Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TÍMI PENINGAR TOYOTA LYFTARAR - MATUR OG HOLLUSTA- Orsakir mikiilar gerlamengunar kjötvara þurfa ekki alfarið að vera sök verslananna. Verðið er langt undir heildsöluverði. Gerið góð kaup. ViÐ SPÖRUM ÞÉR HVORUTVEGGJA bili. Jafnframt þarf að athuga hitastig í kæligeymslu og kjötborði og almennt hreinlæti í versluninni. A þennan hátt er hægt að £á nokkuö góða mynd af ástandinu í viðkomandi verslun. Skrifstofuskrifbord i 3 stærdum. Fundarborð, fundarstóla. Vé/ritunarborð. Biðstofuhúsgögn. Hillur fyrir möppurnar og fl. Skerm veggi og margt fleira. Leitið nánarí upplýsinga í sýningarsal okkar að Skemmuvegi 4 eða ísíma 91-73100. Fljót og góð þjónusta. A. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 GunnarKristinsson matvælafræðingur skrifar Gæðamál kjötvara I síðasta tölublaöi Neytendasamtak- anna er eins konar eftirmáli um könn- un þá sem gerð var í fyrra á ástandi kjötfars, kjöthakks og fiskfars. Rætt er við verslunarstjóra þeirra verslana sem lentu í könnun þessari. En er hægt að fullyrða að ástand þessara matvara sé svona lélegt vegna þess aö hreinlæti sé ábótavant í verslunum? Ferli kjöts frá sláturhúsi til neytenda a) Ferli kjötsins hefst í sláturhús- inu. Þar á sér stað fyrsta meðhöndlun kjötsins og geymsla. Ef meðhöndlunin er ekki eins og best verður á kosið, eða kæligeymslur ekki nógu góðar, hefst gæðarýrnun kjötsins líka í sláturhús- inu. Bæði er um að ræða gæðarýmun af völdum örvera og efnafræðilega rýrn- un, vegna lélegra kæli- og frysti- geymslna. b) Annað ferli kjötsins er flutningur þess frá sláturhúsi til kjötvinnslu- stöðva eða verslana eða annarra staða. Þessir flutningar geta tekið frá stuttri stund upp í margar klukku-| stundir. Það gefur því augaleið aö til þess aö kjötið verði ekki fyrir gæöa- rýmun í flutningatækinu þarf bæði kæling og hreinlæti að vera í mjög góðu > lagi. Því miður þekkist það að kjöti er hrúgað á skitugt gólf í ókældum bílum., Slík meðferð hefur mikil áhrif á kjötið! og rýrir bæði gæði og geymsluþol kjöts-1 ins. örvemr ná að vaxa og raki tapast úr kjötinu þegar hitastigið í bílnum er komiðvelyfirlO°C. c) Þriðji hlekkurinn er svo kjöt- vinnslustöðvarnar. Þar þarf aðstaða fyrir geymslu kjöts að vera mjög góð. Ef of lágt hitastig er i frystum, tapast raki mjög fljótt úr kjötinu, sérstaklega ef það er ekki pakkaö í góðar umbúðir. Það þarf að fylgjast mjög vel með hreinlæti þar sem kjöt er unnið og innra eftirlit því nauðsynlegt. d) Fjórði hlekkurinn er svo verslun- in. Þar þurfa kælar og kjötborö aö vera í mjög góöu lagi. Hitastig má alls ekki fara yfir 4°C. Verslunin verður að gæta þess að geyma ekki hakk eöa kjötfars í meira en einn dag, vegna þess að þess- ar vömr er búið að meðhöndla eins og hægt er. Þær eru því mjög viðkvæmar og hafa mjög stutt geymsluþol. Verslanir eiga því ekki að hafa á boð- stólum eldri en dags gamla vöm. Neyt- andinn verður að vera nokkuð öraggur um að sú vara, sem hann kaupir, hafi tvegg ja daga geymsluþol í góðum kæli. Hlutur IMeytendasamtakanna Með rannsókn sinni hafa Neytenda- samtökin stigið mikilvægt skref í um- ræðunni um gæði kjötvara. Hins vegar hefur þessi umræða ekki náð nógu langt og gleymst hef ur að ræða um alla þá þætti sem á undan versluninni koma og hafa ekki minni áhrif á gæði kjöts- ins en hreinlæti í versluninni. Varan getur verið orðin ósöluhæf þegar hún kemur í verslunina. Þess vegna er mjög hæpið að stimpla verslanir út frá einu sýni, sem reynist vera ósöluhæft, óalandi og óferjandi vegna sóöaskap- ar. Það þarf að taka nokkur sýni af hverri fæðutegund, með ákveönu milli- Markvissar rannsóknir Til þess að einhver raunvemleg heildarmynd fáist af ástandi kjötfram- leiðslunnar í landinu þarf að koma til markviss rannsókn á hinum ýmsu stigum; í meðhöndlun, flutningi, geymslu og f rekari vinnslu k jöts. Á öllum stigum ferlisins þarf að taka sýni í gerlarannsókn athuga hita- stig í geymslum og flutningatækjum og gera gerlapróf á hinum ýmsu verkfær- um og boröum, sem notuö em við vinnslu kjöts, eftir að þau hafa verið þrifin til að sjá hversu vel hefur tekist. Á þennan hátt er hægt að fá nokkuð raunvemlega mynd af ástandinu og gera ráðstafanir til úrbóta í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu. Réttur neytandans Neytandinn á rétt á að sú vara sem hann kaupir sé gallalaus. Hann á rétt á því að öll stig í flutningi og meðhöndlun kjötsins séu í svo góðu lagi að geymslu- þol þess rýrni ekki óeölilega mikiö. Til þess að koma til móts viö þennan s jálf sagða rétt neytanda, þarf að koma til markviss rannsókn sem gerð er af viðurkenndum aöilum. Aöeins á þann hátt er hægt aö koma á raunvemlegum úrbótum sem skila sér í meiri gæöum og ánægðari neytendum sem óhræddir ættu að geta borðaö kjötfarsið sitt án þess aö fá í ábæti nokkrar milljónir af dauðum gerlum. NÝBVLAVECI8 200KÓPAVOCI SÍMI 91-44144. ^ m ▲\V HÚSGÖGN Sérverslun með SKRIFSTOFU- HÚSGÖGN KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. Sími 686511. GÓÐ KAUP. okkur fáið þið góða vöru á góðu verði Medisterpylsa,nýlöguð,130,- Paprikupylsa, aðeins 130,90. Óðalspylsa 130,- Kjötbúöingur 130,- Kindakæfa 155,- Kindabjúgu 153,- Kindahakk 127,- 10 kg nautahakk 175,- Hangiálegg 498,- Malakoffálegg 250,- Spægipylsa I sneiðum 320,- Spægipylsa í bitum 290,- Skinka, álegg. 590,- Londonlamb, álegg. 550,- Beikonsneiðar 135,- Beikonstykki 125,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.