Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1985. Umræða um málefni en ekki persónur — segir Kristín S. Kvaran, þingmaður BJ „Við í Bandalagi jafnaðarmanna höfum frá upphafi lagt áherslu á jafnaðarstefnuna en á stundum meö ólíkum áherslum. Og þaö er ekki tilefni til umræðna á síðum dagblaðanna,” sagði Kristín S. Kvaran, þingmaður BJ, í samtali viðDV. Kristín samþykkti tillögu Garðars Sverrissonar, starfs- manns BJ, sem hann bar upp á fundi landsnefndar BJ sl. fimmtu- dag. Tillagan var um fordæmingu á einkaskólann og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. En án stuðnings formanns landsnefndar- innar, Kristófers Más Kristins- sonar, og varaformannsins, Val- gerðar Bjarnadóttur. Tillagan og afdrif hennar hafa oröið tilefni frekari blaðaskrifa um óánægju „andófshópsins” svonefnda. Kristófer Már hefur sagt í DV að honum sýnist óánægjan beinast gegn sér. Kristín var spurð um ummæli Kristófers Más um að óánægja manna beindist að honum. „Þetta er bara umræða um málefni en ekki persónur,” svaraði Kristín S. Kvaran. Kjarninn í „andófshópnum” er hópur fólks sem hist hefur síöan ’83. Kristín S. Kvaran hefur setiö fundi meö hópnum. A fundi hópsins 2. júlí í Torfunni var samþykkt áskorun til þingflokks BJ. Hana undirrituöu tíu manns. Það var áskorun um að þingmenn BJ legðu ríkari áherslu á jafnaðarstefnuna -ÞG. Frjálst.óháÖ dagblaö DV kemur ekki út á morgun, laugar- dag. Næsta blað kemur út þriðju- daginn eftir verslunarmannahelgi. Smáauglýsingadeild DV verður opin í dag, föstudag, til kl. 22. Deildin verður lokuð laugardag, sunnudag og mánu- dag. A þriðjudag verður smáauglýs- ingadeild DV opin frá ki. 9 til 22. Góða helgi. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKl Munið nú eftir góða skapinu í umferðinni! Skipstjóri sektaður um rúma milljón — neitar að borga: Sit frekar af mér” „Eg ætla ekki að borga þessa sekt, ég sit hana frekar af mér, eöa að ég tala við forsetann um leiðréttingu minna mála,” sagði Guðmundur Rósmundsson, 63 ára skipstjóri í Bolungarvík ,í morgun.sem sektaður hefur verið um rúma milljón krónur fyrir að fara 103 tonn yfir leyfilegan aflakvóta á síðasta ári, sem var 100 tonn. „Ég er sár og mér finnst þetta svívirðileg framkoma. Ég keypti viöbótarkvóta í fyrrahaust og talaði við þá í ráðuneytinu um það, skýrði þeim frá því, en þeir hundsa þaö al- gjörlega. Þá skertu þeir rækjukvótana hjá Vestfjarðabátum í fyrra, eins og allir vita, og við fórum aldrei á þær veiðar, en okkur var á engan hátt bættur upp sá skaði.” Guðmundur rekur og er skipstjóri bátsins Páls Helga IS 142, 30 tonna báts. Báturinn fékk í fyrra 100 tonna kvóta. Guðmundur keypti auk þess 52 tonna kvóta á Drangsnesi og rækjukvótinn sem felldur var niður nam 50 tonnum. „Ég sendi ráðuneytinu bréf um það hverjir hefðu gengið frá kaupum mínum á kvótanum á Drangsnesi. Þeir vissu því að bæjarstjórinn hér í Bolungarvík og sveitarstjórinn á Drangsnesi samþykktu þess kaup.” Og Guðmundur bætti við: „Ég er búinn að standa í þessu alla mína tíð, aldrei gert neitt annaö. Báturinn kostaði 8 milljónir króna og ég er iíka með fiskverkun. 100 tonna kvóti segir ekkert, hann dugar einfaldlega ekki.” -JGH. Þetta snotra seglskip sigldi inn ó Reykjavíkurhöfn í morgun. Er það pólskt og heitir Barquentine Pogoria. Hingað kom það fró Gdynia í Pól- landi ó leiö sinni til Kanada. DV-mynd: S. Fjársvikamál Blindrafélagsins: Má/ið mun víðtækara —a ð sögn rannsóknarlögreglunnar I sambandi við rannsókn á fjár- reiðum happdrættis Blindrafélagsins hefur komið í ljós að hugsanleg fjár- svik eru mun víðtækari en talið var í upphafi. Upphaflega var fram- kvæmdastjóri félagsins sakaöur um að hafa tekið sjálfur happdrættisvinninga á árunum 1983, ’84 og ’85. Að sögn rann- sóknarlögreglunar hefur nú komið sitt- hvað í ljós og málið ekki lengur bundiö við happdrættisvinninga heldur ýmsar aðrar greiðslur sem hafa farið í gegnum bókhald félagsins. Á miðvikudag var framkvæmda- stjórinn handtekinn eftir að handtöku- heimildar hafði verið aflað. Einnig var gerð húsleit heima hjá manninum. I framhaldi af þessu hefur verið krafist gæsluvarðhalds fram til 14. ágúst. Sakadómur mun taka ákvörðun um gæsluvaröhald í dag. APH Veiðiþjófar að ganga af Gilsá dauðri: VEIÐIVÖRÐURINN VILL VAKTA ÁNA ÚR HOLU Veiðiþjófar, sem staönir voru aö því að leggja ólögleg net í ósnum á ánni Gilsá í Hvalvatnsfirði í nágrenni Grenivíkur nýlega, hafa gefið sig fram. Er þetta í fyrsta skipti sem næst í veiðiþjófa á þessum stað. I ánni hefur verið stunduð fiskirækt um árabil án nokkurs afrakstur vegna þess að öllu er stolið. „Þetta hafa verið vandræði í fjölda ára,” sagði Pétur Axelsson, formaöur veiðifélagsins, en hann selur einnig veiðileyfi í ána. „Við höfum sleppt þarna bæði bleikju og laxi en áin hefur alltaf gefið voða lítiö beinlínis út af veiðiþjófnaðL Maður er að heyra allt að fimmtán ára gamlar sögur af veiði- þjófum í ánni núna þegar allt er fyrnt og ekkert hægt að gera. Gilsá í Hvalvatnsfirði er mjög af- skekkt og erfitt að hafa eftirlit meö henni. „Nú ætlum við að byrja aö vakta ána,” sagði Pétur. „Við látum fara eins lítið fyrir okkur og við getum — ætli við skríðum ekki ofan í holu.” -EH. Brottrekstrarmálið hjá Varnarlidinu: UM120 STARFSMENN VALLARINS MÓTMÆLA Um 120 íslenskir starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa sent varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins bréf þar sem lýst er furðu á þeim aðferðum sem beitt var þegar Jónasi Guðmundssyni, skrifstofustjóra hjá Fjármála- stofnun Varnarliðsins, var vikið úr starfi 2. júlí síðastliðinn. Segir ennfremur að óviðunandi sé að einn aðili þessa máls, bandariskur yfirmaður Jónasar, Mallone að nafni, skuli vera farinn úr landi áður en varnarmáladeild tekur það til athugunar. Mallone lýkur störfum á Islandi 5. ágúst næst- komandi en varnarmáladeild hyggst halda fund meö Félagi íslenskra. stjómunarmanna á Keflavíkurflug- velli daginn eftir. Eins og greint var frá í DV á sínum tíma var ástæðan fyrir upp- sögn Jónasar sögð sú að hann hefði boðiö starfsstúlku hjá sér launa- hækkun gegn því að hún veitti honum blíðu sína. Jónas hefur vísað þessum ásökunum á bug og telur þœr runnar undan rifjum Mallones. Þá þótti Félagi íslenskra stjómunarmanna á Keflavíkurflugvelli ómaklega vegið að Jónasi með uppsögninni og ákvaö á fundi 15. júlí siðastliðinn að skjóta málinu til varnarmáladeildar og utanríkisráðherra. En nú hefur varnarmáladeild ákveðið að taka málið til umfjöllunar 6. ágúst næst- komandi, daginn eftir að Mallone fer úr landi. „Venjan er að hermenn sem lenda í vandræðum hér séu kyrrsettir þar til mál þeirra eru upplýst,” sagði fslenskur starfsmaður Varnarliðsins í samtali við DV í gær. „En þessi málsmeðferð varnarmáladeildar sýnir að búið er að hvítþvo MaUone fyrirfram. Hún sýnir að unnt er að reka menn að geðþótta héma á veUinum. FóUt er hrætt. Það þorðu ekki nema um 120 manns að skrifa undir bréfið sem við sendum. MóraU- inn er í lamasessi. Þetta mál á eftir aðdragadilkáeftirsér.” EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.