Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hinn gamalreyndi og góðkimni leikari Laurenee Olivier, er verið hefur í bransanum í rúmlega 60 ár- mun koma fram t breskum söng- leik sem ber nafnið Tími. Höfundur söngieiksins er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Dave Clark Five sem gerði garðinn frægan í byrjun sjötta áratugarins. Knús- arinn Cliff Richards mun fara með aðalhlutverk í söngleiknum. Laurence Ollvier mun fara með hlutverk Sannleikans í söngleikn- um en að sögn Clark mun Laurence ekki koma fram í þeim skilningi sem við leggjum venjulega í það, heldur ætlar hann að beita einhvers konar brögðura við sýninguna þannig að það verður hclst rödd leikarans sem mun gleðja áhorf- endur. Stevie Wonder, Dionne Warwick og Juiian Lennon eru að vinna að útsetningum á tónlistinni í söng- leikinn sem áætlað er að verði frumsýndur í apríl á næsta ári í London. Tina Turner, hln eldhressa söng- kona, olli aðdáendum sínum heldur betur vonbrigðum þegar hún til- kynnti að hún hygðist hætta í popp- inu og gerast trúboði. Hún kynntist búddisma fyrir nokkru sfðan og vill helga sig trúnni. Hún stundar íhugun tvisvar á dag og vill greini- lega gera meira. Það er trú manna að þátttaka Tinu í trúboðinu munf virka eins og vítamínsprauta á starfsemi trúboðanna. Rogcr Moore er að eldast og það veit hann vitanlega best sjálfur svo hann er farinn að leita fyrir sér með annars konar hlutverk en njósnarann fræga, James Bond. Moore hefur því tekið boði um að fara með hlutverk eins af elsk- hugum Joan Collins eða Alexis i Dynasty. Borgarstjóramót í golf i MORG VINDHOGG Jón G. Tómasson borgarritari með kylfuna á lofti, Björgúlfur Lúðviksson, framkvæmdastjóri GR, og Davíð Oddsson ásamt fleiri borgarfulltrúum fylgjast spenntir með. Hið árlega borgarstjóramót í goifi var haldið á velli GR í Grafarholti í síðustu viku. Þar mættu borgar-' fulltrúar og nokkrir embættismenn hjá Reykjavíkurborg og spiluöu golf eins og þeim einum er lagiö. I mótinu gilda nefnilega sérstakar reglur sem kallast auðvitaö borgarstjórnar- reglur. Borgarstjórinn, Davíð Oddsson, sló fyrstur af teig en síöan komu aðrir keppendur hver á fætur öörum. Ljósmyndari DV fylgdist með upphafshöggunum og sagöi hann aö vindhöggin heföu verið mörg. En allir hefðu samt komist af stað meö tímanum. Eins og sést á myndum sem hann tók voru sýnd góö tilþrif í upphafshöggunum þó kúlan hafi ekki alltaf fariö af staö eins og til var ætlast. SJ Víj mtm&iœm • aN‘tí Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, varafull- trúi Alþýðuflokksins i borgar- stjórn, i upphafshöggi sinu. Það tókst. Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Aiþýðubandalags- ins, hefur tekist að koma kúlunni afstað. DV-myndirS. Æ, æ, kúlan varð eftir, gæti Kat- rín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, verið að hugsa eftir þessa sveiflu. SWlViUiin Michael Jackson var það heillin 1 Sviðsljósi á þriðjudag var sagt frá því að George Michael væri kominn á frímerki á Jómfrúreyjum. Þetta er ekki rétt, heldur er það Michael Jackson, hinum bandariska sem hefur hlotnast þessi heiður. Svo vel vildi til aö með fréttinni birtist rétt mynd miðað við nafn, en rétt er að leiðrétta þetta svo aö aðdáendur George Michael æði ekki til Jómfrúreyja til að fjárfesta í frímerkjum sem alls ekki erutil. Ryan O'Neal vill ekki búa í óvlgðri sambúð Eins og komiö hefur fram hér á síö- unni er sambúö þeirra Ryan O’Neal og Farrah Fawcett nú lokiö aö því.er fregnir herma. Farrah segist hafa fengið nóg af vælinu í Ryan um aö þau yrðu aö giftast. Það mun hafa verið í lok maí sem nágrannar þeirra urðu varir við mikil læti á heimili þeirra og skömmu síðar hvarf Ryan á braut. Farrah vísaði honum á dyr. Rifrildi þeirra endaði með því að ná- grannamir kölluöu á lögregluna tU aö skilja á mUU, en þá haföi leikurinn borist út í garö. Þau Farrah og Ryan eiga 5 mánaöa gamlan son og er hann hjá móður sinni. En Ryan hefur nú flutti út. Farrah hefur leitað stuðnings hjá gömlum vini sínum, Lee Majors, og vildi svo óheppUega til að í eitt skipt-i iö sem Ryan hringdi í hana svaraði Lee í símann. Ryan trylltist gjör- samlega, en Farrah á að hafa hlegið ógurlega og Ukað vel að geta strítt Farrah Fawcett Ryan greyinu. Hann hringdi svo aftur nokkrum dögum seinna og var þá búinn aö jafna sig og sagöist endUega vUja koma heim aftur því hann saknaöi hennar og bamsins svo. TU að fá það verður hann líklega að lofa aö hætta að tönnlast á hjóna- bandi því Farrah dregur enga dul á að hún er aUs ekki reiðubúin tU að ganga í þaöheilaga. Richard Chamberlain er orðinn fimmtíu ára gamall en lætur lítið ð sjá og hefur ekki hugsað sér að ganga i það heilaga i bráð. Richard Chamberlain líkar vel hið Ijúfa líf pipar- sveinsins KvennagulUð Richard Chamberlain er nú kominn með nýja vinkonu, PrisciUu MacDonald aö nafni. Hún ku vera bandarísk og sáust þau saman á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Eftir að hátíöinni lauk leigöu þau sér bát og tóku sér stutt frí saman. Chamberlam hafði verið oröaöur við Lindu Evans, leikkonu í Dynasty, og gengu þær sögur fjöUunum hærra að þau mundu ganga í þaö heilaga. Af því varð ekki og segist hann ekki vera neitt sérstaklega æstur í aö gifta sig í bráð. Þó segir hann aö ef sú rétta birtist einn daginn þá sé aldrei aö vita nema hann drifi sig upp að altarinu. Chamberlain er fimmtugur og á engin börn, hann segist tæplega hafa tíma til að standa i barnauppeldi eins og er, enda líöi honum ágætlega í piparsveinshlut- verkinu. Flestir muna eflaust eftir Chamberlain í „Shogun”, herstjórinn upp á íslenska tungu, og þar á undan í hlutverki prestsins í Þyrnifuglunum. Nýjasti sjónvarpsmyndaflokkurinn sem hann hefur leikið í er um sænska diplómatann Raoul Wallenberg og segir Chamberlain að það sé áhuga- verðasta hlutverkið sem hann hafi tekið að sér um dagana. Gaman væri að vita hvort ísl. sjónvarpið hefur hugsað sér að fá þessa þætti i litla imb- ann okkar. Við höfum reyndar fregnir af þvi aö frændur vorir Danir fái ekki að sjá þættina sem mun vera vegna þess að vídeómarkaðurinn á meginlandi Evrópu bauð betur en sjón- varpsstöðvarnar í Evrópu réðu við. Norska leikkonan Liv Ullman hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu að undanfornu en nú hafa okkur horist þœr fréttir að hún œtli að gifta sig í annað sinn í haust. Nánar tiltekið mun hún ganga í það heilaga 8. september, sá heppni er bandarísk- ur vísindamaður. Þetta er annað hjónaband Liv en áður var hún gift norskum lœkni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.