Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Suöur-Afríka: Fjármálamenn kref jast samráðs við blökkumenn Gatsha Buthelazi, einn þekktasti œttbálkahöfflingi blökkumanna í Suflur-Afriku og virkur stjórnarand- stœðingur. Nelson Mandela, ákafur andstœð- ingur aflskilnaðarstefnunnar og kunnasti leiðtogi blökkumanna. Mandela hefur nú setið í fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir sinar í ald- arfjórðung. Blakkir og hvítir fjármálamenn í Suður-Afríku hafa lagt hart að ríkis- stjóminni að hafa samráð við fangels- aða leiðtoga blökkumanna til að reyna að koma í veg fyrir algert efnahagslegt hrun landsins. Stjómvöld frystu í vikunni gengi suður-afríska randsins, auk allra kaup- hallarviðskipta, í kjölfar sífelldrar gengislækkunar gjaldmiðilsins og ört harðnandi efnahagslegra refsiaðgerða erlendis. Seðlabankastjóri Suður-Afríku, Gerhard de Kock, er nú staddur á neyðarfundi með breskum fulltrúum ríkisstjómarinnar og bankamönnum í London þar sem talið er aö hann fari fram á auknar lánveitingar til stjómarinnar í Pretóríu. Seðlabanka- stjórn heldur síðar til Washington í sömu erindagjörðum í næstu viku. Suður-afrískir fjármálamenn fullyrða að einn af örfáum möguleikum ríkis- stjórnarinnar á að koma í veg fyrir algert efnahagshrun í landinu sé að hafa samráð við leiötoga blökkumanna um lausn efnahagsvandans. Meö því verði dregið úr erlendum refsiaðgerð- um og slíkt samráð yrði til aö lægja öldur sívaxandi innanlandsófriöar. I yfirlýsingu samtaka manna í versl- unar- og viðskiptalífi landsins segir að það sé „nauðsynlegt að ríkisstjórnin hafi fullt samráð við viðurkennda leið- toga blökkumanna um lausn aðsteðj- andi vanda, jafnvel þó sumir þessara leiðtoga séu í haldi „um þessar mundir”. Efnahagssérfræðingar búast við meiriháttar yfirlýsingu stjórnvalda um frekari aðhaldsaðgerðir í peninga- málum um helgina. Bretland: LESTARNAR MUNU EKKISTÖÐVAST Breska stjórnin neitaði í gær að ráða aftur 258 lestarverði sem voru reknir eftir að vinnustöðvanir þeirra fyrr í deilu stjórnarinnar og lestarvarða. Leiðtogi lestarvarða, Jimmy Knapp, sagði að með þessu hefði stjómin misst af „gullnu tækifæri til að koma lestun- umígangáný”. fen lestamar eru í gangi eftir at- kvæðagreiðslu um verkfallskvaðningu í fyrradag. Lestarstarfsmenn, sem eru 11.000, ákváðu með 4.815 atkvæðum gegn 4.360 að fara ekki í verkfall, þrátt fyrir áætlanir stjómarinnar að hafa aðeins ökumenn í lestunum. Atkvæðagreiðslan var fyrsta stóra prófraunin á lög um verkalýðshreyf- ingar sem Thatcher-stjómin kom á. Lögin kveða á um að verkalýðsfélög verði að halda leynilega atkvæða- greiöslu áður en ákveðið er að fara í verkfall. Dagblöð í Bretlandi segja aö þessi atkvæðagreiðsla sýni á ótvíræðan hátt gildislíkralaga. SÍFELLT FINNAST FLEIRI AUSTUR-ÞÝSKIR NJÓSNARAR SLAANDIRÖK Þagar rök duga ekki gripa menn stundum til hnefanna. Venjulega eru þafl þó ekki stjórnmálamenn sem slikt gera. En Carlos Plaza, sem er þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn í Ecuador, hafði fengið nóg af að hlusta á Lenin Rosaro, þingmann Kommúnistaflokksins, svo hann gekk upp afl ræðupúltinu á þjóflþingi landsins og gaf Lenin einn á kjálkann, með hægri handar höggi. Og Lenin lá. En það var eins gott að Carlos var ekki enn reiðari. Þafl sést nefnilega á myndinni að hann er vopnaður voldugri skammbyssu sem hann geymir undir belti. Háttsettur Austur-Þjódverji f lúði til Vestur-Þýskalands á sunnudag Njósnamálið í Vestur-Þýskalandi verður æ umfangsmeira. I gær til- kynntu yfirvöld þar í landi að þau væru að rannsaka starfsemi annars emb- ættismanns í gagnnjósnaþjónustu landsins. Einnig tilkynntu þau um aö háttsettur austur-þýskur sendimaður í sendiráöi Austur-Þýskalands í Argen- tínu hefði flúið til Vestur-Þýskalands. Embættismaöurinn í gagnnjósna- þjónustunni er Richard Liebetanz, 48 ára gamall háttsettur leyniþjónustu- maður. Bönd bárust að honum þegar í ljós kom að hann var mikill vinur Eberhard Severin sem upplýst hefur verið að er austur-þýskur njósnari sem komst inn í Vestur-Þýskalands á sjöunda áratugnum. En stjórnvöld voru sigri hrósandi þegar þau sögðu frá flótta Martins Winkler til Vestur-Þýskalands. Winkl- er var næstæðsti sendimaðurinn í sendiráði Austur-Þýskalands í Argen- tínu og haföi gegnt mörgum þýðingar- miklum embættum annars staðar. Það var á sunnudag sem Winkler flúöi. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar sagði aö ekkert samband væri á milli flótta sendimannsins og hvarfs Hans- Joachims Tiedge, yfirmannsins í gagn- njósnaþjónustu Vestur-Þýskalands, tveimur dögum áður. Erlendir stjómarerindrekar í Bonn segja þó að augljóst megi telja að Winkler hafi njósnað fyrir Vestur- Þjóðverja, og hafi talið öruggara að flýja eftir hvarf Tiedges. Saksóknari í Vestur-Þýskalandi seg- ir nú líklegt aö Margarete Hoeke, rit- arinn í skrifstofu forseta, sem var handtekin nýlega, grunuð um njósnir, hafi njósnað fyrir Austur-Þýskaland í 18 ár. Yfirvöld segja að Hoeke hafi verið náinn vinur Franz Beckers, sem þau segja austur-þýskan njósnara. Hann á aö hafa búið i Sviss. Nú er verið að at- huga hvort Becker er sami maður og var handtekinn í Sviss undir nafninu Johann Hiibner. Kona Hiibners var einnig handtekin. önnur hjón, Rein- hard og Sonja Schuize, hafa verið handtekin í Bretlandi, í tengslum viðnjósnamálið. Israelar út- skúfaðir í skák KEPPA VIÐ DALLAS Israelar munu ekki taka þátt i ólymp- iuskákmótinu 1986. Skákmótiö er haldið í Dubai, í Sameinuðu fursta- dæmunum. Yfirvöld þar neita aö hleypa ísraelsku skákmönnunum inn í landið. A fundi Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, kom fram að Israelar hafa gefið upp alla von um aö komast til Dubai. Þeir sögöust hins vegar ætla að sjá til þess í framtíðinni að ekkert FIDE-mót yrði haldið neins staðar þar sem skák- menn frá vissum löndum mættu ekki taka þátt. Sameinuðu furstadæmin sögðust ekki geta hleypt Israelunum inn í land- iö þar sem löndin tvö ættu í stríði. Sjónvarpsstöðvar í Sviss, Frakk- landi, Belgíu og Vestur-Þýskalandi fjármagna sjónvarpsmyndaflokk sem nú er verið að taka upp í Sviss. Þætt- imir heita Symphonie. Þeir eiga að keppa við Dallas og Dynasty, með því að líkja eftir þeim bandarísku þáttum. Talsmaður vestur-þýsku stöðvar- innar, sem tekur þátt í framleiðslunni, segir að þessi þáttur sé einungis fyrsti iiðurinn í samvinnu evrópskra sjón- varpsstöðva, sem miðast að því að keppa við bandaríska sjónvarpsþætti. Talsmaðurinn sagði að Symphonie yrði sýndur í Vestur-Þýskalandi, Bret- landi. .. „og jafnvel Bandaríkjunum. Hverveit?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.