Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Qupperneq 16
g1ðVl I§85. 16 Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Áttu útigrill? Bára Kristjánsdóttir skrlfstofu- maður: Nei, ég hefði þó ekkert á móti því að eiga eitt. Halldóra Valdimarsdóttir skrifstofu- maður: Já, það er mjög gott að eiga það á góðum dögum. Bjarni Hermundarson, framkvæmda- stjóri útimarkaðarins í Austurstræti: Já, við höldum grillveislu í götunni sem ég bý við a.m.k. einu sinni á sumri. Erla ívarsdóttir kennari: Já, ég keypti mér þaö fyrir mánuði og hef grillað mikið síöan. Ámi Johnsen, alþingismaður: Já, úti- grillið mitt er brúklegt og ég nota þaö talsvert. Karl Sverrisson bilstjóri: Nei, ég saknaþessekkert. Úr kjötvinnslu. Friðarávarp kvenna: 37 þúsund einfeldningar Lýðræðissinni skrifar: Því miður birtist ekki viðtalið viö Vladimir Ashkenazy í DV fyrr en undirskriftum undir svokaliaö „friðar- ávarp kvenna” var að fullu lokið. Ashkenazy harmar í viðtalinu (6. júlí sl.) alls konar „friðarumræðuöfl” á Vesturlöndum en í greininni segir orð- rétt: „Vesturlönd hafa aðeins eina leið til að bjarga sér; aö hervæöast af kappi, því Rússar heyja ekki atóm- stríð, ef sigur er ekki vís... af þessum sökum harma ég aögerðir friðar- hreyfingarinnar sem á æ meiri hljóm- grunn í Evrópu, og ég hef áhyggjur því þetta þjónar markmiðum KGB”. Viss er ég um aö hefði þessi grein birst fyrr hefðu margar konur hugsað tvisvar áður en þær skrifuðu undir slíkt „ávarp”. Þaö er líka tekið til þess á „kvenna- ráðstefnunni” í Nairobi í Kenya að sjaldan hafi verið haidiö „ófriöar- legra” þing J>ar sem allt er „upp í loft”. Við Vesturlandabúar verðum að minnast þess hvað skeði fyrir heims- styrjöldina fyrri þegar Þjóðverjar voru sífeilt að tala um „frið” og slógu með því ryki í augu Vesturlandabúa sem sváfu á verðinum meðan Þjóöverjar vígbjuggust af kappi. Sömu aðferðir hafa Rússar nú og láta líta út fyrir aö þeir hugsi eingöngu um frið en vígbúast nú af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Hvað segja „friðardömurnar” nú um umfangsmestu flotaæfingar Rússa á Norður-Atlantshafi, sbr. frétt í Morgunblaöinu hinn 21. þ.m.? Halda konur „friðarins” virkilega aö Rússar boði frið með þessu? Rússneski flotinn er nú, er þetta er skrifaö, rétt við hina islensku firöi, austast á landinu, þar sem forseti okkar hefur nýlokið heim- sókn sinni. Sem betur fer sá forseti okkar að ekki væri viturlegt að ljá nafn sitt undir friðarávarp kvenna sem nú er orðið frægt að endemum. Frá friðarráðstefnu kvenna í Nairobi i Kenya. PASUR í KJÖT- VINNSLU Haraldur Teitsson skrifar: Lesanda DV, „Hildi í Epal”, ofbýður sem vonlegt er meðferðin á starfsfólki Kjötvinnslu Suöurlands á Hellu, og þó marar sá ísjaki allvel í kafi og hefur síöur en svo sést allur. Á miklum fjölda vinnustaða hérlend- is er komin föst hefð á svonefndar „pásur”, þ.e. 5 mínútna hvíld á hverri unninni klukkustund. Þær munu að visu ekki vera í samningum en vinnu- veitendur og verkstjórar taliö sér hag að þeim því þannig fær starfsfólkið nauðsynlega hvíld við oft erfið störf og aukast afköst þess. Þetta skilja ráða- menn Kjötvinnslunnar ekki en bera við misnotkun pásanna og þá eiga þeir við að starfsfólkið taki sér óhæfilega langan tíma í hvíldirnar. Þetta á ekki við á þessum vinnustað því aldrei kvartaöi verkstjórinn við starfsfólkið af þeim sökum. Þess vegna hefur hann greinilega talað samkvæmt fyrirmæl- um forstjórans þegar hann sagði í DV að pásurnar heföu verið misnotaðar. Sannleikurinn var hins vegar sá að for- stjórinn stjórnar líka annarri kjöt- vinnslu, hliöstæðu fyrirtæki, og þar mun hafa verið nokkur óreiða með notkun pásanna. Það ætti hver og einn að geta séð sjálfan sig í því hvemig það er að standa 10 klst. á dag við kjötskurð í 8°C hita (eða kulda!) án þess að geta hvílt sig og hlýjaö nema á tilskyldum matar- og kaffitimum. Þessi sami verkstjóri lét líka hafa sig í það að tala um að konumar væru yfirborgaðar. Þær konur sem eru á skásta kaupinu, um 112 krónur á tím- ann, hafa starfað þarna i tæplega eitt ár og ganga þar í öll störf og eru líka leiðbeinendur þeirra sem skemur hafa unnið þarna því verkstjórinn, sem er lærður kjötiðnaðarmaöur, á of annríkt við útréttingar til þess að geta sinnt því sjálfsagða verki svo nokkru nemi. Þær starfa þarna sem kjötvinnslumenn á rétt sæmilegu verkamannakaupi! Þessum sjö konum sem endanlega gengu út af vinnustaðnum fannst gróf- lega brotið á sér við afnám hefðbund- inna pása ásamt dæmalausum svívirðingum frá forstjóranum sem fylgdu með varðandi tímaþjófnað, vinnusvik o.fl. En þessi útganga þeirra gaf nú öðrum furðufugli heldur betur vind undir vængina. Þegar þær höfðu lagt inn skriflegar uppsagnir og voru lausar allra mála þá fóru þrjár þeirra til kaupfélagsstjórans í Kaupfélaginu Þór á Hellu og sóttu um vinnu, vitandi að þar var skortur á starfsfólki, nokkurt vandamál þessa dagana. En kaupfélagsstjórinn ákvað nú að láta að sér kveða og tukta þessa ilia siðuöu Hellubúa til og svaraði umleitan þeirra með því aö engin þeirra, sem hefðu gengið út úr Kjötvinnslunni, fengi vinnu hjá Kaupfélaginu. Haföi hann síðar á orði að konurnar hefðu hagað sér dónalega. Ekki er vitað til þess að hann hafi á neinn hátt kynnt sér málin frá þeirra hlið, en jafnan eru tvær hliðar á hverju máli. En maöurinn, sem hefur skamma stund gegnt þessu starfi, hefur greinilega komið sér fyrir í hinni sjálfskipuöu forystusveit kauptúnsins og vill að múgurinn, sem stendur undir rekstri kaupfélagsins og hann starfar hjá, hagi sér kurteislega gagnvart vinnuveitendum sem síðan virðist leyfilegt að svívirða starfsfólkið að vild. Er hrifning manna á þessum nýskipaöa athafnamanni nokkuð galli blandin þegar í ljós kemur svo einlæg þjónkun. Síðla vetrar kom i Kjötvinnsluna starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins til athugana og eftirlits. Hann mun hafa lagt fram nokkrar kröfur um bættan aöbúnaö starfsfólks en með harla rýrum árangri. Þó var hitastig í vinnslusal hækkaö úr 2—3°C, sem hafði verið þar frá stofnun fyrirtækis- ins, upp í 8°C og eru það nú engin ósköp. Hann mun nú hafa komið aftur og sjálfsagt ítrekað kröfurnar en svo er að sjá hver verður afrakstur þeirrar heimsóknar. Það er hér sem ávallt ástæðulaust að viöhafa stór orð. Konurnar gengu út af þessum vinnustað þegar þær sáu að þeim tækist ekki aö halda réttindum sínum og það gerðu þær í samræmi við leiðbeiningar framkvæmdastjóra Verkalýðsfélagsins Rangæings sem var á staðnum, þegar ósköpin voru að dynja yfir. Hann gat svo því miður ekki stutt þær og leiðbeint meira í þessu máli þar sem hann þurfti að sinna sumarfríi sínu og ekki reyndist hann hafa neinn staðgengil i byggðar- laginu. Af þessum sjö konum hafa nú tvær mætt til starfa á ný, svo illt sem þeim mun kannski þykja það, af per- sónulegum ástæðum. Þarna var þrátt fyrir erfiða og kal- sama vinnu góður starfsandi en nú hefur með fádæma fruntaskap og virðingarleysi gagnvart starfsfólkinu tekist að umbylta honum og tónninn þar orðinn nokkuð holur. Vildu að þær leystu niður um sig — svívirðilegframkoma ífatabúð Kona utan af landi hringdi og hafði eftirfarandi sögu afl segja: Dóttir min, 19 ára, skrapp til Reykja- víkur ásamt vinkonu sinni nú í vikunni og ætluöu þær að versla i bænum. Þær gengu Laugaveginn og komu í búð þar sem var útsala. Þar fundu þær buxur sem þær langaði að máta. Vinkona dóttur minnar fékk tvennar buxur og fór með þær inn í mátunarklefa. Minni buxumar pössuðu ekki en þær stærri gerðu þaö. Þegar þær komu fram úr klefanum kom afgreiöslukonan til þeirra og bar það upp á þær blásak- lausar að þær hefðu fengið fleiri buxur til að máta, bar sem sagt upp á þær þjófnað. Þær urðu náttúrlega alveg miður sin enda svo saklausar stúlkur sem hugsast getur. Fjöldi fólks var inni í búðinni og horfði upp á þetta, þar sem þær stóðu eins og dæmdar. Síðan tók konan þær með sér inn í kompu fyrir innan, þar sem hún vildi að stúlkurnar leystu niður um sig til að sanna að þær hefðu ekki stoliö buxum. Þetta heyrðist líka fram í búð. Þegar konan svo sá að stúlkumar voru saklausar sá hún ekki ástæðu til að biðja þær fyrirgefningar, heldur lét hún að þvi liggja að þær hefðu laumaö buxunum út fyrir dyrnar til einhvers. Þær hrökkluðust svo út úr búðinni, höfðu vit á því að kaupa ekki neitt, en voru svo ruglaðar og eftir sig að þær þorðu hreinlega ekki inn í aðrar búðir eftir þetta og keyptu því ekki neitt í þessari ferð. Þessar stúlkur hafa ferðast bæði til Norðurlandanna og Spánar og eru sammála um að þær hafi aldrei lent í öðru eins. Réttast hefði verið að kalla á lögregluna þarna íbúðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.