Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR2. AGUST1985. Arfinn aðalóvinurinn í skólagörðunum Þegar skólarnir fara í frí á vorin tek- ur viö ýmLss konar tóm.stuiulastarf- semi í flestuin bæjarfélöguin, þar sein krökkuin 0{i unglingum er gefúin kost- ur á aö fást viö hin ýinsu verkefni. Einn möguleiki fyrir krakka á aldrin- um 8—12 ára er að fara í skólagarða. Þar læra þau að rækta garöinn sinn, því hver nemandi fær ákveöinn reit sem er á hans ábyrgö og á hann að sjá um aö halda garðinum sínum snyrti- legum. Krakkamir rækta ýmiss konar grænmeti, eins og t.d. rófur, radísur, grænkál, blómkál, hvítkál og svo náttúrlega kartöflur. Viö fórum í heimsókn í nokkra garöa í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði nýlega og ræddum við krakkana, en í júlí er minna aö gera hjá þeim en á vorin og haustin, eins og þeir vita sem eiga garða. Krakkamir vom flestir sammála um aö leiöinlegast væri aö reyta arfa, en skemmtilegast aö setja niður og taka upp. SJ. Skólagarðar í Skerjaf irði: Isferðin gerði mikla lukku „Þetta er fyrsta sumarið sem starf- ræktir eru skólagarðar á þessum staö og við fengum 70 börn," sagöi Sólveig Hrafnsdóttir, foi'stööumaður skóla- garðanna í Skerjafiröi. Hún sagöi að starfseniin hjá þeim væri svipuð og í öömm görðum í Reykjavík. „1 júlíinánuöi er reynt aö gera eitthvaö skemmtilegt með krökkunum, því þá er ekki svo mikið aö gera í görðunum. 1 hverri viku er farin einhver stutt ferð, t.d. í heimsókn í annan garð. Viö höfum líka fariö á Náttúrugripasafnið og um daginn fómm viö í ísferð, sem gerði mikla lukku,” sagöi Sólveig. I júli veröa krakkamir að mæta a.m.k. tvisvar í viku til aö hugsa um garðana, en á föstudögum er þeim gefin einkunn. Sólveig sagði aö þau væru byrjuð aö taka upp grænkál og radísur og virtist bara ræktast vel í þessum nýja garði. A meöan við stoppuöum í Skerja- firöinum komu böm af bamaheimili í nágrenninu í heimsókn og gaf Sólveig þeim aö smakka á grænkáli. Þeim virt- ist líka þaö vel og er aldrei aö vita nema þau komi í skólagarðana þegar þeim vexfiskurumhrygg. SJ. Edda Margrét, glöð á svip, við vinnu i garðinum sínum. DV-mynd PK „Allt gaman 11 „Þaö er allt gaman hér, það er kannski svolitið leiðinlegt að taka grasið sem vex í garðinum en á ekki aö vera þar,” sagöi Edda Margrét, 10 ára, þegar viö spurðum hana hvaö væri skemmtilegast aö gera í skóla- görðunum. Hún er í skólagörðunum í Skerjafirði en þeir eru starfræktir í fyrsta skipti í sumar. Hún sagöist hafa lært mikið, eins og t.d. aö setja niöur. Hún sagöist vitanlega ætla aö boröa alla uppskeruna sína ásamt fjölskyldu sinni. En ætlarðu kannski aö veröa garö- y rkjukona þegar þú veröur stór? „Nei, ég ætla bara að verða fimleika- kona,” sagöi Edda Margrét, en hún æf- ir fimleika meö Armanni og sagðist bara vera svolitið góð. „ , Haukur i garði númer tvö, en hann hefur skreytt garðinn með steinum, allt í kringum beðin. DV-mynd PK Haukur vill vera frum- legur Einn garöurinn í Skerjafirðinum var fagurlega skreyttur með steinvölum, sem eigandinn hafði lagt snyrtilega kringum beðin í garðinum. Við tókum hann tali þar sem hann var að snyrta tilhjásér. Hvers vegna ertu með þessa steina héralltíkring? „Bara til þess að vera frumlegur,” svaraði Haukur, en hann hefur aldrei áður verið í skólagörðunum og sagðist tvímælalaust ætla aðkoma aftur. Hvers vegna fórstu í skólagarðana nú í sumar? „Nú, maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni, ég vil hafa nóg að gera og svo fær maöur líka grænmeti fyrir veturinn. Þetta finnst mér vera stórfínt tómstundagaman, enda mæti ég daglega til að halda garðinum mínum við,” sagði Haukur. Og hvaö er svo skemmtilegast að gera í skólagörðunum? „Skemmtilegast er aö vökva og dunda sjálfstætt, en leiðinlegast er að hreinsa göturnar, reyndar er nauðsyn- Iegt að gera þetta allt jafnvei,” sagði Haukur. „Númereitt, tvö ogþrjúad vökva" — sögðu þeir Jóhann Ingi og Stefán Karlsson sem hjálpast að með garðana sína Þeir Jóhann Ingi, 9 ára, og Stefán Karlsson, 10 ára, voru að hjálpast að við að mylja moldina í garðinum hans Jóhanns þegar við komum í skólagarð- ana í Skerjafiröinum. Hvað gerið þið helst fyrir garðana y kkar í j úlímánuði? „A þessum tíma er vökvun númer eitt, tvö og þrjú, undanfariö höfum við helst komið og vökvað daglega,” sögöu þeir félagar. Jóhann sagðist hafa lært heilmikið á því aö vera í skólagörðun- um, eins og t.d. nöfn á grænmetinu og blómunum. Líka sagðist hann hafa lært hvernig best væri aö rækta græn- meti. Stefán tók undir þetta og sagði okkur skemmtilega sögu af fullorðna fólkinu á sínu heimib. Hann sagði að eitt vorið hefðu holurnar sem kartöfl- urnar voru settar niður í verið svo djúpar að þær komu ekki upp það sumariö heldur sumarið þar á eftir. Þetta er kannski svolítið ýkt, bætti hann við, en skondið samt. Stefán sagðist hafa lært mikið þarna í görðun- um, t.d. hversu mikið þarf aö vökva þegar tíðin er eins og hún hefur veriö undanfarið, þ.e. fullþurrt fyrir gróöur- inn, aðhansmati. Þeir félagar voru sammála um að leiðinlegast viö skólagarðana væri aö fara heim áður en þeir væru búnir að Stefán Karlsson og Jóhann Ingi í garðinum hans Jóhanns að mylja mold- ina en svo ætluðu þeir að vökva. DV-mynd PK gera allt sem þeir hefðu ákveðið að gera þann daginn. Hvers vegna þurfið þið að gera það? „Nú, þegar görðunum er lokað verð- um við að skila verkfærunum og fara heim. Stundum erum við nefnUega lat- ir og komum ekki öUu í verk sem við ætluðum í upphafi,” sagði Stefán. Þeir félagamir hjálpast að meö garöana sína, sem eru hliö viö hUð, og sögðu þeir að það væri miklu skemmtUegra að vera tveir að vinna saman, þá væri hægt aö spjaUa svo mikiö með vinn- unni. SJ. Skólagaröar Kópavogs: MINNIÞATT- TAKA í SUMAR ENIFYRRA I skólagöröunum í Kópavogi eru í sumar um 150 krakkar á aldrinum 6—12 ára. Þetta er nokkur fækkun frá því í fyrra, að sögn ÞórhUdar Bjömsdóttur, forstöðumanns skóla- garðanna í Kópavogi. Hún sagðist ekki alveg gera sér grein fyrir hvaö yUi en vel gæti verið að fóUt setti kostnaðinn fyrir sig, en í Kópavogi kostar 800 krónur að vera í skóla- görðunum. Hún vildi benda á, í því sambandi, að uppskeran sem krakk- amir fá, er mikil og ætti það því að vega nokkuö á móti veröinu sem þarf að greiða fyrir sumarið. Hún sagði að töluvert væri af ung- um krökkum í göröunum hjá þeim og aigengt væri að þau væru þá tvö og tvö saman og líka væri nokkuð um það að foreldrar kæmu og hjálpuðu krökkunum. ÞórhUdur sagði að reynt væri að fara í feröir og leiki meö krökkunum þegar tækifæri gæf- ist til, en í júlímánuði væru margir í ferðalögum og því geymdu þær uppákomumar þangað til seinna, þegar fleiri væru á staönum. I Kópavogi em starfræktir fjórir skólagarðar í sumar. Þeir em við Kjarrhólma, Fífuhvammsveg, í vesturbænum og í Snælandshverfi, en þangað fóram við í heimsókn. Vinnan í görðunum hófst í byrjun júni og stendur fram í byrjun septembereða þar til uppskeruvinnu erlokið. SJ. Georg og Magnús voru léttklæddir i garðvinnunni, enda veðrið til þess, sól og bliða. DV-mynd VHV „Skemmtílegra aö reyta arfann efhann erstór” Magnús, 8 ára, hafði fengiö vin sinn, Georg, 7 ára, til að hjálpa sér með garðinn daginn sem við komum við í skólagörðunum í Snælands- hverfinu í Kópavogi. Magnús sagðist vera aö koma úr ferðalagi og því væri dálítið mikið af arfa í garöinum. Hann var í skólagörðunum í fyrra en sagöist ekki mæta m jög vel núna. Hvers vegna mætiröu bara stund- um? „Af því mér finnst skemmtilegra að reyta arfann ef hann er stór,” sagði Magnús. Annars finnst mér skemmtilegast að setja niður, arfinn er ansi ieiðinlegur,” sagði Magnús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.