Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ (68)*@)‘@ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022. Hafir þu ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 9. MARS 1985. Hægrí æskan í brennivín? Grein sem birtist í danska blaðinu Berlingske Tidende á fimmtudag varð tilefni nokkurrar ókyrrðar í gær • á Norðurlandaþingi. I grein þessari er fjallaö um Norð- urlandaráö æskunnar. Því er haldið fram að þátttakendur þar séu komnir í hár saman vegna ásakana hver í garð annars í sambandi við áfengisneyslu og sinnuleysi þátttakendanna. Danska hægri æskan er sögð liggja í brennivíni og sjálfur Schliiter ætti aö skammast sín fyrir hennar hönd. Þá er hún einnig ásökuð fyrir að mæta ekki á fundi. Þessum ásökunum svarar forystu- maður hægri æskunnar á þá lund að þeir sem segi þetta hljóti sjálfir að hafa verið ölvaðir eða þá andlega bilaðir. Hann segir að hægri æskan hafi verið á öllum fundum. Hins vegar sé það fyrir neðan allar hellur hversu óreyndir aðiiar hafi komið frá öðrum flokkum. Hann segir að þeir segi ekkerl á fundum og sitji bara og glápi út í loftið. DV hitti á þinginu Jem Barlund, einn æskumann úr kristilega flokknum í Noregi. Var hann greinilega ekki sátt- ur viö þessi skrif og sagði að þetta væri ekki á rökum reist. APH Kennaradeilan: Ekkertþokar i samkomu- lagsátt Líkurnar á því að til samkomulags sé að koma í launadeilu kennara og ríkisins virðast vera mjög litlar. Eftir fund, sem haldinn var í gær í deilunni, sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, að hann teldi kröfur kennara sem fram komu á fundinum, ekki vera alvöru- kröfur, aöeins til að drepa niður málið. Hann sagði að kröfur þeirra fælu í sér að þeir ættu að hækka 50—60 pró- sent umfram aðra. Aðspurður að því hvort hann væri tilbúinn til að gera bráðabirgðasamkomulag sagðist hann vera það — „en það yrði þá aö vera á vitrænum grundvelli”. -APH BRYGGJAN A HELLNUM SÓPAÐIST í SIÓINN Höfnin á Hellnum á Snæfellsnesi stórskemmdist af völdum sjógangs í gærmorgun. „Þetta er gömul steinbryggja, hátt í 40 metra löng. Helmingurinn af henni, sá sem var næstur landi, er horfinn,” sagði Hilmar Helgason, rútubílstjóri frá bænum Gröf, en hann átti leið um Hellna í gær. „Þetta hefur alveg sópast burt. Þaö sést ekki einu sinni steypu- klumpur í fjörunni. Bryggjuendinn stendur einn eftir úti í sjó,” sagöi Hilmar. Hluti skjólgarðs, sem liggur við bryggjukantinn öðrum megin, hvarf einnig. Ljóst er aðhér er um alvarlegt tjón að ræða fyrir byggðina á Hellnum. Sex tU átta smábátar hafa róið það- an, þó lítið yfir vetrartímann. Þeir höfðu allir verið teknir upp og urðu ekki f yrir skemmdum. Á Arnarstapa, fjóra kílómetra frá Hellnum, er einnig bryggja. Hún skemmdist ekki. -KMU. Sjötíu tonna bátur á Brjánslæk: Hrakti undan veðríogsökk I óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt, rak eikarbátinn Gissur hvíta SI 55 á land skammt frá Brjánslæk. Gissur, sem er ríflega 70 tonn, dró legufæri, steytti á skeri, brotnaði og sökk. Að sögn Einars Guðmundssonar oddivta eru litlarUkur á aðeitthvaðsé nýtilegt úr bátnum. Stýrishús mun á kafi og þar með ÖU stjómtæki ónýt. Skrokkur bátsins mun mikið skemmd- ur, síðan er úr og kjölurinn sömuleiðis. Haft var samband við Einar síðdegis í gær og hafði þá veðrið gengið niður að nokkru og vindátt breyst. -JÞ Dalvík: Dmkknadi viököfun Maður um fertugt drukknaði á Dal- víkífyrradag erhann varaðvinna viö köfun. Var maðurinn að hreinsa leiösl- ur sem Uggja frá fiskeldisstöðinni. Hann var ekki vanur aö kafa. Unnið er að rannsókn á orsökum slyssins hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. -EH. Bflsprenging íBeirút Geysiöflug bUsprengja sprakk í mús- límahverfi í BeU-út í gærdag. Öttast er að 35 manns að minnsta kost hafi farist Þá er Norðurlandaráðsþinginu lokið. Þau þing eru fræg fyrir pappírsflóð, en svona fer fyrir gögnunum að lokum — í poka og beint i ruslið. DV-mynd GVA. og 130 særst. -ÞóG. Bílstjórarnir aðstoða SfnDIBílfíSTÓÐin LOKI Nú er Bleik hrugðið! Vinstra gengið drukkið undir borðið á fyrsta kvöidi! Held hún hafí hrein- lega dáið úr hræðslu — segir austfirsk húsf reyja sem handsamaði hvíta tóf u í hlaðvarpanum hjá sér Sá einstæði atburöur átti sér stað sl. þriðjudagsmorgun aö húsfreyjan á Tókastöðum í Eyjahreppi hand- samaöi tófu í hlaðvarpanum heima hjá sér. „Ég hafði lokið gegningum um morguninn, en þurfti rétt að skreppa út aftur, þá sá ég hvar einn hundanna okkar þriggja kom í humátt á eftir hvítri tófu í áttina heim,” sagði Anna Magnúsdóttir, húsfreyja á Tókastööum. „Þegar hinir hundarnir tveir sáu þetta ruku þeir af stað til að hjálpa til við reksturinn. Tófan fór tvo hringi í kringum bæinn og lagðist svo niður. Eg benti hundunum aftur á hana. Hún reis þá á fætur og skokkaði af stað. Ekki hafði hún fariö langt, þeg- arhún lagðistniðuraftur.” Anna gekk þá að rebba. Lá hann sem dauður væri, á bakinu með fætuma út í loftið. Húsfreyjan tók í skottið á honum og bar hann inn í gamalt íbúðarhús í grenndinni, sem ekki er lengur búið i. „Þaö fór að færast svolítið líf í tófuna á leiðinni að húsinu. Þegar ég iagði hana á gólfið þar inni og hélt henni niðri, var hún farin að fitja illi- lega upp á trýnið. Við hvolfdum stór- um dalU yfir hana og eftir smástund var hún aftur sprelllifandi. ’ ’ I fýrstu var haldið að tófan væri frá næsta bæ, þar sem starfrækt er refabú. Þaðan kom maður til að skoða hana, en kannaðist ekki við gripinn, sem var ómerktur. Var það skoðun manna að þama væri um íslenskan fjallaref að ræða. Hvíta tófan átti ekki langt líf fyrir höndum. Hún drapst skömmu eftir að hún komst undir manna hendur. „Hún hafði verið flutt til næsta bæjar þar sem átti að reyna að halda lífi í henni, með aöstoð dýralæknis,” sagði Anna. „Það var hvergi meiðsl að sjá á henni. Eg held að hún hafði hreinlega dáið úr hræðslu.” -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.