Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 7. FEBROAR1985. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Má vera að Braga-kaffið hafi farið illa í magann á ein- hverjum. Svefnleysi „Nú geta allir drukkið kvöldkaffið sitt án þess að það trufli nætursvefn”, segir í auglýsingu í KEA-fregnum. Þar er verið að auglýsa nýja kaffitegund með áðurnefnd- um eiginleikum. Gárungarnir hafa að sjálfsögðu hent þetta á lofti. Segja þelr að Sambands- mönnum bregði nú við þvi þeim hafi áreiðanlega ekki orðið svefnsamt af Braga- kaffinu. Umferðin í Glasgow Þótt ótrúlegt megi virðast, hefur Suðurnesjabúum orðið nokkuð tíðrætt um jólaum- ferðina í Giasgow. Ástæðan er sú að fulltrúar í umferðarnefnd Keflavíkur vildu skreppa þangað á kostnað bæjarins fyrir jólin. Rökin, sem þeir færðu fyrir ferðalaginu, voru þau, að þeir ætluðu að kikja á jóla- umferðina i Glasgow, sem venjuiega væri torleyst hér. Blaðið Víkurfréttir taidi að nefndarmennirnir stefndu þarna fyrst og fremst í mikinn innkaupaieiðangur. Benti biaðið á að rétt væri að láta Glasgowmenn sjá um að leysa sína umferð, enda værl það utan verkahrings. umferðarnefndar Keflavík- ur. Og þótt hún viidi eltthvað læra af útlenskum, þá værl tittnefnd borg ekki rétti stað- urlnn. Það væri nefnOega vlnstri umferð í Glasgow! En hvað um það. Þetta var ferðln, sem aldrel var farin. Ógnvekjandi spádómur Menn taka misjafnlega mikið mark á spádómum um framtiðina. En flestir iesa þennan vaðal þó. Nú hafa okkur borist spurair af mUdu spádóma- verki, erlendu, sem heitir „Book of Predictions”. Er mikið látlð af bók þessarl og þeir margir sem taka mark á henni. Þar segir meðal annars að árið 1990 muni Malta og fsiand eiga i mikl- um óeirðum. Munu átök þau enda með kjarnorkustriði. Þannig, að ef menn eiga eitthvað sérstakt ógert... Flókin flensa Norska flensan hefur skotið mörgum skelk i bringu. Fólk hefur steymt tU bólusetning- ar gegn þessu fyrirbœri, enda mun það Ult vlð að eiga. Fjölmargir hafa verið sprautaðir gegn norsku flensunni. Svo hafa áhugamenn getað glaðst yfir tíðindum af gráu flensunni, sem sögð er þýskr- ar ættar. Hefur heyrst af veðmáium um, hvor flensan verði á undan hingað tU lands. En nú hefur elnn af dýpri spekingum þessarar sótt- hrjáðu þjóðar komist að merkri niðurstöðu. Norska flensan og sú gráa eru eln og sama flensan sem þar að aukl er ættuð frá Danmörku! Það er ekki nema von að atvinnu- sjúklingar ruglist íriminu. Daginn -Xi' ertir Ef einhverjir hafa haldið að Vestmannaeyingar kynnu ekki að skemmta sér, þá er það tómur misskilningur. Smáaugiýsingar staðar- blaðsins Frétta segja okkur nefnUega aUt aðra sögu. Skal hér gripið niður í dáUdnn: TAPAÐ Sá sem tók skóna mina i partiinu hjá Stjána Boga að- faranótt sunnudags er vin- samlega beðinn um að skUa þeim aftur og fá sina i staðinn á Bárugötu 7 n.h. TAPAÐ Jakkafatajakki, grár með hvítum röndum, týndist fyrir tveim helgum á partiflakki i Áshamarsblokkunum. SkUist á Fréttir. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Einvígið Margeir-Agdestein Margeir í ógöngum - eftir að hafa tapað fyrir Norðmanninum í gærkvöldi Margeir Pétursson, okkar stiga- hæsti skákmaður, er nú kominn í hinar mestu ógöngur i einvigl sinu við hinn unga Norðmann Simen Ágdestein. Margeir tapaði annarri skákinni i gærkvöldi og veröur þvi að vinna þær tvær sem eftir eru en Norðmanninum nægir eitt jafntefli tU viðbótar. AUt útiit er því fyrir að okkar maður verði að nýju að setjast til einvígis nú í vetur til þess að tryggja sér rétt til þátttöku á millisvæða- móti. Simen Agdestein nægir semsagt jafntefli í þessu einvígi vegna þess að hann vann innbyrðisskák sína við Margeir í Gausdai í Noregi. Eftir byrjunina í gærkvöldi töldu ýmsir Margeir hafa vænlega stöðu. En hann virðist hafa valið ranga áætlun í miðtaflinu og stóð fljótlega uppi meö erfitt tafl. Norömaðurinn hrifsaði til sín frumkvæðið og vanhugsað drottningarflandur gerði stöðu Margeirs vonlausa auk þess sem hann komst í mikið tímahrak. Simen lauk síðan skákinni með lag- legri fléttu. 2. einvigisskákin: Drottningarindversk vöra. Hvítt: MargeirPétursson Svart: Simen Agdestein I. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rf3 b6 I fyrstu skák einvígisins lék Mar- geir hér 3. — d5 og stýrði skákinni síðan inn í hefðbundið drottningar- bragð. 4. — g3 Bb4+ 5. d2+ 6.Dxd2Ba6 7. b3c6 8. Bg2d5 9.Df4 Þessi leikur er sá nýjasti í stöðunni, runninn undan rifjum Viktors Kortsnoj. Hugmyndin er framrás e peðsins. 9.6-010. Rbd2 Rbd711. e4 Hvítur telur sig engan tíma mega missa. Eftir rólegri leiki, s.s.stutta hrókeringu, ásamt Hf-el og Hadl virðist svartur geta náð góðu valdi á miðborðinu með framrás c peðsins. II, —c512.0-OHc813.Hfdl Nú er hvítur þess albúinn aö láta til skarar skríöa á miðborðinu. 13.—Bb714. cxd5 exd515. e5 Re8 Hvítur hefur komiö út úr byrjun- inni með rýmra tafl. Svarta staðan er engu aö síður sterk og býr yfir miklum sprengikrafti svo sem í ljós kemur. 16. Bh3? Hugmynd hvíts er augljós. Hann ætlar að þrýsta á svörtu stöðuna eftir biskupslínunni. Hann átti hinsvegar í fórum sínum annan leik sem meir Skák Ásgeir Þ. Árnason féll að kröfum stöðunnar: 16. Rfl! ásamt Re3 og þrýstingur eykst á veikt peð svarts á d5, auk þess sem riddarinn hefur augastað á f5 reitnum. E3 reiturinn er ennfremur kjörinn reitur fyrir hvítan riddara í svipuöum stöðum eftir aö uppskipti hafa orðið á svartreita biskupum! 16. — Rc717. dxc5?! Margeir hyggst gefa andstæðingnum hangandi peö á miðborði til þess að sækja að. I þessu tilfelli eru þau fremur styrkleiki en veikleiki auk þess sem textaleikur- inn fær illa samrýmst síðasta leik hvíts. 17. —bxc518. Da4? Enn á ný ieikur hvítur illa. Rétt er þó að hafa í huga hiö gamla spak- mæli: Betra er aö hafa ranga áætlun en enga! 18. —Re619.Dxa7? Dc7 Hvítur verður nú að forða drottn- ingunni með því að hótun svarts er að króa hana inni með Ha8. 20. Da4 Rxe5 21. Rxe5 Dxe5 22. Hdel DÍ623. Dd7? Þessi leikur hlýtur að vera vitlaus. Hann þjónar einungis hagsmunum svarts til frekari liöskipunar. Hins vegar getur verið erfitt að benda á betri leik, svartur hefur þegar öflugt frumkvæði og því er framhaldiö 23. — Hc7 24. Dd6 Hd8? 25. De5 freistandi fyrir hvítan. 23. — Hc7 24. Dd6 Hc6! 25. Dd7 Margeir vonast eftir þráleik. Ekki gekk nú 24. De5? vegna 24. — Dh6!, og tveir léttir menn hvíts eru í uppnámi. 25. — Hb626.Bg2h5! Svartur hefur öflugt frumkvæði. 27. Rf3 Hd8 28. Da4 Hb4 29. Da3 Hvíta drottningin er mát eftir 29. Da5? — Ha8. 29. -d430.Re5?! Margeir, sem nú var kominn í mikiö tímahrak, hyggst meö þessum lak létta á stöðu sinm. Hyggðegra hefQá verið að leika 30. h3 því eftir textaleikinn verða veikleikar hvíts á hvítu reitunum afgerandi ásamt öflugu frípeði svarts. 30. — Bxg2 31. Kxg2 d3 32. Hadl d2 33. He3 h4! 34.Db2h3+ 35.KglRg5! Afgerandi. 36. Hxd2 Hbd4 37. Hde2 37. —Rf3+ og hvítur gafst upp. Eftir 38. Rxf3 Hdl+ 39. Rel (39. Hel ádhir drottn- inguna eftir óvaldaða á b2) Df3 er hann mát. Þriöja skák einvígisins verður tefld í ráðstefnusal Hótel Loftleiöa í kvöid og hefst kl. 17.00. Nú er að duga eða drepast fyrir okkar mann. Enn er f restað í Moskvu 48. skák heimsmeistaraeinvígisins i skák milli Karpovs heimsmeistara og Kasparovs áskoranda var frestað í þriðja sinn í gærkvöldi. Það var heimsmeistarinn sem ákvaö að taka sér hvíld og hefur greinilega ekki jafnað sig fyllilega eftir tapið í 47. skákinni. Hann hefur þó ennþá örugga forustu með 5 vinninga gegn 2 vinn- ingumKasparovs. V/icJ böldaco áfraco... kynningu á frábœrum bómullar- fatnaði Peysa og buxur. Litir: svartur, rauð- ur, bleikur eða blár. Verð aðeins kr. 1.790,- Stœrðir: S-M-L Póstsendum. rí 3 E H Laugavegi 41. Sími 22566.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.