Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 6
tí Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur GARDUR UNDIR GLERI Nýstárleg kedjuhúsabyggö í Garðabænum Ibúar raöhúsakeðju, Alviðru, í Garðabænum ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur a£ íslensku veðurfari í framtíöinni — í verstu hretunum er bara að halda sig heima við. Arkitektamir Kristinn Ragnarsson og Öm Sigurðsson hafa hannað íbúða- byggð með eins konar hringformi þar sem útigaröur undir glerhvolfi er í miðju. I garðinum er sundlaug, heitur pottur og annað sem alla dreymir um að hafa þegar kuldinn úti nístir í gegnum merg og bein. Að und- anskildum þessum sameiginlega garði em flest húsin með litinn einkagarö undir hvolfinu og þær sex íbúðir sem ekki hafa garðinn eru með því stærri svalir sem undir glerinu geta verið. eins konar gróðurhús. Athyglisverð nýjung og þess virði að hugleiða hvort þarna er komin einhver framtíðar- lausn í baráttunni við kuldabola. Fyrstu húsin verða afhent tilbúin undir tréverk að ári og garðurinn verður tilbúinn með sundlaug og öllu tilheyrandi ári síðar. Raðhúsin em mjög stór og svo em þarna einnig íbúðir allt niður í rúma 100 fermetra. Hver íbúðareining er á einni til fjómm hæðum. Þú gleymir þessu fyrir ferðalagið Fæstir gleyma ferðafélögunum og stærri stykkjum öðrum þegar lagt er upp í ferðalagið en smáhlutina nauðsynlegu vantar oft illilega. Hér er upptalning á því sem oftast gleymist áður en lagt er af stað úr bænum: Upptakari fyrir flöskumar og tappatogari, dósaopnari fyrir dósirnar, nál og tvinni í allar saum- spretturnar, plástur og annað á hæl- særin og smáskrámumar, vega- kortiö, krem við varaþurrk og út- brotum, salemispappír, sápa fyrir eigin skrokk og matarílát, hnífapör, nælur, skæri, eldspýtur, tannbursti, handklæði, sundföt, koddí undir höfuðið og ferðaútvarp. Kannski er betra að tína þetta smámgl saman strax í upphafi — hitt skilar sér yfir- leittnæstumsjálfkrafa — góöa ferö! -baj. Hús á þrettán hæðum „Það er misskilningur að erfiðara sé að búa i húsum á pöllum eða hæðum og slíkt form gefur mun meiri möguleika í hönnun. Við sáum til dæmis hús i Köln fyrir skömmu og það var á 13 hæöum og pöllum. Eitt það stórkostlegasta í okkar augum til þessa,” sögðu hönnuðirnir Kristinn og örn þegar þeir sýndu DV afstöðu húsanna á bygging- arstaðíGarðabænum. . „Okkar markmið er að byggja meö hámarksgæðum og þaö getur vel verið, að það kosti einhverja peninga umfram venjulegan byggingar- kostnað. En við höfum trú á þessu. Það er allt of lítið gert að því að reyna nýjar leiðir hérna og íbúðar- húsnæði er of tilbreytingarlaust. I þessari byggingu er ekki ætlast til þess að allir búi í nákvæmlega eins íbúðum og því eru milliveggir á teikningu ekkert sem þarf að verða svo í lokin, ekki er búið að ákveða innréttingu eða herbergjaskipan á einn eða annan hátt — þannig að sá sem kaupir getur ráðið því að miklu leyti sjálfur. Valið um mismunandi hugmyndir frá okkur eða komið meðsínareigin.” . Fimm slíkar einingar eiga eftir að rísa þarna í litlu hverfi niðri viö sjóinn og verður framkvæmdum þannig hag- aö aö ein eining byggist í einu og gengið verður frá garöi og umhverfi. Síðan rísa hinar koll af kolli. Ekki eiga að myndast neinir vindsveipir á milli húsa eins og við margar aðrar sam- byggingar og blokkir vegna þess að húsin eru mjög mjúk í formL Stærstu raðhúsin eru 220 fermetrar á þremur hæðum og að auki er bílskúr í kjallara, aðstaða til guf ubaðs og fleira. Verðið er 4,9 milljónir tilbúið undir tré- verk. Minnstu íbúðimar kosta 3,1 milljón, tilbúnar undir tréverk, og aðrar íbúðaeignimar 3,9 milljónir. Uppgefnir fermetrar eru allir miðaöir við íbúðarflöt og að auki er svo sam- eign, geymslur og bílskúr í kjallara hússins. Þegar öllum framkvæmdum er lokið og frumbyggjar mættir á staðinn er reiknað með að íbúafjöldi verði álíka og í smáþorpi úti á landi. En þorpsbúar í Alviðrahúsunum geta vappað um á þorpstorginu innan um suðrænar jurtir og gróður allan ársins hring — hvemig sem viðrar — og stungið sér í sund- laugina þegar umræðuefni þrýtur. -baj. Vldeokjallarinn með fimmtu hverjafría IV ideokönnun DV um daginn var sagt að Videokjallarinn á Oðins- götu gæfi þrjár spólur fríar eftir að fimmtán hefðu verið leigðar. Þetta er hinn mesti misskilningur. Afsláttarkortin hjá þeim virka þannig að fimmta hver spóla er ókeypis. Notið djúp- sfeikingarpoff — þannig kviknar ekki í f eitinni Einn raftækjasala borgarinnar hafði samband vegna frétta DV aö undanfömu um eld sem kviknaö hefði vegna ofhitnunar feiti í potti. Hann bentí á að ef fólk fylgdist ekki gaumgæfilega með feitinni, sem það ' er að hita á eldavélinni, þá vaari voðinn vís því hún er mjög fljót að hitna. Eldur k viknar sjálfkrafa strax þegar ákveðnu hitastigi er náð, 100 gráðum á Celsíus. Kjörið úrræði til að verjast svona óhöppum er að fá sér djúpsteikingar- pott en þeir fást núorðið í mörgum stærðum og gerðum. A þeim er hita- mælir sem kemur 1 veg fyrir að feiti hitni meira en í 87,7 gráður á Celsíus sem er það sem þarf í langflestum tilfellum. Til eru sérstakir hita- mælar fyrir venjulega potta en þeir eru dýrir. Noti fólk djúpsteikingar- potta getur það því haldið ró sinni. -pá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.