Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985.
13
Að setja lög eða brjóta þau?
Hún varö eilítið skrítin í augum
óbreyttra borgara umræðan sem
spannst eftir að Krummarnir flugu
úti i Stokkhólmi. Þegar Hrafn
Gunnlaugsson fékk hin eftirsóknar-
verðu verðlaun fyrir leikstjómina á
flugi nafna sins þá skaut hann því að,
að hart væri hvemig fjórveitinga-
valdið léki kvikmyndargerðarmenn,
þegar það þverbryti þau lög sem sett
voru í fyrra um kvikmyndasjóð.
Það var mögnuð óheppni fyrir
fjárveitingavaldið aö Hrafn skyldi
endilega þurfa að fá þessi árans
verðlaun einmitt nú, svo kvik-
myndargerðarmenn gætu nær fyrir-
hafnarlaust komið af staö umræðu
um vægast sagt undarlega meðferð
framkvæmdavaldsins á nýsettum
lögum. Og svo undarleg sem sú
meðferð er, þá eru viðbrögð ýmissa
ráöamanna þegar upp kemst um
strákinn Tuma þá kannski enn und-
arlegri.
Til hvers eru lög?
Ef einhver hefur ekki áttað sig á
gangi mála þá er hann i stuttu máli á
þessa leið: Fyrir stuttu voru sett á
Alþingi lög um kvikmyndasjóð. I
þessum lögum var gert ráð fyrir
ákveðnum afmörkuðum tekjustofni
fyrir sjóðinn, sem sagt söluskatti af
seldum aðgöngumiðum í kvikmynda-
hús. Þessi nýju lög áttu að koma til
framkvæmda á þessu ári og hefur
verið talað um 30 milljónir sem hefðu
lögum samkvæmt átt að falla i hlut
sjóðsins. Þegar hins vegar fjár-
magni var skipt á hinu háa Alþingi
munu aðeins um 8 milljónir króna
hafa komið í hlut sjóðsins.
Nú má sjálfsagt endalaust deila
um það hvort rétt hafi verið að af-
marka tekjustofn kvikmyndasjóös á
þann veg sem gert var, hvort í hann
áttu að renna söluskattstekjur af
seldum miðum eða eitthvað annað og
á sama hátt má vafalaust endalaust
deila um þaö hve miklu fé eigi að
verja til stuðnings hinum unga kvik-
myndaiðnaði okkar í fjármagns-
hungruðu þjóðfélagi.
I minum huga eru þetta samt ekki
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
Velgengni myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, hefur magnað
deilurnar um skerðingu fjárveitinga til kvikmyndasjóðs.
• . treysta þeir hreinlega á aö
framkvæmdavaldið fari ekki eftir
lögunum, þegar til framkvæmdarinnar
kemur, svo allt sé í lagi aö samþykkja
lögin og fá áfram frið til að sinna kjör-
dæmapoti og heyja bitlingabaráttu.”
aöalatriöin í þessu máli. Þaö snýst
einfaldlega um þaö hvort þau lög
sem sett eru á Alþingi Islendinga séu
alvörulög eða ekki. Það snýst um það
hvort allir þegnar landsins séu jafnir
fýrir lögunum eða ekki. Það snýst
um þann snefil af virðingu sem
almenningur ber þó enn fyrir þeim
mönnum sem sitja á Alþingi.
Hún var heldur hjákátleg og nöp-
ur niöurstaöan sem kom út úr
skoðanakönnun eins dagblaðsins
meðal landsfeðranna við Austurvöll
út af þessu máli. Einstaka maður
sem spurður var gat borið höfuðið
hátt því til voru þeir sem vildu ávallt
fara eftir lögunum. Fjármála-
ráöherrann taldi sig ekki þurfa að
gefa neina haldbærari skýringu en
„af því bara” og einn stjórnarliðinn
á þingi kvað kvikmyndagerðar-
mönnum ekki meiri vorkunn en
lömuðum og fötluðum og gott ef ekki
þroskaheftum líka, þvi þetta sama
væri gert við þá. Vissulega er það
rétt að sýnu mun svívirðilegra er að
brjóta lög á þeim sem vegna áfalla
eða sjúkdóma standa höllum fæti
heldur en á mönnum sem eru að fást
við kvikmyndagerð. Hins vegar
leyfir fáfróöur borgari sér að spyrja
til hvers lög séu yfirleitt og hvort
ekki sé til þess ætlast að f arið sé eftir
þeim svo framarlega sem það er
unnt?
Ef minnið svíkur þig ekki þeim
mun meir þá sýndi núverandi f jár-
málaráðherra af sér rögg þegar
hann tók við embætti og lýsti því yfir
að hann myndi fara að lögum í þessu
efni og t.a.m. greiða ferðamálaráði
lögákveðinn hluta af tekjum fríhafn-
ar á Keflavíkurflugvelli en þau lög
hafði fjárveitingavaldið brotið árum
saman. Nú virðast einhverjir kerfis-
karlar hafa sannfært hann um það að
ekki sé nauðsynlegt að fara að öllum
lögum.
Smátt mál —
en þó stórt
Nú mó sjálfsagt með sanni segja
að framlag til kvikmyndasjóðs sé
mikið smámál í öllum þeim efna-
hagsþrengingum og fjárskorti sem
þjaka íslenskt efnahagslíf. Engum
sköpum skipti fyrir þjóðina hvort
einn eða fleiri bjartsýnismaðurinn í
þessum unga iðnaði fari á hausinn
eða flytjist af landi brott. Látum það
þvíliggja milli hluta.
Hitt finnst mér sýnu alvarlegra ef
menn sem kjörnir eru af þjóðinni á
löggjafarþing hennar eru svo búnir
að gleyma meginverkefni þess í kjör-
dæmapoti og bitlingabaráttu að þeir
láti hafa eftir sér ummæli í þá átt að
litlu skipti hvort farið sé að lögum
eða ekki. Eg á bágt með að trúa því
að þeir meini þetta í raun og veru, en
þó hvarflar það óneitanlega að
manni stöku sinnum að eitthvað í
þessa átt gangi hugsanir sumra
þeirra.
Til þess bendir afskiptaleysi
þeirra og jafnvel stuðningur við
skýlaus og ótvíræð lögbrot sem blasa
viö hvarvetna í þjóðfélaginu, ef það
eru skoðanabræður þeirra sem í hlut
eiga. Eg segi skoðanabræður en ekki
flokksbræður, því slík fyrirbæri
einskorðast ekki við flokksbönd.
Þingmenn virðast á stundum dansa
með þeim almennu borgurum sem
segja að til þess séu vitlaus lög að
brjóta þau. Almenningur hefur hins
vegar þá afsökun að hann setur ekki
lög eða breytir þeim, þingmönnum
ber að gera hvort tveggja ef löggjöf
misbýður almennri réttarvitund.
Og að endingu: Getur þaö verið að
þingmenn detti á stundum í þá gryf ju
að setja lög til þess að friða ákveðna
þrýstihópa eða styðja gott málefni
án þess að gera sér nokkra grein
fyrir því hvað slík lög kosta? Fá þeir
rangar upplýsingar um þetta eða
sækjast þeir hreinlega ekki eftir
þeim? Eða — treysta þeir hreinlega
á að framkvæmdavaldiö fari ekki
eftir lögunum, þegar til framkvæmd-
arinnar kemur, svo allt sé í lagi að
samþykkja lögin og fá áfram frið til
að sinna kjördæmapoti og heyja
bitlingabaráttu?
En umfram allt, ágætu sextíu-
menningar við Austurvöll: Gerið það
fyrir okkur hina sem viljum enn trúa
því að með lögum verði land farsæl-
legast byggt að láta ekki oftar hanka
ykkur á því að segja opinberlega að
ekki skipti neinu máli þótt ykkar
eigin lög séu brotin.
Magnús B jarnf reðsson.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
að gera SÍS-veldið allsraðandi?
Engan getur undrað þó spurt sé
spumingar sem þessarar, t.d þegar
haft er i huga að meiri hluti Alþingis
hefur nú tvö ár í röð veitt sjávarút-
vegsráðherra Framsóknarflokksins
nánast alræðisvald í stjómun fisk-
veiða og fiskvinnslu á Islandi meö
samþykkt kvótafyrirkomulags á
fiskveiðum.
Þetta valdaafsal Alþingis til eins
ráðherra er nánast furðulegt svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Þó vekur það mesta furðu að Sjálf-
stæðisflokkurinn, flokkur einka-
framtaksins, frelsisins og allra hinna
fallegu nafnanna, skuli vera í farar-
broddi slíks valdaafsals frá Alþingi
til SIS í gegnum Framsóknar-
flokkinn.
Þetta eitt og sér, þótt fleira mætti
nefna, sýnir hvers konar nátttröll
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn í
islenskum stjómmálum undir
forystu ungu mannanna.
Var hugur þingmanna Sjálf-
stæðis- og Framsóknar-
flokks hjá landsbyggðinni
við afgreiðslu kvótans á
Alþingi?
Við umræðu málsins í neðri deild
Alþingis, sem fram fór skömmu fyrir
jól, var augljóst aö stjórnarþing-
menn allir, að undanskildum einum
eða tveimur, ætluðu annað árið í röð
að samþykkja kvótann svo til
óbreyttan.
Þetta kom enn frekar í ljós við at-
kvæðagreiðslu málsins í neðri deild
þegar felld var breytingartillaga,
sem undirritaður beitti sér fyrir og
flutti ásamt þrem öðrum þing-
mönnum, en tillagan var þessi.
A eftir 1. málsgr. 1. gr. komi tvær
nýjarmálsgr. er orðistsvo:
Ákvæði 1. málsgr. taka ekki til
veiða með línu og handfærum.
Við úthlutun á aflamarki til
einstakra skipa ber ráðherra að
taka sérstakt tillit til þess ef skip er
gert út í byggðarlagi þar sem a.m.k.
35% vinnuafls starfa við fiskvciðar
og fiskvinnslu og skal aflamark
þeirra skipa, verði eftir því leitað,
aukið um 15—20% frá því sem það
hefði ella orðið eftir aimennri út-
hlutunarreglu.
Tillagan var flutt m.a. til aö láta á
það reyna hver meining fylgdi máli
hjá þiugmönnum Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks, að láta þau
sjávarpláss sem nær einvörðungu
byggja afkomu sina á fiskveiðum og
fiskvinnslu njóta einhvers forgangs i
kvótaskiptingu umfram aðra og að
velðar með línu og handfærum væru
utan kvótaskiptingar.
Þessa tillögu felldu, að viðhöfðu
nafnakalli, þingmenn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks, að undan-
skildum Olafi Þ. Þórðarsyni.
Síðan samþykktu þeir hinir sömu
þingmenn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks kvótann nær óbreyttan
frá sl. ári. Með því aö fella þessa
tillögu hafa flokkur einkaframtaks-
ins, Sjálfstæðisflokkurinn, og flokkur
SlS-veldisins, Framsóknar-
flokkurinn, sýnt svo ekki verður um
villst aö allt tal þingmanna þeirra
um að láta þau sjávarpláss og land-
svæði, sem nær einvörðungu byggja
afkomu sína á fiskveiðum og fisk-
vinnslu og hafa ekki í önnur hús að
venda varðandi atvinnu, njóta for-
gangs til fiskveiða innan kvóta-
kerfisins er helber sýndarmennska,
sem að engu er hafandi, og ætti að
vera íbúum þessara landsvæða víti
til vamaðar þegar þeir næst velja
fulltrúa sína á Alþingi.
Þjóðhættuleg stefna
stjórnvalda
Þessi afstaða stjórnarflokkanna til
fiskveiða og fiskvinnslu í sjávar-
plássum er stórhættuleg, ekki bara
íbúum þeirra staða heldur og einnig
og ekki síður þjóðarheildinni.
Hvar verður íslensk þjóð á vegi
stödd haldi fram sem horfir, undir
forystu núverandi ríkisstjórnar, að
knésetja bæði þá sem í því standa að
reka atvinnufyrirtæki í fiskveiðum
og fiskvinnslu og um leið allan þann
KARVEL PÁLMASON
ALÞINGISMAÐUR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
fjölda launþega sem við þennan at-
vinnuvegstarfar.
Stefna núverandi ríkisstjómar
hefur þegar leitt til fólksflótta af
fiskiflotanum vegna hrikalegrar
kjaraskerðingar sjómanna og fólks-
flótta úr fiskvinnslunni vegna
smánarlegra kjara og óöryggis í at-
vinnu.
Við svo búiö má ekki standa. Það
hlýtur að vera krafa allra þjóðhollra
Islendinga að horfið verði frá þessari
stefnu og að stjómvöld snúi sér að
því að rétta hlut fiskveiða og fisk-
vinnslu og skapa þessari undir-
stöðuatvinnugrein þau skilyrði sem
duga til að greiða mannsæmandi
laun, því fólki sem helgað hefur sig
þessu starfi sem allt annað í þjóð-
félaginubyggirá.
Hver sú ríkisstjórn sem vanrækir
þessa frumskyldu á þegar í stað að
víkja.
Karvel Pálmason.
4| „Þó vekur þaö mestu furðu að
Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur
einkaframtaksins, frelsisins og allra
hinna fallegu nafnanna, skuli vera í
fararbroddi slíks valdaafsals frá Al-
þingi til SÍS í gegnum Framsóknar-
flokkinn.”