Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. Þessa dagana hef ég ekki viö aö lesa skemmtilegar fréttir í blöðunum og er engu líkara en þaö sé kominn vorgalsi í blaöamenn og minnir þetta mig einna helst á kýmar þegar þeim er sleppt út eftir langa inniveru. Þær skvetta upp rassinum, sletta úr klaufunum og steypa sér jafnvel á höfuöiö niöur í næsta framræslu- skurö af einskærri gleði yfir því aö vera lausar úr prísundinni í fjósinu. Um daginn las ég til dæmis í ágætu blaöi aö strætisvagn heföi keyrt yfir mann og meitt hann í stórutánni og nokkru seinna var sagt frá því í öðru blaöi aö Amarflug heföi flutt óvenju- legan farþega til Akureyrar frá Hollandi. Ef fréttin heföi verið um óvenjulegan farþega sem Arnarflug heföi flutt frá Akureyri til Hollands hefði maöur strax giskaö á aö um Akureyring heföi verið aö ræða og þá heföi fréttin ekki verið neitt sérstak- lega skemmtileg. En farþeginn frá Hollandi var Ringeltje hringanóri sem einhver haföi fundiö í fjöru þegar hann var tíu kiló að þyngd en var orðinn tuttugu og þrjú við komuna til Akur- eyrar. Nú er þetta ekki aldeilis í fyrsta skipti sem hringanóri sest að á Akur- eyri því aö fyrir tveim ámm var annar fluttur þangað og eiga núna samtals tveir hringanórar heima í höfuðstað Noröurlands. Ringeltje hringanóri kom hingað til lands á vegum hollenska Sela- spítalans ásamt fylgdarkonu sinni sem starfar trúlega viö þá deild áöumefnds spítala sem sér um aö fljúga meö hringanóra til Akureyrar þótt þess sé ekki sérstaklega getiö í fréttinni. Að lokum má geta þess aö síðast þegar til fréttist var f ylgdarkonan aö Sagan a£ Ringeltje og iltför kennara BENEDIKT AXELSSON gefa hverjum sem hafa vildi í staupinu en Ringeltje var hins vegar aö hringsóla í fjöruborðinu í þeim hluta Atlantshafsins sem liggur aö flugvellinum á Akureyri og virtist ekki hafa hugmynd um hvaö hann ættiaf séraögera. Útganga Þótt fréttin af Ringeltje hafi veriö fyrirferöarmikil í blööunum var þó öllu meira talaö um útför kennara- stéttarinnar eins og sumir hafa kosiö að kalla þaö þegar kennarar lögðu niöur vinnu eftir aö hafa sagt upp störfum meö þriggja mánaöa fyrir- vara eins og skylt er samkvæmt lögum. Hefur mönnum þótt þaö óþarflega mikil frekja af þessari stétt aö fara fram á laun sem hægt væri aö lifa af þar sem þaö sé ekki á stefnuskrá ríkisstjómarinnar aö tryggja hag þeirra sem ganga út heldur þeirra semgeraút. En þótt kröfur kennara séu náttúr- lega ósanngjarnar og ofar skýjum og langt frá því að vera viðræðugrund- völlur sendi ríkið nefnd manna vestur í háskóla um daginn til aö halda fund og sýndi sjónvarpiö okkur hvemig svona f undir fara fram. Fyrst ganga nefndarmenn í röö upp alla stigana í háskólanum meö töskuna sína í annarri hendinni og einhverjar bækiu- undir hinni, af þykktinni aö dæma sýndist mér þetta annaöhvort vera tíu árgangar af símaskránni eða þrjú eintök af biblíunni í skinnbandi. Þegar upp er komiö er sest við borö og brosaö framan í ljós- myndarana en aö því loknu er fundi slitið, nefndarmenn stilla sér í einfalda röð og arka sem leið liggur niöur alla stigana i háskólanum og út á götu. Þar eru menn spuröir hvort eitthvaö hafi þokast í samkomulags- átt og hvort eitthvaö markvert hafi gerst á fundinum. Nefndarmenn eru sammála um þaö að svona fundir séu til góös og þar aö auki nauðsynlegir en þaö eina sem sé kannski í frásögur færandi sé þaö aö einn nefndarmanna hafi fengið afar slæman sinadrátt í hægri kálfann af öllu þessu labbi upp og niöur stiga háskólans. Þing En þaö sem mér fannst þó einna skemmtilegast að lesa um í blööunum í þessari viku voru frá- sagnir af Norðurlandaráösþinginu sem haldiö er í Þjóöleikhúsinu og af þeim sökum urðu aörar leiksýningar að víkja á meðan á því stóð. Ekki veit ég, frekar en þingfull- trúarnir, hvers vegna þetta þing er haldið en fyrir ilokkrum árum var mér sagt aö á svona þingum væri aöallega rætt um norræna samvinnu og aö skjóta upp í loftið gervihnetti. Samkvæmt myndum í blöðunum eru einnig haldnar þama ræður yfir skjölunum á þrettánda bekk og kann vel að vera aö það sé hollt fyrir norrænu samvinnuna. Mér er þó nær aö halda að allar þessar ræöur hafi álíka mikil áhrif og komi aö svipuðu gagni og þegar konan mín er að tilkynna syni sinum hvað það sé gott fyrir heimilisfriðinn aö hann taki til í herberginu sínu öðru hvom og búi um rúmiö sitt. Oftast nær fer það svo aö strákur er farinn út aö leika sér löngu áður en konan mín hefur lokið ræðunni. Kveðja Ben.Ax. Norðurlandainótið í skélaskák: Mendingar efslir í vngstn aldursflokkimum Sterkustu skákmenn Norðurlanda í yngri aldurshópum vom saman komnir í Haderslev í Danmörku í síö- ari hluta febrúar og tefldu um Norðurlandameistaratitla í Skóla- skák. Keppni þessi er einstaklings- keppni og er teflt í fimm aldurshóp- um: 17—20 ára, 15—16 ára, 13—14 ára, 11—12 ára og loks er teflt í flokki 10 ára og yngri. Er skemmst frá því aö segja aö Islendingar sneru heim á leið meö tvo Noröurlandameistara- titla, hiutdeild í einum og í hinum flokkunum tveimur vora okkar menn einnig í efstu sætum. Það var í yngstu aldursflokkunum tveimur sem íslendingar unnu gull- verðlaun. Héðinn Steingrímsson varð efstur í yngsta flokki, vinningi fyrir ofan næstu menn og Hannes Hlífar Stefánsson sigraöi auöveld- lega í flokki 11—12 ára. Báöir hlutu þeir fimm vinninga af sex mögu- legum en teflt var eftir Monrad kerfi, tíu þátttakendur í hverjum flokki. Islendingar náðu einnig ööru sæti í þessum flokkum. 1 yngsta flokki hlaut Magnús Armann fjóra vinn- inga ásamt Svíanum Peter Berg- ström og Dananum Nokolaj Lars Palm og Þröstur Ámason kom hárs- breidd á eftir Hannesi Hlífari í næst- yngsta flokki, hlaut 4 1/2 v. ásamt Norðmanninum Sölve Lindgard. I elsta flokki, 17—20 ára skák- manna, varö Bolvíkingurinn Halldór G. Einarsson efstur ásamt Robert Aström frá Svíþjóö en Svíanum var dæmt efsta sætiö vegna hærri stiga- tölu — aðeins munaði hálfu stigi. Lárus Jóhannesson deildi síðan þriðja sæti meö 3 1/2 v. ásamt Dananum Finn Pedersen. Lárus og Halldór, sem eru þekktir landsliðs- flokksmenn hér heima, voru ekki á þeim buxunum aö semja stórmeist- arajafntefli sín í milli, heldur tefldu hörkuskák sem lauk meö sigri Hall- dórs. I flokki 15—16 ára skákmanna varð sænskur skákmaður, Winsnes aö nafni, hlutskarpastur meö 4 1/2 v. en Lars Hansen frá Danmörku varð annar með sömu vinningatölu. Þröstur Þórhallsson varö að sætta sig við þriöja sæti meö 4 v. og ungl- ingameistari Islands, Davíð Olafs- son, hlaut 3 v. og 5. sæti. Vafalaust hafa þeir félagar vonast eftir hærra sæti en svo virðist sem f rændur vorir eigi marga efnilega skákmenn á þessum aldri. Fyrrnefndir efstu menn eru t.a.m. mun hærri á skák- stigum en íslensku keppendurnir. Dani varð sigurvegari í flokki skákmanna 11—12 ára. Jan Sörensen heitir hann og fékk fimm vinninga. Matti Tommiska frá Finnlandi náöi öðra sæti meö 4 vinninga og meðal þeirra fjögurra skákmanna sem hlutu 3 1/2 v. voru íslensku keppend- urnir, Arnaldur Loftsson og Magnús Pálmi örnólfsson. Ohætt er aö segja aö frammistaða íslensku keppendanna á þessu móti hafi verið afbragösgóð. Það er nátt- úrlega leitun aö annarri keppnis- grein þar sem okkar menn era í efstu sætum í öllum aldursflokkum, þó svo þeir séu að glíma við úrvalsmenn frá margfalt f jölmennari þjóöum. Og viö eigum sigurvegara í tveimur yngstu aldursflokkunum. Efniviðurinn er svo sannarlega til en framhaldiö er spurning um áhuga, þjálfun og aö- stööu. Þaö vill oft veröa svo aö eftir því sem efniviöurinn eldist því fleiri veröa áhugamálin og því fleira sem glepur hugann. Hvort sem þaö er nú gott eöa slæmt. En hér kemur ein hressilegasta sóknarskák mótsins. Islendingur er í aöalhlutverki og blæs strax til atlögu gegn rólyndislegri taflmennsku mót- herjans. Leikfléttan, sem hefst frá stööumyndinni, er bráðskemmtileg og laus við alla „rútinu”, Hvítt: HalldórG. Einarsson Svart: BjarneLlght (Danmörk) Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf30—06. Bd3b6?! Nú hefur eitthvað skolast til í höfð- inu. Þessi leikur þykir góður og gildur gegn 6. Be3 því þá má svara 7. e5 meö 7. —Rg4 sem hótar biskupn- um. Nú er þetta hins vegar of hægfara. Betri möguleikar eru 6. — Ra6 og síöan c7—c5,6. —Bg4 og 6. — Rc6 sem hlotið hefur náö fyrir aug- umfræðimanna. 7. e5 Rfd7 8. h4! Bb7 Þessi er sennilega líka of hægfara. Reyna mátti 8. —dxe5 og síðan c7— c5 og reyna aö ná gagnfærum. 9.h5e6 Hvítur var farinn að hóta aö leika sjálfureð—e6. Skák Jón L. Ámason 10. hxg6 hxg611. Rg5 Rc612. Dg4 He8 Hótun hvíts var 13. Hh8+! Bxh8 14. Dh4 og svartur verður aö gefa drottninguna til aö komast hjá máti. 13. Rxf7! KxH 14. Dxg6+ Kf8 15. f5! Rcxe5 15. — exf5 heföi verið svaraö á sama hátt og í skákinni og eftir 15. — Rf6! ? (hvaðannaö) er 16. Bh6 Bxh6 20. exf6 exf5+ 21. Kfl einfaldast og svörtum eru allar bjargir bannaðar. Nú kemur rúsínan í pylsuendanum.. . 16. Hh8+!! Bxh8 17. Bh6+ Ke7 18. Dxe6 og mát. Hannes Hlífar Stefánsson hefur þeg- ar getiö sér gott orð hér heima þrátt fyrir ungan aldur. A helgarskákmót- unum hræöast eldri og reyndari menn hann eins og heitan eldinn! Hann var stigahæstur keppenda í sínum aldursflokki og náöi efsta sæt- inu svo til áreynslulaust. Vann f jórar fyrstu skákirnar og geröi jafntefli í tveimur síðustu umferöunum. Viö skulum renna yfir eina skák hans frá mótinu. Andstæöingurinn teflir ekki byrjunina sem nákvæmast og Hannes nær fljótlega betri stöðu meö svörtu mönnunum. Smám saman nálgast menn hans kóngsvænginn, svona eins og óafvitandi, og eftir lít- inn hnykk (sjá stöðumynd) eru hvítum skyndilega allar bjargir bannaöar. Hvitt: AlIanHolst (Danmörk). Svart: Hannes Hlttar Stefánsson. ítalski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4.0- 0 Rf6 5. d3 d6 6. Rbd2 Ra5 7. a4 Rxc4 8. Rxc4 Be6 9. b3 c6 10. Del b5 11. axb5 cxb5 12. Ra5 Dc7 13. c3 Bb6 14. b4 0-015. Bb2 Rh516. Dd2 f517. Hfel Rf4 18. exf5 Bxf5 19. d4 Bg4 20. Rg5 De7 21. Re4 exd4 22. cxd4 abcdefgh 22.—Rxg2! Hvíta staðan hrynur. Ef 23. Kxg2 þá 23. — Bf3+ og síðan 24. — Bxe4 með vinningsstöðu. 23. Rg5 Rxel 24. Hxel Df6 25. Rc6 Hae8 26. Hxe8 Hxe8 27. d5 Dg6 28. h3 Bxh3 29. Kh2 Bd7 30. Df4 Bxc6 31. dxc6 Hf8 32. Dh4 Hxf2+ og hvítur gafst upp. Margeir mætir Shvidler Margeir Pétursson beiö eins og kunnugt er lægri hlut fyrir Norð- manninum Simen Agdestein í einvígi um réttinn til þess að tefla á milli- svæðamóti. Ekki er Margeir þó úr leik því aö hans bíður annað einvígi viö þann sem lenti í öðra sæti á svæðismóti í Beer Sheva í Israel. Sá heitir Shvidler og er titillaus Israels- maöur meö 2430 skákstig. Mögu- leikar Margeirs til að komast í milli- svæöamót hljóta því aö teljast all- góöir, enda er hann nú reynslunni ríkari. Einvígi þeirra hefur hvorki veriö ákveöinn staður né stund. Orslitin á svæöamótinu komu mjög á óvart. Gutman frá Israel, sem tefldi á alþjóðamótum hér heima í fyrra, varö efstur með 8 1/2 v. af 13, Shvidler og Lau (V-Þýska- landi) komu næstir meö 8 v. Einvígi þeirra í milli um 2. sæti lauk 2—2 en Shvidler haföi betri stigatölu. Síðan komu Hug (Sviss) og Griinfeld (Israel) 7 1/2 v., Lobron (V.—Þýska- land) og Greenfeld (Israel) 7 v., Murej (Israel) og Eng (V.—Þýska- land) 6 1/2 v., Bischoff 6 v., Kinder- mann (báðir V.-Þýskaland) 5 1/2 v., Wittman (Austurríki) 5 v., Huss (Sviss) og Kwatschevsky (Austur- ríki) 4 v. JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.