Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBROAR1985.
3
Málflutningur í Hæstarétti vegna ÁTVR-ránsins við Landsbankann:
Fylgdist með ÁTVR-
mönnunum vikuna á undan
1 vitnisburði William kemur einnig
fram að hann hafi dulbúið sig sem
gamlan mann föstudaginn áður en rán-
ið var framið. Hafi hann staðið á
strætóbiðstöðinni við Landsbankann
að Laugavegi 77 og fylgst meö því þeg-
ar ATVR-mennimir komu með pen-
inga í næturhólfið.
Dómur í Hæstarétti í máli þessu
verður kveðinn upp innan f árra daga.
-F,H:
Stuttu seinna voru starfsmenn
ÁTVR á Lindargötu að setja peninga í
næturhólfið. Lögðu þeir Volkswagen-
bifreið, sem þeir óku, upp á gangstétt-
ina fyrir framan bankann. Beið annar
þeirra í bíinum en hinn fór út með
peningapokana í plastpoka. Sá hann þá
hvar maður kom gangandi frá
Barónsstíg. Vatt maðurinn sér
að honum og skipaði honum að láta sig
hafa pokann, annars myndi hann nota
byssu sem hann hélt á. Skaut
maðurinn því næst viðvörunarskoti
sem lenti í frambretti Volkswagen bif-
reiðarinnar. Urðu nokkur átök á milli
mannanna. Hljóp þá annaö skot úr
byssunni. Náði árásarmaðurinn loks
plastpokanum og skokkaði af stað og
hvarf niður húsasundið viö hliðina á
Landsbankanum.
Horft suður Eyjaslóð ó Granda. Milli þessara báta dulbjó William sig fyrir
ráníö.
Haglabyssan sem fannst undir þaranum við Kársnes i Kópavogi.
Ingvari Heiðari. Var hann þá einnig
úrskuröaður í gæsluvaröhald.
Dulbjóst úti á Granda
William hafði komið að máli við
Ingvar i Broadway og tilkynnt honum
að hann ætlaði að ræna ÁTVR og bað
hann um að aðstoða. Tæki Ingvar full-
an þátt í ráninu fengi hann helming
ránsfengsins. Ef hann biði hans á
öðrum stað kæmu 25% i hans hlut.
Ingvar fékk bifreið að láni hjá vini
sínum umrætt föstudagskvöld. Hittust
þeir félagar og óku fyrst út á Granda.
Þar hafði William fataskipti og dul-
bjóst. Límdi hann á sig falskar auga-
brýr, hökuskegg og yfirvaraskegg.
Málaði sig með ljósum lit í framan og
útbjó ör á hægri kinn. Þá tróð hann
bómullarhnoðrum utan við tanngarð-
inn. Breytti þetta mjög útliti hans og
málrómi. Loks tróð hann púða inn
undir joggingpeysu, sem hann var
klæddur, og setti á sig prjónahúfu.
Síöan ók Ingvar honum út á Hótel Sögu
þar sem hann náði í leigubíl.
Ingvar átti að bíða við Brautarholt
2. Ok hann þó niður Laugaveg og fram
hjá Landsbankanum eftir að ránið var
framið. Fann hann þá eina af peninga-
töskunum sem lá á götunni og faldi
hana. Síðan hélt hann upp í Brautar-
holt þar sem þeir William hittust. Fóru
þeir síðan út á Kársnes þar sem þeir
losuðu sig við haglabyssuna. Síðan
skildu leiðir. Ætlaði William að greiða
honum hlutinn nokkrum dögum
seinna.
Földu peningana í
eldhússkáp
William fór því næst heim til foreldra
Afsagaða Winchester haglabyssan
sem William stal úr versluninni
Vesturröst og notaði við ránið.
tveimur milljónum kr.
Málflutningur hófst í Hæstarétti í
gær þar sem áfrýjað er dómi þriggja
manna sem voru viðriðnir ÁTVR-ránið
fyrir utan Landsbanka Islands aö
Laugavegi 77 föstudaginn 18. febrúar
1984.
I undirrétti var ákærður William
James Scobie dæmdur til fimm ára
fangelsisvistar og skaðabóta. Ingvar
Heiðar Þórðarson til 18 mánaöa
fangelsisvistar og skaðabóta og Griff-
ith David Scobie í tveggja ára skilorðs-
bundiðfangelsi.
„Hótel Loftleiðir, ég
er að flýta mér"
Þann 18. febrúar 1984 var lögregl-
unni tilkynnt frá Hótel Loftleiðum aö
leigubíl hefði verið stolið og bílstjóran-
um ógnað meö byssu. Sex mínútum
síðar, eða laust fyrir klukkan 20.00, var
lögreglunni tilkynnt um að vopnað rán
hefði verið framiö þegar starfsmenn
ÁTVR voru að setja peninga aö upp-
hæð tæpar 2 milljónir króna í næturhólf
Landsbankans að Laugavegi 77.
Nóttina áður var brotist inn í
verslunina Vesturröst og þaðan stolið
haglabyssu af Winchester gerð og
pakka með 25 skotum.
Við yfirheyrslu sagðist leigubilstjór-
inn hafa verið fyrir utan Hótel Sögu.
Þá hafði sest í aftursætiö maður í úlpu
og með prjónahúfu á höfði. Sagði hann
„Hótel Loftleiðir, ég er að flýta mér.”
Þegar komið var rétt framhjá Slökkvi-
stöðinni í Reykjavík greip maðurinn
leigubilstjórann hálstaki. Sagði aö
hann skyldi gera eins og honum væri
sagt, annars yrði hausinn skotinn af
honum. Bifreiðastjórinn yfirgaf því
næst bifreiöina og hljóp heim að Hótel
Loftleiðum og hringdi í lögregluna.
Árásarmaðurinn ók i burtu á leigubif-
reiðinni.
ÁTVR-menn rændir
Volkswagen bifreiöin sem
starfsmenn ÁTVR óku. Á fram-
brettinu má sjá skotförin.
sinna. I framburði föður hans kemur
fram að fjölskyldan hafi verið að horfa
á sjónvarpið. Hafi William komið inn
og kallað hann afsíðis. Sagðist William
vera búinn aö ræna peningum. Varð
faðir hans þá reiður og skipaði honum
að skila peningunum. Sagði William að
það væri ekki svo auðvelt því hann
hefði verið með byssu. Komu þeir
reiðufénu fyrir í kexkassa sem þeir
létu í skáp í eldhúsinu. Avísununum
brenndi Willíam og sturtaði niður úr
klósettinu.
Nokkrum dögum síðar óku þeir
Pappakassinn mefl peningunum. Innihaldifl var 19 búnt af 500 króna sefll- feðgar til Hafnarfjarðar þar sem þeir
um, alls 950.000 krónur. DV-myndir GVA Wttu Ingvar. Þar fékk Ingvar 360.000
krónur af ránsfengnum.
Daginn eftir að þeir feðgar William
og Griffith voru úrskurðaðir í gæslu-
varðhald fann móöir Williams peninga
í fyrmefndum skáp á heimili þeirra.
Pakkaði hún peningunum inn í pappa-
kassa og fór með þá á heimili dóttur
sinnar. Þar fann lögreglan peningana.
Frá réttarhöldunum í Hæstarétti í gær. Wiiliam Scobie situr annar frá
vinstri og vifl hliðina situr faðir hans, Griffith. Ingvar Heiðar var ekki við-
staddur réttarhöldin.
Skriður kemst á
rannsóknina
Það liðu fimm dagar þangaö til
rannsókn málsins bar einhvern
árangur. Þá kom að máli við lögregl-
una ungur maður sem sagöist vera
fyrrverandi starfsmaður ÁTVR og
vinna í Verslunarbankanum. Atti
framburður hans eftir að skipta sköp-
um við rannsókn málsins.
Maðurinn sagði að William Scobie
hefði komiö að máli við sig nokkru
áður. Hafi hann spurt hvort ekki kæmi
mikið inn af peningum hjá ÁTVR.
Einnig hvert farið væri með þessa pen-
inga. Sagöist maðurinn muna að Will-
iam hafi nefnt að hann ætlaöi aö ræna
ATVR.
Þann 25. febrúar voru William og
faðir hans handteknir í biösal fyrir
utanlandsfarþega á flugvellinum í
Keflavík. Voru þeir á leið til New York
meö áætlunarflugi Flugleiða. Þeir
feðgar voru strax úrskurðaðir í gæslu-
varðhald. Fljótlega játuðu þeir báðir
hlutdeild sína. Stuttu seinna fannst
talsvert af peningum heima hjá
Rændi dulbúinn nær