Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. fþróttir Ricky Bruch. Ricky Bruch er hættur Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, tíðinda- manni DV í Svíþjóð: Orðhákurínn og athafnamaðarinn Ricky Bruch lýsti þvi yfir í gær að hann væri hættur keppni í kringlukasti. Bruch, einn fremsti kringlukastari í heimi um áraraðir, hefur löngum þótt jafnfrægur fyrir þung orð og högg og löng köst i kringlu. Nú siðast gaf hann formannl sænska frjálsiþróttasam- bandsins á kjammann þegar sá síðar- nefndi ætlaðl að óska honum til ham- ingju með sigur i keppni. Bruch segir ástæðuna fyrir ákvörðun sinni vera þá að menn í frjálsíþrótta- hreyfingunni ofsæki sig. Þessi ákvörð- un kemur áður en dómur fellur í kjafts- höggsmálinu. SigA. Skipting verðlauna Eftir fimm keppnisdaga á heimsieikum stúdenta i Kobe í Japan var skipting verft- launa þannig. G S B Sovétríkín 20 8 14 Bandaríkin 14 8 10 Rúmenía 3 5 2 Japan 3 2 7 S-Kérea 3 0 2 Kína 2 6 4 Astralía 2 3 2 N-Kérea 2 2 2 Búlgaria 2 1 3 Holland 2 1 3 Ungverjaland 1 3 4 V-Þýskaland 1 2 4 Brasilia 1 2 1 Kúba 1 2 0 Pélland 1 0 1 Frakkland 0 4 0 Kanda 0 2 3 Italia 0 2 2 Nýja-Sjáland 0 1 0 Mexiké 0 1 0 Portúgal 0 1 0 Tékkéslévakía 0 0 1 Bikarmót á Englandi Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær aö efna til tvenns konar bikarkeppni, — annars vegar þeirra sex ensku liða sem unnið höfðu sér rétt í Evrópumótin þrjú. Það eru Everton, Liverpool, Man. Utd. Norwich, Sout- hamton og Tottenham. Liðunum verð- ur síðar skipt í tvo riðla og efstu liðin í riölunum munu leika til úrslita á Wem- bley-leikvanginum. Hins vegar verður svo bikarkeppni 32 liða úr 1. og 2. deild með útsláttar- fyrirkomulagi. Örslitaleikurinn þar verður einnig á Wembley. Bobby Robson, enski landsliðsþjálfariim, lagðist mjög gegn þessum mótum.Nóg væri fyrir af mótum á Englandi, 1. dcild, bikarinn og deUdablkarinn, og leikmenn Englands mundu með auka álagi mœta þreyttir til Ielks á HM í Mexikó næsta sumar. En það var ekki hlustað á mótmæli hans — liðin, sem falut eiga að máli, voru mjög á að efnt yrði til bikarmótanna. Með þeim væri að nokkru hægt að bæta upp minnkandi aðsókn á leiki á Englandl. hsím. Iþróttir Iþróttir (þróttir (þróttir Frí hjá FH og Víkingum í 1. umferð Valsmenn leika við Kolbotn fslandsmeistararar FH og bikar- meistarar Víkings sitja bæði yfir í 1. umferð Evrópumóta sinna í hand- knattleik. Valsmenn mæta hins vegar gömlum kunningjum, norska liðinu Kolbotn, sem hefur leikið hér á landi tvö síðastliðin ár. í fyrra gegn FH og höfðu Hafnfirðingarnir þá betur og fyr- ir tveimur árum lék liðiðgegnVíkingi og sló það þá landann út á jafnri markatölu. Valsmenn fengu heimaleikinn á undan og hafa þeir ákvörðunarrétt um hvenær hann er leikinn í vikunni 23,— 29. september en þá er fyrsta umferð Evrópumótanna leikin. Seinni leikur- inn verður þá úti í Noregi í næstu viku á eftir, það er 30. sept. — 6. okt. Það ætti því að vera góö von um að sjá þrjú íslensk liö í 2. umferð Evrópu- mótanna. Keppni IHF er nú haldin þriðja árið en Valsmenn unnu sér þátt- tökuréttinn með því að ná öðru sæti í íslandsmótinu. Valsstúlkurnar eru með lið í Evrópu- keppni bikarhafa og lentu þá á móti belgísku bikarmeisturunum. Valur fékk útileikinn á undan en leikdagar eru hinir sömu og hjá karlaliði félags- ins. Fram vann sér réttinn til að leika í Evrópukeppni meistaraliöa en hand- knattleiksdeild félagsins dró þátttöku sina til baka. -fros STAÐAN l.DEILD Tveir leikir voru í 1. deild í gær. Ur- slit: KR — Fram 1—1 FH — Keflavík 1—1 Staðan er nú þannig: Fram 15 9 3 3 29—21 30 Valur 15 8 5 2 22—10 29 KR 15 8 4 3 30—21 28 Þór 15 8 1 5 24—19 28 Akranes 15 8 3 4 30—16 27 Keflavík 15 8 2 5 25—16 26 FH 15 5 2 8 19—27 17 Víðir 15 3 3 9 16—32 12 Þróttur 15 3 2 10 15—28 11 Víkingur 15 1 1 13 12—32 4 i 15. umferð leika ÍBK—ÍA, Valur— Víðir á laugardag, Þór—KR, Fram— Þróttur á sunnudag og Víkingur—FH á mánudag. hsim. DV-lið 15. umferðar Baldvin Guðmundsson (2) Þór Þorgrímur Þráinsson (4) Hálfdán örlygsson (21 Val KR Arni Stafánsson (2) Þór Karl Þóróarson (3) ÍA Jón Kr. Magnússon (1) ÍBK Ölafur Þórðarson (3) ÍA Siguróli Kristjánsson (2) Þór Kristján Gislason (1) Guðmundur Torfason (5) Jón Erling Ragnarsson (2) FH Fram FH Pétur Ormslev nœr forystu fyrir Fram strax i upphafi leiks. KR-ingarnir Han horfa á eftir boltanum renna i markið. ALLT NU í 1. deild eftir jaf ntef li KR og Fran ensex lið enníl Göngumark. Það er ein leiðin til að lýsa marki því sem Framarar skoruöu strax á fjórðu mínútu Ieiksins gegn KR. Pétur Ormslev var svo æpandi frír þegar hann fékk sendinguna frá Guð- mundi Torfasyni að ef hann hefði ekki skoraö hefði þaö verið viljandi. Enda skoraði hann, renndi boltanum áreynslulaust í markiö, ótrúlega auðvelt, 1—0. En hvar voru varnar- menn KR? Leikurinn var ekki vel leikinn, mikill taugaóstyrkur í báðum liðum. Þau áttu sína kafla þar sem þau sóttu að marki andstæðinganna en ekki gekk mikið á í vítateignum. KR-ingar voru meira með í fyrri hálfleik, Jón G. Bjarnason sendi fyrir Fram-markið, Ágúst Már Jónsson missti af boltanum sem barst til Ásbjarnar Björnssonar sem hitti ekki. Mjög gott færi og Ásbjörn klaufi að skora ekki. Á 40. mín. átti Guö- mundur Torfa gott færi, fékk sendingu LOKS GULL 0LYMP1U- MEISTARANS í KOBE Gross sigurvegari Í200 m flugsundi. Matt Biondi á sjúkrahúsi „Ég er hissa hvað tíminn var góður, ég hafði engin áform um að reyna við heimsmet því ég var ekki vel undirbú- inn fyrir þetta mót. Reyndar hafa timar mínir í öllum greinum verið betri en ég bjóst við,” sagði vestur- þýski ólympíumeistarinn í sundinu, Michael Gross, eftir að hann hlaut sin fyrstu gullverðlaun á heimsleikum stúdenta í Kobe í gær. Það var í 200 m flugsundinu. Gross bætti mótsmetið mjög, synti á 1:57,88 mín. Fékk harða keppni frá Nýsjálendingnum Anthony Mosse, sem synti á 1:59,94 mín. Bandaríski sundmaðurinn Matt Biondi var í gær fluttur á sjúkrahúsi vegna eymsla í nára, — var farinn aö haltra. Ilonum voru gefin fúkalyf og læknar vildu halda honum á sjúkrahús- inu í nótt. Hætt var þó við það. Harm hefur þegar hlotiö fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum. Talsverður ótti greip um sig meðal íþróttafólksins í þorpi leikanna þegar íþróttamaður frá Haiti var settur í einangrun í sjúkrahúsinu í Kobe. Til- kynnt hefur verið að engin ástæða sé að óttast einhvern faraldur en allt í þorpinu hefur verið sótthreinsaö, eink- um þó svefn- og baðherbergi. Helstu úrslit í sundkeppninni í gær uröuþessi: 20«mflugsundkarla 1. Michael Gross, V-Þýskal. 2. Anthony Mosse, Nýja-Sjál. 3. Christopher Rives, USA, 4. Ricardo Prado, Brasilíu, 5. Marcel Gery, Tékkósló. 6. Frank Drost, Hollandi, 1:57,88 1:58,94 2:00,08 2:00,54 2:00,72 2:01,11 800 m skriðsund kvenna 1. Stacy Shupe, USA, 2. Carla Lash, ítalíu, 3. Andrea Orusz, Ungverjal. 4. Ivi Liiv, Sovét, 8:45,87 8:47,76 8.49,41 8:49,63 100 m baksund karla 1. Igor Polyanski, Sovét, 2. Mark Rhosebaugh, USA, 3. Sergei Zabolotnov, Sovét, 4. Michael West, Kanada, 5. Charles Siroky, USA, 6. Daichi Suzuki, Japan, 7. Sean Murpby, Kanada, 8. Thomas Lebherz, V-Þýskal. Sigurvegarinn setti mótsmet. Þegar Eövarð Eðvarðsson komst í úrslit á EM í Sofia synti hann á 57,92 sek. í úr- slitasundinu. Aðeins fjórir syntu innan við 58 sek. í riölakeppninni í Kobe. 56,26 56,99 57,08 57,08 57,39 57,47 57,80 59,00 4 X100 m f jórsund kvenna 1. Bandaríkin 2. Búlgaría 3. Holland 4:11,24 4:14,59 4:16,78 Sovéska sveitin kom fimmta í mark en var dæmd úr leik. hsim. frá Pétri en skallaöi hátt yfir af stuttu færi. Klaufalegt. Framarar byrjuðu betur í seinni hálfleik, alltaf með boltann og sóttu sífellt upp völlinn. Omar Torfason sendi fyrir markiö, boltinn rúllaði fram hjá því án þess að neinn næði til hans. Framarar áttu miðjuna algjör- lega og virtust alltaf hafa einn auka, ódekkaðan mann í sókninni. KR-ingar freistuöu þess að leika boltanum yfir miðjuna og á sóknarmennina. Þessi aðferð bar ávöxt á 16. mín. Hætta hafði skapast við KR markið eftir að Ásgeir Elíasson hafði sent upp í horn á Guðmund Steinsson. Hann sendi fyrir markið þar sem var kominn Kristinn Jónsson sem skaut fram hjá úr mjög góðu færi. KR-ingar komu boltanum fram, upp í hægra hornið þar sem var Björn Rafnsson, hann sendi fyrir. Gunnar Gíslason stóð við nær- stöngina og skallaöi áfram til Ásbjarn- ar sem henti sér fram og skallaði í markið, 1—1, og vel að verki staðið. Síðan fóru liðin að skiptast á að sækja en engin færi, mikill tauga- óstyrkur og skaphiti. Svo kom síðasta kortérið og það áttu Framarar. Þeir áttu miðjuna og tókst þaðan að koma boltanum út á kantana. Þar var gefið fyrir og alltaf virtist einn ódekkaður Framarari vera inni í teignum. Þannig var Guðmundur Torfason frír rétt utan teigsins er hann fékk boltann og lét vaða. Þrumuskot sem Stefán Jóhanns- son varði vel í horn. Þetta var á 33. mín. og þremur min. síöar áttu Framarar aö gera út um leikinn er Pétur Ormslev klúðraöi ótrúlegu færi. Guðmundur Steins sendi fyrir úr hægra horni, boltinn barst til Péturs sem haföi nóg pláss til að athafna sig, n JETHJIT I D/tmT I MÁLINU hjá dóm IÞaö var dómþing hjá íþróttadóm- stóli ÍSI. Málflutningur í „Jóns-mál- I inu” fræga þar sem fulltrúar KR og * Þróttar lögðu fram sín gögn. (þróttir íþrótti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.