Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Noregur: Fiskeldi að taka við af fiskveiðum Laxeldi í stórum stíl og flutningur fisksins á matarborð um allan heim er að verða lífsviðurværi sífellt fleiri Norðmanna. „Laxeldi er aö veröa aö stór- viðskiptum. Fleiri og fleiri eru farnir að leggja peninga í þessa fram- leiðslu,” sagði Thor Listau sjávarút- .vegsráðherra í viðtali. I fyrra framleiddu Norömenn 30.000 tonn af laxi og silungi á þennan hátt. Sú upphæð er meira en tvöföld framleiðslan 1982. Neytendur í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan heimta háum rómi meira af slíku lostæti. Listau sagði að framtíð sjávarút- vegsins, sem hefur verið heldur dimm vegna minnkandi þorsk- og síldarstofna, væri nú miklu bjartari vegna fiskeldis. Lífsafkoma manna í Noregi, með sína 2.650 kílómetra löngu strand- línu, hefur alltaf byggst á fiski þangað til fyrir tæpum 20 árum að olían kom í spilið. Norskir sjómenn eru vel búnir til að vinna við fiskeldi til útQutnings. Listau sagði að margir sjómenn, sem voru við það að verða atvinnu- lausir vegna minnkandi sjávarafla, hefðu farið út í fiskeldi með ótrúleg- umárangri. Þrjú ár Frá því aö skipuleggja eldisstöð þangað til fyrsti laxinn er drepinn líða um þrjú ár. Þrátt fyrir 50 prósent lán yfirvalda til þeirra sem eru að setja upp eldisstöðvar þurfa menn að stofna sér í miklar skuldir sem gerir fyrstu árin erfið. Meðfram vesturströnd Noregs eru um 450 fiskeldisstöðvar. Eftir tveggja ára eldi í einni slíkri stöö getur eigandinn drepið fyrsta lax- inn. Hann vegur þá þrjú til fjögur kíló. Fiskurinn er fluttur í frystiskipum eða -bílum til Evrópumarkaða og í flugi til Japans og Bandaríkjanna. Eigendur eldisstöðva segja að fiskurinn geti verið kominn á auðmannsborð í Texas 48 tímum eftir aö hann var drepinn. 300.000 tonn Ame Jensen, prófessor við norsku. lífefnafræðistofnunina, segir að hægt verði að framleiða um 100.000 tonn á ári af laxi fyrir árið 1990. En ef firðirnir yröu nýttir betur yrði vel hægt að framleiða 300.000 tonn á ári. En Listau varaði við að fyrst þyrfti að huga að umhverfisverndarsjónar- miðum. Norskir firðir eru einhverjir þeir fegurstu í heimi og ekki er víst að Norðmenn séu allir á því að nota þáífiskeldi. Regnbogasilungur i keri: Norflmenn græða milljónir 6 fiskeldi. Hafbeit Fiskeldi hefur tekið miklum framförum í Noregi undanfama þrjá áratugi. Það er orðið vinsælt náms- efni i skólum. Nú hafa stjómvöld áhuga á nýjum aðferðum við eldi á laxiog silungi: hafbeit. Þá er seiöum haldið í búram í fjörðunum og síðan sleppt. Þau halda út á Noröur-Atlantshaf. Þar fitna þau. Þegarfullvaxinn fiskurinn snýr aftur á æskuslóðir er hann veiddur. 85 milljarðar Miklir peningar eru í laxeldinu. Fyrir kílóið af þriggja til fjögurra kílóa fiski fást minnst 180 krónur, oft meira. Miðað viö 30.000 tonna árs- f ramleiðslu er líklegt að veltan sé um átta og hálfur milljarður íslenskra króna á ári. Ef framleiðslan kemst upp í 300.000 tonn, eins og talað er um, verður söluverðmætið komið upp i 85 milljarða. Þaö eru rúmlega þreföld íslensku fjárlögin. Auk eldis á laxi og silungi em norskir fiskibændur nú famir að gera tilraunir með krækling, skelfisk og humar. Aöstæður til þess em góðar í Norður-Atlantshafinu. Þar stafar ekki sama hætta af mengun og í Suður-Evrópu þar sem slíkt eldi hefur hingaö til f arið fram. Umsjón: ÞórírGuðmundsson einn stjómmálamaðurinn. „Það hvetur hina til að ráðast á þá útvöldu til aðræna þá vopnum.” Meðal þeirra skæmliða sem talaö var um að muni fá bandarísku aöstoðina eru þrír bardagamenn Jamiat-i-Islami flokksins; Ahmad Shah Masood, sem berst í Pansjer- dalnum, Ismael Khan. í Herat, nálægt Iran, og Zabiullah, foringi skæruliða við Mazar-i-Sharif. Zabiullah dó hins vegar í janúar eftir að jeppi hans keyrði á jarð- sprengju. Þeir vitna til dæmis í reynsluna frá Níkaragúa. „Það gæti farið fyrir einhverjum okkar eins og Commandante Zero,” sagði einn skæruliöaleiðtogi. Commandante Zero er skæruliða- foringinn Eden Pastora. Hann var frægasti og virtasti skæruliðaleiðtog- inn í Níkaragúa, en hann tapaði öll- um áhrifum þegar hann neitaði að ganga í lið með vel fjáðum og vopn- um búnum skæruliðum sem Banda- ón dollara framlagi frá öörum aðilum. Ráðamenn í Washington hafa ekki staðfest eöa neitað fréttunum. Sendi- ráösmenn í Islamabad segjast ekk- ert vita um neina hernaöaraðstoð við skæruliða. Stjómvöld í Pakistan segja engin hergögn komast til skæruliða í gegnum Pakistan. Fréttirnar um leynisjóðina eru farnar að hafa áhrif á þá skæruliða- leiðtoga sem fá lítið sem ekkert frá bækistöðvum skæruliðahópanna í Peshawar í Pakistan og þá starfs- menn stjórnmálaflokkanna í Pes- hawar sem hafa orðið að sætta sig við kaupskeröingu. Fyrir fá þeir ekki nema um 1.500 krónur á mánuöi. Selja vopn „Stríðið snýst allt um peninga nú,” sagði einn vonsvikinn starfsmaður stjórnmálaflokks í Peshawar. „Leiðtogarnir hafa sín hús og sína bíla. Hvers vegna skyldu þeir vilja frelsun Afganistans? ” Á meðan starfsmenn flokkanna lifa á lúsarlaunum fá alls k)ms ráðgjafar með góð sambönd viö flokksleiötogana vel borgað. Einnig kvarta menn yfir því að flokka- leiðtogamir verði sér úti um fé með því að selja vopn á svartamarkaði. Á Bara Bazar, geysistórum og skugga- legum markaði í útjaðri Peshawar, má fá Kalashnikov riffil fyrir 60.000 krónur. Flokkaleiðtogarnir þvertaka fyrir að þeir græði á baráttunni gegn Sovétherjunum eða haldi eftir fé sem eigi að fara í baráttuna. „Þetta eru allt villuupplýsingar frá Khad-leyniþjónustunni afg- önsku,” segir einn leiðtoganna. Mistök Afganir segja margir það mestu mistök ef Bandaríkjamenn ætli sér Skæruliðaleiðtogi (í miðið) mefl flokksleiðtoga (til hægri) i Peshawar. Raka flokksleiðtogarnir að sér fé á meðan skæruliflar deyja í bardögum i Afganistan? að styðja sérstaklega suma skæruliðaforingja en aðra ekki. , Að taka svona suma út og dæla í þá peningum er þar versta sem Bandaríkjamenn geta gert,” sagði DV-mynd ÞóG ríkjamenn studdu. Afganskir skæru- liðar vilja ekki að Bandaríkjamönn- um takist að skapa eins konar leigu- liðahópa sem öllu ráöa, eins og í Níkaragúa. Skæruliöahópar i Afganistan rífast nú um bandaríska leynisjóði sem eiga að fara í baráttuna gegn Sovét- mönnum. I síöustu viku ásökuðu 300 félagar eins skæruliðahópsins leið- toga sina um að eyða stríðspeningum á sjálfa sig og aðstoðarmenn sína í stað þess að nota þá í stríðsrekstur- inn. Orðrómur á landamærasvæðum Pakistans og Afganistans hermir að Bandaríkjamenn hafi ákveöið að styðja aðeins fimm skæruliðaleið- toga. Nú kvarta aðrir skæruliðaleið- togar og segja aö Bandaríkjamenn styðji ranga menn og að afskipti þeirra af stríðinu séu oröin of mikil. Enga peninga séð En þeir sem eiga að fá peningana segja að þeir hafi enn ekkert séð af þeim. Hinir miklu sjóðir sem talaö sé um í vestrænum blöðum hafi ekki skilað sér til þeirra. Alls er talað um aö aðstoðin frá Bandaríkjunum sé eða veröi um 280 milljónir dollara, eöa rúmir átta milljarðar íslenskra króna. Það er um þriðjungur ís- lenskra f járlaga. Þetta er sú upphæð sem New York Times segir að sé framlag Bandaríkjamanna til bar- áttunnar gegn sovéska hemum í Afganistan. Búist er við um 200 millj- Harðgerir afganskir skæruliðar með vopnin sín, tilbúnir i bardaga. Skæruliðar í Af ganistan: KOMNIR í HÁR SAMAN UM BANDARÍSKA LEYNISJÓÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.