Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTÚDAGUR 30. ÁGOST1985.
3
Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós
gr Sameining ísbjarnarins og BÚR:
Isbjöminn með „jakkana'
en BÚR með „buxumar”
Sá fyrsti stóö stutt yfir, aöeins þrjá-
tíu mínútna fundur í fyrradag. En
þetta var lagó, eins og sjóararnir
segja, trollið er komið út, viöræður eru
hafnar um sameiningu Isbjarnarins og
Bæjarútgeröar Reykjavíkur. Þetta er
mál sem vakið hefur feikilega athygli
og sitt sýnist hverjum.
„Sameiningin gengur út á aö nýta
frystihús ísbjarnarins betur,” var
yfirskrift fréttar á viðskiptasíðu DV í
byrjun júní eftir að sérfræðingar voru
byrjaðir að taka fyrirtækin út, kanna
stööu þeirra.
Og niðurstaða sérfræðinganna liggur
fyrir, hún gengur út á að frystihús
beggja fyrirtækjanna verði betur nýtt,
jafnframt að mannskap verði fækkað,
úr um 740 í tæplega 500. Og í viðbót:
Sérhæfing húsanna á að aukast.
Sérhæfingin
kjarni málsins
Það síðastnefnda er kjarni málsins
og vegur þungt í komandi viðræöum.
„Togarar þessara fyrirtækja koma
nánast með hálft lífríkiö að landi og það
er ákaflega tafsamt og kostnaðarsamt
að vera sífellt að skipta um fram-
leiðslu afurða innan sama hússins,”
sagði viðmælandi DV sem þekkir vel til
málanna hjá fyrirtækjunum.
„Sérhæfingin felst því í að í annað
frystihúsið fari ákveðin tegund af fiski
og verði unnin í ákveðnar pakkningar
og það sama gildir þá um hitt húsið.
Með þessu verður hægt að koma upp
sjálfvirkni sem hefur mikið hagræði í
för meðsér.”
Ástæðuna fyrir því að farið er út í
þessa sérhæfingu má reyndar rekja til
þess að á íslandi er enginn fisk-
markaður fyrir hendi. Ekki er hægt að
losa sig við afgangsfisk sem berst að
landi.
Frystihús ísbjarnarins
þungamiðjan
Samkvæmt heimildum DV hefur
Bæjarútgerðin unnið mun meira í
hraðunnari pakkningar en Isbjöminn.
Verðmætin hafa því ekki orðið eins
mikil og ella. Með nýju fyrirtæki yrði
frystihús Isbjarnarins þungamiöjan,
með vinnslu í verömætustu
pakkningarnar.
„Aðalatriðiö í þessu öllu er að hvort
húsanna um sig nái sem stærstum
lotum í því sem þau framleiða. Það er
forsenda þess að hagkvæmni náist með
sameiningu fyrirtækjanna,” sagði
hagfræðingur er DV ræddi við í gær.
Hann útskýröi þetta frekar og sagði
að það mætti líkja fyrirtækjunum við
tvær saumastofur sem báðar fram-
leiddu jakka og buxur.
BÚR og ísbjörninn fram-
leiða „jakka og buxur"
„Það er kostnaðarsamt og tafsamt
að vera alltaf að skipta yfir á milli
buxna og jakka. En önnur sauma-
stofan leggur hins vegar áherslu á
framleiðslu jakka og hin buxna þá geta
báöar náð stærri framleiðslulotum og
sérhæft sig bæði hvað varðar tæki og
fólk, hagkvæmnin hefur aukist. Sú
saumastofan sem betur á með að
framleiða jakkana framleiðir þá, hin
buxurnar.”
Því má skjóta hér inn í að þetta er
sama hagfræðilögmálið og gildir um
utanríkisviöskipti landa. Það land sem
framleiöir einhverja vöru hagkvæmt
heldur sig við hana og selur öðrum.
Það kaupir svo aðrar vörur í löndum
sem framleiöa þær meö meiri hag-
kvæmni.
Reiknilíkan
sérfræðinganna
Samkvæmt heimildum DV gerðu
sérfræðingarnir, sem gerðu úttektina á
BOR og ísbirninum, reiknilíkan fyrir
hið nýja fyrirtæki. Þar gáfu þeir sér
ákveðnar forsendur um sérhæfingu og
reiknuðu út hvernig hagkvæmnin yr-ði
mest.
• Jón Ingvarsson, forstjóri ísbjarnar-
ins: „Þarf að bregðast við breyttum
aðstæðum á skynsamlegan hátt.”
Sameinist BÚR og Isbjörninn er gert
ráð fyrir að togarafjöldinn veröi sá
sami og nú er, sjö talsins. BOR á nú 4
togara, Isbjöminn þrjá. Einnig er gert
ráð fyrir að aflinn verði ekki minni en
hann er nú.
Til stendur að hið nýja fyrirtæki losi
sig samt við eitthvað af eignum, salt-
fiskverkun BÚR við Meistaravelli og
aðstaöa Isbjarnarins á Seltjarnarnesi
verða seldar.
Gerist þetta veröur lögð lítil áhersla
á saltfiskverkun og skreiðarverkun
hjá hinu nýja fyrirtæki. Allir þekkja
vandamálið með skreiðina og togara-
fiskur nýtist ákaflega illa í saltfisk.
Enda gera sérfræðingarnir beinlínis
ráð fyrir því að dregið verði verulega
úr framleiðslu þessara afurða.
2 + 2 = 5
Hagfræðin segir að þegar fyrirtæki
eru sameinuð þá verði 2 + 2 aö gera 5.
Annars sé enginn akkur í sam-
einingunni. Ot á þetta gengur
sameining fyrirtækjanna. Frýstihús
Isbjarnarins nýtist miklu betur þegar
úr meira hráefni verður að spila, afla
frá 7 togurum en ekki þremur. Og
stílað verður inn á að það framleiði
„jakkana”, verðmætustu pakkn-
ingarnar, enda er um fullkomnasta
frystihús landsins að ræða.
Frystihús BUR á Grandanum fær þá
„buxurnar” til að framleiða karfann,
hraðunnari pakkningar, steinbít og
fleira af verðminna hráefni. En með
betri nýtingu næst út hagkvæmari
vinnsla þessara hráefna.
Þá er það stjórnunarkostnaðurinn,
„yfirbyggingin” í rekstrinum. Það
verður tvímælalaust um hagkvæmni
að ræða, einn forstjóri, einn út-
gerðarstjóri, einn sem svarar í
símann. Og þannig má telja áfram.
Hvellur í kringum
uppsagnirnar
Eflaust verður einhver hvellur þegar
starfsfólki fyrirtækjanna verður
fækkaö með stofnun hins nýja
fyrirtækis. Um dágóða fækkun er aö
ræða, úr um 740 í tæplega 500, alls
rúmlega 150 manns.
Rökin fyrir fækkuninni er sú að með
sérhæfingunni, færri stjórnendum,
færra skrifstofufólki og færra fólki í
sjálfri fiskvinnslunni, megi samt vinna
jafnmikinn afla og áður, skapa jafn-
mikil framleiðsluverðmæti.
Borgarfulltrúar hafa mikið karpað
að undanförnu um hvort rétt sé að
sameina þessi tvö stórveldi í fisk-
vinnslu og hvort þess vegna eigi að
ræða viö þá Isbjarnarmenn.
Hvað segja
ísbjarnarmenn?
1 hita umræðnanna hefur aldrei
veriö minnst á þaö hvort þeir Is-
• Davíð Oddsson kom meö hug-
myndina að stórveldin tvö, ísbjörninn
og BÚR, tækju höndum saman.
bjarnarmenn vilji ræða við samninga-
nefnd borgarinnar eða ekki!
Spurningin kom nokkuö flatt upp á
Jón Ingvarsson, forstjóra Isbjamarins,
í gær enda viðræður hafnar. „Jú, jú,
við tókum um þetta ákvörðun og hún
var sú að ganga til viðræðna við
borgina um sameiningu fyrir-
tækjanna, samstarf, eða stofnun nýs
fyrirtækis,” sagði Jón.
Hann sagði ennfremur að bæði
fyrirtækin hefðu átt í erfiðleikum á
undanförnum árum, mest vegna þess
að hráefni þeirra hefði minnkað.
„Það hefur orðið verulegur
samdráttur í aflanum, bæði fyrirtækin
höfðu 44 þúsund tonn af fiski árið 1982
en á síðasta ári bárust aðeins 28
þúsund tonn til þeirra.”
Frystihús ísbjarnarins
þarf meiri afla
Og Jón bætti við: „Það er alveg ljóst
að frystihúsið okkar þarf ákveðinn afla
til að geta nýst skynsamlega og það
segir sig sjálft að þaö er auöveldara aö
stjórna hráefnisöflun með sjö skipum í
staðþriggja.”
En með hvaöa hugarfari ganga þeir
Isbjarnarmenn til viðræðnanna? „Við
göngum ekki til þessara viðræðna með
allt fyrirfram ákveðið. Og fyrst þú
spyrð mig líka um eignaraðild okkar
að hinu nýja fyrirtæki, sem uppi eru
hugmyndir um, þá setjum við það ekki
svo fyrir okkur hvort við eigum 30 eða
50 prósent í því. Númer eitt er að
kannað sé hvort hægt sé að búa til
traust fyrirtæki með góðri nýtingu og
framleiðslu.”
— Nú er Isbjöminn einkafyrirtæki á
gömlum merg, 40 ára gamalt. Þið
hljótið að sjá eftir því?
„Að sjálfsögðu. En það sem skiptir
öllu máli er að brugðist sé við breyttum
aðstæðum í rekstrinum á réttan hátt.
Aðstæður nú hjá báðum fyrirtækjunum
eru allt aðrar, eins og hvað varðar hrá-
efnisöflun, en fyrir nokkrum árum.
Reyndar á þetta við um öll sjávarút-
' egsfyrirtæki á landinu, það eru erfið-
i.eikar og þeim þarf að bregðast við af
skynsemi.”
Hvenær skrifað undir
— Á Jón Ingvarsson eftir að skrifa
undir aðild að nýju fyrirtæki BOR og
Isbjarnarins á næstunni?
„Það verður tíminn að leiða í ljós.”
En viðræður eru hafnar, fyrsti
fundurinn stuttur, aðeins þrjátíu
mínútur. Það er líka sagt að allt stórt
eigi sér smátt upphaf.
-JGH
TILBOÐSHELGI
MIKLATORGI
POTTAPLÖINITUR,
20-50% AFSLÁTTUR
T.d. burkni kr. 200,-, áður kr. 300,-
Ástareldur kr. 200,-, áður kr. 250,-
Sértilboð á stórum
kærleikstrjám, kr. 140,-,
áður kr. 250,-
Smáplöntumarkaður
Hedera 90 kr. Kóngavínviður 90 kr.
Kaff itré 90 kr. Heimilisf riður 90 kr.
Slöngutré 90 kr.
Heimilisvöndur á aðeins kr.
180,-
'T9r
afÆafö..umpo«tahUfumog
gjafavörum-