Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 196. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985. „Nýtt, ef maður þarf að sækja um leyfi fyrir skoðunum sínum,” segir Albert Guðmundsson: Vill formaðurínn huggulegt salat? „Þaö er alveg nýtt í Sjálfstæöis- þess aö leita lausnar flokksins” og fyrriríkisstjórnir? En Hans G. Andersen er allt of tlokknum ef maöur þarf aö sækja um afstaöa hans brjóti í 'oága viö afstöðu Hvernig á þaö annars aö vera virtur samningamaður til þess aö leyfi fyrir skoöunum sínum. Þaö yröi huggulegt salat ef einstaklingar ættu aö fá leyfi flokksins til þess að skipta sér af pólitík,” segir Albert Guö- mundsson fjármálaráöherra. Þetta eru viöbrögö ráðherrans vegna ummæla Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæöisflokksins, í DV í gær. Þar segir hann aö Albert hafi fariö fram með athugasemdir viö framkvæmd varnarsamningsins ,,án fyrri ríkisstjórna. „Eg hef aldrei verið á fundi í flokknum þar sem mönnum hefur veriö skipað aö spyrja hvort þeir megi hafa eigin skoðanir. Þetta er þá alveg nýtt en þaö kunna aö vera breyttir tímar meö nýjum mönn- um,” segir Albert. „Og til hvers vorum viö aö mynda nýja ríkisstjórn ef hún átti að hafa sömu afstööu til mála og fyrri ríkisstjórn eöa jafnvel hægt?” Nú hefur Morgunblaöið þaö eftir Hans G. Andersen sendiherra að hin umdeilda 10. grein varnarsamn- ingsins, um gjaldeyrismál, hafi ein- ungis átt viö um Islendinga hjá Varnarliöinu. „Já, Morgunblaöiö grípur til örþrifaráða til þess aö verja einhverja ímyndaða hagsmuni sem ég efast um að jafnvel Banda- ríkjamenn hafi nokkurn áhuga á. láta spila meö sig. Þessi 10. grein er ótvíræð, þar er einungis talaö um Bandaríkjamenn og gjaldeyrismál þeirra, þarna er hvergi minnst einu orði á Islendinga. Þetta getur ekki verið skýrara og það vekur margar spurningar um alveg gágnstæöa túlkun varnarmálaskrifstofu okkar Islendinga og Morgunblaðsins,” segirráöherra. -HERB. Sýningin Heimiliö '85 var opnuð i gær með pompi og pragt að viðstöddum um 800 manns. Meðal gestanna voru Vigdis Finnbogadóttir forseti og Matthias Á. Mathiesen viðskiptaráðherra sem hór fylgjast með Yves Mas, sendiherra Frakklands á íslandi, opna frönsku sýningardeildina. -KÞ/DV-mynd KAE. • „Farðu frá, vinur. Boltinn er að koma." Stefán Jóhannsson, markvörður KR, hafði í mörg horn að lita i kappleik gegn Fram í gær- kvöldi. En allt fór vel að lokum. Orslitin: 1—1. Sjá nánar á íþrótta- síðum. EIR./DV-mynd Bjarnleifur. Áttaára sund- konahættkomin Atta ára gömul stúlka var nærri drukknuðísundlauginni iVestmanna- eyjum í gærdag. Stúlkan var flutt á sjúkrahús í Reykjavík í gærkvöldi, aö sögn lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Ekki var vitað nánar um líöan hennar. Stúlkan var í sundi ásamt fleiri krökkum. Skyndilega kom einhver auga á hana þar sem hún lá á botni sundlaugarinnar hreyfingarlaus. Ungur maöur stakk sér í laugina og náöi henni upp. Læknar reyndu strax lífgunartilraunir og náöu að koma lífi i stúlkuna. Þó þótti ástæða til að flytja hana til Reykjavíkur í gær- kvöldi. Ekki er vitað hve lengi stúlkan lá á sundlaugarbotninum né heldur hver voru tildrög að slysinu. -EH. Rolf kaupirhlut íHelgarpósti: „Stuðningurvið gottmálefni” „Þetta eru aðeins 500 þúsund krónur, ekkert til að minnast á,” sagði Rolf Johansen stórkaupmaður, einn þeirra er ákveðið hafa aö kaupa hlutabréf í Helgarpóstinum sem nú eru til sölu. „Það má líta á framlag mitt sem stuöning við gott málefni. Þetta eru duglegir strákar þarna og ég held aö þeir reki blaðiö vel.” Auk Rolfs Johansens hafa Asgeir Hannes Eiríksson pylsusali og Þór- oddur Stefánsson er rekur sjón- varpsverslun í Reykjavík gefiö vil- yröi sitt fyrir hlutabréfakaupum. „Ég hef ekki í hyggju aö breyta Helgarpóstinum og sjónvarpsstöðin með skemmtiefninu, sem ég hef ver- ið bendlaður viö, kemur þessu máli ekki við,” sagöi Rolf Johansen. -EIR. „Kókaín að verða stærrí þáttur í fíkniefnaneyslunni hérlendis” — segir yfirlæknir á geðdeild Ríkisspítalanna „Hingaö hafa komið sjúklingar sem neytt hafa kókaíns og þaö hefur aukist á síöasta ári. I fyrstu höföu sjúklingarnir aöeins prófaö þennan vímugjafa, en hann virðist vera aö veröa æ stærri þáttur í neyslu þessa fólks,” sagöi Jóhannes Bergsveins- son, yfirlæknir á geödeild Ríkisspít- alanna, í samtali við DV. Eins og DV skýröi frá í vikunni hef- ur kókaínneysla aukist talsvert hér á landi síöustu tólf mánuði. Á þeim tíma hafa þrír Islendingar farið í meöferö á Vogi, sjúkrastöð SÁÁ, þar sem kókaín hefur veriö aöalvímu- gjafi og nú eru þar fimm í meöferð vegna ofneyslu kókaíns og annarra 'dmugjafa. „Viö vitum aö þetta efni er í um- ferð þótt enn höfum við hér ekki fengið sjúklinga inn til meöferöar vegna kókaíns sem aðalvímugjafa,” sagöi Jóhannes. „Kókaín er mjög dýrt efni og viö höfum fregnir af Is- lendingum erlendis sem hafa verið flæktir í kókaínsölu.” — Nú er kókaíns einkum neytt af „fína og ríka fólkinu” erlendis. Hvernig fólk er það sem þiö hafið fengið til meðferöar vegna kókaíns? „Þetta er yngra fólkið, um og yfir tvítugt, þaö yngsta og upp aö þrí- tugu. Aö öðru leyti sker þaö sig ekki úr f jöldanum. Þá hefur amfetaminneysla aukist á undanförnum árum og fólk sem neytir þess fer gjarnan yfir í kókaín í framhaldi af því. Annars tel ég kókaín einn hættu- legasta vimugjafann sem völ er á,” sagði Jóhannes Bergsveinsson. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.