Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 2. ÁGUST1985. 15 Ingunn Ingimarsdóttir, 9 ára, var aö reyta arfa í garðinum sínum þeg- ar DV kom í heimsókn í skólagarö- ana vestan Árbæjarsafns. Er mikið af arfa hjá þér? „Nei, ekki mikið en mér finnst skemmtilegast að reyta arfa, svo er líka svo mikið af honum, miklu meiraenheima,” sagðilngunn. SJ. AÐ REYTA ARFA Ingunn Ingimarsdóttir. Henni fannst vera mikið af arfa ■ skolagorðun- um, en það væri allt í lagi þvi það væri svo gaman að reyta hann. DV-mynd Bj.Bj. SKEMMTILEGAST Skólagarðar Árbæ jar: Meira af stelpum enstrákum I skólagörðunum í Arbæ eru í sumar um 70 böm og eru stelpurnar í meirihluta þar. Garðurinn í Árbæn- um er vestan Árbæjarsafns og þangað koma krakkar úr Arbænum og nýja hverfinu í Ártúnsholti. Krakkarnir, sem koma í garöana, eru á aldrinum 9—12 ára og kostar sumariö 200 krónur. Anna Gunnarsdóttir veitir garðin- um forstöðu og sagði hún að aðsóknin í sumar væri svipuð og í fyrra. I júli- mánuði eru margir í fríi en þá fá krakkarnir yfirleitt einhverja til að sjá um garðana fyrir sig. Anna sagði að núna mættu krakkarnir a.m.k. tvisvar í viku til að hugsa um garð- ana, en einn dagur í viku er notaður til aö fara í leiki og einn dagur er notaður í ferðalög, vítt og breitt um bæinn. Á föstudögum eru gefnar einkunnirfyrir hverja viku. Auk garðanna í Arbæ og Skerja- firði em starfræktir garðar í Laugar- dal, við Ásenda og í neðra Breiðholti og vom krakkar úr neðra Breiöholti einmitt í heimsókn í Árbænum þegar við litum þangaö. I Reykjavík eru rúmlega 600 böm í skólagörðunum, vítt og breitt um borgina. SJ. Guðrún og Linda að hreinsa göt- urnar i garðinum hennar Guðrún- ar. DV-mynd Bj.Bj. Radísurnar eru ofsagóðar Guðrún, 8 ára, og Linda, 9 ára, vom aö hreinsa götur og reyta arfa í garðinum hennar Guðrúnar, Linda kom meö til að hj álpa vinkonu sinni. Hvað er nú skemmtilegast að gera í skólagöröunum? „Það er bara gaman að vinna í garöinum, en skemmtilegast er að taka upp. Ég er byrjuð aö taka upp radísur og þær voru ofsagóðar,” sagði Gúðrún og leit stolt yfir garð- inn sinn. SJ. Skólagarðar við Víðistaði i Hafnarfirði: Svipaður fjöldi ogi I skólagörðunum við Víðistaði í Hafnarfirði eru í sumar 128 börn, sem er svipaður fjöldi og í fyrra, að sögn Höllu Þórðardóttur, forstöðukonu skólagarðanna þar. I Hafnarfiröi er líka annar garður þar sem em 110 börn, hann er við Öldugötu. Víöistaða- garðurinn þjónar norður- og vesturbæ Hafnarfjarðar og kostar 200 krónur að fyrra vera í skólagöröunum í Hafnarfirði yfir sumarið. Vinnan í görðunum hefst í byrjun júní og stendur til mánaðamóta ágúst- september, eftir því hvernig uppsker- an gengur. Halla sagöi að yfirleitt væri ekki mikið um ferðalög hjá krökkunum en þau færu a.m.k. eina ferð yfir sumarið en þær mættu gjarnan vera fleiri. sj. Oðinn ræktar rauðkál ígarðinum sfnum Oðinn Rafnsson hefur aldrei áöur veriö í skólagörðunum en hann bjóst svo sannarlega við að koma aftur næsta sumar. Hann sagði að sér þætti flest sem hann gerði í görðunum skemmtilegt, en skemmtilegast væri samt að núna hefði hann lært að þekkja plönturnar. Oðinn er með rauðkál í garðinum hjá sér en það hafði hann náð sér í sjálfur í gróðrarstöð nálægt garöinum. Hvers vegna gerðirðu það? „Nú, mér finnst rauðkál mjög gott og ég hlakka mikiö til að boröa það í haust,” sagöi Öðinn. SJ. Óðinn stillti sér upp fyrir Ijósmynd- arann við garðinn sinn sem er númer43. DV-myndVHV Hjördis og Harpa máttu varla vera að því að lita upp við vinnuna DV-mynd VHV LEIÐINLEGAST AÐ REYTA ARFA Hjördís, 10 ára, og Harpa, 8 ára, hafa ekki verið áður i skólagöröunum og sögðu að leiðinlegast væri að reyta arfa en skemmtilegast væri að setja niður. Hvers vegna fóruð þið í skólagarð- ana? „Það er gott að eiga grænmeti fyrir veturinn,” svöruðu garðyrkjukonum- araðbragði. Hvað mætið þið oft í viku? „Við fáum stundum frí, núna þarf helst að vökva og reyta arfa en það er alveg óþarfi aö koma á hverjum degi og vökva, þannig getur maður drekkt plöntunum,” sagði Hjördís. SJ. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,” sagði Stefán Freyr, þegar við spurð- um hann hvemig honum líkaði aö vera í skólagörðunum. „Mér finnst mest gaman að setja niður, arfa- hreinsunin er alveg til vandræöa,” bættihannvið. Hann sagöist ekki vita alveg hvað hann væri að rækta, en gat taliö upp radísur, kál, gulrætur og kartöflur. Hvað ætlarðu svo að gera við upp- skeruna? „Ég ætla að biðja mömmu að gera mísósúpu.” Hvaðernúþað? „Það er grænmetissúpa, sem amma kann að gera, og hún kenndi mömmu að búa hana tll. Það er ofsa- góð súpa og mjög holl,” sagði Magnús og hélt áfram að reyta arf- ann. Stefán Freyr að reyta arfa, hvað honum finnst alveg hundleiðín- legtverk. DV-myndVHV „ÆTLA AÐ BIÐJA MÖMMUAÐ GERA MÍSÓSÚPU” — sagði Stefán Freyr „Ferfskóla- garðanatilað hafaeitt- hvaðaðgera” — sagði Hiidur Brynja í Snælandsgarðinum Hildur Brynja er með garð með vinkonu sinni sem er úti á landi eins og stendur og þarf hún því að sjá ein umhannámeðan. Hildur Brynja er ekki óvön í skóla- görðunum því þetta er þriðja sumariðhennar. Hvers vegna feröu í skólagarðana? „Sko, ég fer ekki í sund og svoleiðis og þess vegna fer ég í garðana til aö hafa eitthvað að gera,” sagði Hildur. Hún sagðist mæta á hverjum degi og stundum þyrfti hún að vera lengi. Hildi finnst skemmtilegast að setja niður og taka upp, lika finnst henni skemmtilegtaðvökva. SJ. Hildur Brynja, 8 ára, sór ein um garðinn, sem hún og vinkona hennar eru með, og segist stund- um þurfa að vera svolitið lengi. DV-mynd VHV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.