Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 2. ÁGUST1985. Helgi Ásgrímsson framkvœmdastjóri stendur hér fyrir framan hluta af framleiðslu fyrirtœkisins. Á myndinni sést plattaframleiðslan sem á miklum vinsældum að fagna. DV-mynd PK. Athyglisvert fyrirtæki á Borgarf iröi , eystra: r SLIPA STEINAI ÖLLUM MYNDUM Á Borgarfirði eystra er starfrækt fyrirtæki sem vekur athygli. Þetta fyrirtæki heitir Álfasteinn h/f og fram- leiðir slípaöa steina í öllum myndum og gerðum. Steinarnir koma flestir úr fjöllunum fyrir austan enda fjölbreytt steinaríki þar. „Þetta er hlutafélag og eru hlut- hafanir 85 talsins,” segir framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Helgi Arngríms- son. Hann segir aö fyrirtækið hafi verið stofnað í kjölfar átaks um að auka at- vinnutækifærin á Borgarfirði. Fyrir- tækið var stofnað 1981 og hóf starfsemi árið eftir. I fyrstu voru nær einungis slípaðir hinir ýmsu eðalsteinar sem finnast í fjöllum þarna fyrir austan. Nú er hins vegar lögð aðaláhersla á að framleiða platta af hinum ýmsu gerðum. 1 þessa platta er notaður venjulegur steinn úr fjörunni eða basalt. Þessir steinar eru sagaðir þannig að á þeim myndist sléttur flötur þar sem síöan er letraö á. Nú vinna fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu aö staðaldri. Helgi, fram- kvæmdastjóri, segir að þetta starf sé tímafrekt. „Það tekur 40 daga að slípa skrautsteina. Það þarf aö setja þá í mismunandi slípimassa þar sem þeir eru í slípun í fleiri daga,” segir Helgi. „Við erum nýlega byrjaðir að búa til legsteina. Til þess notum við reyndar innflutt granít frá Noregi. Við sáum ekki ástæðu til að láta Reykvík- inga standa eina að þessum iönaöi,” segir framkvæmdastjórinn. Hann segir að reksturinn gangi nokkuö vel og plattanir séu orönir nokkuð vinsælir. Algengt er að slíkir plattar séu gefnir sem gjafir við hátíð- leg tækifæri. APH. Hér er Helgi við sögina sem sagar í sundur grjótið sem notað er i platta. Sumartónleikar í Skálholtskirkju um helgina: SUMARHÁTÍÐ SEMBALSINS Verslunarmannahelgin er fjórða hátíðarhelgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Þá mun finnski sembal- leikarinn Elina Mustonen leika tón- smíöar eftir Bach, Hándel og Scarlatti en árið 1985 hefur verið nefnt Tón- listarár Evrópu í minningu þessara þriggja tónskálda. Á morgun, laugardag, klukkan 15, leikur Mustonen svítur í d-moll og F- dúr eftir Handel, tvær sónötur í C-dúr eftir Scarlatti og þátt úr Tónafórninni eftir Bach. Klukkan 17 leikur hún svítur í g-moll og f-moll eftir Handel, tvær sónötur í A- dúr eftir Scarlatti og tokkötu í e-moll eftir Bach. Á sunnudag leikur Mustonen fyrri hluta efnisskrár sinnar frá deginum áður og hefst flutningur hennar klukkan 15. Klukkan 17 er síðan messa og er prestur sr. Guðmundur Óli Ölafs- son í Skálholti en listamenn sjá um tón- listarflutning. I tengslum við tónlistarhátíðina er sýning frá Goethe-stofnunni um ævi Bachs, Handels og Schutz. Sýningin fer Sembal eftir Mark Stevenson frá 1980. fram í Lýðháskólanum í Skálholti. Þar verða ennfremur seldar veitingar. Áætlunarferðir eru báða dagana í Skálholt og er farið kl. 13 frá Um- feröarmiðstöðinni í Reykjavík. Okeypis aðgangur er að tón- leikunum og er fólki ráölagt að koma tímanlega. Istak og Landssmið jan gera tilboð í stórverk í Oman „Þarna eru menn sem gera hlutina. Þaö má segja að höfuöborgin, Muscat, hafi nánast verið byggð alveg upp á siðustu tíu árum,” sagði Halldór Árna- son, efna- og hagfræðingur hjá sjávar- útvegsráðuneytinu. Hann er nýkominn frá Oman. Þar er geysilega mikil upp- bygging á flestum sviðum. „Þeir eiga passlega lítið af olíu til að huga að því sem gerist þegar holurnar þorna,” sagöi Halldór. Islensk sendinefnd var í Oman dagana 18,—23. júli. Auk Halldórs voru í nefndinni Einar Benediktsson, sendi- herra í London, Ólafur Gíslason, verk- fræðingur hjá Istaki, og Þorleifur Markússon hjá Landssmiðjunni. Þaö liggur fyrir eftir þessa ferö að ístak og Landssmiðjan munu gera til- boö í flutning á fiskimjölsverksmiðju í Oman. Mun þetta vera verkefni upp á 100 milljónir króna. Fyrirhugaðri verksmiðju er ætlað að framleiða úr ca 40 þúsund tonnum af hráefni á ári, sem þýðir um 8 þúsund tonn af mjöli. Yfirvöld í Oman hafa valið staðinn fyrir fiskimjölsverksmiöjuna. Það er við lítið fiskiþorp sem heitir Duqm. Það er rétt sunnan við miðjan Masirah-flóann í Indlandshafi. Fyrir u.þ.b. ári var Halldór Arnason ráðinn til að sinna markaðsverkefnum fyrir sjávarútvegsráðuneytið. I kjölfar starfa hans aö fyrstu athugunum var skipuö nefnd til að vinna frekar að markaðsmálunum. Formaður þeirrar nefndar er Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSI. Aðrir nefndarmenn auk hans eru Gunnlaugur M. Sig- mundsson (Framkvæmdastofnun), Ingjaldur Hannibalsson (Iöntækni- stofnun), Friðrik Pálsson (SlF), Þor- steinn Olafsson (SlS) og Brynjólfur Bjarnason (BUR). Nefndin hefur haldið 24 fundi á þessu ári. I apríl sl. komu hingaö til lands þrír fulltrúar frá Oman til viðræöna viö íslensk stjórnvöld og ýmsa aöila vinnu- markaðarins. Og síðan fór íslenska sendinefndin nú til Oman. „Ef af þessu verkefni verður má segja að við séum komnir með fót inn fyrir dyrnar þarna,” sagði Halldór Árnason. I olíuríkjunum, nágrannalöndum Oman, er vaxandi markaöur fyrir ísaöan og frystan fisk. Mikinn tegunda- fjölda fiska er hægt að veiöa í Ind- landshafinu. Og mikill innflutningur er til Oman frá Evrópu. Ekki er vitað til að íslenskar sjávarafurðir hafi verið fluttar á þennan markað. Hann er mjög eftirsóttur af fyrirtækjum í Vestur-Evrópu, sem framleiða unnar fiskafurðir. Eitt íslenskt fyrirtæki, Entek í Hverageröi, hefur gert samning viö fyrirtæki í Oman. Þaö er um sölu á pípum í áveitukerfi. -ÞG Evrópumótshestar íslenska landsliðsins eru komnir um borð í Reykjafoss á leið til Svíþjóðar. Hestunum var komið fyrir í skipinu 31. júlí síðastliðinn og er œtlunin að ferðin til Gautaborgar, þar sem þeim verður skipað upp, taki sjö daga. Tveir knapanna, Aðalsteinn Aðal- steinsson og Hreggviður Eyvindsson, fara með hest- unum til að líta eftir líðan þeirra. Hestarnir hafa nokk- urt pláss um borð. Verða í lestinni en hœgt er að taka þá út. Ef til vill munu þeir félagar Aðalsteinn og Hreggviður keppa í fetgangi á leiðinni eða œfa hlýðni- œfingaprógrammið. Vart nýrra LSD- geðveikitilfella „Það eru nokkrir einstaklingar sem hafa dvalið langdvölum á geð- sjúkrahúsum vegna notkunar á LSD,” sagði Jóhannes Bergsveins- son, yfirlæknir á áfengisdeild geö- deildar Landspítalans, í samtali við DV. „Á síðasta ári og á þessu ári höfum við fengið nokkur ný tilfelli þar sem menn hafa orðið geðveikir af völdum LSD. Stundum hafa þær geðtruflanir staðið stutt. Við vitum að LSD getur flett ofan af geðsjúk- dómum, sem eru undirliggjandi, og framkallað þá. Sumir sjúklinganna fá langvarandi geðræna sjúkdóma. Við urðum varir við LSD-notendur á árunum í kringum 1970 og fram til 1975. Síðan dró mjög úr þessu eða hvarf alveg. Ég tel að þetta hafi gerst vegna þess að þeir sem upp- Ufðu þetta af eigin raun urðu hræddir við LSD og áhrifin af því. Undir áhrifum geta menn skaðað sjálfa sig og aðra og notkun á LSD hefur tengst voveiflegum dauösföllum.” — Hvað getur sá átt á hættu sem prófar einn skammt af LSD? „Hann á á hættu að verða tíma- bundið geöveikur, a.m.k. Ef við- komandi hefur í sér geösjúkdóm, sem ekki hefur komið fram, gæti svona neysla flett ofan af sjúk- dómnum og framkallað hann. Þetta er stórhættulegt efni, sem getur skapað lífshættulegt ástand,” sagði Jóhannes Bergsveinsson að lokum. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.