Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 17 Á kaffistofu teiknistofunnar. Stefán, Grétar, Einar. nú er frágengiö aö utan. Síöan höfum viö unnið við að gera teikningar af því sem eftir er aö gera á þeirri lóö, sem er móhúsalengjan og komhlaöan. Frá Torfusamtökunum og frá Húsafriðun- amefnd fylgdu þau tilmæli aö húsið skyldi reist á þeim sama grunni sem gömlu húsin stóðu á og i sama formi. Þaö er, aö útlínur væm þær sömu og fyrir vom. Þaö höfum við gert. Þó lækkuöum við gólfið i móhúsinu. Þann- ig fæst betri notkun bæöi á hæöinni og loftinu og húsið tengist garðinum milli húsanna betur. Það er reynt að tvinna saman marga þætti. Fyrst og fremst að trufla ekki húsin sem fyrir eru, mynda nokkuö hlutlausan baksvip fyr- ir húsin sem framar standa. Viö erum aö gera hús sem fullnægir nútímaþörf- um og notum til þess þau efni, sem við teljum réttust hverju sinni og á þann hátt, sem þau eru notuð í dag. ” Þið vinnið þetta saman allan tím- ann? Stefán: „Já, það verður að gera það. Við vinnum hús og umhverfi sem eitt. Með staðsetningu húss og öðrum frá- gangi utan dyra erum við að reyna að skapa göngu- og dvalarsvæði sem hentar þeirri starfsemi sem fram fer og sem fellur að heildarumhverfinu. T.d. kemur til greina að vera með úti- veitingar í garðinum milli húsanna á góðviðrisdögum.” Einar: „Við fengum gamlan brústein Jhjá Garöyrkjustjóra Reykjavíkur og notum steininn með steyptum hellum á dvalarsvæðinu. Brústeinninn hæfir vel þessu umhverfi. Annars er ekki fulllok- ið öllum frágangi utan dyra, það er eftir t.d. að ganga frá grindverki út að Bankastræti.” Nú hafið þiö tekiö þátt í ýmiss konar samkeppni. Hvað finnst ykkur umsamkeppnir? Einar: „Það má segja ýmislegt bæði jákvætt og neik vætt um þær. Það er oftast lögð mjög mikil vinna í samkeppnir, oft miklu meiri en verð- laun og viðurkenningar réttlæta. En þar kemur fram margt af því sem er að gerjast hjá mönnum á hver j- um tíma. Afstaöa útbjóöenda hefur lika breyst talsvert mikið síðustu árin. Það er ekki lengur þannig að haldin sé sam- keppni og felldur dómur og síðan öllu stungið ofan í skúffu. Það er a.m.k. skýrara núna hvers vegna samkeppnir eru boðnar út. Heiðurinn ekki síður Torfusamtakanna En verðlaun eins og menningar- verðlaun Dagblaðsins-Vísis eru svolít- ið annars eðlis en þær samkeppnir, sem við höfum tekið þátt í. Manni hefur dottið í hug hvort endi- lega væri rétt að verðlauna okkur fyrir þetta hús. Heiöurinn er ekki síður þeirra sem að framkvæmdunum stóöu, Torfusam- takanna, framkvæmdastjóraþeirra og þeirra iðnaðarmanna, sem verkið unnu. Þaö var sameiginlegur áhugi allra að vinna þetta verk sem best.” Ein upprunalegasta götumyndí bænum Það hafa heyrst raddir í sam- bandi við Torfuna um að þar sé verið að byggja fornminjar. Vafalaust eru einhverjir til sem gagnrýna húsið sem þið gerðuð. Hvað segið þið um það? Stefán: „Það voru þeSsi tilmæli frá Húsafriðunamefnd sem áður er getið um og við töldum eðlilegt að fara eftir. Þar var hins vegar ekki sagt hvers konar hús. Þetta er fyrst og fremst nýtt hús, byggt úr nýjum efnum og með þeim frágangi, sem nú tíðkast, borið uppi af steini og límtré. Það er ekki að neinu leyti verið aö líkja eftir gömlum byggingaraöferöum. Þannig að það á ekki við nein rök að styðjast að verið sé að byggja upp fornminjar.” Einar: „Það er hins vegar verið að fella nýjar byggingar að þeim, sem fyrir eru.”Stefán: „Byggja hús sem er i hljóðlátu samkomulagi viö þaö sem fyrir er.” Einar: „Hliðin að Lækjar- götu er ein af fáum upprunalegum götumyndum í bænum. Það má heita að hægt sé að þekkja þarna allt aftur ef skoðaðar eru gamiar Reykjavíkur- myndir, alveg frá Amarhóli og út að Bókhlöðustig.” Nú eru verk arkitekta mikil og stór. Er ekki mikið álag að vinna þessi verk? Ef eitthvað fer úrskeiðis? Þetta er ólíkt því að gera lítinn hlut úr leir ? Stefán: „Jú, en þetta venst. Það er þannig að verksviö arkitekta spannar ansi vítt. Þegar við t.d. fórum að vinna hvor fyrir sinn arkitekt áður en við byrj- uöum í skóla var verið að vinna þar að skipulagi stórra svæða eins og Árbæjar, Neöra-Breiðholts og Artúns- höföa. Þar er verið að móta umhverfi sem snertir þúsundir manna. A hinn bóginn vinna arkitektar einnig að einstökum hlutum, sem notast af ein- um í einu, eins og t.d. Sóleyjarstóllinn, sem síðan gengnum f jöldaframleiðslu bókstaflega snertir þúsundir manna. Það er erfitt að vinna skilgreiningu sem gerir ráð fyrir þessu öllu, en allt fjallar það um umhverfi mannsins sem hann notar og þrífst eða vanþrifst í. Mér finnst arkitektar hafa einhvem veginn hálfvegis misst af íbúðar- markaðnum. Eftir að skipulaginu sleppir i sambandi við íbúðarbyggöir eru það að mjög litlu leyti arkitektar semteiknahúsin.” Einar: „Þaö er kannski ekki minnst ábyrgö sem fylgir mótun umhverfis þar sem fólk lifir og hrærist daglega. Við erum kannski rétt að byrja að sjá árangurinn af þvi sem var skipulagt á sjötta áratugnum og kannski að gera okkur ljóst hversu mikil ábyrgð þetta er í raun og veru aö móta umhverfið í þéttbýlinu í dag. Allt byggist þetta upp á svipuðum tíma. Það eru ýmsar frum- þarfir sem menn eru sammála um að beri að leysa og ganga frá. Maður sér það betur núna að það eru ótal margir aðrir þættir sem verður að hafa í huga við uppbygginguna. Það er ekki nóg að geta malbikað vegi, lagt heitt og kalt vatn og rafmagn og þetta. Og svo er allt svað svo árum skiptir og loksins þegar að frágangi kemur þá er það af vanefnumgert.” En við hvað eru þið að fást núna, hverumsig? Það er kannski erfitt að telja það upp svona fyrirvaralaust. Einar: „Núna erum við að endur- skoða spá um þörf fyrir grafarrými fyrir kirkjugarðana í framtíðinni. Svo eru það m.a. ýmis verkefni sem ljúka á við í vor, garðar og útivistar- svæði ýmisskonar.” En þúStefán? „Við erum að klára þennan fyrsta áfanga ferðamannaþjónustu í Asbyrgi, sem væntanlega verður tekinn í notkun ísumar.” Hvað er meira í gangi? Grétar: „Svo er íþróttahús á Sauðárkróki. Þaö verður sennilega tekiö í notkun í haust. Viö erum einnig aö byrja á verkefni sem er safnahús á , Egilsstöðum. Sameiginleg bygging fyrir minjasafn, bókasafn og skjala- safn. Þessi verkefni vinnum við Stefán með Stefáni Jónssyni sem er eigandi teiknistofunnarsem við vinnumá.” Þið vinnið saman. Grétar: „Já, við vinnum saman arkitektar og landslagsarkitektar, eftir þvi sem okkur þykir ástæða til og verksviðin skarast. Byggingar og umhverfi þeirra eiga að mynda eina og samræmda heild.” SGV ; . Þaðer sama hvernig þúreiknar... Útkoman verður alltaf sú sama: Þú færð mest fyrir peningana, þegar þú kaupir MAZDA!_______ Til dæmis MAZDA 323 DeLuxe árg. 1985: Hann kostar aðeins kr. 337.900 VIEST FYRIR PENINGANA 1 nazoa BILABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99 SÉRPÖNTUIM í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Það er engin ástæða að bíða og bíða marga mánuði eftir einum hlut sem þig bráðvantar í bilinn. Við önnumst sérpantanir á varahlutum — aukahlutum. Varan er komin til landsins innan 3ja vikna og jafnvel fyrr ef beðið er um hraðþjónustu. Höfum fyrirliggjandi mikið úrval varahluta í flestar bifreiðar. Vorum að taka upp sendingar af kveikjuhlutum, bremsuhlutum og kúplingum. Dráttarbeisli í margar gerðir bifreiða á góðu verði. V A R A H LUTAVERS L U NIN SiÐUMULA 3-5 SlMAR: 34980 og 37273 Póstsendum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.