Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 2. AGUST1985. ! í ,Þetta er bara snakk um leiðsögumannsstarfið," segir Vilhjálmur. DV-mynd PK „Leiðsögumaðurinn” íMjóafirði sótturheim Ég geri þetta fyrir kunningjana” — segir Vilhjálmur Hjálmarsson „Ég er nú bara hérna í verka- skiptingu. Þetta er bara til aö fá lit- inn,” sagöi Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi alþingismaöur og menntamálaráöherra, er DV hitti hann í Mjóafirði þegar sólin skein, aldrei þessu vant, í sumar. „Ég minnist þess reyndar aö ég var hérna í verkaskiptingu fyrir um 40 árum fyrir bóndann á næsta bæ. Þá var líka svona heitt í veöri og hit- inn var yfir 30 stig,” segir Vil- hjálmur. Þessa stundina er hann aö vinna fyrir hana Önnu á Hesteyri. Hvers vegna hann sé í þessari verka- skiptingu vill hann ekki gefa upp i fyrstu, en segir aö Anna hafi unniö fyrir hann verk, sem henni einni sé lagið. Seinna kemur þó í ljós að Anna hefur tekið aö sér aö búa til gjöf handa forseta Islands sem kom viö í Mjóafiröi á ferö sinni um Austfiröi í sumar. Anna er sérlega lagin í höndunum og hefur gert nokkuö af því aö búa til myndaramma úr skeljum. Og þaö er einmitt slíkur rammi sem hún hefur gert handa forsetanum. Fyrir nokkru bárust þær fréttir úr Mjóafirði að Vilhjálmur væri orðinn leiösögumaöur í ferðum sem nú eru farnar þangað reglulega. Hann neitar því aö hann hafi tekið að sér nýtt starf, þegar viö spyrjum hann um leiðsögumannsstarfiö. „Ég er aöallega að skrifa um þessar mundir. Þriðja bindið um Eystein er nú komiö í setningu. Svo er ég einnig byrjaður aö skrifa um sögu Mjóafjaröar,” segir Vil- hjálmur. Hann dvelur í Reykjavík á veturna og í Mjóafirði, nánar tiltekið á Brekku, á sumrin. „Ég hef haldiö þessu flökkulífi áfram síöan ég var þingmaður.” Þegar hér var komiö sögu ók til okkar jeppi, fullur af Skaftfellingum, sem voru aö skoða sig um í Mjóa- firði. Þeir voru með sveittan skallann aö fletta upp í ferðahand- bókinni. Þeir stoppuðu bílinn og skrúfuðu rúðuna niður. „Blessaöur, heyrðu þaö er ekkert að marka þaö sem stendur í Ferða- handbókinni um veiöina í Fjarðará,” sögðu þeir. „Jú, jú, þaö hlýtur aö vera, því aö ég hef skrifað allt sem stendur þar um staöinn hérna,” sagöi Vilhjáimur og brosti breitt. Aö því loknu gat hann leyst úr vandamáli Skaftfell- inganna. En víkjum aftur að leiðsögu- mannsstarfinu. „Það er bara snakk. Ég hef ekki tekiö þetta að mér sérstaklega. Þeir feröamálamenn eru aö segja þetta til aö trekkja út á þaö. Ég fer jú og leið- beini kunningjum mínum sem koma hingað. Nú má ég hins vegar ekki vera aö þessu því ég er á fullu í bú- skapnum. Þegar ég var á Egilsstöðum til aö taka á móti forsetanum voru menn aö stríöa mér á þessu leiösögu- mannsstarfi, sem ég hefði tekið að mér í ellinni. Ég svaröi þá aö þetta væri mismunandi hjá fólki. Sumir byrjuöu á því að vera leiðsögumenn og gerðust svo forsetar í ellinni,” segir Vilhjálmur og er ánægöur með lífiö og tilveruna. „Ég er búinn aö vera hérna frá fæöingu, að undanskilinni veru minni í pólitíkinni, og hér líður mér vel,” segir ráöherrann fyrrverandi og dýfir málningarpenslinum í græna málningu. APH Sauðfjárbændur ætla að stofna landssamtök Hríplekt Ríki á Seyðisf irði: Erum að drepast úr kulda yf ir veturinn Halga Martína afgreiflir einn viflskiptavin. Stefnt er að því að stofnuð verði landssamtök sauöfjárbænda á Hvann- eyri 17. ágúst nk. Landssamtökin eru stofnuö í framhaldi af fyrri sam- þykktum sauðfjárbænda. Ráögert er aö stofna félög sauöfjár- bænda 11. og 12. ágúst í Rangárvalla- sýslu og Árnessýslu. Höfuötilgangur þessara félaga er aö efla samstööu meöal sauöfjárbænda, vinna aö bættum hag þeirra, auka neyslu kindakjöts og koma á framfæri' upplýsingum til framleiöenda og neyt- enda. APH „Þaö er mjög mikiö aö gera þessa stundina. Líklega er þaö vegna verslunarmannahelgarinnar. Þegar er mikið um pantanir. Á fimmtudag og föstudag býst ég viö því að hér veröi allt fullt út aö dyrum,” sagöi Helga Martína Emilsdóttir, afgreiöslumaöur í „Ríkinu” á Seyðisfirði, í samtali viö DV í gær. Áfengis- og tóbaksverslunin þarna fyrir austan er sú eina sem Austfirö- ingar hafa. Næstu verslanir af svipuöu tagi eru á Akureyri og Selfossi. Húsiö, sem verslunin er í, er mjög forneskjulegt og byggt um aldamótin. Ekki stendur til aö flytja í nýtt og betra húsnæöi þó aö þetta sé algjörlega óviðunandi. „Viö erum aö drepast úr kulda Jóhannes Eðvaldsson. „Vita ekkert hvað það er að vinna” — sagði Jóhannes Eðvaldsson um Þróttaraliðið en hann hefur nú látið af störfum sem þjálfari þess „Þróttaraliðið hefur aldrei unnið til neinna verölauna og þeir vita ekkert hvernig tilfinning þaö er. Þess vegna eru þeir ekki tilbúnir aö leggja á sig þá aukaorku sem til þarf til að vinna sigur í keppnum,” sagöi Jóhannes Eövaldsson, fyrrum þjáifari 1. deildar- liðs Þróttara í samtali viö DV en hann hefur nú látiö af störfum hjá Þrótti. „Ég hef minn metnaö þegar að knattspyrnunni kemur og þaö segir sig sjálft að ef minn metnaður og metnaöur liösins fer ekki saman þá þýöir ekkert að vera að hanga í þessu, enda var þaö gagnkvæmt samkomulag á milli mín og Þróttara aö ef ekki gengi vel þá færi ég,” sagöi Jóhannes. Staöa Þróttaraliösins í 1. deildinni er nú oröin slæm; liöið er í 7.-8. sæti ásamt FH-ingum. Þaö var því ákveðið í gær aö Jóhannes skyldi láta af störfum þjáifara. „Þetta eru ágætis strákar sem eru að æfa meö Þróttarliöinu en þeir eru ungir og viðkvæmir. Það hefur kannski ekki alveg farið í samræmi viö kröfuhörku mina og þeir voru hlaupnir í aöra menn um leið og þeim fannst aginn of mikill. Maöur veröur náttúrlega að gera sér grein fyrir aö þetta eru bara áhugamenn en mér finnst þaö pirrandi ef leikir eru famir að tapast vegna baráttuleysis,” sagði Jóhannes ennfremur. Eiríkur Þorláksson, gjaldkeri knatt- spyrnudeildar Þróttar, sagöi: „Þaö var oröiö ansi þungt í mönnum í restina, bæði þjálfara, leikmönnum og svo hjá stjórninni og þaö þótti sýnt aö þetta gengi ekki. Við erum nú aö ræöa viö ákveöinn mann um aö taka viö félaginu, en ef það hefst ekki þá ætlum við að hjálpast aö innan félagsins með þjálfunina.” SigA hérna á veturna. Það er ekkert hitað upp hérna á bak viö. Það blæs í gegnum rifur og þakiö lekur. Þaö kom fyrir aö þaö lak niöur á búöargólfiö. Nú hefur hins vegar veriö sett plast á loftiö svo vatniö kemst ekki alla leiö niöur og viö sleppum við aö setja vaskaföt undir lekann,” segir Helga. I versluninni vinna tveir afgreiðslu- menn, auk verslunarstjóra, sem heitir Brynjar Júlíusson. APH Shellstöðin á Húsavík: „Bensín, gegn framvísun Visa” en skyndilega kom babb í bátinn, hvers vegna? „Húsvikingar og ferðamenn fá nú afgreitt bensín á bifreiöar sínar, gegn framvísun VISA. Það er Shell- stöðin á Húsavík sem býður þessa þjónustu, auk þess að hafa á boðstól- um heita grillrétti og nýlenduvörur. ” Þannig hljóöaöi iokafréttin í nýj- asta fréttabréfi Visa Island, frá 22. júli síðastliðnum. En allt kom fyrir ekki, hvorki Húsvíkingar né feröa- menn geta fengiö bensín á Shellstöö- inni á Húsavík gegn framvisun krít- arkorts. En hvers vegna? Hvers vegna varö ekkert úr þvi aö Shellstöðin á Húsavík yröi fyrst bensínstöðva á Is- landi að taka við krítarkortum? Viö höfðum samband viö Visa Island sem og kaupmanninn i Shellstöðinni á Húsavík. -JGH „Vil alls ekki tjá mig um þetta mál” segir kaupmaðurinn, Richard Sigurbaldursson, í Shellstöðinni á Húsavík Shellstöðin á Húsavík selur fjöl- margt fleira en bensín, þar er hægt að fá heita grillrétti, nýlenduvörur og sælgæti. „Visa gildir yfir þessar vörur,” sagöi Richard. Viö spuröum Richard hvort hann stundaði lánsviöskipti á oliuvörum til einstakra viðskiptavina sinna eins og tíökaöist svo víöa úti á lands- byggöinni. „Þaö hefur jú tíðkast hjá mér eins og svo víða úti á landsbyggðinni,” sagöi Richard Sigurbaldursson í Shellstöðinni á Húsavík. „Þetta var misskilningur, aö öðru leyti vil ég alls ekki tjá mig neitt um þetta mál,” sagöi Richard Sigur- baldursson, framkvæmdastjóri Shellstöðvarinnar á Húsavík. DV spurði hann hvers vegna aug- lýst heföi verið í fréttabréfi Visa að Shellstööin tæki við Visa sem greiðslu fyrirbensín. Richard var þá spurður hvort í samningi hans viö Visa ísland heföi orðiö bensín staöiö yfir þær vörur sem hægt væri aö fá hjá honum gegn framvísun krítarkortsins. „Já, en þaö var misskilningur. ” -JGH Olíufélagið bannaði honum að selja bensín útá krítarkort segiröm Petersen hjá Visa íslandi „Ég setti þessa frétt inn vegna þess aö viö gerðum samning viö kaupmanninn í Shellstöðinni á Húsa- vík um að hann seldi bensín gegn framvísun Visa, svo einfalt er það,” sagði öm Petersen hjá Visa Islandi í gær. „Hér var alls ekki um neinn mis- skilning að ræöa,” sagöi Örn. „Þver- öfugt, bensínið var kveikjan aö samningnum. Máliö er að kaup- maöurinn hefur selt bensín og iánaö einstökum viðskiptavinum sínum þaö út i reikning. Hann viidi koma betra lagi á þessi mál, sérstaklega innheimtuna. Þess vegna óskaöi hann eftir samningi við okkur, hann ætlaöi að koma sínum heföbundnu reikningsviðskiptum yfirá Visa. Við vorum ánægðir með þennan samning. En skyndllega hætti kaup- maðurinn við. Mér er kunnugt um að olíufélagið harðneitaöi honum að selja bensín út á kritarkort.” örn sagði ennfremur aö þaö væri svo aftur sérkapítuli út af fyrir sig. „Sjálfum finnst mér svona vinnubrögð undarleg. Maður hefði haldið að það sem skipti olíufélagið fyrst og fremst máU væri hvort kaupmaöurinn stæöi i skilum viö þá eöa ekki. Og þaö væri svo aftur mál kaupmannsins hvort hann seldi mönnum bensín með því að lána þeim þaö um stundarsakir eöa ekki. Ég sé ekki betur en að í þessu tilviki sé kaupmaðurinn meðhöndlaður eins og ófjárráöa unglingur.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.