Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarvarfl 6 mánuði 330 kr. Varð i lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. i Mismunandi bæjarfélög Sveitarfélögin leggja misþungar byröar á íbúa sína. Þar ræöur miklu, hvernig sveitarfélögunum er stjórnað. Bæirnir uröu illa úti á tímum óðaverðbólgunnar. Þeir tóku yfirleitt þaö ráö að hafa útsvör og aðrar álögur hærri en eðlilegt var, þegar dró úr verðbólgu eftir tilkomu nú- verandi ríkisstjórnar. Með þessu átti að rétta fjárhag bæjarfélaganna. En misjafnlega hefur til tekizt. Tökum dæmi af tveimur bæjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. í fréttum segir, að glímt sé við mikinn greiðsluvanda hjá Kópavogsbæ. Þrjátíu og sex milljónir hafi skort til þess að koma lausafjárstöðu bæjarins í lag. Þegar svona var komið í febrúarlok var reynt að laga stöðuna. lltsvör í Kópavogi eru þó 10,8 prósent af brúttótekjum. Hvernig er staðan í ööru bæjarfélagi, þar sem öðrum aðferðum hefur verið beitt, Seltjarnarnesi? Þar hafa útsvör verið lækkuö niður í 10 prósent, sem mun vera hið lægsta í bæjum landsins. Tuttugu og fimm prósent afsláttur verður gefinn af fasteignagjöldum íbúð- arhúsnæðis, hámarksafsláttur. Kaupstaðurinn fer inn á nýjar brautir með því að lækka aöstöðugjald af iðnfyrir- tækjum í samkeppnisiðnaöi í 0,2 prósent. Bæjarstjórnir gætu lært af þessu frumkvæði Seltirn- inga. Iðnaðurinn hefur hérlendis löngum verið í öskustó. Uppbygging iðnaöar er vinsælt umræðuefni landsfeðra við hátíöleg tækifæri. En lítið sem ekkert hefur verið gert, og gildir það jafnt um stjórnartíð núverandi ríkisstjórn- ar. Bæjarfélög geta jafnað misréttið að nokkru með því að gefa sjálf eftir gagnvart iðnaðinum, laða til sín iðnfyr- irtæki og fylla að nokkru það skarö, sem til verður vegna afstöðu ríkisvaldsins. Auk stóriðju er hér á landi grundvöllur fyrir stóraukinn smáiðnað. Hér hefur verið nefnt í stuttu máli, hversu ólíkt hafzt er að í hinum tveimur bæjarfélögum. Augljóst er, að á Sel- tjarnarnesi hefur verið unnt að draga mjög úr álögum meðan Kópavogur berst í bökkum f járhagslega. Hver er skýringin? Er hún í því fólgin, að fólk sé svo vel efnað á Seltjarnarnesi, að þess vegna megi prósentan vera lægri en annars staðar? Hafa umsvif bæjarfélagsins þar verið svo lítil? Svaranna er ekki að leita í slíkum þátt- um, heldur í eðlismun við stjómun bæjarfélaganna. í Kópavogi er við völd bræðsla vinstri flokka. Þetta veldur því, að til verður „óskalisti” hjá hverjum flokkn- um fyrir sig. Einn vill, að bæjarfélagið geri þetta — annar vill beita sér á öðru sviði. Þegar fjárhagsáætlun er gerð, semja flokkarnir um framkvæmda- og rekstraráætlanir, sem eru samsuður úr óskalistunum. Það er ekki fyrr en þetta er búið sem farið er að meta, hversu miklar álögurnar á þegnana skuli verða. Á Seltjarnarnesi er annar háttur hafður. Fyrst er ákveðið, hve mikið sé rétt að leggja á íbúa í útsvörum og fasteignagjöldum, og greinilega reynt að fara hóflega í sakir. Síðan er fjárhagsáætlun unnin á þeim forsendum, sem álagningin gefur, semsé eyðslu haldið innan þeirra marka, sem álagning veitir. Almenningur krefst fyllsta aðhalds af hinu opinbera. Skattbyrðin er of þung. Ríkisstjórnin ætti einnig að læra af Seltjarnarnesi, hvernig gera á fjárlög. Haukur Helgason. „Gud be- vare os” Hverskonar fólk eru frændur okkar Skandinavar? Það er merki- legt, aö íslendingar hafa flestir mjög ákveðnar hugmyndir um þjóðarein- kenni þessara frænda okkar, þó flestir Islendingar séu kunnugri Spánverjum og Itölum, en Finnum, Svíum, Norðmönnum, Dönum og Færeyingum. Þannig segja Islend- ingar aö Danir séu kærulausir og drykkfelldir, Svíar alvörugefnir og drykkfelldir, Finnar þunglyndir og drykkfelldir, Færeyingar óskiljan- legir og drykkfelldir, og hvað Norð- menn varðar... Afstaöa Islendinga til Norðmanna held ég hafi komið gleggst í ljós þegar ungur Kanadabúi, íslenskrar ættar, sem var hér á landi í leit að rótum sínum (hann fann þær ekki, greyið) spurði einu sinni í partíi: Hvemig stendur á því, að alltaf þegar minnst er á Norðmenn fara Islendingar að hlæja? Þetta fannst viöstöddum reglulega fyndiö og hlógu hátt og lengi. Kanadabúinn rótlausi haföi hinsvegar spurt af einskærri fróðleiksfýsn og varö sár, því enginn hirti um að svara honum. Hann fór burt úr partíinu í fússi, og þeir sem eftir sátu komust að þeirri niður- stöðu, eftir áköf skoöanaskipti, að líklegast væri maöurinn norskrar ættar, en ekki íslenskrar, og er þar líklega komin skýringin á því hversu árangurslaus leit hans að rótum sínum var hér á þessu hrjóstruga landi. Ég hef ekkert á móti norrænni samvinnu, þó ég hafi aldrei skilið um hvað hún á að snúast. Nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs sagði reyndar nú í vikunni, að Islendingar stórgræddu á þessari samvinnu. Samkvæmt því sem hann sagði, leggja Islendingar „skid og ingen- ting” fram af fjármunum til þessarar samvinnu, en fá í staöinn mikla fjármuni frá hinum Noröur- löndunum, (í tilefni af Norðurlanda- ráðsþinginu ætla ég að nota hér nokkrar skandinavískar slettur og leggja þannig mitt af mörkum til þess að efla bræðralag norrænna þjóða). Þetta er svosem ágæt réttlæting á þátttöku Islendinga í norrænni samvinnu. Jón Sigurðsson forseti hafði á sínum tíma frammi fjár- kröfur á hendur Dönum fyrir arðrán þeirra hér á landi um aldir. Þær kröfur fengust aldrei samþykktar, en fjárframlög úr norrænum sjóðum nú mega skoöast sem síðbúnar skaðabætur. En eftir hverju eru hinir aðilarnir að samstarfinu að slægjast? Ég stóð í þeirri meiningu, þar til fyrir skömmu, aö norsku, sænsku og dönsku fulltrúarnir litu á Norðurlandaráösþing sem þægilegar skemmtisamkomur. Samkomur, sem gaman væri að sækja; þar sem fulltrúar þjóðanna gætu fengið sér kokkteila, og undir áhrifum þeirra haldið upp samræðum í þeirri sælu trú, aö hver skildi þar annan. En ég komst að því, að hugmyndir mínar voru rangar. Einn fulltrúanna á þinginu, sem stóð í Þjóöleikhúsinu, lét hafa þaö eftir sér í vikunni, að þessar smáþjóöir heföu meö sér samvinnu til þess að efla völd sín. Með samvinnu geta þessar smá- þjóðir orðið að stórveldi, var haft eftir manninum, sem ég hirði ekki umaðnefnahér. Og nú verð ég að sletta skandi- navísku afturog segja: „Gud bevare os”. Eg heyrði það einu sinni haft eftir greindum útlendingi, sem þekkti vel til á Islandi, að þjóðir heims mættu þakka skaparanum fyrir það, að Úr ritvéfinni Ólafur B. Guðnason Islendingar væru fáir, og byggju í einangruðu harðbýlu landi. Þjóðar- karakter Islendinga væri einmitt slíkur, sem myndi vel hæfa harðsvíruðum heimsvaldasinnum og nýlendukúgurum. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en hitt veit ég, að Islendingum fer það vel að vera smáþjóð. Það er þeirra hlutverk. Og ég má ekki til þess hugsa, að Islendingar eigi hlutdeild í stórveldi. Ekki einu sinni pínulitla hlutdeild. Mig grunar reyndar, að ég sé ekki einn um þá skoöun. Hér held ég að sé komin skýringin á atburðum síðustu daga og uppi- standinu sem varð kringum formann Alþýðuflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að Svíar væru hræsnarar, Finnar væru hræddir við Rússa (sem verður að teljast greindarmerki), Norðmenn væru að eyðileggja íslenskan sjávarútveg og að dönskum stjórnmálamönnum kæmu íslensk stjórnmál ekki við. Það er ekki annaö að sjá af yfir- lýsingum í blöðum en að öllum, sem um hafa fjallað, komi saman um aö með þessu hafi formaður Alþýðu- flokksins vegið illilega að norrænu samstarfi. Eg get ekki ímyndaö mér annaö en að formaður Alþýðuflokksins hafi gert þetta viljandi. Eg tel þaö næsta víst, að hann hafi heyrt af stórveldis- draumum hins norræna þingmanns og slett skandinavísku: „Satana perrkkele” og ráðist gegn þessum stórveldisdraumum umsvifalaust. Og það var drengilega gert. Þegar að er gáð, er það augljóst, að eigi að móðga Skandinava, verður það best gert með því að ráðast á sósíaldemókrata. Þeir eru stærsta stjórnmálaaflið um gervalla Skandi- navíu, og þannig má með sem minnstri fyrirhöfn móöga stærsta hópinn. Sár þeirra munu gróa að lokum, og rósimar vaxa aö nýju. En Jón Baldvin hefur slegið stoðirnar undan stórveldisdrauma- höllum Skandinava, í bili að minnsta kosti, og þó þjóðir heims viti ekki af því, standa þær í þakkarskuld við hannfyrirvikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.