Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. — Rúnar Júlíusson eftir20 árípoppinu: „Hefenn ekki farið í meðferð" ,,Ég lít svo á aö ég hafi veriö aö smakka á tilverunni þessi 20 ár sem ég hef verið í poppinu. Eg hef reynt þetta allt; hass, brennivín, kókaín, amfeta- min, mat, konur og hvaö þetta heitir nú allt sem lífið hefur upp á aö bjóöa. Eins og þú sérö sit ég hér enn og hef ekki fariö í „meðferð” eins og svo margir.” Það er alveg satt. Rúnar Júlíusson hljómlistarmaöur og útgefandi situr í hljóöupptökusal sínum við Skólaveg í Keflavík. Reyndar litur hann vel út eftir þessi 20 ár í ólgusjó poppsins, einna líkastur manni sem er nýkominn úr „meðferð” eins og hann orðar þaö. En það er ekki tilfellið. Hann lítur bara svona velút. Mamma þorði ekki út í búð „Eg man þaö eins og gerst heföi í gær. Viö félagarnir í Hljómum kynntumst hassi fyrst í Svíþjóö áriö 1966. Þá vorum viö aö spila á einhverju samnorrænu festívali og rótaramir okkar kynntu okkur fyrir hassi. Viö þáöum smókinn og ég varö hálfiiissa því ég fann engin áhrif,” segir Rúnar og yppiröxlum. „Þaö er fyrst 2 árum síöar að ég kemst aö raun um hvaö hér er á ferðinni. Þá vorum við aö spila upp á Keflavíkurflugvelli og einhver offíser sem viö þekktum bauð okkur upp á marijúanavindling og þá varö ég í fyrsta skipti „high” eins og þaö er kallað. Gallinn við þennan offíser var aftur á móti sá aö hann var nappaöur meö eiturlyfin skömmu síöar og kjaftaði því í lögregluna aö hann heföi gefið okkur Hljómastrákunum aö reykja. Reyndar hétum viö Trúbrot í þá daga og þessu máli var slegið upp í blöðunum eins og heimsstyrjöld væri skollin á. Við viðurkenndum að hafa reykt og mamma þorði ekki út í búö í margarvikur.” Með heróínistum Rúnar tekur þaö fram að þetta „tilverusmakk” hans hafi fariö fram víða um heiminn. „Mest hef ég kynnst ' þessu erlendis þar sem ég hef verið aö spila eöa í upptökum. Maður hefur veriö innan um svona fólk. Þaö má segja aö þaö hafi alltaf verið forvitni sem rak mann út í aö prófa hitt og þetta. Viö sumt líkaði manni, annaö lagöi maöur strax á hilluna.” ánetjast honum. Svona er lífiö, fíknin er alls staðar. Það er þetta sem ég á viö þegar ég tala um fíkniefnaneyslu mína og kalla þaö aö smakka á tilverunni.” Hvenær náöi „smakkiö” hápunkti? „Þaö er ekki gott aö segja. Ætli þaö hafi ekki verið á meöan við vorum í Trúbroti, ég, Gunnar Þórðar, Magnús Kjartansson og Olafur Garöarsson. Þá dvöldum viö oft langdvölum í Kaup- mannahöfn, spiluöum í klúbbi sem hét Revolution og tókum upp plötu sem hét „Undir áhrifum”. Viö vorum undir áhrifum og skírðum plötuna í eigin Rúnar heima í Keflavík í gær: — Ég man það eins og gerst hefði i gær. Við fólagarnir i Hljómum kynntumst fyrst hassi í Sviþjóð 1966. Við vorum að spila á samnorrænu festivali. DV-mynd JAE. FERÐIR MEÐ ERLENDUM FERÐASKRIFSTOFUM Svo sem fram kom greinilega í skrifum fjölmiðla á síðast- liðnu ári getur það verið hagkvæmara og ódýrara að ferðast með Flugleiðum á svokölluðu BT verði og fara síðan með erlendum ferðaskrifstofum á áfangastað. Vegna góðra samninga við erlenda aðila getum við boðið upp á ferðir um London, Glasgow og Kaupmannahöfn eftir þvi hvað beinast er i flugi. Er þá venjulega hægt að stoppa í þessum borgum á útleið eða bakaleið eftir þvi hvernig flug standast á. Pakkaferðir til Glasgow, London, Kaupmannahafnar og ýmissa annarra staða, viku- eða helgarpakkar. Hag- kvæm verð og góð hótel. Við getum með stuttum fyrirvara pantað slíkar ferðir en best er þó ætíð að sýna í þessu fyrirhyggju því ekki missir sá sem fyrstur fær. Útvegum og skipuleggjum flugferðir, járnbrautar- og skipsferðir og hótel hvar sem er. Feröaskrifstota KJARTANS HELGASONAR Gnoöavog 44 - 104 Reykjavik — Hvaö er þaö versta sem þú hefur séð og upplif aö í þessum efnum? „Þaö er margt ljótt. Ætli þaö versta hafi ekki veriö þegar ég bjó innan um heróínista í Bandaríkjunum. Reyndar bjó ég ekki með þeim, umgeklcst þá bara. Þeir gátu ekki unnt sér hvíldar nema vera vissir um aö eiga næsta skammt. Allt lífiö snerist um þetta og þá er lífiö reyndar búiö. Mér finnst þetta ósköp svipaö og hjá mörgum sem hafa farið á kaf í brennivíniö. Þeir geta ekki á sér heilum tekið nema vita af flösku einhvers staöar. En það er hægt aö ánetjast svo mörgu, fólk getur orðiö fíkið i hvað sem er. Eg las í blööunum aö konur og karlar væru farin aö láta lækna víra aftur á sér kjaftinn svo maturinn rynni ekki látlaust ofan í maga. Það er heldur ekki gott.” Ást er víma Rúnar snýr sér í nokkra hringi í upp- tökustólnum sínum, horfir upp í loft, niður á gólf, til beggja átta og segir svo ansi ákveðinn: „Maöur getur oröið háður svo mörgum elementum í lifinu. Ástfangiö fólk getur hreinlega gefist upp við fráfall maka. Þaö hefur hausa. Þaö var mikiö reykt af hassi og lífinu tekiö létt. Enda voru allir á kafi í þessu í Danmörku á þessum tíma og eru kannski ennþá.” Fertugur innan skamms — Finnurðu ekki fyrir aö fíkniefna- neyslan hafi haft einhver skaðvænleg áhrif á hug þinn og kropp? „Auðvitaö tekur þetta sinn toll. Menn verða timbraöir af brennivíni og enginn tekur út án þess að leggja inn. En viö hvað á ég aö miða? Eg hef ekki önnur 40 ár til aö miöa við.” (Rúnar veröur fertugur eftir nokkrar vikur.) — Er minnið ekkert fariö að gefa sig? „Ekki meira en svo að ég man alla vega texta viö 2—300 lög sem ég spila á böllum og syng blaðalaust. Ef þaö segir þá eitthvað umminniö.” Talið berst að Keflavíkurflugvelli þar sem Rúnar hefur skemmt banda- rískum hermönnum í áraraðir. I DV í gær lætur fulltrúi viö fíkniefnadóm- stólinn aö því liggja aö tortryggilegt sé hversu fá fíkniefnamál komi upp á Vellinum. Engu sé líkara en banda-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.