Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 3 Rakel Katrinu Sigurhansdóttur, 6 ára hnátu, var ruglað saman við annað barn þegar hún var nýfœdd. DV-mynd KAE Barnaskipti á Landspítalanum árið 1979: „Guði sé lof að við bekktum bömin" Bamaskiptin sem sagt var fró í DV sl. mánudag eru ekki einstæöur at- buröur. Slíkt hið sama geröist fyrir sex árum á sömu stofnun. I apríl 1979 lentu tvær sængurkonur í barnaruglingi þegar þær lágu á fæðingardeild Land- spítalans en í þaö skiptiö uppgötvuöu konumar ruglinginn. ,,Við hlógum bara að þessu á sinum tíma en rifjuöum þetta upp þegar viö sáum fréttina í DV,” sagöi Ingigerður Magnúsdóttir, fjögurra bama móöir, sem býr í Mosfellssveitinni. „Þetta var í pabbatímanum. Viö vorum tvær saman á stofu og báðir pabbarnir í heimsókn. Stofusystir mín tók eftir því að hún fékk „vitlaust” bam í hendumar og ég einnig. Hjúkrunarkonan fór samstundis út meö bæði bömin og kom svo inn aftur eftir skamma hríð. Að þessu sinni færöi hún okkur rétt böm. „Það sem hafði gerst var aö armbandið haföi einhvem veginn dottiö af mínu bami og vöggumar víxlast. Þau voru fjögurra daga gömul þegar þetta var. Eg heföi alltaf þekkt mitt barn á fæðingarbletti en guð má vita hvaö heföi gerst ef viö hefðum ekki sjálfar þekkt börnin okkar,” sagði Ingigerður. -EH. Að loknu Norðurlandaráðsþingi: Stórmál afgreidd Anker Jörgensen, formaöur dönsku sendinefndarínnar (fyrrverandi for- sætisráöherra Dana), þakkaöi fyrir hönd erlendu þingfulltrúanna fyrir góðar móttökur ó þingi Norðurlanda- ráðs. Hann bauö þingfulltrúum til Kaupmannahafnar 3.-7. mars 1986. Forseti Norðuríandaráös, Páil Péturs- son, sleit 33. þingi ráðsins, rétt eftir hádegiígærdag. Við það tækifæri sagði Páll meðal annars: „Við yfirgefum þetta þing sannfærö um að við höfum unnið vel fyrir norræna samvinnu, samfélagi okkar til góðs. Hér hafa farið fram fræðandi og ítarlegar umræður með sýnilegum góðum pólitiskum vilja, norrænni sam- vinnu til framdráttar.” Þrír íslenskir fuUtrúar vom teknir taU í þmglok, þingmennirnir Olafur G. Einarsson, Eiður Guönason og Pétur Sigurðsson. Olafur sagðist vera ánægöur með þingiö: „Hér hafa verið stórmál á ferðinni og hlotið einróma afgreiðslu.” Atti hann þar við efna- hags- og skipulagsmálm. Eiöur Guöna- son kvaöst ánægður með þær umræður sem fram hefðu farið um menningar- málin og sagði: „Það hefur gerst að gervihnattamálin eru aftur komin á skríð. Eg hef þá trú aö þaö náist sam- komulag um þau mál, hvemig sem það svo kemur til með að snerta okkur.” Pétur Sigurösson var spurður um tillögu íslendinganna um norrænu líf- tæknistofnunina. Hann sagði að margir hefðu skrifað með Islendingum undir tillöguna. Frekar yrði unnið fram að næsta þingi til að vinna tillögunni fylgi. „Það má vera vel haldiö á spöðunum ef við fáum hana samþykkta á næsta þingi.” Hann vildi ekki gefa blaðamanni upp kostnaðartölur við stofnun lif- tæknistofnunar á Islandi. Voiu þeir allir þrír sammála um að gestir þingsins hefðu verið mjög ánægðir með móttökumar og skipulagið. Sumir ræðumenn hefðu Tveir forsetar. Karin Söder setti 33. þing Norðurlandaráðs sl. mánudag i Þjóðleikhúsinu sem forseti ráðsins. Síðan afhenti hún Páli Péturssyni, ný- kjöraum forseta, fundarhamarinn. -ÞGDV-mynd KAE. gert menningarlíf á Islandi að umtals- efni í ræðum sinum og hrósað þvi mjög. Annasömu Norðurlandaráðs- þingierlokið. F 1 A T SÖLUSÝNING MEST SELDI BÍLL Á ÍSLANDI ALLIR sem ætla að festa kaup á nýjum bíl ættu að kanna endursöluverð á þeim bíl er þeir hyggjast kaupa. ENGINN bíll hefur sannað áþreifanlega jafnhátt endursöluverð og FIAT. ENGINN ætti að festa kaup í öðru fyrr en hann hefur kynnt sér okkar landsþekktu FIAT-KJÖR. ENGINN fer bónleiður frá okkur með gamla bílinn, því við tökum flesta notaða bíla upp í nýja. ÚR FIAT-FJÖLSKYLDUIMNISÝNUM VIÐ: METSÖLUBÍLLINN sem alls staðar slœr I gegn. FIAT Regata FIAT127 Panorama FIAT PANDA 4x4 FIAT UNO --------------------------- 4 OPIÐ LAUGARDAG KL. 1-6 OPIÐ SUNNUDAG KL. 2-4 1929 /SiWlMSSCW HF / FlAT bíllinn þinn 4Þ F I AT Smiðjuvegi 4 Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.