Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR X. JULI1985. Sjúkrahúsið Patreksfirði Sjúkrahúsiö Patreksfiröi óskar aö ráöa hjúkrunarfræöing og sjúkraliöa til starfa sem fyrst eöa eftir samkomulagi, einnig vantar hjúkrunarfræöinga og Ijósmóöur til sumar- afleysinga. Gott húsnæöi fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigrlöur Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri I síma 94-1110 aöa 94-1386. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið 6. júlí. Sækjum — sendum. Sími82900. Sjálfstæðisflokkurinn. Lax og silungur Vakin er athygli á aö Heilbrigðisráð Reykjavíkur og Heil- brigðisnefnd Seltjarnarness hafa með aðstoð í 26. og 192. gr. reglugerðar nr. 45/1972 samþykkt að eingöngu sé heimilt að bjóða til sölu á svæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis (Reykjavík og Seltjarnarneskaup- staður) lax og silung sem hefur verið slægður og tálkn og nýru (blóðrönd) fjarlægð úr. Heilbrigöiseftirlít Reykjavíkur. mr m vy* v j Nýr KAYS vetrarlisti Viðskiptavinir, sækið fyrir 8. júlí. DV-mynd: G. Bender. Beflifi eftir þeim stóra og málin rœdd. Kvíslarvötn á Núpsheiði: HÆGT AÐ FÁ AÐ VEIÐA Á STÖNG OG LEGGJA NET — fréttirfrá Kvíslarvötnum, Hítarvatni ogaf Arnarvatnsheiði Núpsheiöi er heiöarfláki á noröan- veröri Tvídægru, suöur af Miöfiröi, milli Þorvaldsár og Vesturár. Um hana liggja Núpsdælagötur suöur úr Núpsdal, vestan viö Ulfsvatn og þaöan í sjónhendingu í stefnu á Þor- valdsháls. A bænum Efra-Núpi eru seld veiði- leyfi í Kvíslarvötn á Núpsheiöi og okkur lék forvitni á aö vita um vötn þar sem leyfð er samtímis neta- og stangaveiði. „Bæöi urriöi og bleikja veiöast i vötnunum, sá stærsti 5,5 pund. Um síðustu helgi fóru tveir veiöimenn til veiða og fengu 26 sil- unga á stöng og 10 í net, einn dag. Þaö er keyrt fram. aö afréttargirö- ingu og svo er þetta um klukkutíma labb þaöan. Þarna viö vötnin er stór vegavinnuskúr og hægt aö vera í hon- VEIÐIVOIM GunnarBender um. Stöngin kostar 450 og netið 1000,” sagði Ketilriður á Efra-Núpi. „Það hefur veriö góö veiði og menn fengiö upp í 3 punda urriða og bleikjur í vatninu,” sagði húsfreyjan í Hítardal er við leituöum frétta af Hítarvatni en veiðin hófst í vatninu 25. maí. ,,Um helgar er mikil umferö og þá koma hingaö fjölskyldur og vinnuhópar. I vatninu eru leyföar 30 stangir og þetta er töluvert labb í bestu veiðistaðina inn meö vatninu. Veiöileyfi þarf að panta í Hítardal og kostar dagurinn 370. Veiðihús er viö vatnið.” Það hafa margir veiðimenn farið inn á Arnarvatnsheiöi og veitt silung síöan opnaö var; þar er víst gífur- lega gaman að renna. „Það var flennifæri er viö fórum og veður var gott. Okkur finnst þetta ekki vera orðið eins spennandi og áður fyrr, fiskurinn fer smækkandi og veiöi- menn sækja meira i vötnin. Viö feng- um um 100 silunga og hann var 3 punda, sá stærsti, við veiddum á mörgum stööum á heiðinni,” sögöu veiðimenn sem nýlega eru komnir af heiöinni. Dagurinn kostar 650 og svo er seldur heigarpakki sem kostar 1000. G. Bender. RM B. MAGNUSSON ■VIVI HOLSHRAUNI 2 - SlMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRDI Snyrti- og nuddstofan 52 PARADÍS * ALLTÁSAMASTAÐ frá toppi til táar. Nudd Sauna Ljós (nýjar perur) Quickslim Nýjung Andlitsböð Litanir Handsnyrting Fótsnyrting Vaxmeðferð Make Up Hárgreiðsla SCARSDALEKÚRINN Regina Royal Jelly vítamínmegrunarpillurnar komnar. Pottþétt þjónusta í Paradís. Ódýru Lumene snyrtivörurnar. Ökuleikni BFÖ — DV: Metin fuku á Egilsstöðum Björn Björnsson fékk rásnúmer 13 og taldi að nú vœri öll von úti. En þafl fór á annan veg. Hann er nú langefstur yfir landifi mefl afleins 113 rafsi- stig. Það má með sanni segja aö Egils- staöabúar hafi safnað að sér metum í ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV. Keppendur voru 18 talsins og er það met í sumar. Keppendur voru 16 í Reykjavík svo 18 keppendur á Egilsstöðum hlýtur að teljast góö þátttaka. Sett var tímamet í brautinni, 96 sekúndur. Sá er þaö setti heitir Sig- urður Halldórsson. Hraðinn kom niö- ur á f jölda refsistiga og varð það til þess að hann hafnaði í 12. sæti. Þaö borgar sig því að flýta sér hægt. Sigurvegarinn í karlariðli setti tvö met. Hann fékk fæstar villur sem nokkur hefur fengiö í sumar eöa aðeins 4 refsistig í brautinni. En hann lét það ekki duga heldur geröi hann sér lítið fyrir og bætti met Ragnars Péturssonar um 31 refsi- stig. Hann fékk 113 refsistig úr keppninni og er þaö langbesti árangurinn í sumar. Þetta var Bjöm Bjömsson á gamla BMW-inum sín- um sem ók svo frábærlega í braut- inni. Næsti keppandi var meö 166 refsistig sem einhvers staðar annars staöar heföi dugaö til sigurs. Sá heit- ir Vilhelm Bjömsson og ók hann einnig BMW. I þriöja sæti hafnaði Máni Sigfússon á Mazda 626 meö 177 refsistig. Það var áberandi hve hratt allir keppendur óku í gegnum þrautaplaniö og vom margir hverjir einnig mjög öruggir. Hins vegar komu spumingamar frekar illa út. I kvennariðli sigraöi Birna Sigur- björnsdóttir á Ford Cortina meö 306 refsistig. Sigurveig Halldórsdóttir hreppti silfrið meö 353 refsistigum. Hún ók Mazda 626. Bronsið fór til Helgu Eiríksdóttur sem fékk 393 refsistig á Toyotunni sinni. I karlariöli var þaö skóverslunin Krummafótur sem gaf verðlaunin en bílasalan Asinn gaf þau í kvenna- riðli. Frekar fáir keppendur vora meö í reiöhjólakeppninni. Þeir vom aö þessu sinui aðeins 8 talsins. I 9—riöli sigraöi Ingi Páll Sæbjörnsson meö 135 refsistig en Kári Hrafnkelsson sigraöi í riðlinum 12 ára og eldrimeö61 refsistig. Besti árangurinn til þessa er í Reykjavík, 32 refsistig, 36 refsistig á Hellu og 37 á Höfn. Næstu keppnir Keppt verður í dag, mánudaginn 1. júlí, á Þingeyri, þriöjudaginn 2. júlí á Tálknafirði og miövikudaginn 3. júlí á Patreksfirði. Stykkishólmur er síðan næstur þann 4. júlí, Olafsvík föstudagskvöldið 5. júlí og laugar- daginn 6. júlí verður keppt í Borgar- nesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.