glimu og núver- andi ríkisstjórn hefur satt að segja ekki átt sjö dagana sæla fyrir fjár- lagagötum i bak og fyrir. En þegar neyðin er stærst er björgin næst og Steingrimur Hermannsson hefur slegið kellurnar i einu höggi, eins og honum var einum lagið i nýju Keilu- höllinni. Bjór er það heillin og munu nú allir drykkjurútar landsins skáia fyrir forsætisráðherra og efnahags- lausnum hans. Það er aldeilis munur að hafa forsætisráðherra sem leysir efnahagsvandann með þvi að bjóða þ jóðinni á fyllirí. Það er ekki á hver j- um degi sem Islendingar fá að leysa vandamál sin með þvi að drekka sig frá þeim. Vandlnn er að visu sá að jafnvel þótt bjórfrumvarpið fái allan for- gang i afgrelðslu alþingis má búast við að komið verði fram á mitt ár þegar bjórinn verður ioks lögleyfður. Þjóðin hefur því ekki nema rétt rúm- lega hálft ár til að drekka sig frá efnahagsvandanum samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Ráðherr- ann gæti notað 17. júní ávarpið til að hvetja landa sína til bjórdrykkjunn- ar og ekki er aö efa að þjóðhollusta á slikum tímum muni reynast drjúg. íslendingar hafa nú gert annað eins fyrir land sitt og þjóð, eins og það að renna niður nokkrum aukalítrum af bjór þegar þjóðarhagur krefst. Ef hugmyndir og óskir forsætis- ráðherra ná fram að ganga og allt fer eftir má búast við því að ekki renni af fullorðnum seinni hluta árs- ins, og börn og unglingar þyrftu einn- ig að geta náð sér i bjórkrús í frí- mínútum til að drekka upp í f járlaga- gatið. Til þess þyrfti bjórinn að selj- ast í sjoppum og getur dómsmála- ráðherra séð um það. Hann er hvort sem er búinn að hleypa bjórlíkinu inn á alla veltingastaði landsins i anda þeirrar stúkureglu og bindindissemi sem hann er alinn upp við. Bindindis- menn á borð við Jón Helgason hafa haft lag á því að stuðla að óvenjuleg- um drykkjusiðum og hljóta því að vera ötulir fylgismenn forsætisráð- herra í þeirri stefnu að koma þjóð- inni á það. Um næstu áramót getur Steingrimur aftur haldið á vit araba og ísraelsmanna til að segja þeim tröllasögur af því hvernig hann leysti efnahagsvanda Islendinga með því að detta í það. Mun það vera eins- dæml í hagsögunni þegar íslending- ar sýna umheiminum hvernig hægt er að drekka slg frá vandanum. Skál fyrir Steingrimi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.