Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. * •V > * í l Sælnú! Popparamir ætla ekki að gera það endasleppt við Afríku. Band Aid er auðvitað enn á höttun um eftir framlögum í sjóð sinn og aflar með ýmsu móti - smáskífan með dúett Mick Jagger og David Bowie aetti að raka saman fé - en nú hafa verið stofnuð önnur samtök sem beina spjótum sinum að Suður Afríku: Artist Agains Apartheid einsog þau heita uppá ensku. Plata er í deiglunni og meðal flytjenda má nefna Bono, Pat Benatar, George Clinton og Grandmaster Melle Mel. . . fftr langa mæðu sést fyrr endann á nýrri breiðskífu Dexy's Midnight Runners, þeirri fyrstu i rúm þrjú ár. Nýja platan, Dont Stand Me Down, kemur út 13. septemher og hljóm sveitin er nú skipuð þremur liðs mönnum: Kevin Rnwland, Billy m á 1 SKÍFUR 1 BEINT í ÆÐ COLOUR BOX - THE MOON IS BLUE (4AD) Eg þurfti ekki að heyra þetta lag nema einu sinni til að falla í stafi. Ung og umtöluð bresk hljómsveit með aldeilis frábæra söngkonu, — ógleymanleg rödd! Undirtónninn er ættaöur úr svinginu en annars er þetta baliaða og venst gróflega vel. KATE BUSH - RUNNING UP THATHILL(EMI) Eftir langa pásu kemur nýtt hljóð úr strokki Kate Bush. Kyngimagnað lag og dulúðugt einsog margt frá ung- frúnni en þó býsna ólíkt fyrri lögum hennar. Lag sem ómögulegt er að gleyma, ég óttast að það grói fast viö heilann, get ómögulega gieymt því. Hvað heitir það aftur? AF OGFRÁ GO WEST - GOODBYE GIRL (CRYSALIS) Sumir segja að þessi breski dúett sé svar Breta við Hall & Oates. Eg gef lítið fyrir það svar og enn minna fyrir þetta lag. Tvö fyrri lög Go West voru spriklandi fjörug, þetta er í rólega kantinum og fellur í áliti við hverja hlustun. Goddbye Go West. STING - LOVE IS THE SEVENTH WAVE (A&M) Mér er ómögulegt að skilja þá sem segja að sólóplata Sting minni næstum ekkert á Police. Þetta lag er nokkurs konar Every Breath You Take nr. 2, pinulítiö sjarmerandi fyrst en svo smá- versnarþað.. . NIK KERSHAW - DON QUIXOTE (MCA) Þeir eru ekki margir sem semja jafnskruggufínar laglinur og Nik litli Kershaw, bara hann misþyrmdi þeim ekki með þessu svuntuþeysavæli. Annars er þessi söngur um nútíma Don Quixota alls ekki besta lag Kershaw og maður freistast til þess að álíta að spánski riddarinn sé ekki sá eini sem berst við vindmyllur í þessu lagi. KING - ALONE WITHOUT YOU (CBS) Þetta lag byrjar á einhverju ómerki- legasta viðlagi sem heyrst hefur og minnir obboðlítið á gaul fótboltaunn- enda í Bretlandi. Paul King er ágætur söngvari og ætti að semja merkilegri lög en svona poppglundur. Sennilega á Alone Without You þó eftir að verða stórlega vinsælt enda bjánalega gríp- andi. FÓTLAG(A) PRINCESS - YOU'RE MY NUMBER ONE (SUPREME) Hörkudiskó — og það sem meira er: bara skolli gott! Yfirleitt renna svona lög bara innum annað og útum hitt en aldrei þessu vant situr þessi laglina eftir í kollinum. Söngkonan er bresk, dökk á brún og brá, en í guðanna bænum ekki halda að hún sé neinn Prince i kvenlíki. POINTER SISTERS - DARE ME (RCA) Formúla Pointer systranna hefur hitt í mark siðustu árin. 1 þessu lagi er engu aukið við og mér liggur við að segja: þær hafa engu gleymt — og ekkert lært! Danshæft vel, auðvitað, einsog annað á þessum bæ en ég á von á því aö flestir verði búnir að taka yfir Dare Me á kassettunum sínum áður en fyrsta skólabjallan glymur. Má ég þá frekar biðja um Millsbræður ?! NEW MODEL ARMY - NO REST FOR THE WICKED: HRA TTOGGOTT Var það ekki Ian Dury sem sagði um daginn í sjónvarpinu aö pönkið myndi aldrei deyja? Hvur svosem sagði eitt- hvað í þessa veruna hefur ugglaust al- veg rétt fyrir sér. Frumstæða, einfalda hráa rokkið höfðar held ég til allra sem fíla rokk — svo fremi að nokkrum grundvallarskilyrðum sé fullnægt. Það tjóar ekki lengur að bjóða uppá pönk- ara sem hvorki geta sungið né leikið á hljóöfæri, þaö voru öfgar síns tíma sem leyfðu slikt, en góðir lagasmiöir, fínir hljóöfæraleikarar og söngvarar geta leyft sér pönklega framsetningu enn í dag — og vakið athygli og aðdá- un. Þaö er akkúrat þetta sem gerst hefur með New Model Army, bresku hljómsveitina sem kölluð hefur verið hjálpræðisher breskrar rokktónlistar. I tónlist þeirra er einfaldleikinn látinn ráða, umgjörð laganna er eins fábrotin og hugsast getur með gítar í forgrunni og önnur hljóðfæri aðeins: trommur og bassi. Einfaldara getur það ekki verið. Tónlistin er umfram allt melódísk, líka gætir ákeföar og óþols — og söngvar- anum, sem hálfvegis mælir textana af munni fram, er augljóslega mikiö niðri fyrir. Textarnir eru Uka beinskeyttir ef grannt er hlustað. Svona hrátt rokk hæfir auðvitaö giska vel tónlistarmönnum sem líta á rokk sem pólitískt afl. Saklaus og vænn sveitapiltur, sem ort hefði ástarljóð til unnustunnar, myndi aldrei koma sínum skilaboðum á framfæri að hætti pönksins — en vilji menn koma forsætisráöherranum frá völdum og benda á það sem miður fer í þjóölífinu/ með nokkrum þjósti er svona hrá tónlist gráupplögð. New Model Army tekst vel upp á þessari fyrstu breiö- skífu sinni þó enn sýni Thatcher ekki á sér neitt fararsnið. New Model Army hefur starfað frá árinu 1983, gefið út fáeinar smáskífur og þessa breiöskífu, No Rest For the Wicked, og þar er titillagiö eitt næg ástæða til þess aö setja svona dýrgrip í safnið hjá sér. -Gsal. OMD-CRUSH MEÐ ÞVIBESTA SEM GERIST Hljómsveitin Orchestral Manæuvres In The Dark vakti fyrst á sér athygli fyrir langt og afar óvenjulegt nafn. I dag hefur nafn hljómsveitarinnar ver- ið stytt í OMD og nú vekur hún athygli fyrir gæðatónlist. Það voru þeir Andrew McCluskey og Paul Humphreys sem stofnuðu OMD í lok árs 1978 og enn eru þeir driffjaðrirnar í hljómsveitinni. Á plöt- um hljómsveitarinnar hafa þeir notið aðstoöar ýmissa manna og nú nýverið gerðust tveir þessara aðstoöarmanna fastir meðlimir OMD. Tónlist OMD hefur frá upphafi ein- kennst af hljóðgervlum ýmiss konar, var það sem kalla mætti kaldranalegt tölvupopp í fyrstu en hefur verið að mýkjast meö árunum eftir því sem fleiri og fleiri hefðbundin hljóöfæri hafa fengið að spreyta sig. OMD náði fyrst alþjóöaathygli með plötunni Architecture & Morahty en á þeirri plötu var meðai annars lagið Souvenir að finna. Platan Junk Culture jók hróður hljómsveitarinnar enn og ef hún nær ekki almennri viðurkenn- ingu með þessari plötu Crush, ét ég hattinn minn. Crush er nefnilega aö mínu áliti ein- hver besta plata sem komið hefur út, það sem af er þessu ári og ef hún verð- ur ekki í hópi þeirra allra bestu þegar áriö er liöið í aldanna skaut verð ég illa svikinn. Það er ekki bara tónlist OMD sem hefur mýkst með árunum, sömuleiðis hafa þeir félagar lagt æ meiri áherslu á sönginn en hann var ekkert aðalat- riði hjá hljómsveitinni áður fyrr og mörg lög einungis leikin. Það er erfitt aö nefna eitthvað eitt sem gerir tónlist OMD jafn sjarmer- andi og hún er. Þar hjálpast margt að, margslungnar melódíur sem ávallt bjóða upp á eitthvað nýtt við hverja hlustun, góður hljóðfæraleikur og söngur. Sérstaklega er ég hrifinn af því hvernig hljómsveitin notar blásturs- hljóðfæri á plötunni en þeim er nú beitt í mun ríkari mæli en áður. I sem fæstum orðum sagt er hér á ferðinni kostagripur sem enginn hljómplötuunnandi ætti aö láta fram hjá sér fara. -SþS- BOB DYLAN - EMPIRE BURLESQUE LfF/ff ENNIMEISTARANUM Það hefur varla farið fram hjá nokknun er sáu Live Aid hljómleikana í sjónvarpinu að frammistaöa Bob Dylan var ekki upp á marga fiskana og satt best að segja urðu hann, Ron Wood og Keith Richard sér til skammar. Voru þeir greinilega undir áhrifum vímugjafa og tónlistin sem þeir fluttu bar þess merki. Sem betur fer hefur þetta verið einn af slæmu dögunum hjá Dylan því nýja platan hans, Empire Burlesque, ber þess merki að enn lifir tónlistargáfan í snillingnum. Þegar miðað er við poppframleiðsl- una í dag stendur Empire Burlesque vel upp úr meðalmennskunni. En þeg- ar Bob Dylan á í hlut hlýtur maður allt- af að miða viö plötur eins og Blonde On Blonde og John Wesley Hardin, svo einhverjar séu nefndar af meistara- verkum hans. Við þá samlikingu fellur Empire Burlesque af stalli sínum, því þrátt fyrir ágæta tónlist, þá er platan ekkert tímamótaverk. Aðeins góð plata frá einum mesta snillingi í tón- listinni sem heimurinn hefur alið. Það eru tíu lög á Empire Burlesque, og að sjálfsögðu öll eftir Bob Dylan og eru þau öll ný. Lögin eru nokkuð mis- jöfn að gæðum. Best kann ég alltaf við Dylan þegar útsetningar eru einfaldar og rafmagnshljóðfærin takmörkuð. Lög eins og Thight Connection, sem minnir einna helst af lögunum á hans elstu lög, I’ll Remember You, róleg og falleg melódía sem Dylan fer vel með, ásamt Madalyn Quebeck og Trust Yourself. Þessi þrjú lög eru lög eins og búast má við frá Bob Dylan. Takmark- að undirspil, bitastæðir textar sem skýrt eru bomir fram. Svo eru einnig lög sem eru kaffærð í útsetningum sem eiga ekki við Bob Dylan að dómi undirritaðs. Er það mest áberandi í Seeing The Real You At Last. Rokkaö lag þar sem blásturs- hljóðfæri koma við sögu. Lag sem að ég held fari í taugarnar á aðdáendum Dylans. Það eru samt þrjú síðustu lög plöt- unnar sem standa upp úr. When The Night Comes Falling From The Sky er geysigott lag, þótt langt sé og væri tví- mælalaust besta lag plötunnar væri ekki útsetningin of íburðarmikil. Something’s Burning er í sama gæða- flokki. Þar syngur Bob Dylan dúett með Madelyn Quebeck og í síðasta lag- inu á plötunni tekur hann loks fram munnhörpuna og flytur einn, án allrar aðstoöar, Dark Eyes og kannski er það einmitt þess vegna sem mér finnst sá texti áhrifamestur. Empire Burlesque er í heild Bob Dylan til sóma og ættu aðdáendur hans ekki að verða fyrir vonbrigðum með plötuna. HK. Adams og Helen O’Hara. . . Aórir næstum þvi gleymdir snillingar eru líka meó plötu i gamla buróarliðn um, hljómsveitin Squeeze, sem va geíió nýtt lif fyrr á árinu. Breiðskifa Squeeze, Cosi Fan Tutti Frutti, kemur út núna um mánaóamótin.. . Feróafólk sem ætlar að leggja leió sina til Lundúna í október takið eftir: Alison Moyet hefur opinber lega tilkynnt að hún haldi þrjá djass tónleika meó átján manna hljóm sveit John Altmans. Tæpast þarf aó minna ykkur á að Alf söng lagió hennar Billie Holiday, That Old Devil Called Love, svo eftirminnilega í vor. . . Er hugsanlegt að hljómplötu útgefendum verði gert skylt aó merkja þær plötur sérstaklega sem hafa aó geyma dónalegt orðbragó eða veróa þær jafnvel bannaðar innan sextán? Þessum spurningum velta rokkblöðin í Bretlandi fyrir sé í kjölfarió á útkomu breiðskíf Pogues, Rum, Sadomy And th Lash - og hér heima myndi þá plat P.S. & Co verða með aóvörunar merkingu eitthvað á þessa leið: Rata þessi hefur að geyma orð bragð sem yæti hneykslað saklausa kaupendur. . . Eftir langa þögn lét George Harrison i sér heyra fyrr i sumar með gamalt lag Dylans, I Didn't Want To Do It, úr kvikmynd inni Porky’s Revange. Kvikmynda fyrirtæki Harrisons, Hand Made Fils, hefur nýlega sent á markað myndina Water og þar syngur Jimmy Helnts tvö lög sem Harrison tók þátt í að semja: Celebration og Focus Of Attention. Ég hélt hara ykkur langaði aó vita þetta. . . Madness er upprisin og hefur sent frá sér smáskifu, ætlar senn í hljóm leikaferð þá fyrstu i tvö ár og hyggst ráða sér hljómborðsleikara i stað Mike Barsons sem yfirgaf skútuna fyrir tveimur árum. . . Búið í bili... -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.