Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. Andlát ■ Tónleikar Björgvin Kárason lést 26. júli sl. Hann var fæddur 11. mars 1971, sonur hjón- anna Kristínar Björgvinsdóttur og Kára Kaaber. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Hólmfríður Ingimundardóttir lést 27. júlí sl. Hún var fædd á Hvannadalskoti í Dalasýslu þann 22. mars 1922, dóttir hjónanna Ragnheiðar Jóhannsdóttur og Ingimundar Gíslasonar. Eftirlif- andi eiginmaöur hennar er Ágúst Frið- þjófsson og eignuðust þau tvö börn. Hólmfríður veröur jarösungin frá Langholtskirkju í dag kl. 15.00. Þorvaldur Þorvaldsson, kennari á Akranesi, lést 27. júlí sl. Hann var fæddur í Hafnarfirði 13. febrúar 1929. Eftirlifandi kona hans er Olína Jóns- dóttir og eignuðust þau fjögur börn, Utför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag kl. 14.30. Guðrún Gísladóttir, Skólavörðustíg 28, andaöist í gær, 1. ágúst, í öldrunardeild Borgarspítalans. Sigurður S. Haukdal, fyrrverandi prófastur, andaðist 31. júlí. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Grettísgötu 50, sem andaöist 26. júlí, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Foss- vogi miðvikudaginn 7. þ.m. kl. 10.30. Messur Þingvallakirkja: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Kristján Björnsson guðfræðinemi prédikar. Organisti EinarSigurösson. Sóknarprestur. Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson spila í Árbæjarkirkju Sunnudaginn 4. ágúst verður fitjað upp á þeirri nýbreytni í Árbæjarsafni aö bjóða safn- gestum upp á tónleika. Þeir Kolbeinn Bjamason, flautuleikari, og Páll Eyjólfsson gítarleikari munu halda stutta tónleika í Árbæjarkirkju. Á efnis- skránni verða tónverk frá 18. öld. Kolbeinn og Páll hafa haldið nokkra sameiginlega tónleika á undanförnum árum, núna siðast á Sigurjónsvöku, þann 30. júní sl. Er það von safnsins að gestir þess noti þetta tækifæri til að njóta fagurrar tónlistar í sérstæðu umhverfi. Tónleikamir hefjast kl. 15.00. Þeir verða endurteknir kl. 16.15. Tilkynningar Hækkun bóta almannatrygginga Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Matthías Bjamason, hefur í dag gefið út reglugerð um hækkun bóta almanna- trygginga. Um er að ræða ákvörðun um 2,4% hækkun allra bóta frá 1. ágúst frá því sem þær voru í júli en frá 1. júlí hækkuðu þær um 7,5% frá því sem þær voru í júní. Upphæöir einstakra bótaflokka verða frá 1. ágúst sem hér segir: . Elli- og örorkulífeyrir 5.123 Hjónalífeyrir 9.221 Hálfurhjónalífeyrir 4.611 Full tekjutrygging einstaklinga 7.506 Full tekjutrygging hjóna 12.690 Heimilisuppbót 2.258 Barnalífeyrir vegna 1 bams 3.137 Mæðralaunvegnalbams 1.966 Mæðralaun vegna 2 bama 5.151 Mæðralaun vegna 3 bama 9.136 Ekkjubætur 6 mán. og 8 ára 6.419 Ekkjubætur 12 mán. 4.813 Fæðingarorlof 22.826 Vasapeningar samvk. 9. gr. 3.158 Vasapeningar samkv. 51. gr. 2.654 Verða hinar hækkuðu bætur afgreiddar við afgreiðslu bóta í ágúst. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið l.ágústl985. Tapað -fundið Seðlaveski tapaðist í austurbænum í gær milli kl. 10 og 15. Talsverðir peningar voru í veskinu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 24629. Fundar- laun. Forskot á ölvun á Akureyri Mikil ölvun var á Akureyri í nótt. Voru þar aöallega á ferð gestir á tjald- stæðum bæjarins. Að sögn lögreglunn- ar var þetta fólk sem var á leiö austur yfir til Atlavíkur. „Lögreglan hafði nóg að gera og hér voru fangageymslurnar hálffullar,” sagði varðstjórinn þar nyrðra í morgun. Ekki mun þó hafa komið til neinna alvarlegra átaka. -APH. Banaslys Banaslys varð viö Vík í Mýrdal á þriðjudagsnótt. Bifreið sem var á leið austur hafnaði á brúarstólpa brúarinnar yfir Uxafótarlæk. Bíl- stjórinn, sem var einn í bílnum, mun hafa látist samstundis. Hann hét Ársæll J. Sigurbjörns- son, 35 ára, búsettur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eitt barn. APH Þökkum öllum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, Katrínar Björnsdóttur. Sturla Hjartarson, böm, tengdabörn og barnabörn I gærkvöldi_______ í gærkvöldi Stefog íþróttafréttir Margir hafa nú þegar orðið til að tjá sig um stefið sem sífellt er skotið inn með eða á milli tilkynningahrina í út- varpinu. Og svo ég taki nú undir þann söng aðeins, ekki þó til að nöldra neitt ákaflega, þá verður að segjast að þetta er heldur þreytandi músík. Sennilega er þetta bara spilað allt of oft. Og ég er raunar á því að það hafi ekki þurft að búa til svona stef, síbylja tilkynninga- lestrarins er þjakandi erfið á að hlýða, jafnvel þó í smáum skömmtum sé, og það er vandséð að svona stef bæti nokkuð úr þeirri raun. Eg hefði gjarn- an viljað fá gamla tsland ögrum skoriö á píanó í þess stað en það er náttúr- lega bara gamaldags þjóðernishyggja á hljóðgervlaöld. En nóg um aukaatriði. I Daglegu máli í gærkvöldi var í enn eitt skiptið fjölyrt um málfar þeirra víöfrægu manna, íþróttafréttamanna. Þetta fer nú að veröa nokkuð gott um það mál- efni. Margar voru rósirnar sem tíndar voru til, en þaö kom þó engan veginn nógu skýrt fram hvernig stíl umsjónar- maður þáttarins vill aö íþróttafrétta- menn temji sér frekar, eða á hvern hátt þeir geti bætt sig. Iþróttafrétta- menn eru undir sömu sök seldir og aðr- ir blaöaskríbentar, aö festast gjarnan í klisjum, en þeim er kannski enn hætt- ara viö slíku þegar viðfangsefnið, t.d. boltaleikir, fylgir alltaf sama ferli og sömu reglum. Er þá nema von að þeir reyni að liöka aðeins um í frásögnun- um? Það tekst auðvitaö misjafnlega. Af öörum dagskrárliðum útvarps í gærkvöld má nefna hið áheyrilegasta leikrit eftir Andrés Indriðason, Fiðrildi, og einnig þáttinn Gestagang á rás 2. sem var ekki jafnvel heppnaður. Hann var því miður allt of mikið klipptur í sundur af órólegum auglýsingum svo að sú þægilegheita- stemning sem reynt er að ná upp fór forgöröum. Ef vel á að vera þurfa þættir af þessu tagi að vera ein sam- fella. PéturÁstvaldsson. Sýningar Slunkaríki, Isafirði. Á morgun 3. ágúst, opnar Lára Gunnarsdóttir sýningu. Á henni eru 14 teikningar unnar með blýanti, litblý- anti og kolum. Lára var við nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands frá 1978—’83. Þessi sýning er fyrsta einka- sýning Láru en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýn- ingin verður opin frá 4—6 þriðjudaga til föstudaga og frá 3—6 um helgar. Sýningunni lýkur 15. ágúst. Afmæli Sextugur er í dag Kristinn Björnsson rafverktaki, Ásgaröi 3 Keflavík. Hann veröur að heiman. Sjötugur er í dag Sigurður Einarsson leigubílstjóri frá Kárastöðum í Þing- vallasveit. Hann veröur að heiman í dag. Fimmtug verður á mánudaginn, 5. ágúst, Kristín Þorvaldsdóttir, Stíflu- seli 5. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 3. ágúst eftir kl.5. Sjötug er í dag frú Jóna Guðmunds- dóttir, Vitastíg 4 Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á veitingahúsinu Gafl-inn við Reykjanesbraut eftir kl. 20 í kvöld. Tveir ungir menn frá Seyðisfirði sluppu ómeiddir úr nauðlendingu á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Voru þeir á leið frá Herðubreiðarlindum til Egils- staða þegar hreyfill flugvélarinnar stöðvaðist í 500 til 1000 feta hæð, senni- lega vegna bensínleysis. Eftir að hafa Mótorhjólaslys: Ók á tvær bifreiðar Mótorhjúlaslys varð í Kópavogi í gær. Maður á mótorhjóli ók á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Hann slasaðist nokkuö við áreksturinn og liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Ekki er vitað hver orsök slyssins var. APH Kerti á Tjörninni Frá stríðslokum hefur það verið venja að fleyta kertum niður ár til að minnast þess að kjarnorkusprengju var varpaö á Hiroshima. Klukkan 23.15 að kveldi 5. ágúst verða rétt 40 ár liöin frá þeim atburði. Á þeirri stundu munu friöarsinnar víöa um heim fleyta kertum á ám og vötnum í minningu fórnarlamba sprengjunnar í Japan. I Reykjavík verður kertum rennt út á Tjörnina umrædda kvöldstund enda ekki um kröftugri straumvötn að ræða í hjarta borgarinnar. látiö flugradíóið á Egilstööum vita, lenti flugmaðurinn vélinni á melöldu í Fiskidalshálsi. Tókst lendingin vel, þannig aö vélin, sem er lítil eins hreyf- ilsvél í eigu flugklúbbs á Egilsstöðum, er óskemmd og mennirnir heilir á húfi. EA Kona varfl fyrir bil á Hringbrautinni i gœr. Hún var að fara suflur yfir götuna á móts vifl Björnsbakari. Bifreifl sem var á leifl austur náfli ekki afl stöflva timanlega mefl fyrrnefndum afleiflingum. Konan var flutt á slysadeild en er ekki iífshættulega slösufl. DV-mynd: S. Sluppu ómeiddir iír nauðlendingu Fiskf ramleiðendur bíða átekta í hvaladeilunni: „Miklir hagsmunir í veði fyrirokkur" „Viö höfum lagt áherslu á að fariö verði varlega í sakirnar í þessum málum,” segir Guðmundur H. Garöarsson hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna þegar DV spurði hann hvort ekki væri ástæða til aö óttast aðgerðir af hálfu friðunarhópa í Bandaríkjunum sem gætu skaðaö sölu á fiski þar. „Við höfum margsinnis ítrekað að ekkert verði gert sem geti skaðaö hagsmuni okkar í Bandaríkjunum. Seinast var þetta ítrekað í vor,” segir Guðmundur. „Við bíðum átekta. Það eru miklir hagsmunir í veöi fyrir okkur. Viö vonum bara að þessir hópar virði þá staðreynd að Alþjóða hvalveiðiráðið hefur samþykkt þessar veiðar,” segir Sigurður Markússon, framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, aðspurður um viðbrögð vegna hugsanlegra aðgerða friðunar- hópa í Bandaríkjunum. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.