Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. Boeing 727— 200 þota Flugleiða, TF-FLI, sem er með hreyfla sömu gerflar og Boeing 737 þotan sem fórst i flugtaki á Manchesterflugvelli. — danskur unglingakór á ferð um landið Kór 140 danskra ungmenna á aldrin- um 16 til 20 ára kom til landsins nú um helgina. Hann verður á tónleikaför um landið fram til 8. september. Þetta er blandaður kór Sankt Annæ mennta- skólans í Kaupmannahöfn. Sá skóli er einnig kallaður söngskóli Kaupmanna- hafnar. Tónleikaferð kórsins hefur verið í undirbúningi í tvö ár. Auk kór- félaga eru rektor skólans og átta kenn- arar með í förinni. Efnisskrá kórsins er mjög f jölbreytt, bæði veraldleg tónlist og kirkjuleg frá hinum ýmsu tímum. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Scarlatti, Hendel, Vaughan Williams og fleiri. Fyrstu tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju á sunnudag, 1. sept., kl. 20.30. Næst syngur kórinn tvívegis í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þann 4. sept. Þá taka viö tónleikar í Háteigs- kirkju þann 5., í Norræna húsinu þann 6. og loks í Skálholtskirkju þann 7. -GK. Arnór varnarmálaf ulltrúi Arnór Sigurjónsson aðstoðaryfiriög- regluþjónn hefur verið ráðinn varnar- málafulltrúi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráöuneytisins frá og með 1. október 1985. I frétt frá ráðuneytinu segir aö þessi ráðning sé í samræmi við þá stefnu sem mótuð var á sl. vori um aö auka starfssvið varnarmálaskrifstofu í áföngum. Stefnt sé að því að varnar- málaskrifstofan hafi ávallt sérfræði- lega þekkingu um herfræðileg og her- tæknileg málefni. Verði ráðnir tveir sérfræðingar sem hlotið hafi menntun á sviði hermála og muni þeir skiptast á um að starfa á varnarmálaskrifstofimni og hermála- skrifstofu Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Arnór Sigurjónsson, sem veröur annar þessara fulltrúa, fæddist 17. apríl 1953. Hann starfaði í tæplega 8 ár í norska landhernum og lauk liösfor- ingjaprófi úr konunglega norska liðs- foringjaskólanum 1980. Arnór hefur starfað sem liðsforingi m.a. í Norður- Noregi svo og með friðargæslusveitum Sameinuöu þjóðanna í Suður-Líbanon. Frá því seint á árinu 1982 hefur Arnór verið aðstoðaryfirlögregluþjónn við lögreglustjoraembættið í Reykjavík. -EH. Hreyflar nýjustu Boeing 727 þotu Flugleiða, TF-FLI, eru sömu gerðar og hreyflar Boeing 737-þotunnar sem fórst á flugvellinum í Manchester í síð- ustu viku vegna hreyfilsprengingar. 1 flugslysinu fórust 54 farþegar. Breska flugmálastjórnin fyrirskip- aði í fyrradag að þotum með Pratt & Whitney JT8D-hreyfla skyldi bannað að fljúga þar til hreyflarnir hefðu verið skoðaðir. Nokkur afbrigði eru til af þessum hreyfli. Hreyflar þotunnar sem fórst voru af gerðinni JT8D—15 eins og hreyflar Flugleiðaþotunnar. „Við fylgjumst nákvæmlega með Kór Sankt Annæ menntaskóians i Kaupmannahöfn. þessu öllu. Tæknideildin okkar er í stööugu sambandi við bandarísku flug- málastjórnina og Pratt & Whitney sem framleiðir mótorana,” sagði Erling Aspelund, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviös Flugleiða. „Þetta skýrist nánar á næstu dögum. I svokölluðum AD-nótum, sem koma frá Boeing, á þetta ekki við félag eins og okkar, sem hefur mjög stíft viö- haldskerfi á hreyflum. Þetta stífa við- haldskerfi er kallað Performance Monitoring Program. Með því sést ná- kvæmlega á hverjum degi hvernig staða mótorsins er. Eins og er á þetta ekki við aöila eins og okkur sem erum með þetta við- verðum að fylgjast mjög vel með því haldskerfi. En samt sem áöur getum hvaðskeður,”sagöiErlingAspelund. við alls ekki horft framhjá þessu. Viö -KMU. Æskan í kvikmynd „Við erum bara búin að taka upp í nokkra daga,” sagði Kristín Páis- dóttir kvikmyndagerðarmaöur sem starfar hjá Kynningarþjónust- unni sf. en það fyrirtæki er aö gera 30 mínútna heimildakvikmynd um ungt fólk á Islandi. Myndin er gerð fyrir framkvæmdanefnd alþjóöa- árs æskunnar og á að verða tilbúin í lok þessa árs. Kristin sagði að í myndinni væri ráðgert aö skyggnast inn í lif ungra manna og kvenna. Þar fengju full- trúar unga fólksins tækifæri til að tjá sig um málefni æskunnar. Annars væri það frekar óráðið hvernig myndin yröi. Níels Árni Lund, formaöur fram- kvæmdanefndar árs æskunnar, sagði að hugmyndin væri að velja t.d. íþróttamann eða ungt par í hús- næðisleit og fylgjast með lífi þess. Kristín Pálsdóttir sagöi aö á þessu stigi væri best að segja sem minnst um hverjir það yrðu sem kæmu fram í myndinni, það yrði bara að koma í ljós. Aætlaö er að kvikmyndin kosti fullgerð um 1100 þúsund krónur. Myndin verður tekin upp á mynd- band. -EH. Hveturfólk til að leggja höfuðið íbleyti Fataverksmiöjan Hekla á Akur- eyri efnir um þessar mundir til hugmyndasamkeppni um ný vöru- merki fyrir fatnað verksmiðjunn- ar. Verðlaun verða veitt fyrir jþrjár bestu hugmyndirnar og nema þau 40, 20 og 10 þúsund krónum. Skila- frestur er til 15. september og skulu tillögur sendar til fatadeildar Sam- bandsins, Holtagörðum, Reykja- vík. I fréttatilkynningu segir að samkeppnin sé öllum opin og er fólk hvatt tii að leggja höfuðið í bleyti og senda inn hugmyndir sínar. -JKH. Sungið á dönsku Reiknivélar frá CASIQ gr Hreyf lar í Boeing-þotum undir smásjá: STIFT VIÐHALDSKERFI HJÁLPAR FLUGLEIDUM Umboðið Bankastræti, s. 27510 Sendum í póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.