Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR2. AGUST1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustiöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. j Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. | Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI II. Sl’MI 27022. , Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Áskriftarverö á mánuði 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Sess verzlunarinnar Frídagur verzlunarmanna fer í hönd. Flestir munu væntanlega leggja land undir fót, hvaö sem veðurspá- menn segja, og skoða íslenzka náttúrufegurð. Einhver minnihluti mun verða sjálfum sér til skammar eins og venjulega. Frídagur verzlunarmanna hefur orðið almennur frídagur og verður talinn nauðsynleg upplyft- ing frá amstri hversdagsins. Menn taka þessu fríi eins og sjálfsögðum hlut. En þó má í tengslum við þessa helgi minnast þess, að ekki eru allir landsmenn sammála um gildi verzlunarinnar. Gjarnan tala stjórnmálamenn og fleiri um „höfuðatvinnuvegi” og eiga þar við sjávarút- veg, sem réttmætt er, en oft einnig um landbúnað, sem er harla kynlegt nú á tímum. Jafnvel iðnaðurinn á í vök að verjast gagnvart þessum fyrrum höfuðatvinnugreinum. Hvað þá verzlunin. Ekki þarf lengi að leita í fjölmiðlum til að finna hin gömlu slagorð um „óþarfa milliliði”, eða jafnvel kenningar um, að verzlunin sé „afæta” í ein- hverjum mæli. Þetta er mikill misskilningur. „Verzlunin er undirrót til velmegunar lands og lýös, þegar hún er frjáls,” sagði Jón Sigurðsson. Þau orð eru sígild. Menn skyldu taka eftir áherzlunni á frelsið, sem gildir einnig nú á tímum, þótt um annars konar frelsi ræði en þá. Enn ræða menn á stundum um „framleiðslugreinar” og „verzlun” sem einhvers konar andstæður. En verzlun er einnig „framleiðsla” ekki síður en hinar greinarnar. Hún á að auka verðgildi afurðanna. Hún tengir saman greinar. Viðskipti og þjónusta hafa orðið æ mikilvægari þáttur í nútímaþjóðfélagi. Með vaxandi samkeppni vex þjónustan við neytendur. Því væri vel, að stjórnmála- menn gerðu greinum jafnt undir höfði. Vel væri, að þróunin yrði örari í þá átt, að Svavar Gestsson og kumpánar hans í Alþýðubandalaginu teldu sig ekki höfða til stórs hóps með „afætutali”. Vissulega eru margir annmarkar í verzlunarrekstri eins og öðrum greinum. Brýn þörf er á að auka samkeppnina. Sumt af því gerist með bættum samgöngum. Vörur verzlunar í einhverju kauptúni eiga í meiri samkeppni en fyrr við vörur annarrar verzlunar í öðru plássi. Stór- markaðir rísa. Tilhneigingin verður, að vöruverð lækkar að tiltölu, þegar fleiri verzlanir eru byggðar. Kaup- maðurinn á horninu gegnir áfram mikilvægu hlutverki vegna nálægðar við neytandann. En hann verður að taka þátt í samkeppniskerfinu. Þannig hefur margt verið til bóta í verzlun og viðskiptum, sem hefur dregið úr hinum rótgróna áróðri um „óþarfa milliliði”. En lítum aftur á frelsið. Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að neytandinn fái hámarksþjónustu á sem lægstu verði? Verðlagshöftin eru í sjálfu sér af hinu illa. Þau geta aðeins réttlætzt sem nauðvöm í þeim tilvikum, að sam- keppnier ónóg. Allir þekkja nú orðið, hvernig rökstutt hefur verið, að ákvæði um hámarksálagningu geta leitt til óhagstæðra innkaupa innflytjandans. Hann kaupir sem dýrast inn, til þess að fá sem mesta álagningu. Á sama hátt á ekki að setja skorður á verð, þar sem samkeppni er nóg, eins og víðast er hér til dæmis í matvöru. Núverandi stjómvöld hafa aukið frelsið, og reynslan að jafnaði verið neytend- um til hagsbóta, eins og tölur sanna. Þróunin er þannig í rétta átt, og jafnframt verður líklegra, að verzlunin hljóti þann sess, sem henni ber. HaukurHelgason. ÚTILEGUMENN NÚTÍMANS Hann sá mig í dyrunum, heilsaði með stuttri, vandræðalegri handar- sveiflu, brosti stirðlega og benti mér að setjast. Sem ég dró út stólinn, tók ég eftir því að það var eitthvað skrýtiö við hann, en ég gat engan veginn komið því fyrir mig hvað þaö var sem hafði breyst. Eg starði svo lengi og ákaflega á hann að hann fór hjá sér og fann ekki annað til en að spyrja hvernig ég hefði það? — Fínt, en þú? — Ágætt, bara bærilegt, get ekki kvartað, svaraði hann og brosti. Skyndilega og fyrirvaralaust datt brosið af honum og hann fór að klóra sér á hægri kinninni með vinstri hendi. Síðan lagði hann bollann frá sér og fór að klóra vinstri kinnina með hægri hendinni. Eg starði á hann en varð þó ekki opinmynntur fyrr en hann fór ao aka sér í stólnum. Kláöinn var greinilega kominn í bakiö líka. Eg vonaði fyrir hans hönd aö kláðinn færðist ekki frekar út því næst yrði hann að nota fæturna og óvíst hvernig því yrði tekið af þjónustuliðinu. Skyndilega hætti hann að aka sér og sat grafkyrr í stólnum. Með hægri hendi á vinstri kinn og vinstri hendi á hægri kinn sat hann eins og marmarastytta. Síðan dró hann fingurna úr andlitinu, með hægu en nánast ofurmannlegu átaki, lagði hendurnar á borðröndina og stundi ofurlágt og hjartaskerandi. Nú sá ég auðvitað hvað það var sem haföi breyst svo mjög við mann- inn. Hann var útitekinn, svo ekki sé meira sagt. Hátt og hvelft enniö, sem venjulega var svo hvítt að lýsti af því í myrkri, var nú roöaslegiö og sæl- legt. Hendurnar, sem áður höfðu að- eins sést litaöar nikótíngular en að öðru leyti ómarkaðar af lífsins átökum, voru nú ljósbrúnar,.plástrar á vísifingri hægri handar og handar- baki vinstri handar, auk þess sem sjá mátti nokkrar rispur sem ekki höfðu verið taldar plásturs virði. — Hvað kom fyrir, spurði ég, og ég skal ekki leyna því að í rödd minni mátti greina sterkan samúðartón. — Útilega! Eg hristi höfuðið og gretti mig: — Hvernig í ósköpunum datt þér í hug....? Ólafur B. Guðnason — Ekki ég! Það var ekki ég, skal égsegja þér! — Mér datt það heldur ekki í hug. En hvernig datt þér í hug að sam- þykkja...? — Mágur minn! Hann fór og keypti sér stærsta hústjald í heimi, þessi.... þessi auli! Svo fór hann að hræra í konunni minni og stráknum þangað til ég átti engra kosta völ; útilega með máginum og öllu stóðinu hans eöa stríösástand á heimilinu framundir áramót. Hann hnipraði sig saman í stólnum eins og dæmdur maður og byr jaöi að klóra vinstra handarbakiö hægt, en herti á sér eftir því sem leið á frásögnina. — Ferðin sjálf var auövitaö hel- víti. Steikjandi hiti og ólíft í bílnum. Sjoppur á tíu kílómetra fresti og stoppaö í hverri einustu, kók og prins, eða kók og pulsa, eða kók og hamborgari. Ég verð með brjóst- sviða í mánuö! Svo komum við á tjaldstæði og þá tók ekki betra við. Mágurinn sá tvö tjöld þar og sagöist ekki fara í úti- legu til þess aö vera innan um milljón manns. Svo hann hljóp upp á næsta fjall, sem er þúsund metra yfir sjávarmáli, og kom hlaupandi niður og sagði aö þar væri fínn staður. Svo við uröum að bera allt draslið upp á f jallið, því bílarnir komust ekki. Og það var heil búslóð með! Hústjaldiö var eins og einingahús! Eldunar- græjurnar hefðu dugaö í sæmilegt veitingahús og gaskútarnir voru al- gert morð! Svo voru þau með hús- gögn! I fúlustu alvöru! Ég er ekki útilegumaður í eðli minu en af því sem ég hef lesið, hef ég myndað mér þá skoðun að fólk fari í útilegur til þess að komast nær náttúrunni, lifa einföldu og erfiðu lífi í nokkra daga! Það var svo sem nógu erfitt! En það var ekki einfalt, og þau höfðu svo mikið af tækjum með sér að við vorum algerlega einangruö frá náttúrunni. Hann þagnaöi andartak og horfði út í loftið en hallaði sér svo fram á borðið: — Þegar við vorum búin að bera allt upp á fjalliö og koma tjaldinu upp og öllu á sinn stað, var kominn tími til að elda mat. Þá kom í ljós að það vantaði vatn og auövitað ekki hægt aö nota yfirborðsvatn! Svo við fórum niður aftur með tvo tíu lítra brúsa og fylltum þá af vatni úr krananum á tjaldstæöinu. Það fór öll helgin í vatnsburð hjá okkur! Þegar strákurinn minn vildi fara upp á eitt- hvert'fjall þama nærri, var honum tilkynnt aö það væru allir of þreyttir og svo lágum við utan viö tjaldið alla daga og inni í því um nætur. Hann var hugsi á svip: — Viö heíðum getað gert þetta í garöinum heima, sólbrunnið jafnmikið með helmingi minni fyrirhöfn. Þegar ég benti máginum á það varð hann hneykslaður og sagði að útilegur endumæröu mann! Hann lagðist í rúmið þegar við komum í bæinn, og erþarenn....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.