Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélég: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri ogOtgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SlMI 686011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsinqar. skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ ÁskriftarverO á mánuöi 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr. Helgarblaö 40 kr. Fordómará ferö Taugaveiklunar gætir í Teigahverfi í Reykjavík vegna þess aö fangahjálpin Vernd er aö fá aöstöðu í hverfinu. 1 hverfinu er mikiö af öldruðu fólki. Eins og verða vill gætir misskilnings á fyrirhugaðri starfsemi Verndar, misskilnings sem ekki ætti að koma til miðað við fyrri reynslu af félagsskapnum. Þeir ólánsmenn, sem lenda í fangelsum, eiga ekki að vera brennimerktir alla ævi. Þeir taka út refsingu sína gagnvart þjóðféláginu. öllum í þeim hópi, sem eiga sér viðreisnar von, ber að hjálpa til að aðlagast þjóðfélaginu aðnýju. Þessi aðlögun tekst bezt, eigi þessir menn þess kost að komast sem fyrst í „eðlilegt, manneskjulegt, umhverfi.” Hús, þar sem fyrrverandi fangar dveljast um skeið eftir að þeir eru látnir lausir, á ekki að reisa uppi á Hellisheiði. Slíkt hús á að vera í eðlilegu hverfi. Jafnframt hvílir sú skylda á þeim, sem reka slíkt hús, að séð sé svo um, að ekki valdi truflun í nágrenninu. Því er það meginspurn- ing: Hvernig hefur Vemd staðið sig í þeim efnum? Er því félagi ekki að treysta? Skilyrði fyrir dvöl í húsum Verndar er að menn stundi bindandi vinnu og borgi fyrir sig. Áfengisneyzla er ekki leyfð. Aldrei mun hafa verið kvartað á skrifstofu Verndar vegna þeirra heimila, sem nú eru rekin. Undanfarin fimm ár hefur félagið rekið slík heimili, nú við Ránargötu og Skólavörðustíg. Lengi hefur verið stefnt aö því að koma starfseminni undir eitt þak. Þetta var ætlunin, að yrði við Laugateig. Eftir því sem næst verður komizt, er rétt, sem for- maður Verndar sagði í viðtali við DV: „Það hefur sýnt sig á þessum heimilun, að það skapast góður heimilisandi, og þama styðja allir hver annan. ’ ’ Formaður Verndar segir, að gagnrýni íbúa í Teiga- hverfi sé mannleg en byggist á vanþekkingu á, hvers kon- ar samtök um er að ræða. Ottinn í Teigahverfi við þessa starfsemi virðist því ástæðulaus. Eða eins og einn væntanlegur nágranni sagði í viðtali við DV: „Okkur lízt vel á, að fangamir fái að vera í þessu húsi. Okkur er sagt, að það hafi aldrei verið kvartaö undan þeim á þeim stöðum, sem þeir hafa verið á áður. Það verður að umgangast þessa menn eins og annaðfólk.” En borgarstjórinn, Davíð Oddsson, tók þessu öðruvísi. Viðbrögð hans voru, að lausnin ætti að vera sú, að borg- in keypti húseignina og útvegaði Vernd húsnæði „annars staðar í borginni.” Þá svarar Vernd, að húsið þeirra við Laugateig hafi aldrei verið auglýst til sölu. Menn skilji ekki hvernig borgin æth að kaupa eign, sem ekki sé til sölu. Á fundi framkvæmdastjómar Verndar í fyrrakvöld var samþykkt að halda húsinu og hefja starfsemina þar eins fljótt og unnt væri. Húseignin að Laugateig væri „lang- þráður draumur”, sem ekki yrði gefinn upp á bátinn átakalaust. Ekki er auðséö, hvernig borgarstjóri ætlar þá að koma hugðarefni sínu fram. Getur borgin bannað starfsemi Vemdar í Teigahverfi? I þessu efni þarf að breyta almenningsálitinu og áliti borgarstjóra í leiðinni. Styðja þarf góð félög, eins og Vernd, til þess að efla starfsemi sína. Vonandi verður öll umræðan um þetta efni á næstunni málstað Verndar til framdráttar. Þjóðfélagið er alltof gegnsýrt fordómum, sem byggjast á misskilningi. Haukur Helgason. Ríkisstjórnin stefnir ráðherranum Ríkisstjóm Francois Mitterrand í Frakklandi samþykkti á fundi sínum í gær aö fara þess á leit viö Green- peace-samtökin að þau stefndu utan- ríkisráöherra Frakklands svo úr því fengist skoriö hvort ráðherrann heföi gerst sekur um ólöglegt athæfi vegna meintrar tilraunar frönsku leyni- þjónustunnar til þess aö sökkva skipi samtakanna, Rainbow Warrior, í höfninni í Auckland í Nýja-Sjálandi, en utanríkisráöherrann er æðsti yfir- maöur frönsku leyniþjónustunnar. I fréttum franska sjónvarpsins lýsti franski utanríkisráðherrann yfir ánægju sinni meö þessa einróma ákvöröun stjórnarinnar sem hann sagði að hefði verið tekin að tillögu sinni. Forsætisráöherra frönsku ríkisstjórnarinnar átti í morgun fund með forvígismönnum Greenpeace- samtakanna, þar sem m.a. var rætt um ýmis framkvæmdaratriöi varðandi fyrirhugaða málshöföun samtakanna á hendur utanríkis- ráöherranum og sagöi forsætis- ráöherrann í viötali viö franska út- varpiö nú í morgun, aö nokkur formleg vandkvæöi virtust vera á málshöfðuninni, en ríkisstjómin myndi veita Greenpeace-samtökun- um alla aðstoö og ráðleggingar um hvernig stefnunni á hendur utanrikisráöherranum skyldi hagað. (Reutersfrétt í morgun.) Stórveldi á MBL Viö eigum hér á Islandi dagblað sem ber höfuö og herðar yfir önnur blöö. Þetta blað hefur yfir aö ráöa fjölmennum hópi afbragösgóöra blaöamanna meö langa og mikla starfsreynslu. Blaöiö leggur metnaö sinn í aö upplýsa lesendur sína sem gerst um allt þaö sem markvert getur talist og hlutverk annarra blaða hefur nánast verið það eitt aö tína upp þau fréttaspörð sem þessum risafjölmiöli þykja of ómerkileg til þess aö borgi sig að þau séu hirt upp af götunni. Metnaðinn leggur blaöiö bæði í erlenda og innlenda frétta- þjónustu. Þetta er aö sjálfsögöu Morgunblaðið. Lesandi spyr Nú spyr ég sjálfan mig, sem einn af lesendum þessa blaös: „Hvaö skyldi hafa staðið í Morgunblaöinu eftir aö fréttaskeyti eins og þaö sem búiö var til hér í upphafi heföi borist blaöinu á öldum ljósvakans? ” Auðvitaö þarf ég hvorki aö spyrja mig né aðra þessarar spurningar. Morgunblaðið heföi tekið á málinu eins og önnur stórblöö í Evrópu meö metnað og sjálfsvirðingu heföu gert — slegiö því upp meö stærsta fyrir- sagnaletri, fjallaö um þaö í forystu- greinum og fært rök fyrir því að franska ríkisstjómin stæöi í uppnámi og væri farin aö ástunda stjómunarhætti sem væru ámælis- verðir og henni til minnkunar. Ríkis- stjórn, sem svona starfaði, fyrir- geröi áliti allra skynsamra manna. Nú sjá lesendur auövitaö strax aö fréttaskeytið tilbúna er ekki alveg eins mikið út í hött og ætla mætti. Menn þurfa aðeins aö gera á því örlitlar breytingar til þess aö skeytið eigi við rök að styðjast. Setja „ís- lenska ríkisstjórnin” í staöinn fyrir „franska ríkisstjórnin”, „Steingrím- ur Hermannsson” í staöinn fyrir „Francois Mitterrand”, „undan- þágu varnarliösins á Keflavíkurflug- velli til kjötinnflutnings” í staöinn fyrir „meinta tilraun frönsku leyni- þjónustunnar til þess aö sökkva skip- inu Rainbow Warrior” og „Stéttar- Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR samband bænda” eöa „Framleiðslu- ráö landbúnaöarins” í staöinn fyrir „Greenpeace-samtökin” — og þá er þetta komiö. Tvöfalt siðgæði Morgunblaðiö tekur hins vegar ekki á fréttaskeytinu svona breyttu eins og það myndi hafa gert á því óbreyttu. Þaö myndu önnur stórblöð í Evrópu meö metnað og sjálfs- virðingu hins vegar hafa gert — ef ís- lenska ríkisstjórnin skipti þau þá ein- hverju máli, sem hún gerir ekki fremur en væri hún ríkisstjóm í ban- analýðveldi. Þaö er hins vegar ekki afsökun fyrir Morgunblaöiö. Islenskt eöa ekki íslenskt skiptir Mbl. ekki máli í þessu sambandi. Þaö sem úr- slitunum ræður hjá blaðinu er Sjálf- stæðisflokkur eöa ekki Sjálfstæðis- flokkur. Væri um athafnir ráöherra annars flokks en Sjálfstæöisflokksins að tefla eöa ákvarðanir annarrar ríkisstjórnar en ríkisstjómar með aöild Sjálfstæðisflokksins aö ræða þá myndi blaðið fjalla um málið eins og önnur stórblöö með metnaö og sjálfs- virðingu myndu gera og fordæma svona framferði. Þessi voldugi og sterki fjölmiöill gerir þaö ekki af þeirri einföldu ástæðu að hann er flokkspólitískt hlutdrægur. Hinir mörgu, reyndu og hæfu fréttamenn og fréttaskýrendur blaösins fjalla ekki um mál sem eru Sjálfstæðisflokknum óþægileg eöa mótdræg. Þess vegna hefur þessi forystufjölmiöill okkar Islendinga veriö svona vandræðalegur undan- farið þegar helsta umræöuefnið manna í meðal hefur veriö ótrúleg- ustu uppákomur og yfirlýsingar ráö- herra Sjálfstæðisflokksins sem ver- ið hafa þeim, flokki þeirra og ís- lenska stjórnkerfinu til minnkunar — eða sjá menn virkilega ekkert aumkunarlegt og niöurlægjandi viö þaö aö ríkisstjórn skuli koma sér saman um að biöja aðila „úti í bæ” aö stefna einum ráöherranna fyrir rétt? Ekkert skiptir máli Dauðyflisháttur almennings viö svona uppákomum er háskaleg viðvörun. Það er eins og ekkert skipti fólk lengur neinu máli — jafnvel ekki þegar forystumenn þjóöarinnar eru með opinber fífla- læti, sér og okkur öllum til minnk- unar. Með sama áframhaldi endum viö Islendingar eins og Þjóðverjar í dauöastríöi Weimarlýöveldisins — ábyrgðar- og kæringarlausir um allt og alla. Viö hverju ööru er að búast, þegar voldugustu f jölmiölarnir, sem vera eiga samvizka þjóöarinnar og veita ráöamönnum aöhald af ein- beitni og ákveöni, bregðast svo gjör- samlega skyldu sinni eins og Mbl. gerir þegar flokksmenn tiltekins stjórnmálaflokks eiga í hlut. Morgunblaöiö er ekki flokksblaö, eins og Alþýðublaöið eða Þjóöviljinn. Þaö er, eins og þaö segir sjálft, blað allra landsmanna og „blað allra landsmanna” getur ekki haft tvöfalt siögæði í afstööu sinni til hegðunar stjórnenda þjóöarinnar eftir því hvort tiltekinn flokkur situr utan eöa innan ríkisstjórnar. Þannig bregst blaöiö ekki bara okkur, lesendunum, heldur miklu fremur sjálfu sér og því hlutverki, sem blaöiö hefur áunniö sér sem forystuafl í fjölmiölun á Islandi. Sighvatur Björgvinsson. 9 ,,íslenskt eða ekki íslenskt skiptir Mbl. ekki máli í þessu sambandi. Þaö sem úrslitum ræöur hjá blaðinu er Sjálfstæðisflokkur eða ekki Sjálfstæðis- flokkur.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.