Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. Einar Benediktsson sendiherra í skrifstofu sinni i sendiráði Íslendinga i London. DV-mynd SigA. 31 0 o veiðarnar og hundadrápið á Framnes- veginum, bæði kannski blásin út af pressunni í Englandi. Vinninginn hefur hundadrápið en myndir frá því birtust í blöðunum hér og fólk fékk þá hug- mynd að svona væri þetta alltaf á Is- landi. Reyndar þarf engan að undra því þannig vinnur æsingapressan breska. Islenska sendiráðið bar hitann og þhngann í þessu máli og Einar og starfsfólk hans reyndu eftir bestu getu að leiðrétta misskilninginn. „Við eyddum miklum hluta janúar- mánaðar 1984 í aö svara símtölum og bréfum frá fólki. Lítið land eins og Is- land er frekar „karakterlaust” í aug- um útlendinga og því er hætt við, þegar svona neikvæðar fréttir berast af land- inu, að skoðanir fólks mótist af þeim. Við reyndum því að gera okkar besta Gervasoni, franskur þegn, flúði til Is- lands til að komast undan herskyldu í heimalandi sínu, og vildi fá hæli. „Þetta mál vakti mikla athygli í frönskum fjölmiðlum og svo fór að sendiráðiö í Paris varö miöju- punkturinn i málinu. Það var yfir- tekiö af fólki seimginnig vildi fá hæli á Islandi og svo fengu hægri öfgamenn sama áhuga á Islandi. Ég þurfti um tíma að fá lögregluvernd og vörður var settur um sendiráðið. Heimþrá Það er komiö að lokum heimsóknar undirritaðs í sendiráðið og síðsta spumingin er umheimþrá. „Heimþrá er ekki hlutur sem maður kemst yfir, hún hverfur aldrei. Þaö er í manni sterk þrá til að vera á Islandi og búa þar. Þetta er ekki stööugur verkur Einar heldur ræðuna á fundi Vinnuveitendasambandsins i mars sl. Einar ræðir i viðtalinu um hugmyndirnar sem hann setti fram i þessari ræðu. löndin. Mér fannst að þetta væri frekar mál fyrir Sameinuðu þjóðirnar eða stærri lönd en okkar. Eft.r að þessi maður var farinn ætlaði ég að fara að skrifa skýrslu um þetta mál til að senda heim. Mér datt helst í hug að skrifa eitthvað neikvætt og leggjast á móti hugmyndinni. Einhverra hluta vegna varð aldrei neitt úr skýrslugerð þennan daginn. Ég svaf því á málinu og þegar ég vaknaði um morguninn fannst mér þama vera komið eitthvað sem við Is- lendingar ættum að athuga.” Flestir vita framhald þessa máls. Það var gengið rösklega til verks, nótaskipið Bjartur var fengið aö láni og sent út, ásamt áhöfn undir stjórn Magna Kristjánssonar skipstjóra. Það þótti fljótt sýnt að Bjartur var ekki nógu hentugur til að veiða þarna suður í Atlantsálum enda stunda íbúar Græn- höfða veiðar á öllum dýptum. Því var ákveðið að sérsmiða skip sem svo fékk nafnið Fengur og var sent til Græn- höfða fyrir rúmlega ári. Með þessari þróunaraðstoö hefur ís- lenska þjóðin gert góðverk sem hún getur verið stolt af .En hver var ástæða þess aö Einar skipti um skoðun á málinu? „Hún er tvíþætt. Annars vegar finnst mér að við m%um aldrei gleyma því aö þrátt fyrir okkar eigin örðugleika á efnahagssviðinu þá erum við rík þjóð. Svo rík að við eigum erfitt með aö ímynda okkur fátækt þá sem ríkir í löndum eins og Cabo Verde. Þar eru meðaltekjur manns á ári hverju 100 dollarar miðað við 10.000 dollara á Islandi. „Hin ástæðan var að mér fannst þarna komiö tækifæri til að vekja frekari athygli á þekkingu okkar á fiskveiðum og fiskvinnslu, en viö erum á- meðal fremstu þjóða í heimi á þessum sviðum.” Ahugi alþingis á þessu máli hefur nú verið vakinn og nokkrar umræður hafa spunnist um möguleika á tækniút- flutningi okkar svo þarna gæti verið í uppsiglingu meiriháttar atvinnuvegur og gjaldeyrislind. Vill Einar Bene- diktsson fá heiðurinn? „Nei, það vil ég ekki. Það var brugðist vel við í þessu máli eftir að það hafði veriö kannaö og þarna hefur komið við sögu margt úrvalsfólk sem á mikinn heiður skilinn fyrir það góða verk sem það hefur unnið.” Hundadrápið Það kemur ekki oft fyrir að litla Is- land komist í heimsfréttirnar en þegar það gerist er oft neikvætt orð sem af okkur fer. Tvö þessara mála eru hval- til að leiðrétta þetta og okkur tókst m.a. að koma lesendabréfum í blöðin og ég held að okkur hafi tekist nokkuð vel að leiðrétta þennan misskilning. ” Morðhótun Eins og önnur óveður gekk þetta yfir en einmitt þá kom bréf til Einars þar sem honum var hótað lífláti. Hvernig brást hann við þessu? „Það er ekkert skrítið þegar svona mikið f jaðrafok verður að það birtist í ýmsum myndum í bréfum frá fólki sem er lítið eða mikið bilað á geðsmun- um. Nú, það var ekkert við þessu að gera nema að afhenda lögregluyfir- völdum bréfið. Ég fékk ekki meiri lög- regluvernd en sendiherrar njóta dag- lega.” Lögregluvernd þurfti hins vegar í París er hið svokallaða Gervasonhnál kom upp fyrir nokkurum árum. Partic en ætli ég fái hann ekki aoauega a vor- in, svona rétt eins og lóan. Blessunarlega hefur mér, starfsins vegna, gefist kostur á að fara nokkuð oft heim og ég og f jölskylda mín höfum haft það fyrir reglu undanfarin ár að eyða sumarfríunum okkar heima. Það hefur aldrei hvarflað að okkur að setjast endanlega aö úti.” Einar er tekinn að ókyrrast, enda stendur mikið til. Samstúdentar hans frá því fyrir 35 árum eru að koma í heimsókn. Stór hluti hópsins ákvað að bæta sér upp stúdentaferð, sem aldrei var farin á sínum tíma, með því að eyða einni helgi í Lundúnum. Sumt folkið hefur hann ekki séð í f jöldamörg ár og mér sýnist ég sjá á honum fiðr- inginn í maganum á honum um leið og hann segir mér frá þessu, brosandi út að eyrum. Kannski ekki skrýtið, eins og að dimittera á nýjan leik. SigA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.