Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Page 22
22
DV. MANUDAGUR 29. JULl 1985.
Áhaldaleiga
VERKPRÝÐI
Vagnhöfða 6
S. 671540
Leigjum út handhæg tæki
| (nýjung) til að slípa niður
múr, t.d. steypuskil, slétta
steinveggi, svalir, kanta,
i tröppur, einnig slípa gamla
málningu af gólfum,
leigjum ennfremur út bor-
| vélar, múrhamra, slípi-
rokka, kíkja o. fl. o. fl.
(Nýtum nýjungar.)
í allar byggingar
Verndið húsið með
Ceresit
steypuviðgerðarefni.
• Flotgólf
• Sjálfrennandi
• Til gólfviðgerða
• Efnið var valið ái
norsku
olíuborpallana.
Fylgist með
tímanum,
tíminn fylgist
með okkur.
VERKPRYÐI
Vagnhöfða 6,
áhaldaleiga,
Sími 671540. |
Z51SZSZíZ52515I515LílS15£51525Z515<LS15T2ili
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Dýrmæt stig til
Njarðvíkinga í
botnbaráttunni
- þegar þeir sigruðu Leiftur 2-0 í 2. deild á laugardag
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni
DV á Suðurnesjum:
Njarðvíkingar höfðu sætaskipti við
leikmenn Leifturs frá Ólafsfirði þegar
þeir sigruðu Leiftur á laugardag með
tveimur mörkum gegn engu. Sigur
heimamanna hefði getað orðið stærri
því Njarðvíkingar misnotuðu mörg góð
marktækifæri en skoruðu síðan tvö
heppnismörk, með aðstoð mótherj-
anna.
Eftir tuttugu mínútna leik kom fyrra
markið. Hinn grimmi framherji
Njarðvíkinga, Jón Halldórsson, gaf þá
fyrir mark Olafsfirðinga. Svo illa vildi
til að einn varnarmanna þeirra sendi
knöttinn leiftursnöggt í eigið mark. Jón
Halldórsson og Guðmundur Valur
Sigurðsson áttu síðan góð skot að
marki Leifturs en naumlega f ram hjá í
bæði skiptin, úr góðum færum. Staðan í
leikhléi var sem sagt 1—0 fyrir heima-
menn.
A 58. minútu varpaði Þórður Karls-
son knettinum langt inn í vítateig
Njarðvíkinga og ætlaði hann
Guðmundi Sighvatssyni knöttinn.
Guðmundi var hrint en í fallinu fór
knötturinn í höfuö hans og þaðan í
mark Olafsfirðinga, sannarlega
neyðarlegt fyrir markvörð Leifturs,
Loga Má Einarsson. Skömmu fyrir
markið hafði Helgi Jóhannsson átt
hörkuskot í þverslána í marki
Njarðvíkinga og sluppu þeir þar meö
skrekkinn. Hafsteinn Jóhannesson átti
síðan möguleika á að minnka muninn
fyrir Leiftur á 77. minútu leiksins en
Finnar fara
f ram á náðun
—ianghlauparans Martti Vainio sem var
dæmdur í lífstíðarbann eftir 0L i LA
íþróttasamband Finnlands ætlar að
fara fram á það við alþjóðafrjálsí-
þróttasamband áhugamanna að lifs-
tíðarbanni yfir langhlauparanum
heimsfræga, Martti Vainio, verði af-
létt.
Vainio var mjög í sviðsljósinu eftir
síðustu ólympíuleika í Los Angeles en
þar varð hann annar í tíu kílómetra
hlaupinu. Síðar kom í ljós, eftir iyfja-
próf, að Finninn hafði notað ólögleg
lyf, fallið á lyfjaprófinu, og var hann
þá sviptur silfurverðlaununum. Síðar
var hann dæmdur í lífstíðarbann.
Sovéska hlaupakonan Tatiana
Kazankina, sem neitaði aö gangast
undir lyfjapróf, var dæmd í lífstíðar-
bann eftir mót í París í september á
síðasta ári. Dómurinn yfir henni hefur
verið felldur úr gildi og Finnar vilja
sem sagt að mál Martti Vainios fái
sömu meðferð. Þess má geta að
Kazankina á heimsmetiö í 3000 metra
hlaupikvenna. -SK.
• Martti Vainio
Lyle hafnaði
gylliboðinu
Ættjarðarástin og tryggðin við eigin
áhangendur getur á þessum síðustu og
verstu tímum gert það að verkum að
íþróttamenn láta boö um himinháa
seðlastafla sem vind um eyrun þjóta.
Skotinn Sandy Lyle, sem á dögunum
vann British open golfmótið, fékk ný-
verið boð um að taka þátt í mlklu at-
vinnumannamóti í Bandaríkjunum þar
seqi 775 þúsund dollarar eru í boði.
Sandy Lyle ákvað að afþakka gylli-
boðiö. Þannig vUl nefnilega tU að opna
skoska golfmótiö er á sama tíma og
hann tók það fram yfir mótiö í Banda-
ríkjunum. Þess má geta tU gamans að
verðlaunaféð á skoska mótinu nemur
140þúsundum dollara. David Barlow,
nokkurs konar framkvæmdastjóri
Sandy Lyle, sagði um helgina að Lyle
vUdi byrja á því að keppa í Skotlandi
eftir sigurinn á British open. Næsta
keppni hjá Lyle eftir opna skoska mót-
ið verður opna skandinavíska mótiö
sem hefst á fimmtudaginn. -SK.
„Eg ætla að
rota Spink”
Hnefaleikarinn bandaríski, Larry
Holmes, lýsti þvi yfir á blaðamanna-
fundi um helgina að hann myndi rota
andstæðing sinn, Michael Spink, í
september þegar „vinirnir” eigast við
í þungavigt hnefaleika. Ef Holmes
sigrar verður það hans 49. sigur í röð
og er það nýtt met. Rocky Marciano
hefur einnig unnið 49 sigra í röð í
þungavigtinni og má telja víst að
Holmes reyni fljótlega við 50. sigurinn
ef hann sigrar og rotar Spink kaUinn í
september.
„Michael Spink er frábær hnefaleik-
ari í léttvigt en nú mun hann mæta
þungavigtarmanni og ég ætla að rota
hann,” sagði Holmes.
Spink er enginn aumingi í hringn-
um. Hann hefur þegar unnið 27 sinnum
í röð og þar af 19 sinnum á rothöggi
þannig að hann veit alveg hvaö þaö er
að rota en varla hvað það er að vera
rotaður. Hann er 18 kílóum léttari en
Holmes. Spink sagði eftirfarandi,
þegar hann var spurður út i slaginn
gegnHoImes: „Þetta verður viðureign
stórkostlegra hnefaleikara í létt- og
þungavigt.” -SK
Paris SG efst í fyrsta skiptið
Paris SG og Bordeaux án taps ífrönsku 1. deildinni íknattspyrnu
í fyrsta skipti í sögu franska knatt-
spyrnuliðsins Paris Saint Germain er
Uðið nú i efsta sæti 1. deildarinnar í
knattspyrnu í Frakklandi. Leiknar
hafa verið þrjár umferðir, sú þriðja
um helgina, og meistararnir frá
Bordeaux eru í öðru sætinu með sex
stig eins og Paris SG en markatala
ParísarUðsins er betri.
Það blés ekki byrlega hjá Paris SG
á laugardag. Liðið lék gegn Toulouse á
útivelU og heimamenn náðu yfirhönd-
inni í byrjun er þeir skoruöu úr víta-
spymu. I kjölfarið fylgdu þrjú mörk
frá þeim Dominique Rocheteau, Rob-
ert Jacquesog júgóslavneski landsliðs-
maðurinn Safet Susic skoraði þriðja
markiö. UrsUt í öðrum leikjum á laug-
ardagurðuþessi:
Marseilles-Nice
Strassburg-Nantes
Monaco-Toulon
Metz-Sochaux
Bastia-Rennes
Toulouse-Paris SG
Ulie-Nancy
2-1
1—2
0-2
2-0
0-2
1-3
3-1
Bordeaux-Lens
Laval-Brest
Le Havre-Auxerre
2-1
0-0
3-3
Staðan hjá efstu liðum eftir þrjár umferðir
erþessi:
Paris SG 3 3 0 0 10—3 6
Bordeaux 3 3 0 0 4—1 6
Toulon 3 2 1 0 3—0 5
Lens 3 2 0 1 10-4 4
Auxerre 3 1 2 0 5—3 4
Rennes 3 1 2 0 3—1 4
Lille 3 2 0 1 6-5 4
Nantes 3 1 2 0 3—2 4
-SK.
örn Bjarnason, markvörður
Njarðvíkinga, varði vel í hom. Þórður
Karlsson komst síðan í ákjósanlegt
færi í vítateig Leifturs en skot hans úr
dauðafæri fór fram hjá.
Njarðvíkingar léku skarpan sóknar-
leik að þessu sinni og átti vöm Leifturs
oft i hinu mesta basli með þá Hauk<
Jóhannsson, Jón Halldórsson og Þórð
Karlsson i framlinu heimamanna. Páll
Þorkelsson var bestur í liði
Njarðvíkinga en einnig léku þeir vel,
Guðmundur Sighvatsson og Gísli
Grétarsson, ásamt Sigurði Isleifssyni.
Hjá Leiftri vom þeir Sigurður og
Stefán Jakobssynir bestir, ásamt
Helga J óhannssyni.
Leikinn dæmdi Sæmundur Víglunds-
son og er hann dómari á uppleiö. -SK.
• lan Rush skoraði þrj
lan Rush
skoraði |
„hat-trick” '
Ef eitthvað má marka leik ■
Liverpool liðsins í knattspyrau I
gegn Burnley á laugardag, þá 1
virðist harmleikurinn í Brussel I
ekki hafa haft mikil áhrif á leik-1
menn Iiðsins. Vináttuleikurinn *
endaði með stórsigri Liverpool, 5— |
1. Ian Rush hefur greinilega ekki .
týnt skotskónum þvi hann skoraði |
þrjú mörk í leiknum. Þetta er fyrsti ■
leikur Liverpool frá hörmungar-1
deginum í Brussel þegar 38 manns |
létust í óeirðum á leik Juventus og ■
Llverpool. -SK. I
Skotarnirfá
i
12 þús.miða'
Eins og skýrt var frá i DV fyrlr |
skömmu ákváðu forráðamenn ■
welska knattspyrausambandsins I
að láta Skotum ekki í té aðgöngu-1
miða að leik Wales og Skotlands i .
undankeppni HM sem fram fer í |
Wales í september. Einhver róttæk ■
breytlng hefur nú orðlð á afstöðu I
Walesbúa þvi um helgina tilkynnti I
welska knattspyrausambandið að ■
Skotar fengju tólf þúsund aðgöngu-1
miða að leiknum, um þriðjungl
seldra aðgöngumiða að lelk ■
liðanna. I
„Þetta er mikilvægur leikur*
fyrir bæði lið og það var sanngjarnt |
að Skotar fengju sinn skerf af.
aðgöngumiðunum. Annars hefðum |
við lent í vandræðum með skoska ■
áhorfendur sem hefðu mætt ánl
mlða,” sagði Alun Evans, ritaril
welska knattspyrausambandsins i"
gær. Þetta ágreiningsmál er þvi úr I
sögunni nema Walesbúum snúist”
enn hugur í máli þessu. -SK. |
Prohaska
er hættur
Herbert Prohaska, sem verið
hefur fyrirliði austurríska lands-
liðsins í knattspyrau siðastliðin tvö
ár, t&kynntl um helgina að hann
myndi ekki leika fleiri landsleiki
fyrir Austurriki. Prohaska hefur
leikið 79 landsleiki fyrir Austurríki
á 11 ára landsliðsferii sínum og í
þessum 79 leikjum hefur hann skor-
að 10 mörk. Landsliðsferlll
Prohaska er fjórði lengsti ferill
knattspyraumanns i sögu knatt-
spyraunnar i Austurriki. Prohaska
sagði að ástæðan fyrir þessari á-
kvörðun sinni væri meðal annars
sú að hann vildi cyða meiri tima
með fjölskyldunni og svo hefði
Austurríki ekki tekist að vinna sér
sæti í úrslitakeppni heimsmeist-
arakepþninnar í Mexíkó á næsta
ári. En áfram ætlar Prohaska að
leika með liði sínu, Austria Vin.
SK.
I
I
Evrópumet 1
i
hjáSzabo i
Ungverjinn Jozsef Szabo settiá|
laugardag nýtt Evrópumet í 400 ■
metra fjórsundi á Evrópq-I
meistaramóti unglinga í sundi.
I
Szabo synti á 4.27,71 minútum en
eldra metið, sem var 4.30,12 min.,|
áttihannsjálfur. -SK.
Lm mmt mmm mmm mmm mm mm wmm aJ