Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 11 Ólympíumeistarar 1984medal gesta á Bridgehátíð 1985 Bridge Næsta föstudag hefst Bridgehátíð 1985 sem Bridgesamband Islands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir standa að. Að venju eru heimsþekkt nöfn meöal þátttakenda og ber þar hæst sjálfa ólympíumeistara Pólverja, og Pakist- anann Zia Mamood sem spilar í enskri sveit. En lítum nánar á þátttakendur. Olympíumeistaramir koma með fjóra spilara: Martens — Przybora — Romansky — Tuszinszky — ásamt far- arstjóra að nafni Pomanovsky. Mart- ens og Przybora voru einnig í pólska landsliðinu sem vann Evrópumeist- aratitilinn 1981. Frá Bretlandi koma fjórir atvinnu- spilarar. Fremstur þeirra er Zia Mamood sem er fastur maður í lands- liöi Pakistana og einn litríkasti spilari heimsins um þessar mundir. Þá má nefna Robert Sheehan, sem veriö hefur fastamaður í landsliði Englands á seinni árum. Þá kemur Martin Hoff- man, kunnur bridgemeistari og bridgerithöfundur, og Tony Berry sem minna er vitað um. Þá eru ónefndir tveir íslenskir bridgemeistarar, sem stunda nám í Danmörku, Sævar Þorbjörnsson, sem spilar viö Jón Jónsson (hann er Dani) og Skafti Jónsson sem spilar við Paul Fredriksen. Aðrir Danir sem koma eru Lars Grönvald, Ole Jakob Thorse, Andreas Richter og Thorstein Bemes. Eins og áður er sagt hefst hátíðin næsta föstudagskvöld með tví- menningskeppni og lýkur henni um, kvöldmat á laugardag. Á sunnudag er síöan sveitakeppni sem lýkur á mánudag. Nánar verður sagt frá Bridgehátíð 1985 í næsta þætti. Frá Bandaríkjunum koma kunnug nöfn. Fyrst skal frægan telja, Steve Sion, sem kom einnig í fyrra, úrvals- spilari, sem mikill styr stendur um í Bandaríkjunum vegna svindlákæru fyrir nokkrum árum. Aðrir spilarar frá Bandarikjunum eru Alan Cokin, kom einnig í fyrra, Charles Coon, Har- old Stengel, Jim Sternberg og Einar Guðjohnsen. Einar hefur komiö áöur á Bridgehátíð, en ekki sem einn af ,,út lendingunum”. Einar mun spila á móti Sion í tvímenningskeppninni og verður gaman að fylgjast meö árangri þeirra, en þeir spila Power-Precision sagnkerfið með eigin útfærslum. Síðast en ekki síst kemur dönsk sveit með Steen Möller í fararbroddi. Möller þarf ekki að kynna hérlendis enda mun hann i dag vera einn frægasti spilari Norðurlanda. Makker hans er Lars Blakset, en hitt parið í sveitinni er Jens Auken og Denis Koeh. Að auki koma frá Danmörku tvær landsliöskonur, Kirsten Möller og Bettina Kellerup. Bridgefélag Akureyrar Sl. þriðjudag hófst hjá Bridgefélagi Akureyrar svokölluð Sjóvá-hraðsveita- keppni með þátttöku 22 sveita. Sjóvá gefur öll verðlaun í þá keppni. Spilað er í tveimur 11 sveita riðlum og er slönguraðað eftir árangri. Keppnin mun standa í 4 k völd. Eftir 1. kvöldið er staða efstu sveita þessi: 1. Sveit Zarioh Hamado stig 319 Z. SveitAmar Einarssonar 31Z 3. Sveit Páls Pálssonar 307 4. Sveit Sigurðar Víglundssonar 301 5. Sveit Hauks Harðarsonar Z97 6. Sveit Jéns Sverrissonar Z93 7. Sveit Halldórs Gestssonar Z84 8. Sveit Þormóðs Einarssonar Z8Z Bridgedeild Húnvetninga Þegar fjórum umferðum í aðal- sveitakeppni deildarinnar er ólokið er staða efstu sveita þessi: stig 1. Sveit Hreins Hjartarsonar 143 Z. Sveit Jóns Oddssonar 135 3. Sveit Valdimars Jóhannss. 134 4. SveitHalldórsKolka 1Z9 ' 5. Sveit Halldérs Magnúss. 113 6. Sveit Kára Sigurjónss. 110 7. Sveit Lovísu Eyþórsdóttur 81 Næst er spilað miðvikudaginn 13. maí í Skeif unni 17 kl. 19.30. Vesturlandsmót í sveitarkeppni Vesturlandsmót í sveitakeppni var haldið í Hótel Stykkishólmi helgina 23.-24. febrúar. 10 sveitir tóku þátt í mótinu og voru spilaðir 16 spila leikir. Sigurvegarar urðu sveit Alfreðs Viktorssonar frá Akranesi með 190 stig. Auk Alfreðs spiluðu þeir Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmundsson og Olaf ur Grétar Olafsson í sveitinni. Þeir félagar verða fulltrúar Vesturlands í undankeppni Islandsmótsins. Röð næstu sveita varð þessi: stig Z. Sveit Þorvaldar Páimasonar, Borgarf. 160 3. Sveit Jóns Á. Guómundsar, Borgarnesi 159 4. Sveit Ellerts Kristinssonar, Stykkishólmi 157 5. Sveit Guðna Hallgrímssonar, Grundarfirði 140 Bridgesamband Vesturlands þakkar Hótel Stykkishólmi fyrir mjög lipra og þægilega þjónustu í sambandi við mótið. Vesturlandsmótiö í tvímenningi veröur haldið í Borgamesi og veröur auglýst síðar. T.B.K. Eftir sjö umferðir í aðalsveitakeppni félagsins er staðan þessi: stig 1. SveitGests Jónssonar 147 Z. Sveit Antons Gunnarssonar 1Z3 3. Sveit Auðuns Guðmundssonar 115 4. SveitÞorsteinsKristjánssonar 101 5. Sveit Öla Týs 100 6. Sveit Gísla Tryggvasonar 99 7. Sveit Gunnlaugs Oskarss. 96 + óspilaðan leik. Akranesmót Lokaumferð á Akranesmótinu í tvímenningskeppni var spiluð fimmtudaginn 21. febrúar sl. Úrslit urðu þau að Akranesmeist- arar 1985 urðu þeir Eiríkur Jónsson og Jón Alfreðsson sem unnu með nokkr- um yfirburðum, en þeir hlutu 393 stig. önnur úrslit urðu þessi: 2. Oliver Kristóferss.-Þórir Leifss. 276 3. GuöjónGuðmundss.-OlafurG.Ölafss. 246 4. Alfreð Viktorss.-Karl Alfreöss. 180 5. ÞórðurElíasson-VigfúsSigurðss. 165 Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Nú stendur yfir barómeterkeppni félagsins (30 pör). Staða efstu para eftir 12 umferðir: stig 1. Guðmundur Jóhannss.-Jón Magnúss. 199 Z. Ágústa Jónsd.-Guðrira Jðnsd. 146 3. Björn Þorvaldss.-Þorgeir Jósefss. 136 4. Ragnar Þorsteinss.-Helgi Emarss. 113 5. Ari Þórðars.-Díana Kristjánsd. 95 6. Þórarinn Árnas.-Ragnar Björnss. 66 7. Ragnar Hermannss.- HjáimtjT Baldurss. 59 8. ísak Sigurðss.-Finnur Thorlacius 47 Næstu 6 umferðir verða spilaðar mánudaginn 11. mars og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Spilað er í Síðu- múla 25. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Reykjavikur Nú er keppnin í aðaltvímennings- keppni BR oröin verulega spennandi. Hjalta og Jóni Baldurssyni dugðu ekki tæp 90 stig í plús til að halda efsta sæt- inu því Aðalsteinn og Valur gerðu enn betur. Ekki er þó munurinn mikill. Reyndar eru nokkur pör til viðbótar innan seilingar við efsta sætið. Staða efstu para eftir 35 umferðir af 41 er þessi: Stig 1. Aðalsteinn Jörgensen-ValurSigurðss. 445 Stefán Guð johnsen Z. Hjalti Elíass.-Jén Baldurss. 444 3. Simon SímMiars.-.Ión Asbjömss. 410 4. SefánPálss.- RúnarMagnúss. 404 5. Olafur Láruss.-Oddur Hjaltas. 384 6. Einar Jónss.-Hjámtýr R. Baldurss. 374 7. AsmundurPálss.-SigurðurSverriss. 371 8. Stefán Guðjohnsen-þórir Sigurðss. 3Z6 Síðustu umferðirnar verða spilaðar sunnudaginn 10. mars og hefst spila- mennskan kl. 13.30. Næsta miðvikudag hefst svo Boarda-match sveitakeppni sem er öllum opin. Þátttaka tilkynnist keppnisstjóra eða formanni. INGVAR DG GYLFl Ólympíumeistarar Pólverja 1984. Talið fró vinstri. Efri röð: Romanski, Martens, Przybora, Wolny. Neðri röð: Gawrys, Frenkiel, Tuszynszky. 81144-6rensástfeg 3- 81144 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.