Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. —viðtal við Einar Benediktsson, sendiherra íLundúnum, um landkynningu, morðhótun, Cabo Verde, lögregluvernd o. fl. Einar Benediktsson sendiherra veit allt um hvaö er aö vera islendingur í útlöndum. Alveg frá þvx Í950, er hann hélt til náms í Bandaríkjunum, hefur hann að mestu haft aösetur erlendis. Arin 1960—'64 og ;68—70^ eru þar aðeins undanskilin er hann* vann hjá ráðuneyti efnahagsmála og seinna í viðskiptamálaráðuneytinu. En svo réð hann sig til starfa hjá utanríkis- þjónustunni og hélt út áriö 1964 og þar hefur hann veriö að mestu leyti síöan. Einar er nú sendiherra Islendinga í Englandi og þaö var á skrifstofu hans í Lundúnum sem þetta viötal fór fram. Undirritaöur haföi lengi velt því fyrir sér aö taka viðtal viö Einar Bene- diktsson en þaö sem geröi útslagiö voru fréttir sem bárust til Lundúna af ræöu sem Einar hélt á aðalfundi vinnu- veitendasambandsins í aprílmánuöi sl. 1 þessari ræöu, sem vakti mikla athygli, kom Einar inn á margar athyglisveröar hugmyndir og eru meðal þeirra hugmynd um sendiráö í Japan og svokallað Iceland House í Lundúnum. Því var það aö undirritaöur smellti sér inn í bókabúö og festi kaup á 160 síöna skrifblokk og penna. Síöan var haldiö aö 1 Eaton Terrace þar sem sendiherrann beiö í bjartri og rúmgóöri skrifstofunni. Japan og Islendingahús voru ekki einu málin sem voru rædd. Þaö var komið víöa ar.nars staöar viö og fer viötalið hér á eftir. Sendiráð í Japan Fyrst var talaö um Japan og sendiherrann hefur oröiö: „Ástæían fyrir því aö ég minntist á hugsanlegt sendiráö Japan í ræðunni er aö ég tel Japani vera leiðandi þjóö í hátækni og þá er ég aö tala um hinar svokölluöu 5tu kynslóðartölvur. Ef Islendingar munu í framtíðinni reyna aö hasla sér völl á þessu sviöi þá stæðum við vonandi betur aö vígi meö sendiráð í Japan til aö tenbgjast þessari þróun betur. „Hin ástæðan er varöar.di fisk- markað Japana en þjóðin e: mesta fiskneysluþjóö veraldar. Hingaö til hefur markaöur- inn samt verið mjög lokaöur og Japan- ir hafa aö mestu leyti séö sér fyrir sín- um fiski sjálfir. Aö undanfömu hefur þó veriö aö myndast pressa á þá aö slaka á innflutningsreglum sínum. Þaö er einmitt þá sem sendiráð á staönuxn kæmi að góöum notum. Meö starfsemi á staönum stæöum viö mun betur aö vígi þegar Japanir rýmka reglumar. Eg verð að taka fram að svona hug- mynd getur aldrei komiö til fram- kvæmda nema fjármagnið sé fyrir hendi og ég geri mér fulikomlega grein fyrir aö þetta væri mikiö í ráðist fyrir litlaþjóð.” En hvemig er það, myndi Einar Benediktsson langa til að veröa fyrsti sendiherra Islendinga í Japan? „Eg vil auðvitaö aö það komi fram aö ég hef ekki sett þessa hugmynd fram til aö koma sjálfum mér á fram- færi, segir hann. Meira veröur ekki um svör. „Landkynning í smærri borgum" Ahugi Einars á aö xynna island og tslendinga hefur ekki fariö fram hjá neinum sem til þekkir. Nægir aö fara aftur í nóvember sl. er nokkur íslensk fyrirtæki kynntu framleiöslu sína og landiö sem ferðamannaland fyrir Bret- um. Fariö var meö kynninguna frá Edinborg til London og komiö við i Birmingham. Það er samdóma álit þeirra sem stóöu aö kynningunni aö hún hafi tekist vel í Edinborg og Birmingham en verr hafi gengið í Lundúnum. „Jú, sjáöu, þaö er min reynsla að þaö sé betra að ná til f jölmiöla í þess- um minni borgum,” segir Einar, að- spuröur um ástæðuna. „Eg hef reynslu af þessu, frá tveimur sl. áriun í Eretiandi, og einnig frá Frakklandi, er viö vorum með kynningu í París, Lyon, Grenoble og Boulogne. Fjölmiðlarnir í stórborgunum eru jafnan uppteknir af heims- og landsmálum og mjög erfitt að ná athygli þeirra meö eitthvað eins og landkynningu. Blöð minni borganna eru hins vegar með fréttir úr sínum bæjum og okkur gekk mjög vel aö fá inni hjá þeim, í borgum eins og Edinborg, Manchester (1983) og í þessum smærri, frönsku borgum. I Edinborg og Manchester kom ég m.a. fram í útvarpi og í Birmingham var kynningin kynnt í sjónvarpsþætti, sem var sendur út um alitEngland. Samstaða framleiðenda Ég held aö það sé mikilvægt að ís- lenskir framieiöendur standi saman þegar veriö er aö kynna vörur og ferðamál á erlendum markaði. Þá á ég ekki bara við fisk og uliarframleiðslu. Samhliða þessu finnst mér aö einnig ætti að kynna íslenska list, eins og gert var í kynningunni í fyrra. Eg er á þeirri skoöun aö islensk list eigi erindi á erlendan markað og held aö þaö hafi komiö berlega í ljós í Edinborg, þar sem við vorum meö íslenska lista- viku.” Iceland House „Þegar talað er um samstööu ís- lenskra framleiöenda þá tengist hugmyndin aö Iceland House því máli. Hún er byggö á svipuðum húsum, sem flest bresku samveldislöndin og önnur lönd hafa hér í London. I þeim hafa út- flytjendur landanna aöstöðu til að reka sína starfsemi og gerir það stöðu þeirra í samkeppninni viö aöra mjög sterka. „Hugmyndin aö Iceland House opn- ar svo einnig þann möguleika að hafa þarna aöstöðu fyrir innflytjendur, sem margir hverjir þurfa að reka sína starfsemi frá hótelherbergjum. Enn frekari möguleikar á nýtingu slíks húss eru aö halda sýningar á islenskum iistaverkum, sýna kvik- myndir og halda tónleika. Svo má ekki gleyma þeim Islendingum sem búsettir eru í Englandi en þeir gætu haldiö sín mannamót á slikum stað. Eg vil þá sérstaklega nefna þaö fólk sem er af íslenskum ættum en er aö missa tengsl sín viö þjóöina. Eg tel mikilvægt að við rækjum skyldur okkar gagnvart þessu fólki og kynnum því menningu okkar. „Það veröur auövitað aö taka fram hér, aö eins og meö sendiráöiö í Japan, þá er ekkert hægt aö gera nema viö ráöum viö fjárhagslegu hliöina á mál- inu.” Lýðveldið Grænhöfði Áður en Einar Benediktsson kom til Ixxndon til aö gegna sendiherraemb- ætti Islendinga var hann sendiherra í París. Þá ehis og nú var hann sendi- herra í fleiri en einu landi, og þurfti hann aö fara í tíðar sendiferðir til Spánar og Portúgals, en þaö voru ein- mitt þau riki sem Einar annaðist. Seinna bættist Grænhöfðaeyjar á list- ann og undirritaöur spuröist fyrir um hvernig það hefði komið til. Hann byrjaöi á því aö segja aö hann kynni txetur viö aö kalla þennan eyja- klasa Cabo Verde, sem væri nafnið á rikinu eftir að þaö hlaut sjálfstæði frá Portúgölum. Svo byrjaöi hann að segja frá hvernig kom til aö hann gerðist sendiherra Islands á Cabo Verde (Grænhöföa) og upphaf þess máls reyndist vera byrjunin aö þeim sam- skiptum ríkjanna sem fólk þekkir í dag. „Þegar ég var í París hringdi í mig maður sem kynnti sig sem sendiherra Cabo Verde í Lissabon. Hann sagðist vera staddur í París og baö um viðtal. Ég veitti honum það seinna um daginn, en á meðan þurfti ég aö fletta upp í handbók til aö sjá hvaö og hvar þetta Cabo Verde væri, því sannast sagna haf öi ég óljósa hugmynd um þaö. Ég sá í þessu riti aö Cabo Verde er eyjaklasi undan strönd Senegal í V- Afríku. Svo kom þessi maður, Corsino Fortes, sem síöar varö sendiherra á Islandi. Hann skýrði frá þvi að forseti lands síns, Aristides Pereira, heföi frétt af okkar þjóð, nyrst í Atlantshafi, sem heföi byggt upp velmegunarþjóð- félag á fiskveiöum einum saman. Nú haföi ekki rignt á Cabo Verde í næstum áratug og urðu íbúarnir því að treysta á f iskveiðar til aö komast af. Þarna var þessi maður sem sagt kominn til aö biöja um aöstoö frá Is- lendingum í einhverri mynd til að auka fiskveiöiþekkingu þjóöar sinnar. Fannst það fráleitt Eg verö að viöurkenna aö þetta fannst mér í fyrstu fráleitt því aö viö Islendingar höföum aldrei fengist við beina þróimaraðstoö, þó að við hefðum veitt aöstoð í samvinnu við hin Norður-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.