Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ HINUM FRÁBÆRA RENAULT 11. Tegund BMW 520i 1983 BMW518 1982 BMW518 1981 BMW 323i 1982 BMW 323i 1980 BMW 320 1981 BMW318! 1982 BMW316 1982 BMW316 1981 BMW315 1982 Renault 20 TL 1981 Ford Cortina 2,0S 1977 Renault 5 TL 1982 Renault 9 TL automatic 1982 Renault 4 van 1981 Renault 20 TS 1984 SELJUM NOTAÐA BÍLA URVAL ANNARRA BÍLA Á SÚLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^"''^ Skoðunokkar eróbreytt: Við teljum að hemlakerfi bifreiðar eigi ávallt að vera í lagi, ekki aðeins þegar kemur að hinni árlegu skoðun. Við bjóðum original hemlahluti í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Þjónusta fagmanna tryggir öryggi þitt. Sérverslun með hemlahluti RAGNARÖK — eftir Friðrík Indríðason „Kemur ekki til greina. Kemur EKKI til greina,” segir Heimdallur og grípur þéttar um símtólið. „Hvemig dettur þér í hug að spyrja um þetta, Gabríel? Við fórum úr tísku þarna niðri fyrir þúsund árum eöa svo. Helduröu virkilega að við viljum fá eitthvaö af þeeeelm inn í Valhöll.” „Heyrðu, Heimdallur, þetta er alvarlegt. Ég meina nú fór skíturinn fyrir alvöru í loftinntakið. Algjört kjarnorkustríð. Himnaríki getur ekki tekið við rúmlega þremur billjónum manna á einu bretti. Hvar eigum viö að fá alla hvítu kuflana?” Gabríel verður klökkur í símanum. „Það verður algert kjarnorkustríö þarna niðri á morgun. Algert kjarn- orkustríð skilurðu. Enginn lifir af. Allar þessar sálir munu svífa upp til himna. Þið hljótiö aö geta bjargaö okkur um eitthvert pláss.” Heimdallur hagræðir sér í stóln- um, grípur hornið af boröinu og sýpur stórum. Hann setur skanka sína upp á skrifborðið og hallar sér aftur. „Sko, Gabríel, er þetta eitthvert atriði? Er þetta eitthvert vandamál? Getur ekki Herann sjálfur eða hippinn bara skroppið þarna niöur og læknaö nokkra blinda? Eöa gengiö á vatni? Eða hvað sem þið vomð vanir að gera þarna í gamla daga? Sagt þeim svo að hætta við allt saman? Hvaðeraðgerast?” „Heldurðu aö vér höfum eigi hugs- að út í slíkt?” spyr Gabríel höstugur. „Hvor aöilinn um sig mundi bara telja að um eitthvert lymskubragð hjá hinum væri aö ræða. Þetta er algert kjarnorkustríö sem við erum að tala um. Við ráðum ekki við þaö.” „Gabríel, ég skal segja þér eitt. Ég skal tékka á Oöni fyrir þig en sko, hann er í fýlu einmitt núna. Einhver stal gullbrynju hans. En ég skal segja þér eitt, við tökum í mesta lagi þessar hræður sem trúa enn á okkur á skerinu þarna niðri, og kannski eitthvað af þessum kálhausum í Kalifomíu. En þar meö er það upptalið, vinur,” segir Heimdallur og teygir sig aftur í hornið. „Ha, hvað segirðu, Þór? ... Ekki reyna það. Þór tapaöi bévítans hamrinum í póker einu sinni enn og það er ekki hægt að koma nálægt honum þessa dagana.” „Þetta skiptir mig engu máli,” segir Gabríel og nú er fariö að síga í hann. „Allir verða að hjálpa til.” Jæja, og mætti ég fá að heyra hvað hinir hafa sagt? Hvað sagði gamli sukkboltinn hann Seifur til dæmis? spyr Heimdallur. „Hann var frekar jákvæður. Sagði að öllum væri boðið í partýið hjá honum armað kvöld. Það er vist grill- veisla...” „Og.. ?” „Tja, hann vildi ekki sjá neinn daginn eftir. Sagöi að hann ætti í nógu strögli með aö lóðsa bleiku fílana heim.” „Datt mér ekki í hug,” segir Heimdallur og skellir horninu í skrif- borðið. „Engin samstaöa hjá þessum andskotum þegar á reynir. En hvaö segir Búdda? Hann ætti aö geta faðmað einhvern fjölda.” „Það þýðir nú ekkert að tala við hann þessa dagana,” segir Gabríel mæðulega. „Það eina sem maöur fær er eitthvert tilvistarkjaftæði um hvort við höldum að við séum til af því að mannkynið trúir aö viö séum til eða hvort við vitum að viö séum til af þvíað. .. ” „Gabríel, Gabríel, hættu. Þú veist við hérna í Valhöll erum meira inn á áfengi, ofbeldi og kynlífslínunni. Skiluröu? Ég næ þessu ekki.” „Fyrirgefðu.” „Heyrðu, en hvað sagði sá gamli sjálfur, Kölski, Satan eöa hvað sem hann kallast núna? Getur hann ekki tekið eitthvað? Nóg er plássið eftir því sem Loki segir.” „Það er hitt atriöiö sem ég ætlaöi að tala við þig um, Heimdallur,” segir Gabríel og er nú oröinn sætur í rómnum. Viö getum ekki verið þekktir fyrir að hafa samband við hann aö fyrra bragði. Við höfum ekki einu sinni simanúmerið á skrá hjá okkur. Gætir þú ekki slegið á þráöinn til hans fyrir okkur og spurt hann? ” „Ertu eitthvaö verri. Ertu eitthvað VERRI?” spyr Heimdallur. „Hann er svo snúinn aö maður býst alltaf við að fá tunguna í eyrað er maöur hringir í hann. Sá eini af okkur sem talar við hann yfirleitt er Loki. Og þaö fremur sjaldan. Þessi náungi er ekki beint elskulegur per- sónuleiki.” „Eg veit, ég veit. Enginn af hinum vill gera þetta heldur. Þú ert okkar síðasta von, Heimdallur. Við treystum á þig,” segir Gabríel og skellirá. Heimdallur leggur tólið á. Blótar Gabríel í sand og ösku. Spyr ritara sinn hvort Loki sé á svæðinu. Biöur hana að fá hjá honum símanúmer Kölska í helvíti. Og fylla aftur á hornið hjá sér. Sterku blönduna takk. Á skrifstofu Kölska í helvíti situr sá gamli sjálfur og hallar sér makindalega aftur í hæginda- stólnum. Hann blaðar í gegnum nýjasta töluhefti Hustler. önnur groddaleg augnabrúnin lyftist er hann breiðir úr miðopnunni. Síminn hringir. Kölski sléttar með hægð úr miðopnunni. Eftir nokkrar hringingar teygir hann sig í símtóliö. Lyftir því upp meö annarri klónni, segir: „Ef þetta er eitthvaö mikilvægt taktu þá tvær valíum og hringdu í mig aftur.” Sá Gamli brýt- ur saman miöopnuna aftur. Það uml- ar í hinum enda símtólsins. „Heimdallur, elskan. Ertu hress á því?” segir Kölski glaðlega. „Ég heyri aö þú hefur verið aö laumast í hornið aftur ...” Sama umlið heyrist . . . „Ha, hef ég heyrt um kjarnorkustríöið? Auðvitað, elskan, ég borgaði fyrir þaö,” segir sá gamli og grýtir Hustler út í horn. „Þá ættir þú með réttu aö taka við megninu af þessum þremur billjónum sem eru á leiðinni. Ekki satt? ” segir Heimdallur. „Ástin, eftir miönætti í kvöld verðurðu að vera ILLUR til að komast hér inn. Verulega illur. Heyrðu annars, af hverju ert þú að ræða við mig um þetta? Hvað kemur þérþetta við?”spyrKölski. .. „Ha, skilaboð frá Gabríel.” Rödd Kölska hættir að vera elskuleg. „Segðu þeim krempinna að fyrir utan illmennin og þá sem eru verulega slæmir, sé ég tilbúinn að taka ungfrú febrúar í Hustler og ekki sálu meira. Vá, þvílíkar túttur, maður. . . ” „Og ekki sálu meira sagði hann,” segir Gabríel með vondaufri röddu daginn eftir! „Ertu viss, Heimdall- ur? Ekkisálumeira.” „Jamm,” segir Heimdallur. „Heyrðu, Gabríel, hvar nær maður í Hustler hérna á efri hæðinni? ’ ’ „Heimdallur, ég hef veriö að hugsa um það sem Búdda var að segja. Kannski erum við bara til vegna trúarinnar. Þegar hún hverfur í reyk, hverfum við kannski líka.” „Gabríel, ertu eitthvaö langt niðri út af þessu?” spyr Heimdallur í hlut- tekningarróm. „Hvaö ertu að rugla? Eg meina, við erum héma ennþá, ekki satt.. . Þegar ég fer að hugsa um það þá er þetta nú ekkert sældar- líf lengur. Ég á við, Þór spilar ekki póker af því aö honum finnst gaman að því. Hvern getur hann blekkt? Heimilisbókhaldiö er alltaf erfiðara og erfiðara. Er Búdda með þetta á hreinu, segirðu?” „Þá má vita, viö verðum að grípa öll hálmstrá sem við náum til,” segir Gabríel. „Þetta gerist hvenær sem er úr þessu. Hvað sagði Oöinn, vill hann taka eitthvað inn í Valhöll? ” „Heyrðu, Gabríel, ég var að hugsa,” segir Heimdallur kíminn. „Ef þessi austurlenski hefði nú rétt fyrir sér maður. Þá vildi ég sjá smettið á Kölska þegar hann lyktaöi af þeirri fýlubombu. ” „Heimdailur, hvað sagði Oðinn? Tíminn er að renna út. Hvað sagði hann?” „Oðinn er sár. Hann er reiður og sár og finnst aö hann hafi verið svikinn,” segir Heimdallur. „Ef þetta er rétt sem þú segir þá verður enginn fimbulvetur, ekkert einvígi við úlfinn, engin slagsmál við jötna. Þór er hinsvegar furðulega léttur. En ég meina, hvað ætti hann að gera í orminn án hamarsins?” „Geturðu komiö þér aö efninu, Heimdallur? Hvað sagði hann um sálirnar?” spyr Garbríel og er nú orðinn örvæntingarfullur. „Hvað átti hann að segja, Gabríel. Öðinn er svalur, en ekki svo svalur. Heyrðu, ég var að hugsa. Ef þessi austurlenski hefði nú rétt... ENDIR Bráðræði feb. ’85.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.