Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 31
DV. FÖSTUDAGUR2. AGUST1985. 43 -nglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga 5. flokkur — A-riðill: 2 stig til Fram í tvísýnum leik — unnuÍA, 2:1 Fram og tA léku á Framvellinum i 5. fl. A-rlðils sl. þriðjudag. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir bæði liðin, einkum þó ÍA þar sem það tapaði fyrir UBK á dögunum. En ekki cr öll von úti fyrirþá um úrslitasæti. UMSJÓN: HALLOÓR HALL- DÓRSSON Hringiö í 686627 á miöviku- dögum milli kl. 18 og 20. Framarar tryggðu stöðuna mjög með þessum sigri. I,eikurinn var annars jafn á köflum og spennandi. Staðan í hálfleik var 0—0.1 síðari hálf- leik fóru hlutir að gerast og á 9. mín. skoraði Rúnar Gíslason fyrir Fram eftir gott upphlaup Framara á vinstri kanti. Staðan 1—OfyrirFram. Akurnesingar reyndu nú hvað þeir gátu til að jafna en inn í mark vildi boltinn ekki þrátt fyrir góö tilþrif IA- strákanna. En það var aftur á móti Hallmundur Albertsson sem skoraði 2. mark Fram á 15. mín. með góðu skoti, efst í bláhornið. Má segja að þetta mark hafi gert út umleikinn. iA-strákamir löguðu stöðuna á 18. mín. þegar Amar Guðmundsson lagaði stööuna í 1—2 fyrir Fram. Hætta skapaöist við Frammarkið undir lokin þegar lA-strákarnir fengu 3 horn- spyrnur í röð. Þetta var góður leikur. Jafntefli hefði kannski verið réttlátari úrslit. En þaðeru mörkin semráöa. Hér sést Steinar Ingimundarson 3. fl. KR skora 4. markið gegn Stjörnunni í Garðabœ. Frá 5. flokks leik Fram og ÍA. Mikili darraðardans fyrir framan mark Framara eftir hornspyrnu. Staðan er 2—1 fyrir Fram og ÍA-strákarnir reyna allt til að jafna. (DV-myndir HH) 3. flokkur — A-riðill: KR-strákarnir í sérklassa — sigruðu St jörnuna í Garðabæ, 5:0 — Steinar með þrennu Stjarnan og KR léku í A-riðli 3. fl. í Garðabæ sl. þriðjudag. Búist var við spennandi viðureign en Stjörnustrákanir náðu aldrei að sýna hvað í þeim býr. Reyndar gáfu KR-ingar þeim aldrei tíma til þess því þeir mættu mjög ákveðnir til leiks. Eftir aðeins 5 min. spil skoraði Heimir Guðjónsson 1. mark KR-inga. A 20. mín. bætti Steinar viö 2. markinu og þannig var staðan í hálfleik. Yfir- burðir KR-inga voru miklir í fyrri hálf- leik og samleikur þeirra oft með ágætum. I síðari hálfleik byrjuöu Stjörnu- strákarnir af miklum krafti en allar sóknartilraunir þeirra stoppuöu á sterkri vörn KR-inga. Siguröur Bjarnason, snjall framherji Stjörnunnar, komst aldrei framhjá Þorsteini Guðjónssyni og félögum þrátt fy rir góðar tilraunir. Smátt og smátt fóru KR-ingar að koma meira inn í leikinn, eftir þennan f jörkipp Stjörnustrákanna fyrstu 5—10 mín., og réðu öllu um gang leiksins sem eftir var. Steinar bætti við 3. marki KR-inga á 15. mín. 4. markiö gerði Steinar einnig skömmu síðar eftir skemmtilegt gegnumbrot. 5. markið var sjálfsmark þeirra Stjömu- manna og reyndist þaö vera lokamark þessa leiks. Yfirburðasigur KR-inga var staðreynd. Ekkert virðist geta stöðvað sigurgöngu KR-inga. Þetta lið á einstæðan feril að baki. Það hefur ekki tapað leik hátt í þrjú ár og stefnir nú hraöbyri á Islandsmeistaratitil. ísland - Danmörk, 4:3 Islenska drengjalandsliðiðsigraöi Dani 4—3 á Norðurlandamóti drengjalandsliða sem fer iram í Bergen. Þetta er stórglæsi- legt hjá strákunum — þeir unnu upp þriggja marka forskot Dana og sýnir það að þeir eru til alls vísir í næstu leikjum. Egill Örn Einarsson heitir drengurinn á myndinni og er hann í Þrótti R, fyrirliði drengjalandslisins. 5. flokkur — A-riðill Fram, KRog Valur eru komin i úrslit. Fram 8 7 0 1 38-5 14 KR 8 6 2 0 37-8 14 Valur 7 3 3 1 22-13 11 UBK 8 5 0 3 28-13 10 IA 7 3 2 2 21-12 8 5. flokkur - B-riðill Afturelding—Stjaman 7—1 Selfoss—FH 0-3 Þór, V,—Stjarnan 6—2 FHerkomiðíúrsIitásamtGrindavík. FH Grindavík Þór.V. TýrV. LeiknirR. 8 4 1 3 34-17 9 8 3 3 1 24-20 9 8 3 2 3 13-15 8 5. flokkur - C-riðill Skallagrímur—Víðir 1—5 Reynir—Grótta 0-0 Grótta—Skallagrímur 3—2 SkaUagr,—Vík.Ol. 1-2 Haukar—SkaUagr. 13—0 Armann—SkaUagr. 4—0 Þróttur kominn i úrslit. 9 8 0 1 59-6 16 8 6 0 2 31-18 12 Þróttur Haukar Vík.Ol. 8 8 0 0 41-4 16 9 7 0 2 45-14 13 6 4 11 14-9 9 5. flokkur Þór-KA D-riðill 3-2 Þór þar með kominn í úrslitakeppnina. Þór 13 stig, KA 9, KS 8, Völsungur 7, TindastóUS, SvarfdæUr3,Leiftur2ogHvöt 1. 5. flokkur — E-riðill Einherji—Höttur Valur—Þróttur 1-2 0-3 Hötturerbúinnaðtryggja sér úrsUtasæU. Höttur 13 sUg, Huginn 10, Þróttur 7, Austri 6, Einherji 2, Sindri 2, Leiknir og Valur ekk- ert. I I I I I 1 I I I I Pollamótið á Akureyri íslandsmót 6. fl. (pollamót Eim- skips og KSÍ) var haldið á Akureyri sl. laugardag og sunnudag. Mikið fjör var á KA-vellinum en þar fór mótið fram. i keppni A-liða sigraði KA og áttu þeir sigurinn fyllilega skilinn. t keppni B-liða vann KR sanngjarnan sigur. Úrslit einstakra leikja hafa áður birst í blaðinu svo og verölaun til einstakra leikmanna. Unglingasíðan óskar drengjunum tU hamingju með glæsUegan árangur. Myndin tU vinstri er af KA-liðinu með þjálfara sínum Njáli Eiðssyni. TU hægri eru KR-ingarnir með þjálfurum sínum, Geir Þorsteinssyni og Einari Sigurðssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.