Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1985, Side 17
DV. FÖSTUDAGUR 2. ÁGOST1985. 17 Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan HVER ER ÞESSI JENS HANSSON? I tilefni af útkomu tveggja hljóm- platna frá stúdió Mjöt voru haldnir hljómleikar á Lækjartorgi föstudag- inn 26. júlí. Hljómsveitimar sem plöturnar eiga, Meö nöktum og Fásinna, komu þar fram í blíö- skaparveðri aö viðstöddum nokkrum mannfjölda.Vandræði voru með „sándið”. Eg heyrði Fásinnu flytja Hitt lagið sitt en ekkert heyrðist í söngvaranum sem þó virtist gera sitt besta. Þetta reyndist jafnframt síð- asta lag þeirra Fásinnu pilta og Meö nöktum tóku við. Þeir eyddu þrem eða fjórum lögum í að reyna aö ná þolanlegu „sándi” og tókst það aö lokum, heyrðist mér. Þá varð ég aft- ur á móti að hverfa af vettvangi vegna óviðráðanlegra ástæðna. En þó að „sándið” margumtalaða hafi ekki verið sem skyldi er samt vert að þakka þetta framtak. Meira af sliku, takk fyrir. Og plöturnar báö- ar á ég eftir að heyra. Bæti úr því á næstunni og í framhaldi af því mun- um við heyra meira um þessar hljómsveitir á væntanlegum Rokk- spildum. -ÞJV „Ja, ég er Reykvikingur, svona að mestu leyti og er fæddur tuttugasta og sjöunda október, nítjánhundruð sextíuogþrjú.” Svo mælir Jens Hansson sjálfur. Gestir á Megasarhljómleikum spuröu margir hverjir aðra ofan- greindrar spumingar. Mér fannst eiginlega liggja beinast við að bera hana undir Jens sjálfan. Það var gert með viðhöfn á heimili hans að Grettisgötu 31a fyrir skemmstu og svarið kom hér á undan. Við sátum inni í eldhúsinu og drukkum Melroses. — Fy rstu kynni af tónlist? „Eg byrjaði að læra á klarínett þegar ég var átta ára og lærði í þrjú ár. Pabbi er saxófónleikari (Hans Jensson) og okkur báðum fannst heppilegt að byrja á klarínettinu. Eftir þessiþrjú ár hætti ég og byrjaði ekki aftur fyrr en fimmtán ára, þá á saxófón. Gelgjuskeiöið skiluröu.” Æskufélagar úr Vogunum „Eg hef lært í tónlistarskóla FlH í tvö og hálft ár,” sagði Jens aðspurður um nám sitt í saxófónleik. — Hvað með spilamennsku? „Eg byrjaði að spiia á Oiafsfirði eitt sumar þegar ég var þar á vertíð. Eg var í ýmsum hljómsveitum, Þúfnabönum, Klakabandinu og Utrás, þetta vom allt strákar sem voru búnir að spila lengi á böllum. ” — Hvernig atvikaðist það að þú f órst aö spila með Das Kapital? „Það var nú í gegnum kunnings- skap okkar Gumma (áður trommu- leikari í Tappa sáluga tíkarrassi). Við emm æskufélagar, bjuggum báðir í Vogunum. Eg kom inn í þetta rétt áöur en upptökur hófust og spilaði í einu lagi á plötunni, Blind- sker. Eg var svo með hljómsveitinni þangaö til hún hætti um áramótin. ” — Hvernig var að spila í Fjár- magninu? „Bara gaman. Eg var að gera þama nýja hluti eins og til dæmis að vinna í stúdíói. Það var mjög gaman aðprófaþetta.” Aldrei heyrt passíusálmana — Næst spilar þú með Megasi? NEKTAR-FÁSINNA Á LÆKJARTORGI Jens i eldhúsinu é Grettisgötunni. „Ég er ekkert spenntur fyrir aö lœra of mikið á saxóföninn" DVmynd VHV „Já, upphaflega átti Das Kapital að spila meö honum á þessum hljóm- leikum í Austurbæjarbíói. Hljóm- sveitin hætti hins vegar en Megas var búinn að tala við mig áður og biðja mig um að vera með. Eg var heldur ekkert sérstakt að aðhafast þá stundina svo ég hafði nægan tíma til þessarna.” — Hvernig var að vinna með Megasi? „Mér líkaði vel að vinna með honum. Við vorum að vísu allir dá- lítið stressaðir fyrir fyrstu tónleikana í Austurbæjarbíói en það tók fljótt af. Megas er mjög ljúfur maður og ákaflega skemmtilegur. Eg hafði töluvert hlustað á hann þeg- ar ég var yngri og það var gaman að fá þetta tækifæri til að spila meö honum. Eg spilaði svo líka með honum í Gamla biói á Passíusálmun- um. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrðiþá.” Tónlist með húmor Haldið ykkur fast. Næst kom hin klassíska spurning: Hvað finnst þér um íslenska popptónlist? „Eg veit eiginlega ekki hvað skal segja. Sumt af því sem gefið er út er gott. Það er margt frísklegt að ger- ast hér. En við eigum engin reglulega stór bönd hérna sem eru að gera meiriháttar hluti. Ekkert miðað við það sem er erlendis. Hér er líka mjög lítið að gerast í elektrónískri tónlist sem mér finnst mjög áhuga- verð.” — Hvers konar tónlist hlustar þú mest á? „Eg hlusta á alls konar tónlist. Að vísu ekki óperur. Hvað mér finnst skemmtilegast að spila? Það er svo margt. Tónlist er víðfemt orð og það er erfitt að taka eitthvað fram yfir annaö. Rokkið finnst mér þó alltaf skemmtilegt og tónlist með smá- húmor í hefur líka alltaf heillaö mig.” „Ég er á lausu... " — I hverju ertu að vinna núna? „Eg er dúkari. Það er ágætis- vinna og stór plús að geta ráðið vinnutímanum að nokkru sjálfur. Hvað tónlistina varðar þá er ég á lausu. Hugsanlega verður eitthvað á döfinni hjá mér eftir áramót en ég læt ekkert uppi um það að svo stöddu.” — Hvað með frekara nám? „Ég ætla allavega í FIH í haust, annars stefni ég á að fara til Banda- ríkjanna ískóla.” — Að læra meira á saxóf óninn? „Bæði og. Eg ætla mér líka að læra stúdíóupptökur (pródúseringu). Eg er í sannleika sagt ekkert spenntur fyrir að læra of mikið á saxófóninn. Mér finnst ekki eftirsóknarvert að vera of skólaður I þessu. Þegar rútína er komin á þetta er ekkert gaman lengur.” — En ef við lítum okkur nær. Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Egverðí Atlavík.” — Aðspila? „Nei, ferðin var nú hugsuð sem einskonar sumarfrí. Þaö er ekkert ákveðiö með spilamennsku, ég tek saxófóninn með svona til öryggis. En það geturalltskeð.” — Jens, einhver fróm lokaorð? „Nei.” -ÞJV. I dag hefst formlega ungmenna- hátiðin í Atlavík. Eins og venjulega er margt skemmtiatriða á þessari hátíð sem og öðrum. Mesta athygli vekur þó vafalaust hin árlega hljóm- sveitakeppni þeirra austanmanna. Hún er-nú haldin í fjórða sinn og hafa hvorki fleiri né færri en 16 hljóm- sveitir skráð sig til leiks. Og til mik- ils er líka að vinna. Veitt eru þrenn verðlaun, 70.000, 30.000 og 20.000 kr. Sannarlega dágóöar upphæðir sem ættu að geta borgað upp helgina hjá Flakavirkið — færeyskt frystihús Það var hljómsveitin Fásinna sem bar sigur úr býtum í fyrra. Sú hljóm- sveit hefur nýlega sent frá sér sina fýrstu plötu eins og greint er frá hér annarstaðar á síðunni. Hljóm- sveitirnar í ár eru víðsvegar af land- inu og bera þær að vanda hin skrýtn- ustu nöfn. Deleríum tremens, Flaka- virkið (færeyskt orð, ku þýða frysti- hús), Deopoeh (?), Bara í Sunnudal, Coma, Hross í haga og Skriðjöklar svo dæmi séu tekin. Þrjár þær síöast- töldu tóku líka þátt í keppninni i fyrra. Reglurnar eru einfaldar. Hver hljómsveit leikur tvö frumsamin lög og má flutningurinn ekki taka lengri tíma en níu mínútur. Sveitirnar byrja að spila klukkan fjögur á Hljómsveitakeppnin íAtlavíkhefstídag Deleríum tremens meðal keppenda morgun, laugardag.og aö loknum leik hljómsveitanna allra mun sér- stök dómnefnd velja þrjár bestu. Þær spila síöan aftur á sunnudag og verður röð þeirra í verðlaunasætum þá ákveöin. Ringo (fyrra, Dylan í ár? Eins og alkunna er var það sjálfur Ringo Starr er afhenti verðlaunin í hljómsveitakeppninni í fyrra. Þeir UIA menn hafa víða skimaö eftir frægum nöfnum til að afhenda verð- launin í ár. Bæði George Best og Bobby Moore voru tilbúnir til að koma en þeir ungmennafélagsmenn taka ekki við hverju sem er. Þegar síðast fréttist var verið að reyna að fá Bob Dylan, sem nýverið hefur lok- ið hljómleikaferð um Sovétríkin, til aö koma við í Atlavík. Allt er hins vegar á huldu hvort það hefur tekist og væntanlega skýrist þaö á sunnu- dagskvöldið. Dóu á sviðinu Þessi hljómsveitakeppni, sem nú er orðin að árlegum viðburði, er feikilega skemmtileg uppákoma. Það er gaman að upprennandi tón- listarmenn skuli fá tækifæri til að koma fram opinberlega, þó að stutt sé i flippið hjá sumum. Mig minnir til dæmis aö ein hljómsveitin hafi dáiö drottni sinum á sviðinu í fyrra og hreinlega verið borin út án þess að koma upp hijóði. Þaðskal tekið fram að frumleg framkoma þessara fé- ■ laga kom þeim ekki i úrslit, því er nú ver og miður. Þeir UlA menn hyggjast eftir mætti reyna að komast hjá svona „skandalíseringum” í ár og verður áberandi ölvuðum hljómsveitum ekki hleypt inn á sviðið. En sem sagt, hin árlega Atlavíkur- keppni í hljóðfæraslætti og söng hefst á morgun og ég óska keppendum vel- farnaðar. Megi þeir vonlausustu vinna. -ÞJV Hljómsveitin Mefi nöktum 6 Lækjartorgi. Söngvari Fásinnu þenur raddböndin. Það kom þó afi litlu gagni í Hinu laginu. DV-mynd Gunnar Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.