Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 30
30 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar París-Dakarrallið: Tveir Pajero-jeppar urðu í fyrsta sæti eftir 12000 km og 20 daga þolakstur Patrick Zaniroli og Da Silva, sigurvegararnir i París—Dakar þolakstrinum á bíl sínum, Mitsubishi Pajero. Einn erfiðasti þolakstur sem fer fram í heiminum er hið 12 þúsund km langa París-Dakar rall sem fer fram árlega. Þóttu Pajerojepparnir standa sig afburöavel í þessum þolakstri, sér- staklega ef miðað er við þann undir- búning sem margir bílaframleiöendur í öðru sœti urðu Andrew Cowan og J.J. Syer, einuig á Pajero. Þessum þolakstri er ætlaö að reyna á þolrifin jafnt í keppendum sem og öku- tækjunum. Leiöin liggur suöur Evrópu, yfir eyðimerkursanda Sahara og frumskóga Afríku. Einnig þarf aö fara yfir erfið fjallaskörö á leiöinni. Það voru alls 543 ökutæki sem hófu keppnina aö þessu sinni, en aöeins 51 komst á leiðarenda. Margvíslegar hættur leynast á þessari löngu leið. Keppendur og ökutækin þola ekki hina miklu hita sem víða mæta þeim á leiðinni. Bílunum var ekiö á tré eða stórgrýti og urðu með því úr leik. Nokkrir veltu bílum sínum, en ekki var vitað um meiri háttar meiðsl á keppendum aö þessu sinni. Aðeins 24 bílar náöu endamarkinu og 20 mótorhjól þannig að margir hafa orðiö að láta í minni pokann að þessu sinni. Það voru þeir Patrick Zaniroli og J. Da Silva á Mitsubishi Pajero jeppa sem komu fyrstir í mark og rétt á hæla þeirra kom síðan annar Pajero-jeppi en þar voru við stjóm Skotinn Andrew Cowan ogJ.J.Syer. Nokkru síðar komu síðan Frakkarn- ir Pierre Fougerousse og Jean Ratet á Toyota FJ60. lögðu á sig fyrir rallið. Porsche verksmiðjumar sendu meðal annars þrjá sérbúna, f jórhjóladrifna 959 bíla í keppnina en þeir duttu úr keppni. 74 Kortiö sýnir leiðina sem ekin er i rallinu. Sennilega er fátt meiri þolraun en að aka þessa leið á mótorhjóli. Á mynd inni er ökumaður BMW-mótorhjólaverksmiðjanna, Eddy Hau. Renault gerði út fjórhjóladrifna út- gáfu af R18 en sá bíll náði t.d. sjöunda sæti. Meðal þeirra sem þátt tóku í raliinu voru þau hjón Karólína Monacoprins- essa og eiginmaöur hennar, Stefano Casiraghi, og óku þau 16 tonna tmkk. Ekki tókst betur til hjá þeim en aö þau veltu trukknum og vom úr leik, en án meiðsla. í rallinu eru gerðir út sérstakir flokkar til að bjarga þeim sem verða fyrir áföllum og koma þeim í sjúkra- hús. Var meðal annars skrautlegt um að litast í sjúkrahúsinu í eyðimerkur- bænum Tamanrasset í suðurhluta Alsír, en þar fylltust rúmin af öku- mönnum í gipsumbúðum, og ummæli eins af ökumönnum Opel, Guy Colsoul sem hann lét falla í miðri keppninni urðu að áhrínsorðum, en þá sagði Guy „Til Dakar komast aðeins um 50 keppendur.” -JR Framtiðarskutbíllinn frá Ford? Þessi útgáfa heitir Ghia Vignale TSX—4, fjórhjóladrifinn bill, byggöur á grunni Ford Tempo. -i. Ghia Vignale TSX-4 ^ GEFURINNSYN í FRAMTÍÐINA — þegar ítalskir hönnuðir leggja höfuðið i bleyti og hanna framtíðarbíl þá er ekki von nema á góðu Sportbíll og skutbíll í einum og sama bílnum. Þetta hljómar sem hreinasta þversögn, bíll sem sameinar tvo svo ólíka kosti, bæði notagildi jafnt sem ánægjuna. Hugmyndin er ítölsk, frá Ghia- verksmiöjunum sem raunar eru í eigu Ford. Bíllinn sem sameinar svo vel þessa kosti kallast Ghia Vignale TSX-4 og nafnið felur í sér sína mein- ingu því það er stytting á Touring SportExtra-4 Wheel. Fjórhjóladrif er einmitt eitt ein- kenna þessa framtíöarbíls: Sídrif sem hannað hefur verið í tilrauna- skyni af Ford. Þetta er aðeins einn þeirra hluta í þessum tilraunabíl sem sjást mun á næstunni í öðrum geröum. Eins og alkunna er þá huga nú flestir bílaframleiðendur aö fjór- hjóladrifi í bílum sínum. Þessi nýi Ghia, sem að ytra útliti er lítið eitt stærri en Ford Sierra, er byggður á Ford Tempo en sá bíll er smíðaður hjá móðurfyrirtækinu í Bandaríkjunum. Miðlungsstór fram- hjóladrifinn bíll sem fyrst sá dagsins ljós á árinu 1983. Sá bíll er með fjög- urra strokka þverstæðri vél, sjálf- stæða fjöörun og eins og fyrr sagði framhjóladrif. Véhn sem er 2300 rúmsentímetrar með yfirUggjandi knastás og vökva- undirlyftum gefur „aðeins” 84 hestöfl í bandarísku útgáfunni en eftir meöhöndlun hjá Ghia þá koma frá vélinni 120 hestöfl. Hvað loftmótstöðuna varðar þá má búast við henni í lægri kantinum eða í kringum 0,30 sem í reynd er ekki mikiö aö monta sig af þegar verið er að ræða um framtíöarbíla því í dag eru fjöldaframleiddir bílar eins og Renault 25, Opel Kadett og Audi með svipaða útkomu. Aö innan er bíliinn allur klæddur með gráu leðri og hvað varðar allan útbúnað þá er eins og yfir bíUnn hafi veriö hellt úr allsnægtahomi. Meðal annars er bUUnn búinn stereoútvarpi af fullkomnustu gerð meö segulbandi ásamt nýtísku plötuspilara. Fyrir aftursætisfarþegana er bíll- inn búinn sjónvarpi, aUir njóta góös af sjálfvirkri loftræstingu/kæUngu og hversu ótrúlega sem það hljómar þá getur farþeginn í framsætinu leikið sér á heimilistölvu sem byggð er inn í mælaborðið í stað hanska- hólfsins. Mælaboröið er fullt af elektrónísk- um mælitækjum, sem byggð eru upp af fljótandi krystöUum líkt og við þekkjum frá tölvuúrunum, en í staö tölvuletursins eru komnir vísar sem hreyfast. Hvort þessi bíU eöa arftaki hans fer nokkurn tíma í fjöldaframleiðslu er óvíst en hitt er þó víst að framtiðarbílar Ford munu líkjast þessum bíl, Ukt og tUraunabíUinn Probe IV hefur sýnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.