Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 2. ÁGUST1985. 13 , íslandsbersar Islandssögiumar Islandsbersi var karl í krapinu. Hann dvaldi vetrarlangt í kóngsins Kaupinhöfn og beið færis eftir prísum sem aldrei komu. Síldargóss- ið endaði á haugunum og Islands- bersi fór á hausinn því þá höfðu menn ekki baktryggingu í ríkissjóði og kunnu ekki að slá erlend lán til að setja þjóðina á hausinn í staðinn fyr- irsjálfansig. Sagan af Islandsbersa er ein af þessum dæmalausu íróníum sem nóbelsskáldið hefur stílfært í sinum kómisku en kaldhæðnislegu frásögn- um af litríkum en heldur hryssings- legum persónuleikum sem present- eruðu vondu mennina í þjóðfélaginu. Pétur þríhross, Búi Árland og Islandsbersi voru persónur sem skáldiö skákaði fram sem persónu- gervingum auðvaldsins og óvinum alþýðunnar og verða víst aldrei hátt skrifaöar á baráttudegi verkalýös- ins. Sama gildir um kaupmanna- valdið, útgerðarkóngana, atvinnu- rekendur sem enn þann dag í dag eru úthrópaðir arðræningjar hvenær sem sjálfskipuðum fulltrúum „alþýðunnar” hentar að skeyta skapi sínu á einhverjum nærtækum sökudólgi. Jafnt í skáldskapnum sem Islandssögunni, svo ekki sé talað um hinn pólitíska almannaróm, hefur það jafnan verið til siðs að úthúða efnamönnum og setja jafnaðarmerki á milli þeirra og mannvonskunnar. Þetta hefur leitt til þess að menn hafa talið sig þurfa að sanna ágæti sitt og manndóm með því að tíunda, satt eða logiö, aö þeir hafi ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Snemma var þjóðinni nefnilega talin trú um að þeir einir ynnu sem tækju til höndum í sveita síns andlitis og enginn hefur hirt um að breyta þeirra þjóötrú. Jafnvel virðulegir forstjórar, ráðherrar og pabbadrengir af guðs náð, hafa það fyrir venju, þegar ævi- sagan er rakin að rif ja upp verka- mannavinnu sína og harðræði í æsku til að sanna karlmennsku sína. Best er ef þeir hafa alist upp við fátækt og munaöarleysi og „unnið sig upp úr engu”. Þá eru þeir teknir í sátt og taldir f ullgildir meðlimir í hinni vinn- andi stétt. Satt að segja viröist þaö landlægur kækur að skammast sín fyrir uppeldi og unglingsár sem ekki hafa verið undirlögð þrældómi og kröppum kjörum enda hefur Islandssagan ekki frá neinum afreksmanni að segja sem hefur notið hóglífis í æsku. Argasta lygi Nú er það sjálfsagt rétt að sú kyn- slóð sem hægt og bítandi er að týna tölunni hefur lifað tímana tvenna. Aldamótakynslóðin var ekki fædd með silfurskeið í munninum. Og ekki heldur stríðsárgangurinn, lýðveldis- kynslóðin, sem nú er komin á efri ár. Þetta fólk þekkti ekki tæknina á' sinum uppvaxtarárum, stórmark- aðina, myndböndin eða veislumat- inn. Þaö fékk hangikjöt á sunnu- dögum og laufabrauö á jólunum og klæddist aðeins sparífötum þegar sveitungum var fylgt til grafar. Það mokaöi skít með skóflu og hjó grjót með haka því þá þekktist ekki sjálf- virkur sleppibúnaður á öllu því sem erfitt var. Þá var verkamannavinna verkamannavinna og vinnukonur púluöu við það í viku sem nú tekur þvottavélina og uppþvottavélina og ajax stormsveipinn í mesta lagi hálf- tíma. En það er auðvitað argasta lygi að hér hafi aldrei neinn komist til manns sem naut vellystinga á bams- aldri. Þaö eru dæmalaus öfugmæli að halda að ekkert flokkist undir vinnu nema þaðsemskilgreinistsem líkamlegt púl. Og þaö er ómerkileg sögufölsun, og í besta falli stílfærður skáldskapur, þegarallsherjarmann- vonsku er logið upp á Islandsbersana sem höföu kjark til að færa kaup- mennsku sína út fyrir landsteinana. Svæsin þjóðsaga Færa má gild rök fyrir því að sá kjarkur hafi verið fífldirfska á þeim tíma þegar danskir hörmangarar sátu uppi með verslunarvaldiö og stífðu kjör Islendinga úr hnefa. Islendingar voru búnir að búa við það umaldir að erlendar herraþjóöir hirtu afraksturinn af brauðstriti þeirra og það þurfti f ullhuga og ævin- týramenn til að bjóða því valdi byrg- inn. Sveitamenn, tómthúskarlar og verbúðarfólk tók því þar af leiðandi með jafnmikilli tortryggni, þegar burgeisarnir gerðust íslenskir og slógu eign sinni á vinnuaflið og verð- mætin með sama hætti og útlending- arnirgerðuáður. Uti um allt land þekkja menn dæmi um ævintýrin sem greina frá full- hugunum sem lögðu undir sig at- vinnutækin, útgerðina, fiskvinnsluna og verslunina, réðu byggðarlagið í vinnu hjá sér og deildu og drottnuðu eins og kóngar í ríki sínu. Sumir urðu ráðríkir, aðrir stórlyndir, fæstir vin- sælir. Þeir voru auðvaldið á staðn- um, höföu afkomu fólksins i höndum Ellert B. Schram skrifar: sér og þegar verkalýðspólitík og sósialismi fann sinn farveg urðu þeir óvinurinn og blóraböggullinn. Þjóðsagan segir að auðvaldið hafi ekki þurft að vinna. Persónugerv- ingur þess, Pétur þríhross var samansúrruð aurasál sem aldrei þurfti aðdýfa hendi í kalt vatn meðan verkalýðurinn lifði við sult og seyru. Frumherjarnir í íslenskri atvinnu- rekendastétt hafa verið dæmdir af samtíö sinni og afkomendum sem af- ætur hins göfuga verkalýðs. Og arf- urinn er svo hrollvekjandi og þjóðsagan svo svæsin að heiðarleg- asta fólk telur sér fyrir bestu að ljúga upp á sig þeirri dyggð að vera allslaust í æsku til að vera ekki bendlað viö þann ósóma að hafa átt í sigogá. Kaldir karlar Nú er það aö mestu liöin tíö að at- vinnulíf og afkoma byggist á um- sýslu eins manns eða einnar fjöl- skyldu. Kaupfélögin hafa tekið við hlutverkinu, hlutafélagið, útgerðar- félagið, bærinn eða ríkisrekin verk- smiðja heldur uppi atvinnunni og gamli Islandsbersinn, sem fór á hausinn eða borgaði eftir geðþótta er aðmestuhorfinn. En hvað voru þessir menn að gera? Hvað hafa þeir skilið eftir? Þeir voru brautryðjendur nýrrar aldar. Þeir sýndu fram á að Is- lendingar gætu sjálfir eignast at- vinnutækin, verslunina og afrakstur- inn af framleiðslunni. Þeir voru einkaframtak síns tíma, hráir, gróf- ir, kaldir karlar. En arfurinn sem þeir skiluðu hefur komið þjóðinni að góðum notum og sennilega hefur „mannvonskan” í þeim komið laun- þegum þessa lands til meiri vel- ferðar og hagsældar en f lest annað. Vissulega hefur íslenska þjóðin unnið til velmegunarinnar. Vissu- lega hafa stjórnmálamenn flutt merkar ræður í þágu sjálfstæðisins. Og vissulega hefur skipulögð verka- lýðshreyfing sótt margan sigurinn í harðri kjarabaráttu. En fæst af þessu hefði borið árangur ef Islandsbersamir hefðu ekki farið sínu fram og gefiö Is- lendingum sjálfstraust til að ráðast sjálfir í víking. Grósserarnir þurftu ekki að vinna segja sögufalsararnir. En þeir spáðu og spekúleruðu í þeim arði sem þjóðin sjálf skóp. Vinna þeirra var fólgin í hugvitinu og áræðinu. Koma framleiðslunni í verð, íslenska eign. Hagur alþýðunnar Seinna, þegar lýðveldið var endur- reist myndaðist ný stétt á Islandi, heildsalastéttin sem flutti verslunina og vöruna í okkar eigin hendur. Hún þurfti heldur ekki aö vinna sam- kvæmt skilgreiningu hinna arðrændu og aftur fundu sósíalísku frelsishetj- umar blóraböggul. Verslunar- auðvaldið var skotspónn pólitískra ofsókna, óalandi og óferjandi stétt nýríkra gróssera. Og svo var um frystihúsaeigenduma og sérvitring- ana sem stunduðu iðnrekstur til út- flutnings. Allt voru þetta afætur á þjóðfélaginu, aröræningjar og óvinir alþýðunnar, sem aldrei dýfðu hendi í kalt vatn. Að vísu era viðhorfin smám saman að breytast enda er upplýst að sjötíu prósent þjóöarinnar telji sig til mið- stéttar, fólk sem vinnur borgaraleg störf við verslun og þjónustu sem að mestu leyti er ávöxtur af brautryðj- endastarfi arðræningjanna. Þegar verslunin komst í hendur Islendinga, þegar frystihúsin fóra að nema markaði vestur í Ameríku og Islandsbersar nútimans höföu kunn- áttu og kjark til að bjóöa íslenskar iðnaðarafurðir til sölu erlendis, rétti þjóöin út kútnum. Þegar stórbokk- amir í flugmálunum köstuðu sér út í alþjóðasamkeppni og menn eins og Ingvar Vilhjálmsson í Isbiminum, Einar í Bolungarvík og Kristján í Kassageröinni, svo einhverjir séu nefndir, létu ekki deigan síga í einka- framtaki sínu og buðu þjóðsögunni byrginn, varð Islendingum smám saman ljóst að það fór saman, land- vinningar efnamannanna og hagur alþýðunnar. Við erum öll efnamenn Allt þetta er Islendingum að skilj- ast. Það er ekki nóg að eiga sér fána og þjóösöng, handrit og forna tungu. Sjálfstæðið felst í efnahagslegu sjálf- stæði, innlendri verslun, eigin fram- taki og verðmætasköpun sem við sjálf ráðum yfir. Þorskurinn hefur alltaf veiðst á Islandsmiðum. Munurinn er sá aö nú skilar hann arði í þjóðarbúið. Þjóðin hefur allt- af þurft að fæða sig og klæða. Munur- inn er sá að nú stjómum við því sjálf hvað við kaupum og seljum. Þökk sé þeirri kynslóð Islandsbersa sem beið ekki eftir kraftaverkunum heldur framkvæmdi þau sjálf. Efnamenn, segjum við. Erum við ekki öll efnamenn, alþýðan líka, sem nú heitir miðstétt og lifir af þeirri blómlegu atvinnu sem „arðræn- ingjarnir” skópu? Islandssagan á að geta þessara manna að verðleikum og kveöa niður þann óhróður þjóð- sögunnar að verðmætasköpun verslunarinnar og einkaframtaksins sé arðrán fyriralþýðuna. EUert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.