Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. 39 f f Cttll'l c-l'U-f U- X/ r, 1 UofVf utföf C-f VI-. i< f u jfvriötwtuöyiH’, Bílvelta varð á Suðurfjarðavegi sunnan Dalsárbrúar í Fáskrúðsfirði aðfaranótt 31. júlí. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur, en bifreiðin er mikið skemmd. Ökumaður var með bílbelti er slysið varð en hefur að sögn lítið notað þau, og má eflaust þakka bílbeltinu að meiðsli urðu lítil sem engin. Ökumaður, sem er aðkomumaður, var ölvaður, er hann velti bifreiðinni, en fyrr um daginn hafði hann ekið mjög gáleysislega um götur bœjarins og mesta mildi að ekki hlaust slys af hröð- um akstri hans. Þingflokkur Alþýðuf lokksins: Kjamfóðurgjald verði afnumið Þingflokkur Alþýöuflokksins hefur sent frá sér ályktun í tilefni verhækk- ana á eggjum, kjúklingum og svína- kjöti, í kjölfar hækkaös kjarnfóöur- gjalds. Lögö er áhersla á áð þingmenn Alþýðuflokksins hafi lagt til á síðasta þingi aö framleiösluráösfrumvarpinu yröi vísað frá. Þeir bentu þá á að frum- varpið byggöi á úreltum stjórnsýslu- hugmyndum um ríkisforsjá, ein- okunarverðmyndun og þvinganir sem _ mga í berhögg við stjórnarskrár- ákvæði um atvinnufrelsi. Einnig benti þingflokkurinn á aö lögin myndu úti- loka samkeppni framleiðenda um verö og gæði og stuðla að offjárfestingu vinnslu- og dreifingaraðila. Enn- fremur fælu lögin í sér hóflausa skatt- lagningu á þær búgreinar sem Fram- sóknarkerfinu eru vanþóknanlegar. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur að afnema beri kjarnfóðurgjaldið þegar í stað, að verðmyndun í landbúnaði eigi að byggjast á beinum samningi vinnsluaðila og smásala, að neytendur eigi að njóta samkeppni vinnsluaðila um lækkun tilkostnaöar í formi lækk- aðs vöruverðs og að afnema beri ein- okunaraðstöðu og stuðla að frjálsri samkeppni um útflutning landbúnað- arafurða. -pá Reglugerð um endurgreiðslu f óðurgjalds: Nær eingöngu til svína- og alif uglabænda sauðf járbændur næstir í röðinni Reglugerð um endurgreiðslur kjarn- fóðurgjalds er nú á lokastigi vinnslu í landbúnaöarráðuneytinu, en að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra þar, mun hún eingöngu ná til alifugla- og svínabænda. Tekið verður til við samningu endur- greiðslureglna fyrir sauöfjárbændur, í framhaldi af þeirri fyrri. 1 reglugerð þeirri sem gildir fyrir alifugla- og svínagændur er gert ráð fyrir að af hinu svonefnda 80% gjaldi komi 6/8 hlutar til endurgreiðslu við fóðurkaup hvers bónda. Misjafnt er eftir fóðurtegundum hve endur- greiðslur verða miklar en þaö getur munað á tonni af fóðri sem kostar t.d. 3800 krónur, sem er í lægri kantinum, og tonni sem er á 6000 krónur sem er með því hærra. 1 reglugerðinni er einnig ákveðið, að 15/80 hlutar af 80% gjaldinu komi til endurgreiðslu samkvæmt framleiðslu, og er sú greiðsla fyrirhuguð eftir hverja þrjá mánuði. Öllum framleiðendum endurgreiðist þá sama tala á afurðamagn. 5/80 hlutar renna síðan til Framleiðnisjóðs, eins og komiö hefur fram. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar hefur fóðurverð á erlendum mörkuðum farið lækkandi og í sumum tilvikum hefur oröið 3—4% lækkun á fóðri frá áramótum. Einnig hefur komið í ljós að hækkun á fóðurverði hérlendis verður innan viö 10% þegar endurgreiðslu 15% hlutans er lokið. -pá Innbrotsþjófur með grænan bakpoka Brotist var inn í Kramhúsiö á Skóla- vörðustíg aðfaranótt þriðjudagsins. Þaöan var stolið myndbandstæki og upptökuvél. Sama kvöld var nýlokið sýningu dansara frá Senegal ásamt bandarísku dansmeynni Adrienne Hopkins. Tækin sem stolið var eru af gerðinni Olympus VX301 og National NV-100 ferðaupptökutæki í tösku. Þessu var öllu stungið í grænan bakpoka sem fröken Hopkins átti. Engin sjáanleg ummerki eru á staðnum. Þeir sem eitt- hvað vita um þetta mál eru beðnir að hafa samband við Kramhúsiö. VATNSSALERNI Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlashf Ármúla 7 — Sími 26755. Pósthófl 493, Reykjavík. Halldór Ámason skip- aður fiskmatsstjóri Halldór Árnason, efna- og hag- fræðingur hefur verið skipaður fisk- matsstjóri til næstu fjögurra ára. Sjávarútvegsráðherra skipar í stöðuna, að höfðu samráði við Fiskmatsráö. Umsækjandi auk Halldós var Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur, forstöðu- maður afurðadeildar Ríkismats sjávarafuröa. Halldór Árnason er fæddur 21. október 1950. Hann lauk prófi í efna- fræði frá Háskóla Islands árið 1977 og hagfræði frá Háskólanum í Lundi árið 1980. Hann var iðnráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Austur- landi 1980—82 og starfaði hjá Iöntækni- stofnun við samræmingu á störfum iönráðgjafa fyrir allt landið á árunum 1982—84. Þá sat Halldór í stjórn Kísil- málmvinnslunnar hf. og var formaður stjórnar 1982—84. Nú síðast var Halldór verkefnastjóri Markaðsverk- efnis sjávarútvegsráöuneytisins. Halldór er kvæntur Þórimni S. Einarsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn. -pá. Vegaeftirlitið f jar- lægir auglýsingar við þjóðvegi „Við erum bara að framfylgja reglugerð dómsmálaráðuneytisins um umferðarmerki,” sagði Hjörleifur Ölafsson hjá vega- eftirlitinu, en starfsmenn þess hafa að undanförnu tekið niður skilti og auglýsingar við þjóövegi landsins sem ekki falla undir reglur um unv ferðarmerki. Þgar blaðamenn DV voru á ferö á Norðurlandi fyrir skömmu kvartaði atvinnurekandi, sem er með þjónustu við þjóðveginn, yfir því að starfsmenn vegaeftirlitsins hefðu tekið niður skilti sem kynntu þjónustu hans. Setti hann þá upp ný skilti inn á eigin landareign en var engu að síður beðinn um aö f jarlægja þau. Hjörleifur Olafsson sagði að sam- kvæmt lögum ætti að kynna sams konar þjónustu á sama hátt og væri kveðið á um hvers konar merki þetta eru. Mynd af rúmi stendur til dæmis fyrir gistiaöstöðu. Hingað til hefðu hins vegar aöeins örfáir fariö eftir þessu. Þar sem það væri í verka- hring vegaeftirlitsins aö sjá um aö lögunum væri fylgt heföi verið á- kveðiö að þaö gerði gangskör að þessum málum í sumar. ,,Ég vil ráðleggja þeim sem ætla að kynna sína þjónustu að lesa sér til um hvernig merkingar þeir megi setja upp og hvar, svo þeir verði ekki fyrir óþægindum,” sagði Hjörleifur Ölafs- son. -JKH. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI LAUSAR STÖÐUR: SJÚKRALIÐAR ÓSKAST TIL STARFA VIÐ EFTIR- TALDAR DEILDIR: - LYFLÆKNISDEILD II—A - HANDLÆKNISDEILDIR II —B OG III —B - BARNADEILD Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11.00—12.00 alla virka daga. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. VANTAR EFTIRTAUN0 HVEm /S: KOPAVOGUR: GARÐABÆR Hófgarði Blikanes REYKJAVIK: Gunnarsbraut Guðrúnargötu Kjartansgötu Ármúla Síðumúla Kastalagerði Birkigrund Furugrund Grenigrund Haukanes Kriunes. Suðurlandsbraut. HAFID SAMBAND VID AFURBOSIUNA 06 SKRIFH) YKKUR A BIÐUSTA. AFGREIÐSLA 1~¥V SÍMI27022 -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.