Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR2. AG0ST1985. (Jtlönd Útlönd Útlönd Útlönd Heróín eins og hver vill í Nýju Delhí Þórir Guðmundsson, DV, Nýju Delhí: Opíum- og heróín-kóngamir í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans eru óðum að leggja nýtt flutnings- og markaðssvæði undir smyglverslun sína með þessi lyf dauða og eyðileggingar. Þetta nýja markaðssvæði er höfuðborg Indlands, Nýja Delhí. Eftir aö heróínsmyglleiðin til Evrópu um Afganistan og Iran hefur nær lokast hafa sölumenn hvíta dauöans snúið sér meira að leiðinni um Indland. — Þótt þessi út- flutningur taki miö af endastöð á svartamarkaðnum á Vesturlöndum þá er það eitt af lögmálum eiturlyfja- smyglsins að eitrið markar slóð sína. Ibúar viðkomustaða og svæðanna við smyglslóðina verða brátt fómar- lömbeiturlyfjanna. IMóg framboð Blaöamaður DV í Nýju Delhí hefur orðið áþreifanlega var við þessa versiun í þessari og fyrri heim- sóknum. Þaö er minnsta mál í heimi að veröa sér úti um eiturlyf af hvaða tegund sem er. Sérstaklega auðfengnar eru þær tegundir sem framleiddar eru hér eða í nágranna- ríkinu, Afganistan, en það eru aðallega hass og heróín. ökumenn þríhjóla leigubíla eru gjaman farandsalar þessara viðskipta. Það eru oft slíkir sem snara sér að útlendingum á aírætum og byrja á að bjóða þeim far en fylgja síðan eftir með tilboöum um gjaldeyrisverslun þar sem eiturlyf eru boðin í skiptum fyrir erlendan gjaldmiðil. Verðið hér á eiturlyfjunum er svo margfalt ódýrara en á svartamark- aðnum í New York, Amsterdam, London eða Reykjavík, að mörgum verður þetta ómótstæöileg freisting. Jafnvel þeir, sem hingað em annars komnir fyrst og fremst til þess að þroska anda sinn eða til að nálgast æðri máttarvöld og hefja tilveru sína á hærra plan í gegnum leyndardóma dulspekinnar, geta fallið í slíkt prang, auralitlir eftir langa dvöl, eygjandi möguleika á að fjármagna heimferðina meö slíkum kosta- kaupum. Eiturlyfjamafíur En eíturlyfjabraskið er einnig til í stærri mynd. Myndast hafa indverskir mafíuhringir og er svo komiö að almennt er talið að það sé fimm manna klíka sem að mestu stjómar heróínumsetningunni héma í höfuðborginni. Eöa öllu heldur aðeins fjórir eftir að einn var hand- tekinn núna á dögunum. Umfang þessara viðskipta er geysilegt því aö aukningin hefur verið ótrúlega mikil og ör. I fyrra lagöi lögreglan í Delhí hald á 33 kg af heróíni samtals á öllu árinu. A fyrstu sex mánuðum þessa árs komst hún y fir 120 kg og þessum mánuði gómaði húnrikksjárekilmeð 126 kg af hreinu heróíni i fórum sínum. Og í Rajastan fundust 329 kg af heróíni í yfirgefinni úlfaldalest. Þegar lögreglan kemst yfir hass er venjulegast um að ræða magn sem mælist í hundruðum kílógramma en ................. i .......»"nn ráðiö heldur að flytja eitrið fyrst landleiöina um Pakistan til Indlands eða Nepal þar sem auðveldara er um vik aö koma farminum burt til Vesturlanda. Nepal er nefnilega einnig að verða vinsæl útflutnings- miðstöð smyglara. Frá Afganistan Þótt hluti eiturlyfjanna, sem fara í gegnum Nýju Delhí, sé framleiddur Smygislóð eiturlyfjabraskaranna markast fljótt af eitrinu. Eftir að Nýja Delhí varð útflutningsmiðstöð heróínheildsala hefur neysla þarlendra margfaldast á örskömmum tima. Kort af gullna hálfmánanum, Iran, Afganistan og Pakistan, en þaðan hefur heróínstreymið beinst til Indlands. ekki nokkrum grömmum eins og heima. Þetta sýnir kannski fyrst og fremst að lögreglunni hefur vaxiö fiskur um hrygg í viðureigninni við þessa iðju en gef ur þó um leið eitthvað tU kynna hvOík ógrynni hljóta að vera hér í umferð í Nýju Delhí. íran lokaðist Þessi aukna umsetning eiturlyfja- verslunarinnar í gegnum Nýju Delhí stafar af því hve erfitt er orðið að koma eiturlyfjunum út úr löndunum sem liggja aö „gullna hálfmán- anum”, eins og svæðið Iran, Afganistan og Pakistan er kallað. Viðurlögin við eiturlyfjasmygli í Iran eru orðin svo ströng (háar sektir eða líflátsdómar) að þaö þykir of dýru verði keypt. Vera sovéska innrásarliðsins í Afganistan hefur bundið enda á að það væri meginútflutningsstöð ópíums og heróíns. Ekki nema þá miklu minni farmar og aðeins stutt- an veg yfir landamærin til næsta ná- grannaríkis. Pakistan var orðin Ulræmd uppspretta heróíns en stjórn Zia Ul- Haqs hefur látið undan þrýstingi Vesturlanda og fylgt afstöðu strang- trúarmúslima klerkaveldisins í Iran tU heróínverslunarinnar með því að leita gaumgæfilega á öllum flugfar- þegum sem frá Pakistan fara. Og refsUög Kóransins eru ekkert mUd- ari í Pakistan en í Iran. Því taka margir smyglarar það innanlands í Indlandi sjálfu fer það ekki leynt að meginhlutinn kemur frá Afganistan í gegnum Pakistan. Það fór áður í gegnum Iran til Tyrklands og síöan þaðan til Vestur- landa (gjaman með farandverka- fólkinu). AðaUega viröist smyglaö um Punjab- og RajastanfyUci á Norður-Indlandi. Þórir Guðmundsson, DV, Nýju Delhí Aður runnu eiturlyfin frá Punjab eða Rajastan suðurtU Bombay, enda samgöngur greiöar þangað, en Bom- bay er svo hins vegar almennur áfangastaður alþjóðaleiða í þessum heimshluta, hvort sem um er að ræða flugleið eða sjóleið. — En löggæslan í Bombay herur hert mjög aðgeröir sínar gegn eiturlyfjaverslun og aukið eftirlitið svo að smyglarar hafa hopað undan til Nýju Delhí, þar sem yfirvaldið hefur ekki haft eins mik- innandvaraásér. Flæðir þess vegna yfir Nýju Delhí mikiö magn af „brúna sykrinum” sem er óhreinsað og ódýrt vinnslu- stig heróíns. Og ekki er hassflóðiö minna. Verðið á heróíninu er þetta frá 200 upp í 1600 krónur grammiö. Slíkt geta jafnvel fátækustu neytendur látið eftir sér að kaupa eða að minnsta kosti „púður- sykurinn” því að grammið af honum kostar innan við 100 krónur. 50.000 heróínsjúklingar Afleiðinganna er þegar tekið að gæta. Opinberar skýrslur greina frá um 50 þúsund heróínsjúklingum í Nýju Delhí einni. — Bevenora Muhan, sem veitir forstöðu af- vötnunarhæli hér í borg, segir líklegt að heróínneytendur í höfuöborginni séu vart undir 240 þúsund. Það kemur heim við reynslu flestra þeirra, sem DV hefur talað við og eitthvað þekkja til mála, að margfalda megi opinberar tölur með 4 eða jafnvel 5 til að fá sannari út- komu um raunverulegan f jölda neyt- enda. — En 240 þúsund af sex milljónum, sem er íbúafjöldi Nýju Delhí, erunær4%. Lögreglustjóri einn, sem mikla reynslu hefur af viðureign við eitur- lyfjaþrjóta, sagði í viðtali viö DV að væg viöurlög væru meginástæöa þess að ekki hefði betur gengið í bar- áttunni við eiturdreifinguna. „Jafnvel illræmdir eiturlyfjasaiar ganga hér út úr réttarsölum með hlægilega mUda dóma,” sagði hann. ,,Þaö ætti að hafa að minnsta kosti sjö ára lágmarks fangelsisvist við eiturlyfjadreifingu. ’ ’ Spilling En vandinn liggur ekki aöeins í iagasetningunni. Hann er ef svo má segja landlægur einnig í lögreglu- stöðvunum. Indverska lögreglan hefur miöur gott orð á sér og þykir ekki ganga mjög vasklega fram í lög- gæslunni. Mútuþægni hefur lengi loðaövið hana. Háttsettur lögregluforingi í Bombay viðurkenndi í spjalli við blaðamann DV að spiUingin næði frá hinum lægst setta lögregluþjóni upp tilmanna í æðstu stöðum. Eitt dæmið þar um nefna menn gjaman eitur- lyfjasalana í Nýju Delhí sem aUir vita orðið um en fá þó alveg að vera í friði fyrir lögreglunni utan einstaka skyndileitir sem leiða sjaldan tU handtöku glæpamannanna (sem kannski hafa verið varaöir við í tæka tíð). Slakari þjónusta Um daginn ætlaði blaðamaður DV að fá sér far meö rikksjá. Það var sægur af þeim á einu götuhominu. I stað þess aö rjúka upp og bera sig eftir viðskiptunnm, því aö nógir eru um hituna,hreyfði sig enginn. Og þeir vom ófáanlegir til vinnu enda alUr uppdópaðir af „púðursykri” — lDdega skammtinum sem þeim haföi ekki tekist aðselja þann daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.