Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 25
25 Blaöiö er rekið eins og hersveit og skip- anir ganga ákveöna boðleið frá yfir- mönnum til undirmanna. Aöstoöarrit- stjórar Caves vita að þaö er auðveld- ara að samsinna honum heldur en aö setja fram eigin skoöanir. Tákn valds hans er kalltækiö á skrifboröi hans og þegar hann fer burt af blaðinu er tækiö afhent næstráöanda hans viö hátíðlega athöfn. Tæki þetta er tengt inn á skrif- stofur æðstu undirmanna Cave og „þegar ljósið blikkar er eins gott að vera fljótur á fætur”, segir einn frétta- stjóranna. Þegar Cave er ekki í vinnunni sýnir hann á sér aðra hliö. Þá finnst honum ekkert skemmtilegra en sitja innan um blaöamenn og segja sögur frá því í þá góöu gömlu daga þegar hann var rit- stjórnarfulltrúi viö Sports Illustrated. I fríum fer hann aö veiða lax í ám Skot- lands og á sumrin felur hann sig í skóg- unum í Maine meö þykkan bókastafla. Svo þegar fríinu lýkur og hann stígur inn á skrifstofur Time verður hann aft- ur ógurlega einbeittur og vinnusamur ritstjóri og fer stundum ekki heim til sín fyrr en fariö er aö lýsa af degi. Hann gengur þögull og hugsandi um gangana og kastar aldrei kveðju á neinn. „Hann vill vera bestur" Sjálfur kallar Cave sig „tímarits- hönnuð”, tæknimann. Á fimmtudögum og föstudögum er mest aö gera hjá Time en þá er blaöið sett saman. Cave er þá öllum stundum í fundaherberg- inu (á hurðinni stendur: „Cave’s Chaos”) og starir á síöur og myndir þar til augun ætla út úr höfðinu á hon- um. Ætti aö setja grein um páfann í „Fólk” dálkinn? Eða er þaö lítillækk- andi fyrir trúarleiötogann? Ætti „Heimurinn” að byrja á grein um Thatcher eöa CIA? Viröist Robert Red- ford vera einfættur á þessari mynd? Og ekki má gleyma auglýsingunum. Þessa auglýsingu fiá olíufélagi verður aö flytja því hún hefur lent beint á móti grein um olíuvinnslu. Þegar allt geng- ur aö óskum læðist alltaf sá grunur aö Cave aö nú sé eitthvaö aö. Nicaragua muni springa í loft upp yfir helgina eöa Gaddafí muni lýsa yfir stríöi á hendur einhverjum og á síðustu stundu verði að rífa blaöiö allt í sundur. Seint á föstudagskvöldi, þegar allir eru aö verða viti sínu fjær, styttir Cave grein til þess aö hún falli aö útliti tiltekinnar síöu. „Allar þær fréttir sem passa prentum við,” segir hann. „Ray vill vera bestur,” segir Stefan Kanfer, yfirmaður „innblaösins”, en þar birtist allt sem ekki fellur undir innlendar eöa erlendar fréttir og efna- hagsmál. „Hann er sonarsonur hers- höföingja og hann vill stjóma bestu herdeildinni í hernum.” „Blaðamennska er köllun" Ray Cave byrjaði smátt. Fyrsta starf hans var aö sjá um dagbókina á litlu þorpsblaði en þegar hann var tutt- ugu og eins árs var hann kallaður í her- inn og þjónaöi í gagnnjósnaradeildum hersins í Japan og Kóreu. „Þaö var ná- kvæmlega eins og blaðamennska,” segir Cave. „Maöur þreifar fyrir sér, vegur og metur manneskjur og þaö sem rekur þær áfram, safnar upplýs- ingum, skilur sannleikann frá blekk- ingunum.” Hann lítur á blaðamennsku sem köll- un. „Blaðamenn vilja breyta heimin- um til hins betra,” fullyrðir hann. „Þess vegna leggja þeir út á þessa braut.” Eftií?að hann losnaöi úr hern- um fékk hann vinnu við Baltimore Evening Sun, fyrst sem lögreglufrétta- ritari, síðan fréttaskrifari, þá rann- sóknarblaöamaöur og loks aöstoöarrit- stjóri Borgarfrétta. Þá bauð Sports Illustrated honum starf í New York. „Þegar hann kom á blaðið vissi hann ekkert um íþróttir, þekkti ekki körfu- bolta frá íshokkí. En hann hefur þaö sem til þarf,” segir Frank Deford. Cave var ekki lengi að átta sig á því aö hann vildi komast í skipuleggjanda- stööu. „Eg ímyndaði mér aldrei að ég væri sérlega góður penni,” segir Cave. Cave var í 17 ár hjá Sports Illustrat- ed og fékk oröstír fyrir að vera harður í horn að taka og afar metnaðargjarn. „Ray vildi hafa allt á hreinu,” segir Mark Mulvoy, sem nú er ritstjóri Sports Illustrated. „Þegar hann átti að sjá um fréttaflutning af hnefaleika- keppni í Las Vegas lét hann útbúa 25 síöna upplýsingarit fyrir okkur blaða- mennina og það fylgdu kort með. Hann sýndi okkur leiöina að herberginu þar sem hann sjálfur sat og skrifaöi, bjó til tímatöflu þar sem allt var fyrirfram ákveöiö — 12 mínútum eftir aö þetta gerist, þá ferö þú þangað. Þaö var eng- in leið aö klúöra þessu. Kortið sýndi meira að segja leiðina á klósettiö.” Ritstjóri 1 óþökk starfsfólksins 1974 keppti Cave um aö veröa rit- stjóri Sports Illustrated en tapaði. Tveimur árum síöar flutti hann yfir á Time sem aðstoðarritstjóri og 1977 lét hann aö sér kveöa í keppninni um rit- stjórastólinn. Hedley Donovan, sem þá var aöalritstjóri yfir öllu Time Inc.- veldinu, var aö láta af störfum og Henry Grunwald, ritstjóri Time, var sjálfsagöur eftirmaöur hans. Flestir gerðu ráö fyrir því aö Jason McManus, einn af vinsælustu og hæfileikaríkustu ritstjórnarfulltrúum Time, tæki viö rit- stjórastarfinu. Starfsfólkiö á blaöinu vildi hann og engan annan. I staðinn kaus Donovan Ray Cave með sam- þykki Grunwalds. Þegar hann tók við starfinu var andrúmsloftið vægast sagtkuldalegt. Cave hafði veriö ritstjóri Time í rúmt ár þegar fréttir bárust af blóö- baðinu í Jonestown þegar heill trúar- flokkur framdi sjálfsmorð aö boöi leið- toga flokksins. Þetta var ótrúlegt mál og Ed Kosner, þáverandi ritstjóri Newsweek, gerði sér undireins grein fyrir fréttagildinu. Newsweek sendi heila herdeild blaöamanna og ljós- myndara suöur til Guyana en á Time sýndi Ray Cave málinu lítinn áhuga. Þetta var í Þakkargjöröarvikunni. Blaöið yrði seint á feröinni, það þyrfti að borga prenturunum yfirvinnu og bónus. Jonestown var bara Ijótur lítiU atburöur, hugsaöi Cave. Svolítili hópur af dauðu fólki var ekki endilega for- síöuefni. Auk þess var Cave þegar kominn meö forsíöuefni á næsta eintak: Prúöuleikarana. Uppreisn gegn fréttamati ritstjórans Það varö allt vitlaust á Time. Frétta- stjórarnir gengu berserksgang; sögöu hverjum sem heyra vildi aö Cave hefði ekki fréttanef og þetta hefðist upp úr því aö ráöa utanaðkomandi mann til blaösins; einhvern aula frá Sports Ulu- strated sem gæti ekki neitt nema hugs- að í mvndum. Um miðja vikuna var oröiö ljóst hversu hryllilegt blóöbaðið í Jonestown var í raim og veru og bar- smiðarnar á dyr Caves fóru harönandi. Á Time bera menn virðingu fyrir yfir- mönnum sínum og slíkar barsmíðar eru nánast einsdæmi. Aö lokum lét Cave undan. Prúöu leikara forsíöunni var fleygt en Time haföi misst af lest- inni. Það var með of fáa fréttamenn á staönum og þeir náöu ekki að safna efni um alla fleti málsins. Time var ekki meö nema níu síöur um Jonestown. Newsweek var meö 26. „Þeir fóru yfir strikið,” segir frétta- stjóri á Time. „26 síöur eru ragnarök.” Dómgreind Caves hefur máske verið gloppótt þegar hann hóf störf en hann hefur hins vegar haft lag á aö selja blaöið. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan hann tók við blaöinu hefur þrí- vegis veriö skipt um ritstjóra hjá keppinautinum Newsweek. Time er betur statt fjárhagslega en nokkru sinni fyrr. Cave hefur líka séö um út- gáfu á f jórum af sex mest seldu eintök- um Time síðan 1960. Þegar útgefand- inn heimtaði aö hann yröi meö góð for- síðuefni næstu tvær vikurnar til aö vega upp á móti tveimur útdráttum úr endurminningum H.R. Haldemans sem Newsweek ætlaði aö birta lagöi Cave höfuöið í bleyti. Lausnin var ann- ars vegar forsíöa með fyrirsætunni Cheryl Tiegs, hins vegar forsíöa meö Múhameö Ali sem þá haföi nýlega tapað heimsmeistarakeppni í hnefa- leikum fyrir Leon Spinks. Tiegs-for- síðan varö númer 6 á metsölulista TIME og Ali náði inn á Topp 15. „Ray er fyrirtaks loftvog á miöstéttir Ameríku,” segir einn blaðamanna TIME. „Hann veit hvað þetta fólk er aö hugsa og hvað það vill vita.” Forsíðuefni um rjómaís Cave hefur beitt sér fyrir mörgum svokölluöum „mjúkum” efnum sem skilgreina alls konar áhugamál bandarisku þjóöarinnar. Nefna má Ketti, Kólesteról, Bakverki, Nýju barnabylgjuna, Rjómaís o.s.frv. Þess- ar forsíður eru umdeildar inni á rit- stjórnarskrifstofum Time. Áöur en hann kom til sögunnar haföi tímaritiö fariö afar varlega í aö f jalla um slík fé- lagsleg áhugamál. 1965 birtist fyrsta forsíðan um rokktónlist, tíu árum eftir aö hún kom upp á yfirborðiö. Kynlíf náöi á forsíðu Time 1964 en Bítlarnir máttu bíöa til 1967. Næstum öll „mjúku” efnin sem Time setti á for- síðu snertu hátíðleg þjóðfélagsmál: Er guð dauöur? Pillan. Hippar. Kynlífs- byltingin. Ameríka kólnar. Er guö að lifna viö? Nú þegar Ray Cave lætur setja á blaðiö forsíðu tun rjómaís þykir mörgum gamalreyndum TIME mönnum aö blaöið hafi sett niður. Sum af þessum efnum eru ansi yfirborös- kennd. Rjómaísinn var í raun og veru þunnur. Forsíöugrein um Michael Jackson gerði litið til þess aö skýra hvers vegna þessi barnalegi og einfaldi söngvari hefði náö slíkum vinsældum sem raun bar vitni. Og, segja menn, þessi efni eru góð og gild fyrir tímarit um almenn áhugamál fólks en hvað koma þau fréttariti viö? „Þetta eru fréttir,” svarar Cave. „Fréttir eru þaö sem vekur áhuga og snertir samfélagiö sem við lifum í. Þetta veltur á því hversu þrönga skilgreiningu maöur styðst viö.” „Við reynum að vera sanngjarnir" Og yfir öllu þessu vakir Henry Grun- wald. Hann fylgist grannt meö því sem TIME tekur sér fyrir hendur og gætir aö því að blaðið haldist á réttri linu. Sú lína er lína Repúblikanaflokksins og haukanna. Blaöiö styöur stórfyrirtæki og er alltaf vakandi fyrir kommúnista- hættunni. „Við reynum að vera sann- gjarnir,” segir Grunwald. „Ég lít á mig sem miðjumann þegar á heildina er litið. Eg er haukur á sumum sviöum og ef menn vilja kalla mig hauk þá er það í lagi mín vegna. ” Þó þeir Grunwald og Cave séu af- skaplega ólíkir menn fer ágætlega á meö þeim og þeir bæta hvor annan upp. „Henry hugsar um þaö sem fólk ætti að vita; Ray um þaö sem fólk vill vita,” segir ritstjómarfulltrúi einn hjá TIME. „Þegar CIA lagöi tundurdufl í hafnir Nicaragua heimtaöi Ray rammagrein um þaö hvemig maöur leggur tundurdufl í hafnir. Hann vildi fá aö vita um tæknilegu atriöin, hvernig fariö er aö þessu. Henry myndi aldrei spyrja um slíkt. Hann hefur áhyggjur af alþjóðalögum og því hvort eitt land hafi rétt til að gera þetta. Hann vildi nokkrar málsgreinar um CIA og þaö hvernig hlutverk leyni- þjónustunnar hefur breyst síðustu 20 árin.” Hörð frá Newsweek Krossferöaandinn sem ríkti á TIME á dögum Henry Luce var aö hluta bældur niöur af Henry Grunwald. Skrif TIME um Víetnamstríðið voru síðustu leifar þjónkunar blaðsins viö ríkis- stjórnina; þau voru oft eins og frétta- tilkynningar frá Pentagon. Þeir Grunwald og Donovan breyttu til og það vakti athygli að skrif TIME um Watergate-hneykslið voru fyrirmynd- ar blaöamennska. Cave fylgdi síðan fordæmi Newsweek og lagði af þann sið aö blaöiö talaöi sjálft til lesenda og setti fram skoðanir. Hann réö marga nýja menn til starfa, flutti aðra til og gaf þeim frjálsar hendur við sérstök verkefni. Japan. Böm stríösins. Fang- elsi. Hjá keppinautnum Newsweek gera menn gys aö TIME fyrir sjálf- birgingshátt og yfirlæti en er bæöi blöðin skarta sama forsíðuefninu selst TIME alltaf betur en Newsweek. Blaöamenn Newsweek eru yfirleitt yngri og frískari en TIME-menn en þeir eiga þaö líka til aö skjóta yfir markiö. Þeir drápu Brésnév löngu áður en gamli jaxiinn var reiöubúinn til brottfarar. Newsweek höfðar til yngri og frjáls- lyndari lesendahóps en TIME sem þrátt fyrir frjálslegra yfirbragö fylgir opinberri línu yfirleitt nokkuð dyggilega. Þaö hefur líka gefist vel. TIME hefur 56—60% markaöarins og menn þar hafa reiknaö út aö síðan Cave tók viö hafi Newsweek ekki selst meira en TIME nema 21 sinni. Sjálfir nefna Newsweek-menn töluna 38 sinnum en þaö er heldur ekki há tala á sjö árum. Sala Newsweek er hins veg- ar á uppleiö og blaðið fékk fleiri auglýsingar en TIME fyrstu sex mánuöi ársins 1984. Verður Cave eftirmaður aðalritstjórans? Richard Smith er núverandi ritstjóri Newsweek og hefur gegnt starfi í rúmt ár. Hann er staðráðinn í aö ná keppinauti sínum og jafnvel fara fram úr honum og neytir til þess allra bragöa. Þegar þeir Mondale og Reagan háðu fyrri kappræöu sína í sjónvarpi síðastliðið haust frestaöi Smith útkomu Newsweek svo blaðið gæti birt mat sitt á úrslitunum 30 stundum eftir að hún var háð. I seinni kappræðunni fylgdi TIME þessu for- dæmi en Cave var ekki skemmt. Hann taldi svona lagað ekki sæmandi frétta- riti. Þeir Cave og Smith hittust fyrst í Moskvu fyrir þremur árum af tilviljun. Smith stjórnaði þá alþjóðadeild News- week og Cave haföi veriö hvattur til aö efla alþjóöadeild TIME. „Svo þú ert náunginn sem hefur veriö aö pirra okkur þessi ósköp að undanförnu,” sagði Cave og Smith vonast til þess að geta valdið honum enn meiri vandræðum á næstunni. En hann hefur e.t.v. ekki langan tíma til viðbótar. Cave hefur sem fyrr segir veriö ritstjóri TIME í sjö ár og sam- kvæmt reynslunni er þaö hér um bil sá timi sem þaö tekur ritstjóra blaðsins aö þurrausa sig. Nú þegar er farið aö hvísiast á um hugsanlegan eftirmann hans. Henry Grunwald ætlar á eftirlaun eftir örfá ár og þá mun meiri háttar uppstokkun fylgja í kjölfariö. Enginn veit hver verður arftaki Grunwalds. Jason MacManus, sem tapaöi keppninni um ritstjórastólinn 1977 og er nú framkvæmdastjóri Time Inc., kemur sterklega til greina. Ray Cavelíka. En hvaö svo sem gerist er öruggt aö Cave flyst upp á við í valdapýramída Time Incorporated. Aöferðir hans eru sannlega ekki aðferðir Henry Luce en þærduga. Endursagtogþýtt:-IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.