Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR1985. 15 ng Menning Menning Menning Menning Sinfóníuhljómsveit íslands: Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur píanókonsert eftir Prokofieff Þorsteinn Gauti Sigurösson píanó- leikari verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld. Þorsteinn leikur píanókonsert nr. 2 í g- moll eftir Prokofieff. Gunnar Kvaran átti aö leika á þessum tónleikum en forfallaðist vegna veikindá. I samtali viö DV sagðist Þorsteinn Gauti hafa tekiö einleikinn að sér með tveggja vikna fyrirvara. „Eg hef að- eins leikið þetta verk éinu sinni áður og var búinn að lofa sjálfum mér að gera það aldrei aftur. Þessi konsert Prokofi- effs hefur stundum verið kallaður „akrobatíski” konsertinn vegna þess hvað hann er stór og erfiður. Mér finnst það þó ekki koma niður á tónlist- inni. Til skamms tíma hefur þetta verið lítið spilað verk. Sennilega er það vegna þess að það er beinlínis líkam- lega erfitt að spila það. Sjálfur sagöi Prokofieff að það væru alltof margar nótur í konsertinum.” — Er konsert Prokofieffs í uppáhaldi hjá þér? „Eg hef mikinn áhuga á tónskáldinu Tónskáldið viðurkenndi að það væru alltof margar nótur i konsertinum. DV-mynd GVA. Prokofieff og hef gaman af þessum konsert. Þó get ég varla sagt að hann sé í sérstöku uppáhaldi hjá mér.” — Hvaðer svo framundan hjá þér? „Eg ætla mér að vera óráðinn í nokkra mánuði. Ég er eiginlega kom- inn úr námi og er nú að hugsa minn gang. Síðast hjá mér var að spila á móti norrænna einleikara í Osló. Um mótið var gerður s jónvarpsþáttur sem bráðlega veröur sýndur hér í sjónvarp- inu. Þar lék ég þennan konsert Proko- fieffs í fyrsta sinn opinberlega. Mótiö í Osló var mjög skemmtilegt og gaman aö kynnast því hvað tónlistarfólk á Norðuriöndunum er að gera.” -GK. Frelsið endurheimsótt Frelsið er dýrmæt verslunarvara 0 „En það eyðist sem af er tekið og æ fleiri svið mannlífsins hafa verið troðin undir járnhælum stjórnlyndra stjórnmálamanna og eykst þá verð- mæti þess frelsis sem enn er eftir.” I fyrri greinum mínum í þessum greinaflokki hef ég reynt að vekja máls á því merkingarfræðilega fimb- ulfambi sem virðist tröllríða vinstri intelligensíunni (slík ,sem hún er) í þessu landi þegar hún tekur sér orðið „frelsi” í munn. Ljóst er að alþýðu- menn þessa lands stæðu uppi varnar- lausir gegn ólögmætum eða óréttlátum þvingunum þeim, sem stjómmála- menn reyna sífellt að beita almenning, ef vinstri mönnum tækist að eyðilegg ja orðið „frelsi” með misnotkun sinni á því, og því má telja brýnt að fá þeim í hendur rökfræðileg vamarvopn til að ver jast slíkri merkingarruglsatlögu. I þessari grein mun ég reyna að leggja mönnum nokkur slík rökfræði- leg vamarvopn í hendur. Þau felast í nokkurs konar leitarreglum og með hjálp þeirra má á sem auðveldastan hátt leita uppi í ræðu og riti misnotkun á orðinu „frelsi” og vona ég aö þau verði mönnum að einhverju gagni þeg- ar þeir í framtíðinni þurfa að fálma sig í gegnum þann kræklótta húmskóg, sem hugsun vinstri manna oftast er. Alþýðukvennabandalagslist- inn En reglurnar eru þessar: 1. Þegar stuðningsmenn tvíeykisins, Fjórðagrein grunur að fylgismenn slíkra hug- mynda telji menntun sína og skynsemi hafa slíka yfirburði yfir fávísan al- múgamanninn, að þeir telji sig nánast sjálfskipaða í þann útvalda hóp sem að góssinu á að sitja. Það aö almennt frelsi manna útilokar valda-elítu af þessu tagi skýrir ef til vill hversu litlu fylgi þetta hugtak hefur að fagna hjá þessum stjórnlynda hópi. 2. Aöeins óréttmætar og óréttlátar geðþóttaþvinganir af hálfu annarra manna geta skert frelsi manna. Frelsið _ innifelur fjarvist vissra hindrana fyrir því aö menn fái upp- fylltar óskir sínar, nefnilega óréttmæt- ar og óréttlátar geðþóttaþvinganir af hálfu annarra manna. Þetta þýðir hins vegar engan veginn að allar hindranir fyrir því að menn fái uppfyllt óskir sínar feli í sér frelsisskerðingu. Sam- kvæmt þessu getur maður sem er fátækur verið alfrjáls, svo lengi sem ekki er beinlínis um að ræða blátt bann stjórnvalda viö þvi að hann bæti af- skerðir ekki frelsi manna, þó að enginn neiti því að hún leggur ýmsar hindran- ir í götu manna. Hið sama mundi ekki gilda ef ríkisvaldiö bannaði heilbrigð- um manni að stíga upp úr hjólastól. 4. Ekki er hægt að flokka allar hindr- anir í vegi þess að menn fái uppfylltar óskir sínar undir frelsisskerðingu. Með þessari reglu er reyndar verið að leggja áherslu á það sem áður var sagt um frelsið, að það skeröist aðeins af hindrunum sem flokkast undir geð- þóttavaldbeitingu af hálf u annarra. Frelsið er verðmæt vara Hagfræðingar veltu lengi vöngum yfir því á bernskuskeiði þeirrar fræði- greinar af hverju demantar væru keyptir hærra verði en vatn, þegar augljóst er að vatn er lífsnauðsynlegt efni þar sem demantar virðast til einskis annars nýtir en að svala hé- gómagirnd fólks. Svarið við þessari spumingu felstí því að gnægð er til af vatni en hins vegar sívarandi skortur á demöntum. Verði menn hins vegar vatnslausir á eyðimerkurgöngu eru þeir oftast tiibúnir til að gefa aleigu sína af demöntum fyrir einn vatns- sopa. Spyrja má hvort ekki gildi viölika lögmál um frelsi manna, að þegar á því er skortur leggja menn allt í söl- umar til að endurheimta frelsi sitt. Er hér nærtækast að benda á bátafólkiö frá Víetnam, sem ekki einasta gaf stjórnvöldum allar eigur sínar til að komast þaðan úr ófrelsinu, heldur lagði einnig lif sitt í sölurnar að auki þegar það lagði í hriplekum bátshræj- um út á Kyrrahafið. Þetta dýrmæti frelsisins fyrir þá sem hafa glatað því, er reyndar notaö sem verslunarvara í flestum sósíalistarikjum heims og reynist þeim dr júg búbót. Ef til vill er hér einnig að finna skýr- ingu á því hvers vegna svo margir á Vesturlöndum meta frelsi sitt svo lít- ils. Þrátt fyrir þær linnulausu atlögur sem stjórnlyndir stjómmálamenn hafa stýrt gegn frelsinu búum viö enn við gnægð frelsis. En eyöist það sem af er tekið og æ fleiri svið mannlífsins hafa verið troðin undir járnhælum stjórnlyndra Stjómmálamanna, og eykst þá verðmæti þess frelsis sem enn ereftir. íslenskt bátafólk? Eg get aðeins vonað að þegar ofan- ÁRNI THORODDSEN greindir stuðningsmenn tvíeykisins, Alþýðukvennabandalagslistans, hafa reist hér sæluríki verkalýðsins, að þeir sýni sömu hagsýni og önnur sósíalista- ríki (þrátt fyrir eigið áhugaleysi á þessu fyrirbrigði, frelsinu), og leyfi verkalýðnum aö kaupa sér utanferöir héðan fyrir aleigu sína, tuttugu manns í hverja triliu. Ég hygg að flestir muni fúsari að treysta á náðarfaðm Atlants- hafsins í slíkum farkosti en visku og góðmennsku stuöningsmanna þessa tvíeykis, þegar þeim hefur loksins tek- ist aö sölsa undir sig öll völd í þessu þjóðfélagi og taka að beita því án þess að þurfa að spyr ja nokkum leyfis. Með þessum orðum ætla ég reyndar að ljúka þessum greinaflokki. En þar sem ein svargrein hefur þegar birst hlýt ég að svara henni svo fljótt sem unnt er. ÁrniThoroddsen. Kvennalisti/Alþýðubandalag (þ.e. Al- þýðukvennabandalagslistans), tekur sér orðið frelsi í munn, spyrjið þá ekki hvort þeir séu að misnota þetta orð, heldur hveruig þeir séu að misnota það. Það er sorgleg staðreynd að þessi hópur virðist kæra sig kollóttan um frelsi manna, ef þeir hafa þá nokkru sinni skiliö hvað í þessu hugtaki felst. Það er því ef til vill lítil furða aö hvar sem skoðanabræður þessa hóps hafa komist til valda hefur frelsið verið fót- um troðið, enda varla við því að búast aö menn geti varðveitt það sem þeir vita ekki hvað er. Þá hlýtur það að vera umhugsunar- efni, hvort stjómmálastefna þessa hóps felur ekki óumflýjanlega í sér af- nám þess frelsis sem frjálshyggju- menn vilja varðveita, þar sem hún gengur oftast út á að fela útvöldum hópi geðþóttavald til að beita almenn- ing þvingunum, sem fylgismennimir vona síðan að verði notað til að koma á „réttlátari” tekjuskiptingu í þjóöfélag- inu, án þess að nokkur þeirra hafi, að því er séð veröur, hina minnstu hug- mynd um hvað í þessu nýja réttlæti getifalist. Oneitanlega læðist að mönnum sá komu sína. Aðrar tegundir af hindrunum fyrir því að efnalitlir menn fái uppfylltar óskir sínar, svo sem menntunarleysi, efnalitlir ættingjar og vinir, óheppni eða þekkingarleysi í fjármálum o.s.frv. era vissulega mikilvægar, en þær fela ekki í sér neina frelsisskerð- ingu. Og mikilvægi þeirra er ekki slíkt að þær réttlæti það að afmáður sé úr hugtakaheimi okkar mismunurinn milli hindrana af þessu tagi og hindr- ana sem skerða það frelsi sem frjáls- hygg jumenn tala um. Eða hvers vegna telja vinstri menn nauðsynlegt með hugtakaruglingi og misnotkun á orðinu frelsi að svipta okkur þeim möguleika að velja milli þess að fækka þeim hindrunum, sem skerða frelsi okkar og þeim sem rýra efnahagslega afkomu. Ottast þeir ef til vill að stjórnmálamarkmið þeirra standist ekki gagnrýna umræðu án hugtakaruglings? Vita þeir kannski að stjórnmálastefna þeirra er óseljanleg vara nema blekkingum sé beitt? 3. Menn verða ekki ófrjálsir nema aðrir menn valdi ófrelsi þeirra. Fatlaðir menn eru til dæmis ekki ófrjálsir, þó að fötlun þeirra hindri að þeii- komist ferða sinna. Lömunarveiki Husqvarna Optima Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 0 Husqvarna Optima er full- komin saumavél, létt og auö- veld í notkun. 0 Husqvarna Optima hefur nytjasauma innbyggöa. 0 Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til gróf- asta striga og skinns. 0 Husqvarna Optima óska- draumur húsmóöurinnar. Verö frá kr. 12.000.- stg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.