Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 9 Ellert B. Schram skrifar: „Hvað fáum við Islendingar út úr þessu?” spurði fréttamaðurinn og þingmaðurinn rétti úr sér í stólnum og svaraði hróðugur: „Sérstakur sjóður, vest-norðursjóður hefur verið stofnaður, með stofnframlagi sem nemur 13,5 milljónum doUara. Or honum má lána í nánast hvað sem er”. Og svo kom RagnhUdur mennta- málaráðherra og upplýsti okkur um að framlög tU menningarmála hefðu hækkað um 11 mUljónir króna og PáU Pétursson telur það merkast að gerð hefur verið tUlaga um norræna rann- sóknarstöð í lífefnafræðum á Islandi. Síðast en ekki síst lagöi Arni Johnsen til að heimilt verði að íslensk bók- menntaverk verði lögð fram á ís- lensku þegar bókmenntaverðlaun eruákveðin. Þannig reyna íslensku fuUtrúamir á Norðurlandaráðsfundinum að sannfæra bæði sjálfa sig og aðra um að norrænt samstarf sé til gagns í peningum og bókmenntum talið. Það er sosum skUjanlegt, miðað við allt þaö umstang, fundafyrirferð og málskraf sem Norðurlandaráði fylgir. Krækiberin hinum megin SannleUiurmn er þó sá að mestur timi ráðsins fer í tUgangslítiö snakk og yfirgengilega skriffinnsku, sem hefur sáraUtla þýðingu fyrir aUan al- menning. Norrænt samstarf verður aldrei nema að óverulegu leyti mælt í reiðufé og ef þingmenn eru heiöar- legir við sjálfa sig eiga þeir að viður- kenna að áþreifanlegt gUdi hins norræna samstarfs felst ekki í fjár- t*. .1 Jk I skugga hins norræna anda magni eða fyrirgreiöslu. Og á kannski ekki að gera það. Mér er til að mynda nærtækast að vitna tU íþrótta- og æskumála sem teljast tU menningarmála á þessum vettvangi. Enda þótt Norðurlanda- ráö ætti af augljósum ástæðum að leggja áherslu á samskipti æskunnar og greiða fyrir tengslum norrænnar æsku í gegnum íþróttir hafa fögur orð og fyrirheit um framlög til þeirra mála drukknað einhvers staöar í kerfinu. Framlögin tU menningar- mála renna tU styrktar á furðulegustu málum sem engum kemur við nema þeim sérfræðingum sem við þau grúska og þar að auki til ráðstefnu- halds fyrir sama fólkið sem lagst hefur í ferðalög tú að tala hvert við annaö. Fjárframlög til styrktar ís- lenskri íþróttaæsku í þágu norræns samstarfs má líkja við krækiberin hinummegin. Eg er löngu hættur aö nenna að ergja mig yfir þessum málalokum vegna þess að mér er ljóst að nor- rænt samstarf og Norðurlandaráð á ekki að mælast í fjárframlögum, ekki heldur í bókmenntaverðlaun- um, ráðstefnum eða rannsóknar- stöðvum um eldf jöll eða líf efni. Málskraf Norrænt samstarf hefur gildi í því einu að finna til skyldleika með hinum Norðurlandaþjóðunum, eiga þá að vinum og bandamönnum þegar á reynir og eiga meö þeim samleiö í hugsun, löggjöf og grundvallaraf- stöðu til lýðræðislegra stjórnarhátta. Sagt er að veislumar, hanastélin, vinskapurinn og nefndafarganið séu fylgifiskar Norðurlandaþingsins. I rauninni mætti snúa þessu viö og segja aö fundahaldið sjálft sé til málamynda fyrir allt hitt. Fundimir í Þjóðleikhúsinu þessa vikuna voru tíöindalitlir eins og endranær og Islendingar hafa haft miklu meira gagn af því einu aö átta hundruð Noröurlandabúar hafi gist höfuö- borgina þessa vikuna heldur en fréttunum sem þeir hafa fengiö af málskrafinu í leikhúsinu. Bara þaö að viö erum hluti af þessu samstarfi og að svo stór hópur áhrif amanna frá hinum Norðurlöndunum kemur hingað til lands og kynnist landi og þjóð er fundarins viröi. En ekki hitt hvort stofnaðir em sjóöir sem íslendingar geta fengið lánaö úr. Kratar móðgast Það var líka eftirtektarvert að úti- fundur á Lækjartorgi stal senunni ofan úr Þjóðleikhúsi og það útifundur sem aldrei var haldinn! Jón Baldvin vakti meiri athygli á þessu Norður- landaráösþingi en allar saman- lagöar ræöumar á þinginu sjálfu, og segirþaösínasögu. Sumir segja aö Jón Baldvin hafi oröiö frægur aö endemum vegna þess að honum tókst að móðga nor- rænu kratafjölskylduna. Þaö veröa þeir að gera upp, kratarnir, í sínum eigin bræðraflokkum, en ekki er því að neita að margur hefur haft lúmskt gaman af þessu upphlaupi. Það ferst varla heimurinn þótt helgislepjunni sé svipt í burtu stöku sinnum. Satt aö segja er maöur hálfhissa á því aö veraldarvanir stjórnmála- menn á borð við Anker Jörgensen og Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, skuli fara i fýlu þegar íslenski Alþýðuflokkurinn mannar sig upp í aö haf a sjálfstæöa skoðun i utanríkis- málum. Það væri að æra óstöðugan ef finnskir stjórnmálamenn móðguð- ust í hvert skipti sem minnst væri á finnlandiseringuna sem allir vita að er pólitísk staðreynd. Og á maður að skilja viðbrögð Ankers svo að það komi honum á óvart að íslenskir jafnaðarmenn hafi aðra skoöun en danskirkratar? Alvarlegri deilur Annars er þetta allt líkast stormi í vatnsglasi. Deilur milli kratafor- ingja og fjarvistir þeirra í kvöld- verðarboðum eða á kjamorkufund- um koma Islendingum ekki við. Nor- rænt samstarf stendur vonandi af sér útifundi sem ekki eru haldnir eöa yfirlýsingar sem beðist er afsökunar á. Sarmleikurinn er líka sá aö aðrar og alvarlegri deilur hafa herjað á okkur um þessar mundir. Fiski- skipaflotinn hefur legið í höfn vegna verkfalls sjómanna og skólastarf hefur lamast vegna uppsagna kenn- ara. Sjómannadeilan er leyst en þegar þetta er skrifað situr allt við þaö sama í kennaradeilunni. Það sem er athyglisvert viö báöar þessar deilur er sú harka sem þeim hefur fylgt. Þaö er næsta fátítt að launþegar felli samninga sem samninganefnd hefur skrifaö undir og samþykkt og það er sögulegur atburður þegar hundruö manna í einni og sömu stéttinni segja upp störfum, og það jafnvel í blóra viö lög. Hér éöur fyrr mátti rekja haröa stéttabaráttu og vinnudeilur til flokkspólitískra afskipta. Þessu er ekki aö heilsa nú. Engum hefur dott- iö i hug aö saka stjómarandstöðuna um undirróður og hermdarverk eða að sjómenn og kennarar hafi lotið forskrift og fjarstýringu flokkspóli- tískraafla. Þjóðfélagslegt hneyksli Skýringamar á kröfunum em fólgnar í neyöinni og óánægjunni í stéttarfélögunum sjálfum. Það er auðvitað hreint þjóðfélagslegt hneyksli aö einmitt sjómenn, skuli þurfa aö berjast fyrir mannsæmandi kjörum og þaö getur enginn krafist þess að kennarar eöa aðrir stundi vinnu sem ekki er hægt að lifa af. Þaö þarf engum að koma á óvart þótt langlundargeð þeirra sé brostið. I rauninni er hér ekki aðeins um þaö aö ræða að leysa úr kjaradeilu ein- stakra stétta. Stærsta vandamálið á Islandi er sú hrikalega staöreynd aö daglaun alls þorra fólks duga ekki til lífsviðurværis. Þetta er ekki vanda- mál iaunþega, þetta er ekki sök at- vinnuvega, þetta er sameiginlegt áfall fyrir alla þjóðina, hvar í flokki sem hún stendur. Afleiðingar og örvænting þessa ástands endurspeglast hins vegar ekki síst í kennaradeilunni, van- trúnni, forystuleysinu, vonleysinu umaöúrrætist. Sá maöur sem gert hefur kennslu að ævistarfi sínu, kastar því starfi ekki frá sér að gamni sínu. Sjómenn neita ekki að róa um há- bjargræðistímann nema þeim sé mikiðniöri fyrir. Rikisstjóm og ráöherrar segjast hafa iagt sig fram um lausn vandans og verður þaö ekki dregiö í efa. Það vantar ekki aö þeir rey ni. Hitt vantar aö almenningur i landinu, þar á meðal stéttarfélög, hafi trú á að sú viöleitni beri raunverulegan árangur. FcJk er nefnilega tortrygg- ið og vantrúað á að betri tímar og blóm i haga séu framundan. Trúnaöarbresturinn varö þegar upp úr sauð í kjaradeilunum í haust, með gengisfellingunni í kjölfar samning- anna og því ráöleysi sem síðan hefur ríkt á stjórnarheimilinu. Óveðursskýin Ungir framsóknarmenn senda ríkisstjórninni ádrepu, borgarstjór- inn í Reykjavík sendir ráðherrunum kveðjur, skoðanakannanir sýna með reglulegu millibili hvemig stöðugt flæöir undan stjóminni. Þegar maður er í skuldakröggum er þakkarvert þegar skítblankir velunnarar bjóða fram aöstoð. En hún er ekki þegin af því að hún gerir ekki gagn. Þegar maður fótbrotnar er nærgætni viðstaddra hugulsöm, en gerir ekki gagn meðan enginn er læknirinn. Þegar stjómmálamannin- um mælist vel í ræðustóli hefur maöur gaman af ræöunni en kýs hann ekki meöan ekki er unnt aö treysta honum. Þaö er þessi trúnaöarbrestur sem ríkisstjórnin situr nú uppi með og veldur upplausninni og örvænting- unni í stórum þjóðfélagshópum. Þjóðin er að missa vonina um getu ríkisstjómarinnar til að leiða okkur út úr ógöngunum. Fólkið metur viðleitnina en treystir ekki efndunum. Auðvitað leysast allar deilur fyrr eða síðar. En kvíðinn og óvissan hverfa ekki, ekki frekar en kröppu kjörin og basliö eða óveðursskýin sem fylgja lægðinni á stjómar- heimilinu. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.