Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Síða 42
42 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. i Kvikmyndir Popp j Kvikm Kvikmyndir Popp Franska leikkonan Pascale Ogier var ekki nema tuttugu og f jögurra ára þegar hún lést í október síðast- liðnum, en hún hafði þó á stuttum ferli náð að vekja aðdáun margra fyrir leik sinn í kvikmynd Erics Rohmers, LES NUITS DE LA PLEINE LUNE, og fengið verðlaun sem besta ieikkonan á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum 1984. Leikkon- an sáluga var reyndar gædd fleiri gáfum en góðum leikhæfileikum því hún gerði sviðsmyndina í fyrrnefndri kvikmynd sem á íslensku mætti kalla FULLTTUNGL. Gleðileikir og orðskviðir Les Nuits de la Pleúie Lune er ein í flokki kvikmynda sem Eric Rohmer hefur kallaö Gleðileiki og orðskviði. Sý fyrsta þeirra, La femme de l’avia- teur ou on ne saurait penser a rien, sem nefnd var á íslensku Kona flug- mannsins eða ekki er hægt að hugsa um neitt, var sýnd hér á kvikmynda- hátíö 1982. Eric Rohmer er talinn einn af forvígismönnum frönsku ný- bylgjunnar og hinn nýi flokkur kvik- mynda sem hann hefur fengist við síðustu árin er talinn bera vott um endurfundi hans við nýbylgjuna eftir nokkra róðra á önnur mið. Les Nuits de la Pleine Lune snýst um franskan orðskviö sem hljóðar svo: Sá sem á sér tvo elskendur glat- ar sál sinni, en sá sem á tvö heimili tapar vitinu. Og sú sem orðskviður- inn á einkum viö er Louise, leikin af Pascale Ogier. Louise er ung París- arstúlka í hönnunarnámi og hefur þegar átt náin kynni við nokkra karl- menn. Þegar kvikmyndin hefst hefur hún tekiö sér bólfestu í úthverfi Það orð hefur lengi farið af poppurum að líferni þeirra sé sukksamara lagi, bransanum fylgi gjarnan bús og dóp eða önnur lyfja- neysla í óhófi og þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar sem hafi komist óskemmdir út úr hildarleik poppsins. Sem betur f er er þetta stór- lega ýkt mynd þó vissulega séu dæmin færri um hljómlistarmenn í poppinu sem fúlsa við brensa og eitri. Eitt slíkt eintak fyrirfinnst þó í stórstjörnufans breska rokkflotans og gegnir því látlausa nafni: Howard Jones. Hann er jafnan talinn fyrir- myndarpiltur til orðs og æðis; slíkt þykir auðvitað fréttaefni í poppinu og blöð ytra gera það einlægt að aðal- atriði í viðtölum við pilt aö hann sé sérstakur sómadrengur, sem bragði áfengi aðeins í litlum mæli, reyki ekki, neiti (hér má passa sig aö nota ekki ypsilon) sér um hvers konar eiturlyf og síðast en ekki síst: setur ekki kjetbita inn fyrir sínar varir. Grænmetisæta Howard Jones er sumsé grænmetisæta eins og reyndar fleiri popparar. Minna má á nýja plötu The Smiths, Meat is Murder, sem var á toppi breska breiðskífulistans í síðustu viku og vísar í skoðanir söngvarans í þessu efni. Um átta ára skeið hefur Howard Jones ekki bragöaö kjöt og segir að ástæðan sé tilhugsunin um að slátra dýri. Sjálfur gæti hann aldrei framkvæmt slíkan verknaö og því geti hann ómögulega réttlætt það fyrir sjálfum sér að fá einhvem annan í verkið. Hann heldur sér því viö grænmetið ms Efst til vinstri: Louise og Bastien stíga dansinn. Til hægri: Rémi og Louise njóta heimilislífsins. Neðst: Octave reynir að tala Louise til. Parísar og býr í blokk með sambýlis- manni sínum, arkitektinum Rémi sem Tcheky Karyo leikur. Vandi hjónaleysanna er að Louise er f jörug stúlka sem hefur gaman af að skemmta sér fram eftir nóttu, en Rémi vill fara snemma á fætur um helgar og leika tennis og er býsna seigur með spaöann. * sagan um flekklausa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.