Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 43
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 43 Franski kvikmyndaleikstjórinn Eric Rohmer hef ur sent f rá sér enn eitt listaverkið og lát ungu aðalleikkonunnar Pascale Ogier síðastliðið haust varð kvikmyndaunnendum harmafregn Upphafin fágun I rauninni er Louise enn að leita að sjálfri sér, einhverri ánægju í lífinu og ef til vill að tilgangi lífsins. Auð- vitað er til of mikils mælst aö hún finni allt þetta, en snilli Rohmers kemur fram þegar hann segir marg- slungna og samtvinnaða sögu eins og ekkert sé, án allrar áreynslu. Kvik- myndir Rohmers eru sjaldnast ástríöuþrungnari, hann beitir rökhugsun fremur en tilfinningun- um, en þrátt fyrir það hlýtur mynd eins og Les Nuits de la Pleine Lune að höfða mjög til tilfinninga áhorf- andans. En áfram með söguþráðinn: Louise ræðir máhn við Rémi og þau veröa ásátt um aö heppilegast sé að hún taki íbúð á leigu í miðborginni — til að spara sér leigubíla út í úthverf- iö eftir partí og til aö hún geti veriö ein í rólegheitum stöku sinnum. Sam- band þeirra á að vera jafntraust eftir sem áöur og aörir karlmenn eru ekki inni í myndinni. En þeir láta reyndar ekki bíöa eftir sér og fljótlega kemur blaðamaöurinn Octave (Fabrice Luchini) til skjalanna. Honum þykir sem einhvers konar upphafin fágun sé yfir Louise og fegurð hennar sé ómótstæðileg. Louise lætur sér held- ur fátt um finnast enda segist Octave líka vera ákaflega elskur að eigin- konu sinni. Eiginkonan sést hins veg- ar aldrei og áhorfandinn fer ef til vill aö efast dálítið um þessa miklu elsku. Þaö kynni þó ekki að vera að Octave væri í rauninni hrifnari af teoríunni en praxisnum? Óþvinguð samtöl Octave er ekki einn um að lítast vel á Louise og í atriöi, sem gerist í fjör- ugu samkvæmi, sést hvað verða vill. Octave dansar viö Louise en tekur um leiö eftir stúlku sem dansar úr augsýn myndavélarinnar. Áhorfand- inn sér hins vegar skýrt og greini- lega myndarmann sem dansar fyrir aftan Louise og snýr sér brátt að henni i dansinum. Nýi dansfélaginn heitir Bastien, leikinn af Christian Vadim, og stúlkan sem hann dansaði við áður, Marianne, verður utan- gátta þegar Bastien hallar sér að Louise. Raunar á stúlkan eftir að birtast óvænt síðar í myndinni. Ahorfandinn fær að fylgjast meö Louise í nokkra mánuði og pælingar hennar birtast gjarnan i samtölum við aðrar persónur. Samtölin eru ein- staklega óþvinguð og líklega fyrir- finnst ekki sá leikstjóri sem á jafn- auðvelt með að nýta sér samtals- formið í kvikmynd og Eric Rohmer. Octave ræðir t.d. gjarnan lífið og til- Louise í íbúðinni sem hún notar um helgar. veruna viö Louise og þannig kynn- umst viö persónunum ekki síöur en í gegnum athaf nir þeirra. Tunglsýki eða svefnleysi? En þó Octave sé óspar á að tjá Louise ást sína verður honum lítt ágengt og hún segir: „Þegar fólk elskar mig um of, elska ég það minna.” Og það er sem sagt ekki góövinurinn Octave sem kemst upp í til Louise i litlu íbúðinni hennar í miöbænum heldur saxófónleikarinn og mótorhjólatöffarinn Bastien. Og þegar hann er sofnaður sætt á kodd- anum við hlið Louise getur hún ekki sofið heldur ranglar út í nóttina og þráir heimilið í blokkinni úti í út- hverfinu. Hún tyllir sér niður á kaffi- húsi og lætur nóttina líöa hjá. Viö næsta borð situr teiknari og vinnur að myndskreytingu bamabókar. Hann getur ekki sofið fremur en Louise og ástæðuna segir hann vera aö tunglið sé fullt og engin sála geti sofið. Það er auðvitað ekki alveg rétt en Louise er glaðvakandi og hugsar ráð sitt og ákveður loks að snúa heim til Rémis. En þar kemur hún að tóm- um kofunum. Enginn hefur bælt hjónarúmið þessa nóttina. Louise gengur á braut og líf hennar er breytt. Ef til vill til batnaðar því líklega á einfaldur kynþokki Mari- anne betur við sportidjótinn Rémi en „upphafin fágun” Louise. Allir ættu sem sagt að geta verið ánægðir, ekki síst áhorfendur, með sérlega vel heppnaða kvikmynd sem veldur því að fráfall aöalleikkonunnar, langt fyrir aldur fram, veröur tvöfalt sorg- legra og ótvíræður skaði fyrir kvik- myndalistina. -SKJ Kvikmyndir Popp Kvikmyndir Popp Kvikmyndir Popp Kvikmyn og slíkt gera félagar hans einnig. Howard Jones er að sönnu sólóisti eins og það er kallað, treður upp einn á hljómleikum og leikur á svuntu- þeysana sína sjö, en á hljómleika- ferðum þarf ýmsa hjálparkokka og það var til þess tekið á ferðalagi um Bandaríkin í fyrra að tólf breskir rokkhljómlistarmenn væru saman í rútubíl og borðuðu aðeins grænmeti, enginn reykti og allir drukku í hófi, (í ísskápnum var aðeins bjór, allur ávaxtasafi uppurinn) og þaö sem vakti hvaö mesta athygli: skilti með áletruninni Bannaðaöblóta! Mæs gæ Þetta skilti varö auðvitað til þess að undirstrika enn frekar ímyndina um flekklausa fýrirmyndarpiltinn Howard Jones og nú er svo komið að hann er orðinn afar þreyttur á þessum einlitu frásögnum blaða um mister næs gæ eins og bresku blöðin kalla hann gjaman. Þú hlýtur einhvem tíma að hafa verið slæmur strákur, spurði til dæmis eitt blaðanna um daginn. Howard svaraði því til aö hann hefði reynt ýmislegt um dagana en sér væri það kappsmál að hafa fullt vald yfir heilastarfseminni. „Að vera hátt uppi af eölilegum ástæöum veitir auðvitað miklu meiri ánægju — menn verða að vísu að leggja harðar að sér en þegar einhverju markiernáð...” Hann nefnir líka aö hann hafi ósköp lítinn áhuga á því að skemma í sér heilasellurnar. Hann þekki sæg af fólki sem hafi eyðilagt líf sitt á dópi, sé haldiö ofsóknarbrjálæði og hafi misst hæfileikann til þess að ein- beita sér. „Eg gæti aldrei látíð það eftir mér að fóma skýrri hugsun,” segirhann. Dæmigeröur? — Ónei Howard Jones er alls ekki dæmi- gerður breskur rokkari þegar horft er tíl lífemis hans. Hann hefur lika þá sérstöðu í tónlistinni aö hann er eins-manns-hljómsveit og semur texta sem allir fjalla á einn eða annan hátt um það að fólk eigi að fara og gera það sem það langar tíl að gera. I lögum hans eru engar draumórakenndar ástarvellur eða sjúklegar sögur af ást og hatri, — og sjálfur hefur hann sagt að í textunum vilji hann fyrst og fremst sýna fram á að fólk eigi að vera heiðarlegt gagnvart sjálfu sér. Árið 1983 var stórt ár í lífi Howard Jones. Það var árið sem hann sló í gegn. Tvær fyrstu smáskífur hans, New Song og What Is Love, komust inn á topp tíu í Bretlandi og tvö af stærstu tónlistarblööunum kusu hann „björtustu von ársins”. Hljóm- leikaferðir hans á því ári lukkuðust líka vel og lög hans komust á vin- sældalista víðar í Evrópu. Howard Jones fæddist í South- ampton á Bretlandi áriö 1955, 23. febrúar, og er því nýlega orðinn þrítugur. I bamæsku flæktist hann víða með foreldrum sínum, ekki aöeins hús úr húsi, heldur land úr landi enda faöirinn fremur nýjunga- gjarn í atvinnumálum. Pianótíma tók stráksi svo fljótt sem hann gat stígið í fæturna og stjórnað puttunum og fyrsta hljómsveitin var stofnuð á fimmtánda aldursári. Fjórum árum síðar innritaöist Howard Jones í tónlistarskólann í Manchester en kunni ekki við sig og hvarf frá námi. Ahugi hans á tónlist breyttist stór- lega og jókst þegar hann komst í kynni við svuntuþeysinn. Áður hafði hann mestan part leikið á rafmagns- píanó en svuntuþeysirinn gaf honum óteljandi möguleika og fyrr en varði var Howard Jones farinn aö troða upp í litlum samkvæmum í þáver- andi heimabæ sínum, High Wycombe. Eftir því sem honum óx ásmegin við hljóðfærið fannst honum skorta á túlkun tónlistarinnar i leikgerð og fékk því tíl liðs við sig flinkan dans- ara, Jed Hoile, til þess að túlka sum laganna meö dansi og látbragði. Hoile hefur síðan verið fastamaður hjá Howard Jones og þeir koma allt- af fram báðir hvort heldur það er á sviði eða í sjónvarpi. Eins og margir aðrir breskir popparar fékk Howard Jones sitt fyrsta tækifæri í útvarpsþætti John Peel í BBC. Þátturinn vakti svo mikla athygli að hann var endur- fluttur margsinnis og eins keyptur af öðrum útvarpsstöðvum. Tilboð um hljómleikaferðir bárust líka til Howard Jones í kjölfar þáttanna og þar á meðal frá OMD og China Cris- is. Sumarið 1983 geriS hann svo hljórn- plötusamning við WEA og fyrsta lagið, New Song, fór alla leið í þriðja sæti breska listans og What Is Love, sem var á næstu smáskífu, hrepptí annað sætið. Howard Jones hélt svo sínu striki á síðasta ári. Fyrst kom Hide And Seek á smáskífu og því næst breið- skífan Human’s Lip sem f ór rakleitt í efsta sæti listans. Lagið Like to Get To Know You Well kom út síðla árs- ins svo og 12” Album sem er „re- mix” af frægustu lögum hans. Þessa dagana er lagið Things Can Only Get Better hátt á öllum vinsældalistum og í lok þessa mánaðar er væntanleg önnur breiðskífa frá Howard Jones: Dream IntoAction. -Gsal. fyrirmyndarpopparann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.