Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Side 15
DV. MANUDAGUR1. JULI1985. 15 HÁTfo í BOLUNGARVÍK OG BUENOS AIRES Nokkrar athugasemdir um Lima-skýrsluna á Prestastefnu íslands 1985 Lima-skýrslan er athugun á krist- inni kirkju í nútímanum innanfrá. Hún er líkt og afrakstur athugana þeirra, er hana sömdu, — athugana, sem þeir geröu meö því aö ganga inn í kirkjur kristinna manna, hvort heldur þaö var á Dalvík eða Djak- arta, Bolungarvík eða Buenos Aires. Og þessi skýrsla lýsir skilningi á því, aö allir kristnir menn hljóta aö geta verið eitt, eins og frelsari þeirra raunar minnti á í æöstaprestsbæn sinni. Kristin kirkja hefst sitthvað aö í nútimanum. Allt frá pólitískri bar- áttu í löndum, þar sem alþýöa manna sætir kúgun annarlegra afla og upp í sumarferðalög kvenmanna- félaga, þar sem áö er í grænum lautum og teknar upp pönnukökur og kaffi. Sumt af því, sem kirkjan aöhefst, skiptir meira máli en annaö. Og sumt af því leysa aðrar stofnanir af hendi betur en kirkjan, eins og til aö mynda hárgreiðslustofur eða svo vér tökum dæmi af tónlistinni, þá er hún oft betri einhvers staðar annars stað- ar en í kirkjunni. En á einu tilteknu sviöi á kirkjan sér engvan keppinaut. Sérgrein hennar er nefnilega aö tilbiðja góðanGuð. Mismunur byggður á misskilningi Mismunandi er, hver háttur er hafður á þessari tilbeiöslu. Lima- skýrslan gerir sér grein fyrir því, að þessi mismunur er oft byggður á misskilningi, sem eyöa þarf hið snar- asta. En þótt margt sé ööruvísi hjá t.d. katólskum mönnum og oss, sem eigum rætur í lúterskum arfi, þá er þó fleira sameiginlegt. Orö eru til dæmis alls staöar flutt, töluð eöa sungin eða tónuð, og þau orð lýsa trú og trausti á Guö. I hverri kirkju, hverju nafni sem kirkjudeildin nefn- ist, jafnvel hjá aöventistum ellegar f ríkirk jufólki, þá er Guö lof aður fy rir gæsku sína, langlyndi sitt, þolinmæöi og mátt til hins góða. Honum er alls staðar þakkað fyrir gæði lífsins, allt hið fagra og fullkomna, enda er því trúað, að hann sé skapari allra hluta, svo sýnilegra sem ósýnilegra. Hinn tilbiöjandi söfnuður leiðir hugann að fyrirgefningu Guðs og kærleika hans, — en hann hugleiðir einnig það, sem virðist mæla þessu í mót. Hvaða kristinn söfnuður sem er, hlýtur að játa misgjörðir sínar, gráta afglöp sín og veikleika, og allir söfnuöir taka jafnt á móti fyrirgefn- ingu Guðs, og allir falbjóða þeir sjálfa sig til þjónustunnar viðhann. Þama er líka hlustað á upplestur úr bók bóka, sem allir söfnuðir eiga saman, svo lengi sem þeir bera krist- ið nafn: Biblíunni. Og i Biblíunni er eðli og eiginleikum Guðs lýst frá ýmsum hliöum og af ýmsum höfund- um á ýmsum tímum, en þar er lika yfirlýst eilifu siðgæðislögmáli, er standa mun um aldurdaga. I Biblí- unni er að finna frásagnir af atburð- um löngu liðins tíma. Þessi áhugi á fomri sögu er mjög einkennandi fyrir kristna tilbeiðslu, var sem hún á sér staö í heiminum, svo sem skýrt fram gengur af umfjöllun Lima- skýrslunnar. Oss kann stundum að furða á þessum áhuga. Hvaö hefur öll þessi langa fortíð aö segja fólki til að mynda á vorri öld, hinni tuttug- ustu? Jú, auðvitað! Þessir liðnu atburðir em hluti af sögu, sem kirkjusagan í nútímanum er einmitt beint framhald hennar. Páll, Agúst- ínus, Lúther og svo framvegis. En það er og trú kristinna manna, að í þessum viðburðum fortíðar hafi hönd Guðs verið aö verki í mann- heimi og það er öllu frekar þessi athöfn hans í sögunni en einhverjar almennar útlistanir, sem segja oss, hvemig Guð er, og á hvaða grund- vallarreglum framkoma hans við oss mannfólkiö rís, nú og ævinlega. Og óvefengjanlega var það fyrir liðna atburöi, sem kirkjan sjálf varð til, og tiloröning kirkjunnar telja kristnir menn að hafi verið Guðs verk. Heilög kvöldmáltiö Ef vér tækjumst á hendur ferðalag um heiminn og skyggndumst inn í kirkjur kristinna manna víða um lönd, þá sæjum vér fljótlega, að þama er einn hlutur einkum og sér í lagi, sem hafður er vendilega í heiðri hjá sérhverri kirkjudeild, hverju nafni sem nefnist, og það er kvöld- máltíðarsakramentið, ýmist kallaö heilög kvöldmáltíö, þakkargjörðin, eða bara messan. Og hversu sem þessi þáttur er framkvæmdur, þá könnumst vér einlægt við svipmót hans, hvar sem vér kunnum að vera alin upp: Nú, svo sem í öndverðu, er sameiginleg máltíð miðpunktur hinnar kristnu samkomu, þótt ekki sé á vorum dögum eftir utan dálítill brauðbiti og sopi af víni. Flestir aðrir þættir kristinnar guðsþjónustu standa á einhvem veg allir í sam- bandi við þessa miölægu athöfn. Og hvar, sem vér emm stödd, þegar vér verðum vitni að þessari tilbeiðslu, þá heyrum vér innsetningarorð sjálfs Jesú Krists flutt: „Gjörið þetta i mína minningu.” Nú verður oss ljóst, alveg eins og þeim, er sömdu Lima-skýrsluna, að öll kristin guðsþjónusta rís einfald- lega á orðum, verkum og raunar þjáningu Jesú Krists þetta kvöld, þegar hann svikinn var — og ber að skilja í ljósi þeirrar staðreyndar. Lima-skýrslan hefur að sjálfsögðu gert sér grein fyrir því, að í þessari athöfn, sem lýsir betur en nokkuð annað, hvað kristinn dómur er, — í henni er fólgin minning; þetta er minningarathöfn. Allar 300 kirkju- deildimar í Alkirkjuráðinu minnast þess nú, að á tilteknu kvöldi sagði og gerði stofnandi kirkjunnar ákveðna hluti, áður en hann féU í hendur óvin- um sínum og dó voveiflega. Og í því sambandi skiptir gífurlegu máli — og ætti raunar að forða frá hvers konar misskilningi, er leiðir til sundrungar innan kirkjunnar, að hér er verið að minnast atburðar, sem gerðist í raun og vem, líkt og Flugu- mýrarbrenna ellegar leiðangur Scotts á suðurpólinn. Og enn í dag göngum vér að borði Drottins. Vér getum þurft að setja oss í vissar stellingar, eftir því hvemig vér erum skapi farin. Kannski látum vér stundum sem sá, sem brýtur brauðið og blessar vínið sé ekki presturinn, sem angar ef til vill af ódýrum rakspíra, heldur sé það sjálfur Jesús frá Nasaret. Með einhverjum hætti höfum vér fyrir satt, að bragðlítið brauðið og þessi lágt skrifaöa tegund af púrtvíni sé líkami hans og brauö. Vér teljum oss vera að gleypa hans líf í vort líf. Og vér teljum, að ekkert á himni eða jörðu geti verið mikilvægara en þetta. Vér minnumst orða frelsara vors: „Gjöriðþetta!” Að neyta saman heilagrar kvöld- SR. GUNNAR BJÖRNSSON FRÍKIRKJUPRESTUR máltíðar táknar meðal annars, að vér lifum ekki á brauði einu saman, heldur þurfum vér líka, og ef til vUl umfram allt, hvert á ööru að halda. Eg þarfnast þín til þess að hjálpa mér að fylla tómarúmið í hjarta mínu, eins og þú þarfnast mín tU þess að hjálpa þér að fyUa tómarúm- ið í hjarta þínu. Verði eitthvert tóma- rúm eftir, gengur það þá jafnt yfir okkur bæði. Vínið er áfengt, það gerir feimna menn hugrakka og innilokaöa menn opna. Það losar stundum um tungu- haftið og brýtur ísinn mUli manna. Víniö drepur hvers konar bakteríur. Þaö er því fremur heppilegt tákn tU þess að tákna f relsarann. Frá kynslóð til kynslóðar Lima-skýrslan nefnir réttUega þá minningu, sem gengur í arf frá kyn- slóð til kynslóðar. Við hverja einustu messu, hvar sem er í heiminum að kaUa, er roskið fólk, sem heyrði þessi sömu innsetningarorð fyrir fimmtíu- sextíu árum, þegar þau voru töluð og heyrð af fólki, sem að sínu leyti er nógu gamalt td þess að vera langafi og langamma. Og við hverja einustu messu er einnegin statt ungt fólk, sem á sínum tíma mun fyrir sína parta viðhafa þessi sömu orö í návist barnabama sinna, — og þannig áfram án enda, uns básúnan geUur. I nítján aldir rúmar hefir ekki Uðið sú vUta, að ein kynslóö hafi ekki rifjað upp fyrir annarri þessa minningu. HeUög kvöldmáltíð er ekki fjar- lægur, hálfgleymdur atburður hins Uöna, sem uppgötvaður hefur verið í fomu riti eUegar grafinn upp í helUs- skúta. Hann er hlutur, sem aldrei hefur liðið úr minni elstu, starfandi stofnunar á Vesturlöndum. Sr. Gunnar Björnsson. „Í nitján aldir rúmar hefir ekki liðiA sú vika, aið ein kynslóð hafi ekki rifjað upp fyrir annarri þessa minningu." GUÐRÚNU SVARAÐ _ Miðstjórnarmaðurinn Guðrún Thorarensen birtir í DV þann 13. júní svartUundirritaðs. Grein þessi er, svo ég noti einkar smekklegt orðalag Guðrúnar, slflct samansafn af rugU, útúrsnúningum og rangfærslum auk smáskammts af ósannindum aö hún er ekki svara- verð, aðeins þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta beinar rangfærslur mið- stjórnarmannsins. Hún fullyrðir að ég hafi viljað færa launaflokkaskipan VMSI inn á borð ASI. Þetta eru auðvitað rakalaus ósannindi og lýsir fyrst og fremst rökþrota reiði þess fólks sem veit upp á sig skömmina. Guðrún Thorarensen veit ósköp vel að ég fór fram á það að miðstjórn ASI eða forseti gerði tilraun tfl að fá fram hjá VSI skýra túlkun á ákvæð- um um veikindarétt; ég vakti jafn- framt athygU miðstjórnar á breyttri og harðnandi afstöðu VSI varðandi veikindarétt. Varamiðstjórnarmað- urinn Guðmundur M. Jónsson sagði mig fara með ósannindi, enginn ágreiningur væri á mUU ASI og VSI hvað varðaði veikindarétt. Viðbrögð annarra miðstjórnarmanna, ef und- an eru skfldar Guörún Thorarensen og Karitas Pálsdóttir, voru á þá lund að ég tel mig með fullum rétti geta HRAFNKELL A. JÓNSSON FORMAÐUR VERKALÝÐS- FÉLAGSINS ÁRVAKURS, ESKIFIRÐI sagt að miðstjórn ASI hafi hvorki haft áhuga né áhyggjur af þessum málum. Ég skora á Guðrúnu TU þess nú aö sýna í verki áhyggj- ur og áhuga miðstjómar ASI á kjör- um fiskvinnslufólks þá skora ég á Guðrúnu Thorarensen að flytja í miöstjórn ASI tiUögu um óskoraðan stuðning miðstjórnar ASI við kröfu- gerð samninganefndar fiskvinnslu- fólks. Það urðu nokkur kaflaskil í ís- lenskri verkalýðsbaráttu þegar framkvæmdastjórn VMSI, tU þess knúin af VSI og sökum áhugaleysis forystu ASI á kjörum fiskvinnslu- fóUcs, samþykkti að henda samn- inganefnd, sem framkvæmdastjórn- in skipaði sjálf, út og ýta öUum kröf- um fiskvinnslufólks undir boröið. Það sem var óvenjulegt við samn- inganefnd fiskvinnslufólks var að i henni var nær eingöngu fólk sem H| ,,ASÍ á ekki aö vera þröngur klúbb- ^ ur fyrir þreytta menn sem vilja fá aö vera í friði fyrir óþægilegum stað- reyndum hversdagslífsins.” SVAR TIL HRAFNKELS JÓNSS 29. nui (IðMUIðtnn blrtlst hér IDV gretn eftlr Hrafnkel Jénsson, for- mam verkalýðsféUgaln* Arvakura á Eakklrðl: Gretnln er (Ukt aaman- aafn af rugU, útúnnúntngum og nngforilum að ág get ekki orða bundlaL Ekkl alat aem aðmakcrrl ajáUataðlakonu tal ég már akylt að laiðrátta tllikrif manni icm akO- greinlr ijálfan Kg aam aðmakaermn ijálfaUrðlamann. Það tlökait oft I pðUUskum daUum að anúa út úr oröum og gen and- itaðtngnum upp ikoðanlr þvi það er mavtan auVeklara að hrekja allkan tllbúnlng en það aero nunverulega er aagt. HnfnkaU notar þaaaa aöferð t fráaögn Knnl af mlðatjémarfundl I ASL Ham býr Ul fráafign af fundln- um, dregur ályktanlr af tUbúningi ainum og fellir avo að ajálfafigðu harðan dfrn: Það má helta útUokað að rfikraða aiíkan mátfhitning tn ég dtaafi rtyna aamL Eogln andstaða viö máLstaö flskvinnsluíóiks Þaö er rétt að HnfnkeU h« I mlð- GUÐRÚN THORARENSEN VERKAKONA, FULLTRUI I MID8TJÓRN A8I Qokk. Þaö er hlna vegar alrangt aem Hrafnkell aeglr I greln atnnl: „I Ijða kom að mlðatjórn ASI hafðl hvorkl áhyggjur né áhuga á þeasum málum og elnataklr mlbatjórnarmenn töldu Hrafnkell Jónaaon hefur á undan- Hrafnkell velt aó um þetta snerust ffimum árum teklð melrl þátt I umreðurnar á mlóstjómarfundlnum iimnlnm»r*m*»™fc— ' — - - • dags daglega sækir sitt daglega brauð til starfa í fiski en er ekki í hópi atvinnumanna sem hafa tvöföld og þreföld laun þess fólks sem þeir semja fyrir. I samninganefndinni var fólk sem er trúnaöarmenn á sínum vinnustöð- um og veit frá degi til dags hvar skórinn kreppir í framkvæmd kjara- samninga. Hugleiðum tilgang og tilveruréttASÍ Þegar forysta verkalýðshreyfing- arinnar lét það yfir sig ganga að verða við kröfu VSI að senda þetta fðlk heim, og hefur síðan látið sér vel lflca að það væri í fjölmiðlum at- að auri og skít og gert litið úr því á allan hátt, þá er forystan jafnframt að opinbera álit sitt á því fólki sem hún er að vinna fyrir. Þess vegna er kominn tími til að al- mennir launþegar hugsi sinn gang og hugleiöi tilgang og tilverurétt sam- taka á borð við ASI. ASI á ekki að vera þröngur klúbbur fyrir þreytta menn sem vilja fá að vera í f riði fyrir óþægilegum staðreyndum hvers- dagslífsins. Til að vera hlutverki sínu vaxin á hreyfingin að vera lif- andi og opin fyrir hvers konar gagn- rýni, ASI, eða fulltrúar þess, hafa engin efni á því að fara í fýlu þótt bent sé á það sem miöur fer í starfi forystunnar. Ef ASI er ekki tilbúið til að taka við hinum almenna félaga og viðhorfum hans þá á að leggja sam- tökin niður. Hrafnkell A. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.