Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Page 3
DV. MÁNUDAGUR1. JULt 1985. 3 1000 MANNS ÁNÚPI Fyrir skömmu var úthlutað úr Tónlistar- sjóði Ármanns Reynissonar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari hlaut 100 þúsund krónur úr sjóðnum til að undirbúa tónleika á næsta ári i aldarminningu Franz Liszt og vegna vænt- anlegrar plötu- upptöku. myndin var tek- in þegar Ár- mann Reynis- son afhenti Þorsteini Gauta styrk inn. „Gullæðið” ífullum gangi: Það norska er komið — og vesgú, eitt stykki verksmið ja um borð Unnið er af fullum krafti að brúarsmiðinni en verktakarnir munu þó vera aðeins á eftir áætlun. Kringlumýrarbrúin tilbúin um áramót: KOSTAR 50 MILUÓNIR „Brúarsmíðin gengur sæmilega, þótt verktakamir séu aðeins á eftir áætlun, en þeir eiga að skila brúnni fullfrágenginni um næstu áramót. Eg vona að það standist,” sagði Ingi Ulfar Magnússon, gatnamálastjóri í Reykja- vík.ísamtaliviðDV. Eins og vegfarendur um Kringlu- mýrarbraut hafa tekið eftir standa yfir miklar brúarframkvæmdir þar á brautinni á móts við Bústaðaveg. Kemur þessi brú til með að taka mjög við umferðinni ofan úr Breiðholti í miðbæinn. En þolir Bústaðavegurinn þessa miklu umferð? „Það er alveg ljóst að umferðin um Bústaðaveg mun aukast mjög og jafn- ljóst er að strax á næsta ári munu þurfa að fara fram endurbætur á þeim vegi.” — Hvað kostar þessi brúarsmíð? „Aætlaöur kostnaður við brúna full- frágengna er 45 til 50 milljónir króna,” sagöigatnamálastjóri. -KÞ Norska skipið Scalloper i Reykjavikurhöfn á föstudag. Satt vorður tilbúin hörpudisksverksmiðja um borð. Siðan heldur skipið í „gulinámuna" í Barentshafi. „Guilæðið" er byrjað. DV-mynd KAE. Rúmlega eitt þúsund manns sótti æskulýðshátíð sem haldin var um helgina aö Núpi í Dýrafirði. Það voru sveitarfélögin í Vest- fjarðakjördæmi sem héldu hátíöina í tilefni af ári æskunnar. „Þetta hefur gengið ljómandi vel,” sagði Jón Guöjónsson, einn forsvarsmanna hátíðarinnar. „Aðsóknin var jafnvel betri en menn þorðu að vona. Veðrið hefur verið skínandi gott, sólskin, logn og 14 stiga hiti. Mig langar til að koma á framfæri þökkum til slysavarna- deildanna sem héldu hér uppi öflugri löggæslu og til unglinganna sjálfra. Hér var lítil sem engin ölvun og fram- koma mótsgesta til fyrirmyndar.” Margt var sér til gamans gert á Núpi. Hestar og bátar voru móts- gestum til taks endurgjaldslaust og á daginn voru íþróttir og tívolí í hávegum höfð. Diskótek, hljómsveitin Grafík og varðeldar héldu á mönnum hita langt fram á nótt. Jón Guðjónsson sagði aö hátíöin hefði tekist svo vel að vel mætti hugsa sér aö halda hana árlega. ás Það er komiö, norska skipiö Scalloper frá Álasundi sem fyrirtækið Traust hf. setur eitt stykki hörpudisks- verksmiðjuí á næstu tveimur vikum. „Vesgú, eitt stykki verksmiðja um borð,” var fyrirsögn DV síðastliðinn fimmtudag um tilbúnar verkmiðjur Trausts hf. Þessar fullgerðu verksmiðjur hafa vakið gífurlega athygli erlendis, sér- staklega í Noregi. Norsk blöð hafa mikið skrif að um Traust hf. Þegar er búið að semja um að setja 4 verksmiöjur í norsk fiskiskip. Sú fyrsta er komin um borð, síðan er það þessi í Scalloper, og í júli fara menn frá Trausti hf. til Noregs og setja verk- smiðjurítvöskip. Það hangir meira á spýtunni í þessu máli. Með verksmiðjunum er Traust hf. búið að gera kleift að veiða hörpu- disk í Barentshafi en þar eru mikil hörpudisksmið. Sagt er aö Barentshaf sé ný „gull- náma”. Mönnum ber ekki saman um hve miðin eru stór, rætt hefur veriö um 500 þúsund tonna veiði á ári. Það myndi sprengja hörpudisksmarkað- inn, en þeir stærstu, Bandaríkjamenn og Kanadamenn,veiða rúm 200 þúsund á ári. Við Islendingar 15 þúsund tonn. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.