Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 30. AGUST1985. Spurningin Ætlarðu út að skemmta þér um helgina? Guðni B. Guðnason: Nei, ég ætla aö vera heima og lesa undir próf sem ég verð að taka eftir viku í Háskólanum. Jóhanna Heiðdal: Nei, ekki ég. Eg er að fara til Florida á morgun og er aö deyja úr spenningi. Edda Njálsdóttir: Þaö er allt óráðið ennþá.Kemuríljós. Páll Pálsson: örugglega. Ég er sjálfur að vinna í veitingabransanum og á ein- mitt fríhelgi núna. Arndis Jónasdóttir: Alls ekki. Býst alla vega engan veginn við því. Eg fór út að skemmta mér um síðustu helgi og núna á ég engan pening. Ölafur Guðmundsson: Nei, ég fór um síðusiu helgi svo að ég fer ekki fet á næstunni. Skemmti mér bara einu sinnitiltvisvaráári. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þróunarfélagið og nýsköpun í atvinnulíf i: Er hagkvæmt að kaupa hlutabréf? Sparif járeigandi skrifar: Nú hefur verið stofnaö Þróunarfé- lag íslands og á það sennilega, þótt ekki sé þaö orðað lengur sérstaklega, að taka við af Framkvæmdastofnun- inni! Hlutabréfasala í Þróunarfélaginu hefst nú í lok þessa mánaðar og eru til sölu bréf á kr. tíu þúsund og allt upp í fimm milljónir. Þótt tilgangurinn með þessu nýja félagi sé að efla nýsköpun í atvinnu- lífinu og auka fjölbreytni þess, láta gera forkannanir og hagkvæmnisat- huganir, útvega áhættulán og styrkja hagnýtar rannsóknir, eru þetta ekki ný slagorð. Það er því kannski von aö ein- staklingar spyrji sjálfa sig: Er hag- kvæmt að eiga hluti í þessu nýja fyrirtæki, Þróunarfélaginu? Hverjir verða vextir af bréfunum, ef einhverjir? Það segir sig sjálft aö verði ekki vextir í boði eöa raun- vaxtatrygging fer varla nokkur heil- brigöur maöur að kaupa hlutabréf eða leggja fram fé í hlut sem hann veit ekki fyrirfram hvað hann græðir á. Það má vel vera að fyrirtæki sem fyrirfram sjá sér hag í því aö leita síðar til þessa nýja fyrirtækis, Þróúnarfélagsins, meö fyrirgreiðslu vegna nýrekstrar í einhverju formi, sjái sér hag í því að leggja fram fé til tryggingar því aö síðar fáist betri fyrirgreiðsla. En því er enn ósvarað, hvernig ein- staklingum eða einkaaðilum, eins og þeir eru stundum nefndir, er tryggt að þeir fái einhvern hagnað af þeim peningum sem þeir leggja fram enda er þess hvergi getið í fréttatilkynn- inguummáhð! Raunar finnst mér máUð allt hið ógreinilegasta og eins og forsætis- ráðherra sagði í hljóðvarpi, er fréttin var kynnt, þá er alveg óvíst hvort þau fyrirtæki sem Þróunarfélagið styrkir muni heppnast. Sum verða eflaust langlíf en önnur hreinlega fara á hausinn, eins og ráðherra oröaöi þaö. Eða er hér eitthvað enn meira á seyði sem almenningur er leyndur? Eg spyr vegna þess að í kjölfar fréttar- innar um Þróunarfélagiö í hljóövarpi eða jafnvel sömu frétt, — það kom ekki glöggt fram — þá var al- menningur upplýstur um þaö að ein af hugmyndum framkvæmdastjóra Iöntæknistofnunar væri sú að skatt- legg ja sparif é almennings! Auðvitað vitum við að ríkið vantar sárlega fé og leitað er með logandi ljósi að hugmyndum og aðferöum til að ná í peninga frá almenningi. En að viðra hugmyndina um að skatt- leggja sparifé landsmanna, það er eins konar „náðarhögg” við almenn- ing sem þegar er skattpíndur til hins ýtrasta. Það er þá mál til komið að koma sér úr landi. I| 111 I * j 1,111 f'fí' Svanavatnið? Nei. Karate? Jó. Lœrð sjálfsvörn getur verið tvíbent vopn telur brófritari. LÆRÐ SJÁLFSVÖRN ER VOPN Lesandi skrifar: Ég hef lært karate sem sjálfsvarnar- tæki. Mér var kennt það í upphafi að maður ætti aldrei að nota kunnáttuna nema í algjörri neyð. I öllum tilvikum ætti ég að hlaupa í burtu ef ég yrði fyrir árás eða reyna að tala um f yrir árásar- manninum. Lærö sjálfsvörn er talin vopn. Maður sem lært hefur sjálfsvörn er því af lög- reglu talinn vopnaður. Ef hann beitir þessu vopni sínu gegn öðrum er um vopnaöa árás að ræða þótt hinn hafi orðið fyrri til. Astæða þess að ég er að skrifa um þetta er sú að í sjónvarpinu um daginn var verið að sýna mynd frá nám- skeiðahaldi í sjálfsvörn fyrir konur. Ef þessar konur beita síðan þessu, að ég myndi telja, vopni sínu gætu þær staðið uppi í verri aðstöðu en árásarmaður- inn. Eg vildi bara vekja athygli á þessu. Live-Aid tónleikamir ekki endur- sýndir Vegna eindreginna tilmæla til sjón- varpsins um endursýningar Live-Aid tónleikanna sneri lesendasíðan sér til Hinriks Bjamasonar og spurði hvort slíkt stæði fyrir dyrum þar. Hinrik sagði að kaupum á tónleikunum heföi ekki fylgt endursýningarréttur heldur einungis leyfi til beinnar útsendingar og lögð rík áhersla á að ekki yrði fariö í kringum það. Hinrik sagðist hafa fregnað aö BBC hefði ætlað sér aö útbúa fjögurra klukkustunda þátt frá þessum hljóm- leikum en það hefði líklega strandað á höfundarréttarmálum. Monsi missti einatá... 4112-9697 skrifar: Mig langar bara að spyrja 8989-1361, sem skrifaði í DV, að því hvaða hljóm- sveit sé best ef það er ekki Duran Duran eöa Wham? Ástæðan fyrir því að Simon Le Bon er með níu tær er sú aö hann svo duglegur að ganga og hreyfa sig að hann missti eina. Að lokum langar mig að biðja sjón- varpið að sýna meira frá Live-Aid tónleikunum. Uppáhaldið ekki til í Fríhöf ninni Ferðamaður hringdi: Eg fer nú ekki oft utan en þegar ég kem heim þykir mér mjög gott aö geta keypt uppáhaldsöltegundina mína sem er hollensk. Þegar ég kom heim um daginn féll mér allur ketill í eld þar sem hún var ekki til og einungis á boð- stólum ein erlend tegund auk annarrar íslenskrar. Án þess að ég sé að lasta ís- lenska framleiðslu verð ég aö játa að mér finnst hún ekki jafnast á viö þá erlendu sem er kannski engin furða þegar haft er í huga að hér á landi er ölgerð enn á frumstigi. Eg keypti erlendu tegundina, sem er frá Hamborg, og varð fyrir miklum vonbrigðum.Nei,þáer betra að kaupa íslenskt. Annars vil ég geta ráðið því sjálfur og sá hollenski er sá langbesti sem fæst í Fríhöfninni að mínu áliti. Af hver ju var hann ekki til? Lesendasíðan sneri sér til forsvars- manna Fríhafnarinnar og hörmuðu þeir að tiltekin tegund hefði ekki verið á boðstólum. Ástæða þess hefði verið sú að ekki hefði unnist tími til aö ná í vöruna úr birgöageymslu. Hollenska tegundin væri langmest seld en eins væri mikið selt af dönskum miði. Öregla hefði hins vegar komist á dreifingu hans vegna verkfalls í dönskum ölgerðum. Þeir í Fríhöfninni reyndu aö hafa eins mikið úrval og pláss leyfði. Það er surt að koma heim í tollfrelsið og þá er uppáhaldstegundin búin finnst bréfritara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.